Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Síðustu ár hefur ákveðin auglýsingaþreyta farið að gera vart við sig á samfélagsmiðlum, nú þegar fleiri eru byrjaðir að nýta miðlana til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri, að sögn Sigurðar Svanssonar, eins af eigendum auglýsingastofunnar SAHARA. Þreytan lýsir sér m.a. þannig að fólk veitir slæmri framsetningu á markaðsefni sem birtist einstaklingum á röngum forsendum minni athygli, eins og Sigurður lýsir því.
Meira