Greinar föstudaginn 12. febrúar 2021

Fréttir

12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Allir hjálpast að á Hlíðarenda

„Valsmenn, léttir í lund – leikum á sérhverri stund,“ segir í kvæðinu og það var sannarlega létt yfir stelpunum á fótboltaæfingu á Hlíðarenda á dögunum. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 430 orð

Áforma breytingar á tryggingagjaldi

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Áform eru uppi um að breyta fyrirkomulagi tryggingagjaldsins sem launagreiðendur greiða sem skatt af heildarlaunum launafólks. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

„Nú fer þetta að fara í fullan gang“

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Loðnuvertíð fylgir alltaf stemning og nú fer þetta að fara í fullan gang,“ sagði Sigurður Grétar Guðmundsson, skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq, í gær. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Bjargaði vinkonu

Á 112-deginum í gær var tilkynnt um val á Sólveigu Ásgeirsdóttur, 27 ára konu í Reykjavík, sem skyndihjálparmanni ársins 2020. Svo vildi til í júlí á sl. ári að Súsanna Helgadóttir fór í hjartastopp á heimili sínu þegar Sólveig var þar stödd. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Bótatímabilið verði lengt í 4 ár

BSRB kallar eftir aðgerðum fyrir tekjulága og atvinnulausa og vísar til niðurstaðna úr nýbirtri könnun Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins um stöðu launafólks. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 664 orð | 2 myndir

Bændur vildu ekki selja Hótel Sögu

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umræður hafa verið innan samtaka bænda frá aldamótum, að minnsta kosti, um að selja Hótel Sögu. Tillögum um það var hafnað árin 2000, 2006 og 2015, oft í ágreiningi. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 219 orð

Dómarar höfðu betur

Hæstiréttur féllst í gær á skaðabótakröfu Jóns Höskuldssonar og skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart Eiríki Jónssyni. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Hagnaður bankanna um 30 milljarðar

Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja eykst milli ára. Hann var 27,8 milljarðar króna árið 2019 en árið 2020 var hann samtals 29,7 milljarðar. Munurinn er næstum tveir milljarðar króna, eða sjö prósent. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Hef trú á fyrirtækinu

„Ég hef trú á fyrirtækinu. Árangurinn til þessa hefur verið mjög góður, sérstaklega á síðustu tveimur árum. Markaðir eru erfiðir en við stóðum okkur vel í að ala fiskinn og slátrun gekk vel. Meira
12. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 484 orð | 1 mynd

Hugðust vinna þingmönnum mein

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þingmenn úr báðum deildum Bandaríkjaþings voru í bráðri lífshættu þegar stuðningsmenn Donalds Trumps réðust inn í þinghús Bandaríkjanna 6. janúar sl. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Hundar gegn hindrunum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Leiðsöguhundur stuðlar að auknu sjálfstæði og bætir öryggi notenda,“ segir Már Gunnarsson, tónlistarmaður og sundkappi. Í tengslum við verkefni Blindrafélagsins vegna kaupa á hundum til leiðsagnar stígur Már fram og segir sína sögu. Hundum er úthlutað einu sinni á ári af Þjónustumiðstöð blindra og sjónskerta – en Blindrafélagið kaupir þá og gefur stofnuninni. Meira
12. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Hvetja Írana til að fylgja samkomulagi

Stjórnvöld í Rússlandi og Frakklandi lýstu í gær yfir áhyggjum sínum vegna stöðunnar í kjarnorkudeilunni við Íran eftir að Íranar hófu framleiðslu úranmálms á ný í fyrradag. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Högnuðust um 30 milljarða í fyrra

Hagnaður viðskiptabankanna þriggja nam samtals 29,7 milljörðum króna á síðasta ári. Hann jókst um 7% á milli ára eða um tvo milljarða króna. Uppgjör Landsbankans var kynnt í gær og nam hagnaður bankans 10,5 milljörðum króna á síðasta ári eftir skatta. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Flutningur Hann hefur sjálfsagt skilað sínu og jafnvel rúmlega það. Í vikunni kom hins vegar kallið og sendibíllinn var fluttur á brott, sennilega á endastöð, dekkjalaus og fremur lúinn að... Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Nýr formaður Félags atvinnurekenda

Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, var kjörin formaður Félags atvinnurekenda (FA) á aðalfundi félagsins í gær. Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, lét af formennsku eftir fjögur ár í stóli formanns. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 96 orð | 2 myndir

Oddvitaslagur hjá Sjálfstæðisflokki

Útlit er fyrir oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Óðinsbryggjan verður endurbyggð

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Faxaflóahafnir ætla að endurbyggja Verbúðarbryggjuna í Gömlu höfninni í Reykjavík á þessu ári. Hún hefur verið dæmd ónýt og verður rifin. Meira
12. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Ræddi við Xi í tvær klukkustundir

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann hefði rætt við Xi Jinping, forseta Kína, í síma í tvær klukkustundir í fyrrinótt. Meira
12. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Skipar mótmælendum að snúa aftur til starfa

Min Aung Hlaing, yfirmaður herforingjastjórnarinnar í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, fyrirskipaði í gær opinberum starfsmönnum, sem tekið hafa þátt í allsherjarverkfalli gegn valdaráni hersins, að snúa þegar í stað aftur til starfa. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Sterk staða matvælaframleiðslu

Kjötframleiðsla hefur vaxið samhliða neyslu og innlend matvælaframleiðsla stendur fyrir stórum hluta fæðuframboðs á Íslandi, einkum próteini. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Sækja 5 milljarða í hlutafé

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nokkrir íslenskir fjárfestar taka þátt í hlutafjárútboði Arctic Fish Holding, nýs móðurfélags Arctic Fish á Vestfjörðum. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 82 orð

Telja sjóðinn arfleifð löngu liðins tíma

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins vilja að Atvinnuleysistryggingasjóður verði lagður niður í núverandi mynd og annað fyrirkomulag fundið. Sjóðurinn sé arfleifð löngu liðins tíma sem rekja megi til stofnunar hans fyrir tæpum 70 árum. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 333 orð

Tjónið rúmur milljarður

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tjón vegna vatnslekans í Háskóla Íslands er mjög verulegt en of snemmt er að meta það til fulls. Þetta segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 492 orð | 3 myndir

Unga fólkið notar nikótínpúða æ meir

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Notkun tóbakslausra nikótínpúða hefur aukist mikið og virðist hafa slegið verulega á notkun íslensks neftóbaks sem munntóbaks. Ungt fólk virðist vera að færa sig yfir í nikótínpúðana. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 599 orð | 2 myndir

Útibúum bankanna fækkað mjög

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Útibúum og afgreiðslum viðskiptabankanna þriggja hefur fækkað mjög á undanförnum tveimur áratugum. Nú er svo komið að útibúin eru alls um 60 talsins. Athygli vekur að ríflega helmingur er á vegum Landsbankans. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Valentínusartónleikar Bubba og gesta hans verða í streymi í ár

Þrátt fyrir samkomutakmarkanir af völdum kórónuveirunnar heldur Bubbi Morthens sína árlegu valentínusartónleika, „Það er gott að elska“, í Hlégarði á sunnudagskvöldið kemur kl. 20. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Vantraust á Pál sagt enn í gildi

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs flokksins í Vestmannaeyjum, ætti að hafa þyngri áhyggjur af stöðu flokksins í Eyjum en í Suðurkjördæmi. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Varaþingmaður segir sig úr Samfylkingu

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og sagt af sér varaþingmennsku. Hún greindi flokksmönnum frá þessu með bréfi í gær. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Vegaframkvæmdir í Ölfusi ganga vel í góðu tíðarfari

Starfsmenn ÍAV vinna nú að smíði nýrrar brúar yfir Gljúfurholtsá í Ölfusi, sem er hluti af tvöföldun hringvegarins á þessum slóðum. Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Virkjunin frestast

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur ákveðið að ekki verði gerðar breytingar á núverandi aðalskipulagi sveitarfélagsins til að veita heimild fyrir Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti. Meira
12. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 248 orð | 1 mynd

WHO varar við „fölsku öryggi“

Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, varaði við því í gær að íbúar álfunnar upplifðu „falskt öryggi“ í baráttunni við kórónuveiruna, þar sem enn væri hætta á því að tilfellum í Evrópu gæti fjölgað... Meira
12. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 252 orð | 2 myndir

Þrjú smit á vikutíma

Samkvæmt samantekt á vefnum Our World in Data samsvarar fjöldi bólusetninga hér á landi rúmum 5% af þjóðinni, sem er svipað hlutfall og í mörgum ríkjum Evrópu. Nokkrar þjóðir skera sig úr, eins og Ísraelar, með bólusetningar til jafns við nærri 70%... Meira

Ritstjórnargreinar

12. febrúar 2021 | Leiðarar | 395 orð

George Shultz

George Shultz verður öllum þeim sem kynntust honum eftirminnilegur Meira
12. febrúar 2021 | Staksteinar | 218 orð | 1 mynd

Siðlausir siðfræðingar

Það fór fyrir draumnum um hjarðónæmisrannsókn Pfizer eins og hverju öðru Evróvisjón: Islande, nul points. Við sem vorum meira að segja farin að skreyta og gera fínt í Laugardalshöll. Meira
12. febrúar 2021 | Leiðarar | 253 orð

Uggvænlegt atvinnuleysi

Kórónuveiran er nánast horfin og það ber að nýta Meira

Menning

12. febrúar 2021 | Bókmenntir | 1262 orð | 2 myndir

Að vera sjálfri sér samkvæm

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Fjölmiðlar | 204 orð | 1 mynd

Kappleikir á tímum kórónuveirunnar

Kórónuveiran hefur valdið usla og uppnámi á ýmsum vígstöðvum og hafa íþróttirnar ekki farið varhluta af því. Meira
12. febrúar 2021 | Tónlist | 79 orð | 4 myndir

Kvintett trompetleikarans Ara Braga Kárasonar kom fram á tónleikum...

Kvintett trompetleikarans Ara Braga Kárasonar kom fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu á miðvikudagskvöldið var. Meira
12. febrúar 2021 | Myndlist | 89 orð | 1 mynd

Óreiðukenning Ingunnar Fjólu

Sýningin Óreiðukenningin með verkum eftir Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur var opnuð í gær í Norr11 á Hverfisgötu 18a. Meira
12. febrúar 2021 | Myndlist | 70 orð | 1 mynd

Valgerður sýnir Náttúrustemmur

Náttúrustemmur er heiti sýningar sem Valgerður Björnsdóttir opnar í dag, föstudag, kl. 15 í Gallerí Göngum við safnaðarheimili Háteigskirkju. Meira

Umræðan

12. febrúar 2021 | Velvakandi | 178 orð | 1 mynd

Að peppa upp lýðinn

Bjartsýni er góð, já bráðnauðsynleg og afl til framkvæmda og lífsánægju. En hún getur líka gengið út í öfgar og flan þar sem skýjaborgir eru helstu merkin. Meira
12. febrúar 2021 | Aðsent efni | 523 orð | 1 mynd

Arðrán Evrópusambandsins

Eftir Svan Guðmundsson: "ESB-sendimenn hika ekki við að arðræna fátækar þjóðir eða múta ráðamönnum." Meira
12. febrúar 2021 | Aðsent efni | 651 orð | 1 mynd

Auðlindagjald og þjóðarsjóður

Eftir Skúla Jóhannsson: "Alls óvíst er hvort auðlindagjöld í tengslum við orkuvinnslu og með greiðslum í tilheyrandi þjóðarsjóð séu þarfar og skynsamlegar ráðstafanir." Meira
12. febrúar 2021 | Aðsent efni | 710 orð | 1 mynd

Hvað er tónverk?

Eftir Atla Ingólfsson: "Svo virðist sem enn viti ekki allir af því að til er sérstakt fag sem heitir tónsmíðar. Og var þó verið að fagna stórafmæli Beethovens í fyrra." Meira
12. febrúar 2021 | Pistlar | 438 orð | 1 mynd

Meiri útgjöld, minni skatta

Afstaða stjórnmálamanna til fjármála ríkisins ætti að vera kjósendum umhugsunarefni. Meira
12. febrúar 2021 | Aðsent efni | 983 orð | 1 mynd

Nýr heimur og nýr veruleiki í frjálsum heimi

Eftir Vilhjálm Bjarnason: "Minnumst þess að járntjaldið féll ekki í styrjaldarátökum, það féll vegna gjaldþrots Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra." Meira
12. febrúar 2021 | Aðsent efni | 450 orð | 1 mynd

Óþarfa áhyggjur af hagnaði

Eftir Gísla Pál Pálsson: "Samanlagður hallarekstur þessara heimila undanfarin þrjú ár nemur rúmlega 1.450 milljónum króna. Tæpum einum og hálfum milljarði." Meira
12. febrúar 2021 | Aðsent efni | 735 orð | 1 mynd

Við getum ekki öll heitið Sigurður

Eftir Eiríksínu Eyju Ásgrímsdóttur: "Ummælin eru fordæmandi og ala um leið á því öráreiti, sem margir nafnberar óalgengra nafna verða fyrir." Meira
12. febrúar 2021 | Aðsent efni | 421 orð | 1 mynd

Vöndum orðræðuna og samskiptin

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Biðjum þess að við mættum vera til blessunar, því þá líður okkur svo margfalt betur. Verum farvegur kærleika, friðar, þakklætis, vonar og betra lífs." Meira

Minningargreinar

12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 2163 orð | 1 mynd

Anna Lilja Þorvaldsdóttir

Anna Lilja Þorvaldsdóttir fæddist í Héðinsfirði 3. september 1931. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 3. febrúar 2021. Foreldar hennar voru Ólína Einarsdóttir, f. 18.12. 1904, d. 22.11. 1976, og Þorvaldur Sigurðsson, f. 27.04. 1899, d. 17.06. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 265 orð | 1 mynd

Guðni Pétur Guðnason

Guðni Pétur Guðnason fæddist 10. nóvember 1989. Hann lést 21. janúar 2021. Útförin fór fram 5. febrúar 2021. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 2522 orð | 1 mynd

Hafsteinn Linnet

Hafsteinn Linnet fæddist í Hafnarfirði 1. janúar 1954. Hann lést 27. janúar 2021. Hann var sonur hjónanna Málfríðar Maríu Linnet, f. 17. maí 1929, d. 21. júlí 2012, og Hans Adolfs Linnet, f. 8. október 1930, d. 12 apríl 2019. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 221 orð | 1 mynd

Hilmar Kristinn Adolfsson

Hilmar Kristinn Adolfsson fæddist 10. mars 1935. Hann lést 22. janúar 2021. Útför Hilmars fór fram 1. febrúar 2021. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 3063 orð | 1 mynd

Ingibjörg Þorkelsdóttir

Ingibjörg Þorkelsdóttir fæddist 20. júlí 1923 í Reykjavík. Hún andaðist 4. febrúar 2021 á Landakoti. Foreldrar Ingibjargar voru Þorkell Þorkelsson veðurstofustjóri, f. 6. nóv. 1876, d. 7. maí 1961 og kona hans Rannveig Einarsdóttir, f. 3. jan. 1890, d. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1971 orð | 1 mynd

Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir fæddist í Reykjavík 20. janúar árið 1952. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. janúar 2021. Foreldrar hennar voru Baldur Guðmundsson f. 11. apríl 1929, d. 21. mars 2016, og Anna Björg Ósk Jónsdóttir, f. 3. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 6815 orð | 1 mynd

Jens Andrésson

Jens Andrésson fæddist 9. apríl 1952 í Reykjavík og ólst þar upp. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 27. janúar 2021. Foreldrar hans voru Andrés Guðjónsson, f. 13.6. 1921, d. 22.1. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 3954 orð | 1 mynd

Jóhanna Dahlmann

Jóhanna Dahlmann fæddist á Ísafirði 18. október 1933. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu við Laugarás 29. janúar 2021. Foreldrar Jóhönnu voru Sigurður J. Dahlmann, umdæmisstjóri Pósts og síma á Ísafirði, f. 31. mars 1899 á Seyðisfirði, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1221 orð | 1 mynd

Kristín María Jónsdóttir

Kristín María Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 2. maí 1944. Hún lést á Landspítalanum Hringbraut 30. janúar 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Óskar Guðsteinsson, f. 9. ágúst 1916, d. 14. apríl 1975 og Svava Guðmundsdóttir, f. 6. janúar 1918, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 296 orð | 1 mynd

Kristjana Heiðberg Guðmundsdóttir

Kristjana Heiðberg Guðmundsdóttir fæddist 20. janúar 1932. Hún lést 29. janúar 2021. Útför Kristjönu fór fram 5. febrúar 2021. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 2382 orð | 1 mynd

Sigurður Th. Ingvarsson

Sigurður Th. Ingvarsson fæddist á Ísafirði 9. október 1931. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 1. febrúar 2021. Foreldrar hans voru Ingvar Jónsson vélvirki, f. 28. október 1911, d. 23. mars 1979, og Sigríður Sigurðardóttir húsmóðir, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 920 orð | 1 mynd

Skæringur Eyjólfsson

Skæringur Eyjólfsson fæddist á Hrútafelli, Austur-Eyjafjöllum 26. janúar 1939. Hann lést á MND-deild Droplaugarstaða 1. febrúar 2021. Hann var sonur Eyjólfs Þorsteinssonar, f. 25.7 1892, d. 17.9 1973, bónda á Hrútafelli og konu hans Helgu Ólafsdóttur,... Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1036 orð | 1 mynd

Snorri Steinþórsson

Snorri Steinþórsson, fv., matreiðslumaður í Ráðhúsi Reykjavíkur, fæddist í Reykjavík 27. maí 1951 en ólst upp í Hafnarfirði. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 2. febrúar 2021. Foreldrar Snorra voru Steinþór Hóseasson, f. 6.6. 1916, d.... Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1223 orð | 1 mynd

Stefanía Sjöfn Sófusdóttir

Stefanía Sjöfn Sófusdóttir fæddist í Reykjavík 9. október 1940. Hún lést á krabbameinsdeildinni á Landspítalanum 31. janúar 2021. Foreldrar hennar voru Sigurður Sófus Guðmundsson skósmiður, f. 28. ágúst 1897, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
12. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1557 orð | 1 mynd

Valrós Árnadóttir

Valrós Árnadóttir fæddist 3. ágúst 1927 á Hnjúki í Skíðadal. Hún lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 1. febrúar 2021. Útförin fer fram 12. febrúar kl. 13.30. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/1von6vxk Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

12. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 684 orð | 3 myndir

Gera ráð fyrir framlagi

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts, segir ekki liggja fyrir neitt loforð um hundraða milljóna króna framlag ríkisins til félagsins. Meira
12. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 63 orð

Góði hirðirinn kominn til að vera á Hverfisgötu

Stjórnendur og stjórn SORPU og Góða hirðisins hafa ákveðið að halda rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu 94-96 áfram. Meira
12. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 120 orð | 1 mynd

Hagnaður Sjóvár 3 ma.kr. á fjórða ársfjórðungi

Tryggingafélagið Sjóvá hagnaðist um þrjá milljarða króna á fjórða jórðungi síðasta árs, en það er nærri þreföld aukning miðað við sama tímabil í fyrra, þegar félagið hagnaðist um 808 milljónir króna. Meira
12. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 117 orð | 1 mynd

Landsbankinn jók hagnað um 152% á 4. ársfjórðungi

Hagnaður Landsbankans á fjórða ársfjórðungi 2020 nam rúmum 9,8 milljörðum króna, sem er 153% hækkun hagnaðar frá sama tímabili í fyrra, en þá nam hagnaðurinn um 3,9 milljörðum króna. Meira
12. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Raunverð íbúða hækkað mest hér á landi

Á síðustu fimm árum hefur raunverð íbúða hækkað nokkuð meira hér á landi en í löndunum í kringum okkur. Hækkunin mælist yfir 40% í heildina frá 2015 á Íslandi en er á bilinu 1-20% í hinum norrænu löndunum. Meira

Fastir þættir

12. febrúar 2021 | Fastir þættir | 168 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. e3 a6 5. Bd2 Re4 6. Rc3 Rxd2 7. Dxd2 b5...

1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. e3 a6 5. Bd2 Re4 6. Rc3 Rxd2 7. Dxd2 b5 8. cxd5 cxd5 9. Bd3 e6 10. 0-0 Be7 11. Hfc1 0-0 12. a4 b4 13. Re2 a5 14. Rf4 Rd7 15. Dc2 h6 16. Dc6 Rb6 17. Re5 Bd6 18. Bb1 Bxe5 19. dxe5 Ha7 20. Dc2 g6 21. b3 Dg5 22. Dc5 Dd8 23. Meira
12. febrúar 2021 | Fastir þættir | 168 orð

Auðsótt mál. S-NS Norður &spade;762 &heart;KG10 ⋄874 &klubs;ÁG107...

Auðsótt mál. S-NS Norður &spade;762 &heart;KG10 ⋄874 &klubs;ÁG107 Vestur Austur &spade;ÁKD8 &spade;954 &heart;654 &heart;D8732 ⋄9632 ⋄D &klubs;94 &klubs;K852 Suður &spade;G103 &heart;Á9 ⋄ÁKG105 &klubs;D63 Suður spilar 3G. Meira
12. febrúar 2021 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Brjáluð í brúðkaup

Alina Vilhjálmsdóttir rekur síðuna Andartakið þar sem hún hannar einstök brúðkaupskort fyrir tilvonandi brúðhjón ásamt því vera með ýmsar upplýsingar og fróðleik um giftingar. Meira
12. febrúar 2021 | Árnað heilla | 78 orð | 1 mynd

Margrét Sigurðardóttir

60 ára Margrét er Hafnfirðingur en býr í Reykjavík. Hún er fótaaðgerðafræðingur og rekur eigin stofu sem heitir Fótaaðgerðastofan Hafperla. Margrét er formaður Félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga. Maki : Guðmundur Sveinn Guðmundsson, f. Meira
12. febrúar 2021 | Í dag | 58 orð

Málið

Íslensk orðabók kveður spað þýða (smátt) brytjað kjöt (og bætir við: nýtt eða salt), en Ísl. nútímamálsorðabók lítil stykki eða brot . Hún segir þá ekkert við því þótt maður brjóti , berji eða hakki e-n eða e-ð í spað. Meira
12. febrúar 2021 | Í dag | 270 orð

Nú snjóaði og Grímsey skelfur

Ingólfur Ómar sendi mér póst á miðvikudaginn og sagði: „Nú hefur aðeins snjóað í nótt sem leið og jörðin er orðin hvít. Meira
12. febrúar 2021 | Árnað heilla | 88 orð | 1 mynd

Valgerður Björnsdóttir

70 ára Valgerður ólst upp í Reykjavík og Hafnarfirði og býr í Kópavogi. Hún er kennari og kenndi í 38 ár í Snælandsskóla í Kópavogi. Hún útskrifaðist frá grafíkdeild MHÍ 1999 og hefur starfað sem myndlistarkona síðan. Meira
12. febrúar 2021 | Árnað heilla | 906 orð | 4 myndir

Var virkur í atvinnumálum og félagsmálum á Siglufirði

Skúli Jónasson fæddist 12. febrúar 1926 á Eiðsstöðum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var aðeins sjö ára gamall þegar faðir hans féll frá. Meira

Íþróttir

12. febrúar 2021 | Íþróttir | 283 orð | 1 mynd

„Gylfi var magnaður í leiknum“

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú í 5:4 sigri Everton gegn Tottenham Hotspur í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu á miðvikudagskvöld. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Bikar bætist í safnið í München

Bæjarar bættu í gær við enn einum bikarnum í bikarasafnið hjá sér í München þegar Bayern München sigraði í Heimsbikarkeppni félagsliða. Bayern mætti Tigres frá Kólumbíu í úrslitaleiknum en keppnin var útkljáð í Katar. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 104 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Þór Akureyri – Þór Þorlákshöfn 75:91...

Dominos-deild karla Þór Akureyri – Þór Þorlákshöfn 75:91 Tindastóll – Grindavík 88:81 Höttur – Haukar 90:84 KR – Stjarnan 100:91 Staðan: Keflavík 981842:73016 Þór Þ. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Ellefti sigurinn hjá Barcelona

Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona unnu góðan 37:33-útisigur á Zagreb í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gær. Aron skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum skotum og gaf fimm stoðsendingar. Barcelona hefur unnið alla ellefu leiki sína í A-riðli. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Everton mætir Manchester City í 8-liða úrslitum

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar í Everton fá verðugt verkefni í 8 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar, FA Cup. Dregið var í gærkvöld og andstæðingur Everton verður topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, og fer leikurinn fram í Liverpool. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Höttur og Tindastóll hafa unnið þrjá leiki af síðustu fjórum

Höttur frá Egilsstöðum og Tindastóll frá Sauðárkróki hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjunum í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Fjórir leikir fóru fram í gær og Höttur vann Hauka en sá sigur gæti reynst dýrmætur þegar upp verður staðið. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Njarðvík: Njarðvík – ÍR 18:15...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla: Njarðvík: Njarðvík – ÍR 18:15 Hlíðarendi: Valur – Keflavík 20:15 1. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Lars Lagerbäck snýr aftur til Íslands

Arnari Þór Viðarssyni, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, hefur borist liðsauki því Knattspyrnusambandið hefur komist að samkomulagi við Svíann Lars Lagerbäck um að gerast tæknilegur ráðgjafi hjá karlalandsliðinu. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu kvenna 32-liða úrslit: Bröndby – Vålerenga...

Meistaradeild Evrópu kvenna 32-liða úrslit: Bröndby – Vålerenga 6:5 eftir vítak. (1:1) • Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn með Vålerenga og skoraði í vítakeppni. Vålerenga. Amanda Andradóttir var ekki lögleg með liðinu. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 138 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Afturelding – Stjarnan 26:23 ÍR – Selfoss...

Olísdeild karla Afturelding – Stjarnan 26:23 ÍR – Selfoss 18:28 Staðan: Haukar 7601204:17012 FH 8512231:20611 Selfoss 7511191:16611 Afturelding 8512199:20011 Valur 8503234:21810 ÍBV 7412203:1919 KA 7232183:1677 Stjarnan 8314209:2177 Fram... Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 304 orð | 2 myndir

Selfyssingar ógnarsterkir

Handboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjarnan og Afturelding eru bæði með ellefu stig í Olísdeild karla í handbolta eftir sigra í gærkvöldi. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Sextán nýliðar hjá Þorsteini

Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur valið 26 leikmenn til æfinga síðar í mánuðinum. Sextán af tuttugu og sex leikmönnum hópsins hafa ekki spilað A-landsleik. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Súr niðurstaða fyrir Ingibjörgu

Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, mátti sætta sig við sárt tap í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 418 orð | 3 myndir

*Yoshiro Mori , formaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, mun...

*Yoshiro Mori , formaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, mun væntanlega segja af sér eftir að hafa sætt gagnrýni fyrir óviðeigandi ummæli um konur. Meira
12. febrúar 2021 | Íþróttir | 429 orð | 2 myndir

Þriðji sigurinn í fjórum leikjum hjá Hetti

Körfuboltinn Kristján Jónsson kris@mbl.is Leikmenn Hattar á Egilsstöðum ætla greinilega að selja sig dýrt í Dominos-deild karla í körfuknattleik á þessu keppnistímabili. Meira

Ýmis aukablöð

12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 434 orð | 8 myndir

1 0 mínútna vorförðun sem breytir öllu

Natalie Kristín Hamzehpour skólastjóri Makeup Studio Hörpu Kára farðaði Kristjönu Elvu Karlsdóttur með einfaldri vorförðun sem tók ekki nema tíu mínútur. Marta María | mm@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 3626 orð | 3 myndir

Áætlar að velta milljarði á þessu ári

Á síðustu sjö árum hefur Sigrún Guðjónsdóttir haft yfir milljarð í tekjur af því að hjálpa konum úti um allan heim að byggja upp þekkingarfyrirtæki á netinu. Sigrún á og rekur alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki í Sviss. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 156 orð | 4 myndir

„Áföll og streita sjást á andlitinu“

Eva Dögg Rúnarsdóttir, fatahönnuður og jógakennari, segir hugleiðslu bestu snyrtivöruna í bland við krem sem dugar á næstum allt. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 994 orð | 8 myndir

„Ég elska yfirhafnir“

Kötlu Ásgeirsdóttur eða DJ Kötlu þekkja margir. Færri vita að hún er með BA-gráðu í trúarbragðafræðum og viðskiptastjóri Miðeindar þótt merkilegasta hlutverk hennar sé án efa að vera mamma Flóka. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 770 orð | 6 myndir

„Ég myndi fara í verslanir sem selja notuð föt og ná mér í nokkra fallega kjóla“

Anna Margrét Björnsson, upplýsingafulltrúi franska sendiráðsins, er mikill kvikmyndaunnandi. Öll orka hennar þessa dagana fer í að vinna við frönsku kvikmyndahátíðina en hún fer fram í 21. skiptið á þessu ári í Reykjavík. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 1188 orð | 2 myndir

„Ég refsaði mér í ræktinni með hundleiðinlegum æfingum“

Sandra Dögg Jónsdóttir jógakennari segir að hún hafi notað líkamsrækt til að refsa sér með, þar til hún kynntist jóga. Hún er hamingjusöm, glöð og frjáls í dag, en þannig var lífið ekki áður. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 1700 orð | 1 mynd

„Framhjáhald eða lausung virðist almennara en áður var“

Sigrún Júlíusdóttir prófessor emeritus við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands er með mikla reynslu af sögum sambanda í landinu. Hún segir Valentínusardaginn góðan dag, en ekki vettvang til að hafa langtímaáhrif á ástarsambandið. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 41 orð | 1 mynd

„Fyrirbyggir ótímabæra húðöldrun og brúna húðbletti“

EVY „Anti-age“-andlitsmousse fyrirbyggir ótímabæra húðöldrun og brúna húðbletti. Varan var valin vara ársins árið 2017 af tímaritinu TARA. Dagkremið er í froðuformi og er til daglegra nota. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 1936 orð | 4 myndir

„Streita veldur heilsutjóni“

Aldís Arna Tryggvadóttir er fyrsti og eini markþjálfinn sem starfar hjá Heilsuvernd. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 669 orð | 1 mynd

„Þetta er auðvitað svo mikið í fjölskyldunni hjá þeim“

Er meira um fíknisjúkdóma í sumum fjölskyldum en öðrum? Er hægt að vera óheppinn í genalottóinu og erfa fíknigenið? Er það kannski ríkjandi? Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 1442 orð | 22 myndir

Best klæddu konur Íslands

Ísland er fullt af fallega klæddum konum. Lesendur Smartlands völdu þær allra smekklegustu þegar kemur að klæðaburði. Í framhaldinu voru þessar best klæddu teknar tali og deila þær hugmyndafræði sinni þegar kemur að því að raða fötum þannig að heildarmyndin verði góð. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 144 orð | 2 myndir

Einstök upplifun

Franska tískuhúsið Dior er að gera dásamlega hluti þessa dagana í snyrtivöruheiminum. Eitt það mest spennandi þessa dagana er Dior Forever Skin Veil SPF 20 sem er primer. Hann er borinn á húðina áður en hún er förðuð og virkar lengi eða í sólarhring. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 507 orð | 5 myndir

Ertu nokkuð að gleyma hárinu?

Margrét Ósk Brynjólfsdóttir verður hárgreiðslumeistari eftir þrjá mánuði. Hún mælir með sérstakri aðferð til að handlita hárið svo það fái náttúrulegri áferð. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 231 orð | 21 mynd

Fágað útlit sem minnir á 70's-tískuna

Fátt er jafn heillandi og fallega klædd kona með þroskaðan smekk og gott sjálfstraust. 70's-tískan er allsráðandi í verslunum landsins. Ljósir litir og einfaldir fylgihlutir. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 317 orð | 5 myndir

Fimm fantagóðir farðar

Ef það er eitthvað sem skiptir máli þegar heildarmyndin er annars vegar þá er það að velja réttan farða. Hér eru nokkrir framúrskarandi farðar sem geta breytt tilverunni. Marta María | mm@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 584 orð | 6 myndir

Fólk hugsar miklu betur um húðina eftir veiruna

Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, segir að húðrútína fólks hafi breyst vegna veirunnar og nú hugi fólk betur að húðinni. Hún notar dermaroller helst einu sinni í viku til að fríska upp á húðina. Marta María | mm@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 71 orð | 1 mynd

Fyrir þroskaða konu með meðfætt virði

Jean Paul Gaultier La Belle Eau de Parfum er fágaður ilmur fyrir þroskaðar konur sem vita hvað þær vilja. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 1286 orð | 9 myndir

Hreyfing á að auka vellíðan

Sara Snædís segir að góð hreyfing gefi lífinu gildi. Hún er með einstakan smekk og alltaf fallega til fara. Í viðtalinu deilir hún leyndarmáli sem mun fá konur til að vilja hreyfa sig reglulega. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 672 orð | 4 myndir

Húðmeðferð sem breytir ekki andlitinu

Arna Björk Kristinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, segir að Profhilo-meðferðin njóti vinsælda hjá báðum kynjum en meðferðin stinnir húðina og veitir meiri ljóma án þess að breyta útliti fólks. Marta María | mm@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 101 orð | 2 myndir

Ilmur sem fer með þig til Rómar

Nýi Valentino-ilmurinn, Born in Rome yellow dream, kemur með vorið inn í líf fólks. Hann dregur fram nýja orku og ilmar af jákvæðni. Róm er þekkt fyrir sína einstöku gylltu sólarupprás sem umvefur borgina á hverjum morgni. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 807 orð | 4 myndir

Konur geta gert allt sem þeim sýnist

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, fjárfestir, stjórnarmaður og eigandi CrossFit XY, borðar yfirleitt ekki morgunmat og reynir að hugsa eins vel um sig og hún getur. Hún segir að „girlpower“ sé að hafa nægt sjálfstraust til að láta drauma sína rætast. Marta María | mm@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 548 orð | 1 mynd

Láttu þig langa í það sem þú hefur

Fólk upplifði mikil vonbrigði í liðinni viku þegar í ljós kom að Íslendingar yrðu ekki notaðir sem tilraunadýr í bóluefnaheiminum. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 531 orð | 14 myndir

Litríkari varir og eyeliner í forgrunni

Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi, segir að skarpur eyeliner og bjartur varalitur verði eitt af trendum ársins 2021. Hún farðaði Söndru Gunnarsdóttur með nýjustu litunum. Marta María | mm@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 2538 orð | 5 myndir

Maður þarf að æfa sig í ástinni rétt eins og í bekkpressu

Kjartan Guðbrandsson er án efa einn þekktasti þjálfari landsins. Hann er einn af þeim sem vilja lifa það sem þeir kenna og er í stöðugri þróun með sjálfan sig í lífinu. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 89 orð | 3 myndir

Meiri mýkt og meiri ljómi

Ef það er eitthvað sem skiptir máli þegar kemur að förðun þá er það að eiga góðan farða. Farðar frá Yves Saint Laurent hafa notið vinsælda en nú er kominn splunkunýr farði, Touche Éclat. Marta María | mm@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 72 orð | 3 myndir

Náttúruleg innihaldsefni mikilvæg

Tanja Líf Davíðsdóttir afreksíþróttakona í crossfit er með mjög einfalda en góða förðunarrútínu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 1042 orð | 9 myndir

Starfar hjá By Malene Birger í Kaupmannahöfn

Laufey Lúðvíksdóttir hefur það gott í Danmörku með fjölskyldunni sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á tísku, þótt fataskápurinn hennar sé ekki að springa úr óþarfa varningi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 65 orð | 1 mynd

Tímalaus ilmur sem tekið er eftir

Olympea Blossom frá Paco Rabanne er smart ilmur fyrir konur á öllum aldri sem þora að láta á sér bera. Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 1426 orð | 3 myndir

Umhyggjurík samskipti geta bjargað mannslífum

Kolbrún Karlsdóttir er talskona umhyggjuríkra samskipta. Hún upplifði erfitt tímabil í lífinu þar sem hún fór að vinna í sér og samskiptunum sínum. Hana dreymir nú um að koma umhyggjuríkjum samskiptum inn í skólakerfið á Íslandi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 250 orð | 15 myndir

Vortískan 2021

Á þessum árstíma þyrstir okkur í eitthvað nýtt. Við þráum ný föt, nýjar hárvörur, nýjar snyrtivörur og bara nýja orku ef hægt væri að kaupa hana á brúsum. Hér ætlum við að skoða hvað þú getur gert til að hressa þig við. Marta María | mm@mbl.is Meira
12. febrúar 2021 | Blaðaukar | 647 orð | 1 mynd

Þegar streita tekur toll af húðinni

Lára G. Sigurðardóttir læknir skrifar um hvaða áhrif streita hefur á húðina. Lára G. Sigurðardóttir | lara@hudin.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.