Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarflokksins NLD í Búrma, sem einnig er þekkt sem Mjanmar, var í gær ákærð af herforingjastjórninni fyrir að hafa brotið lög um meðhöndlun náttúruhamfara, en áður sætti hún ákæru um að hafa haft í fórum sínum ólöglegar labb-rabb-talstöðvar. Win Myint, forseti landsins, var sömuleiðis ákærður fyrir brot á sömu löggjöf, en ákæran er sögð tengjast kosningafundi á vegum NLD í fyrra, sem hafi brotið í bága við sóttvarnaaðgerðir gegn kórónuveirunni.
Meira