Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hvergi á landinu er betra að búa en í Vestmannaeyjum, á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit. Þetta má lesa úr niðurstöðum viðhorfskönnunar sem gerð var í haust á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga og Byggðastofnunar, þar sem fengið var álit um 10.300 manns. Spurt var um 40 atriði; svo sem friðsæld, loftgæði, skólamál, atvinnuöryggi og launatekjur, húsnæðismál, nettengingar, vegakerfi, vöruverð, þjónustu við fatlaða og aldraða, rafmagn, ásýnd bæja og sveita og almenningssamgöngur.
Meira