Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar, hagfræðiprófessor og tilvonandi frambjóðandi, var í viðtali á Stöð 2 á miðvikudag, þar sem hann flutti þann fyrirsjáanlega boðskap, að sér þættu veiðigjöld of lág og því yrði að breyta með stjórnarskrárbreytingu, enda hefði nágrannalöndunum vegnað betur með öðruvísi gjaldtöku.
Meira