Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Halldór Hafdal Halldórsson er gestgjafi á íslenskum öræfum. Í síðustu viku mætti hann á vaktina í Landmannalaugum, en löng hefð er fyrir því að skálar Ferðafélags Íslands þar séu opnir ferðamönnum þegar líða fer á veturinn. „Ég hef verið skálavörður í mörg ár og víða um landið, en finnst fátt toppa að vera hér í Laugum. Í augnablikinu er ég hér einn en finn mig samt ekki sem Róbínson Krúsó, staddur á eyðieyju. Varla kemur sá dagur að ekki séu einhverjir á ferðinni og fleiri mæta eftir því sem lengra líður á veturinn,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær.
Meira