Greinar laugardaginn 20. febrúar 2021

Fréttir

20. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 389 orð | 1 mynd

Aukin aðstoð við fátæk ríki

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims samþykktu á fjarfundi sínum í gær að auka þróunaraðstoð til heilbrigðismála hjá fátækari þjóðum heims til að bregðast við heimsfaraldrinum. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Ákveðið að Íslandspóstur fái 509 milljónir frá ríkinu

Íslandspóstur fær 509 milljónir frá íslenska ríkinu vegna alþjónustu samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Samræmist það því sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er sagður hafa lagt til á fundi með stjórn og forstjóra Íslandspósts,... Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Kvöldsól Um helgina eru tveir mánuðir frá vetrarsólstöðum, þegar dag tók að lengja á ný. Síðan þá hefur sólin hækkað á lofti og þessir kátu hundar horfa mót sólinni í Vatnsendahverfinu í vikunni. Fyrir þá og mannfólkið hefur viðrað vel til... Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 346 orð | 5 myndir

Á skíði fyrir norðan í vetrarfríi skólanna

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Akureyri er staður helgarinnar, en í vetrarfríi grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu hefur leið margra einmitt legið norður í land til skíðaiðkunar eða í aðra skemmtun. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Áætlað að bólusetningu ljúki í lok júní

Alexander Kristjánsson Veronika Steinunn Magnúsdóttir Bólusetningu við kórónuveirunni lýkur í lok júní, gangi forsendur heilbrigðisráðuneytisins eftir. Ráðuneytið birti í gær bólusetningardagatal í samvinnu við sóttvarnalækni. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 714 orð | 2 myndir

Bjartsýni í Hólminum þrátt fyrir atvinnuleysi

Úr bæjarlífinu Gunnlaugur Árnason Stykkishólmi „Take away“ eru orð sem flestir Hólmarar þekkja vel í dag. Veitingastaðir bæjarins hafa verið lokaðir meira og minna í vetur. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Engin áform eru um að rífa Oddakirkju

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekki stendur til að rífa gömlu kirkjuna í Odda á Rangárvöllum þótt þar verði byggð ný kirkja og menningar- og fræðasetur eins og Oddafélagið vill gera. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Eva sækist eftir 2.-3. sæti

Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, hefur tilkynnt formlega að hún sækist eftir 2. til 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi til næstu alþingiskosninga. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 586 orð | 1 mynd

Ég hef gengið langa leið – hátt um fjöll og dali

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Vinkonur mínar reyndu stundum að draga mig með til Spánar í sumarfrí, en ég tók það aldrei í mál, finnst betra að ganga á fjöll á Íslandi,“ segir Álfheiður Jónsdóttir á Akureyri sem verður 100 ára á morgun, sunnudaginn 21. febrúar. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Grímur fer í fyrra starf

Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol undanfarin þrjú ár, mun taka við miðlægri rannsóknardeild lögreglu í apríl. Þetta staðfesti Grímur í samtali við mbl.is í gær. Grímur var yfirmaður deildarinnar til ársins 2017. Meira
20. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Harry sviptur heiðurstitlum sínum

Harry Bretaprins og Meghan eiginkona hans hafa hætt öllum konunglegum skyldum sínum, samkvæmt tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni í gær. Elísabet II. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 79 orð

Hálfur milljarður í heita potta

Athafnamaðurinn Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, gerir sér vonir um að selja heita potta fyrir milljarð króna á þessu ári. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 241 orð

Hótanir um líkamsmeiðingar

Átta eru nú í gæsluvarðhaldi vegna morðs í Rauðagerði um síðustu helgi. Í gær var karlmaður úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Húsið var talið of stórt

Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur hafnað umsókn um leyfi til að byggja þrílyft verslunar- og íbúðarhús á lóðinni Skólavörðustíg 36. Þarna stóð áður hús sem rifið var í óleyfi í fyrra og varð fréttaefni á þeim tíma. Var niðurrifið kært til lögreglu. Meira
20. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Kallað eftir afsögn Cruz vegna ferðar

Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz sætti harðri gagnrýni í gær og fyrrinótt eftir að hann ákvað að ferðast ásamt fjölskyldu sinni til Cancun í Mexíkó, á sama tíma og heimaríki hans, Texas, glímdi við eitt versta vetrarveður sem skollið hefur á ríkinu í... Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Kynna útivist og Toyota-jeppa af öllum stærðum og gerðum

„Við finnum að eitthvað mikið liggur í loftinu og sömuleiðis að allt jeppasamfélagið hlakkar til þessarar árlegu sýningar okkar,“ segir Andri Úlfarsson, framkvæmdastjóri sölusviða hjá Toyota Kauptúni í Garðabæ. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Leggur til afglæpavæðingu neysluskammta

„Boðar frumvarpið þá stefnu að meðhöndla skuli vanda vímuefnanotenda í íslensku samfélagi í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu,“ segir í greinargerð frumvarpsdraga um afglæpavæðingu neysluskammta sem Svandís Svavarsdóttir... Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Lengja hafnargarðinn í Ólafsvík

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Starfsmenn verktakafyrirtækisins Grjótverks hf. í Hnífsdal luku á fimmtudag við lengingu hafnargarðs í Ólafsvík. Bætt var 80 metrum við svonefndan Norðurgarð, sem lokar höfninni fyrir opnu hafi. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Lengsta hundasleðahlaup á Íslandi

Ræst var til keppni í lengsta hundasleðahlaupi á Íslandi á Húsavík í gærmorgun, Musherice 2021. Hlaupið er 150 kílómetra langt. Keppendur beita fimm til sex hundum fyrir sleða sína. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 307 orð | 3 myndir

Loðna víða við suðurströndina

Eftir góða loðnuveiði við Landeyjahöfn í fyrradag var rólegra yfir veiðum um miðjan dag í gær, en þó eitthvað misjafnt. Loðnan hafði gengið vestur á bóginn á hefðbundinni leið sinni á hrygningarstöðvarnar, en virtist vera víða við suðurströndina. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Meðferðin ekki talin vera viðhald

Yfirskattanefnd hefur snúið við þeirri niðurstöðu ríkisskattstjóra að kostnaður við grafínhúðun bifreiðar félli ekki undir átakið Allir vinna og eigandi bílsins ætti því ekki rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna bílaviðgerða. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 114 orð

Nefnd þingmanna rýnir í stöðu RÚV

Þrír þingmenn frá stjórnarflokkunum hafa fengið það hlutverk að rýna lög um Ríkisútvarpið ohf. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Orka fyrir öryggi

Öryggi í fjarskiptum, til dæmis í óveðri og hamförum, styrkist með tilkomu nýrra færanlegra rafstöðva sem afhentar voru björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í gær. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Rafrænn Rótarýdagur í faraldri

Rótarýdagurinn er 23. febrúar, en þá fagna Rótarýfélagar um allan heim 116 ára sögu. Á tímum heimsfaraldurs hafa Rótarýklúbbar fundið leiðir til að hittast, ef ekki í raunheimi þá í netheimum og það verður tilfellið næstkomandi þriðjudag. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Reglur á skíðavæðunum rýmkaðar

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Reglur á skíðasvæðum landsins voru rýmkaðar í gær. Lyftur og skíðagöngusvæði eru opin með fjöldatakmörkunum og tilmælum sóttvarnalæknis um sóttvarnir fylgt. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Rosaleg fráhvörf

„Ég hef mikla reynslu af notkun nikótínpúða. Ég hef notað þá síðan í október 2019, þegar þeir komu fyrst á markaðinn. Áður notaði ég íslenska neftóbakið í vör,“ segir 28 ára gamall maður sem segist vera mjög háður notkun nikótínpúða. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Taka Þróttur og Ármann við Höllinni?

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félögin Þróttur og Ármann lýsa sig reiðubúin til viðræðna við borgina um að Laugardalshöll verði breytt í íþróttahús fyrir þau. Jafnframt að skólar hverfisins fái þar aðstöðu eftir þörfum, verði af byggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Teymi valið til að hanna borgarlínu

Niðurstaða liggur fyrir í hönnunarútboði borgarlínu, sem auglýst var á evrópska efnahagssvæðinu. Það sneri að hönnun á fyrstu lotu línunnar, sem er um 14,5 km að lengd. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 516 orð | 2 myndir

Vefverslunin jókst um 19 milljarða eða 152%

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Verslunin blómstraði hér á landi á síðasta ári og jókst sala stórlega í flestum vöruflokkum á tímum veirufaraldursins. Í heild jókst verslunin um 11% í fyrra og mikill uppgangur varð í vefverslun sem óx um 152% á milli ára og mælist nú 7% af allri hérlendri verslun. Velta í hefðbundnum verslunum jókst um 13%. Meira
20. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Veita bara símaaðstoð vegna Covid

Opnað verður fyrir framtalsskil 2021, vegna tekna ársins 2020, 1. mars næstkomandi. Lokaskiladagur er 12. mars. Framtalið verður aðgengilegt á þjónustuvef skattsins, www.skattur. Meira
20. febrúar 2021 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Þrautseigja skilaði árangri

Mikil eftirvænting ríkti í rannsóknarstöð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA þegar fyrstu myndirnar frá Perseverance-könnunarfarinu tóku að berast þangað, skömmu eftir að það lenti heilu og höldnu um níuleytið í fyrrakvöld. Meira

Ritstjórnargreinar

20. febrúar 2021 | Staksteinar | 138 orð | 1 mynd

Dellulausn sem eykur vanda

Aðvörunarorð Eyþórs Arnalds eiga sannarlega erindi: Meira
20. febrúar 2021 | Reykjavíkurbréf | 2322 orð | 1 mynd

Fullvaxið fólk og foringjar feta eins og börn í bandi

Það er ekki sérlega tilkomumikið að seilast í tilbúnar persónur til að gefa málatilbúnaði sínum styrk. Hercule Poirot var svo vel löguð týpa af hendi Christie að hún varð samferða kynslóðum lesenda í þúsund löndum sem biðu spenntir eftir nýjustu fréttum af þessum góðkunningja sínum. Og við mörg hver, sem gleyptum í okkur fréttirnar sjóðheitar, þóttumst þekkja viðhorf hans og lífsskoðanir svo vel að geta séð tilsvör hans fyrir áður en komið var að þeirri setningu. Meira
20. febrúar 2021 | Leiðarar | 272 orð

Innrásin til Mars

Lending Perseverance vísar veginn áfram Meira
20. febrúar 2021 | Leiðarar | 382 orð

Vanabindandi púðar

Nikótínpúðar eru síður en svo hættulausir og mjög ávanabindandi Meira

Menning

20. febrúar 2021 | Myndlist | 73 orð

Aron Leví sýnir í Hannesarholti

Aron Leví Beck opnar myndlistarsýningu í Hannesarholti í dag kl. 15. Aron hefur frá unga aldri heillast af litum, formum, list og sköpun og sækir hann innblástur í verk sín í nærumhverfi sitt, en borgin, húsin og skipulagið eru honum afar kær. Meira
20. febrúar 2021 | Myndlist | 146 orð | 1 mynd

„Skósögur“ fjölda kvenna meðal verka á sýningunni Um stund í Gallerí Gróttu

Sýningin „Um stund“ hefur verið opnuð í Gallerí Gróttu. Meira
20. febrúar 2021 | Myndlist | 99 orð | 1 mynd

Goddur fjallar um verk Halldórs

Í Þjóðminjasafni Íslands stendur yfir sýningin Teiknað fyrir þjóðina – Myndheimur Halldórs Péturssonar . Á morgun, sunnudag, kl. Meira
20. febrúar 2021 | Bókmenntir | 421 orð | 3 myndir

Háfleyg en aðgengileg

Judith Perrignon. Rut Ingólfsdóttir þýddi. Ugla, 2020. Kilja, 239 bls. Meira
20. febrúar 2021 | Fólk í fréttum | 64 orð | 5 myndir

Hin rómaða spunasveit ADHD kom fram á tvennum tónleikum Jazzklúbbsins...

Hin rómaða spunasveit ADHD kom fram á tvennum tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu á miðvikudagskvöldið var. Meira
20. febrúar 2021 | Fjölmiðlar | 227 orð | 1 mynd

Illmenni, þjálfari eða snillingur?

Ég settist fyrir framan sjónvarpið ásamt konunni í fyrsta sinn í langan tíma fimmtudaginn 11. febrúar og horfði á heimildarmyndina „Hækkum rána“ en hún fjallar um umdeildasta körfuboltaþjálfara landsins, Brynjar Karl Sigurðsson. Meira
20. febrúar 2021 | Bókmenntir | 95 orð | 1 mynd

Íslensku þýðingaverðlaunin veitt

Íslensku þýðingaverðlaunin 2021 verða veitt á Gljúfrasteini í dag. Að verðlaununum standa Bandalag þýðenda og túlka, Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefanda. Meira
20. febrúar 2021 | Menningarlíf | 1207 orð | 2 myndir

Myndræn upplifun af innra ferðalagi

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þessi sýning er um stúlku sem trúir á kraftaverk. Þetta er myndræn upplifun af innra ferðalagi stúlku sem hefur svolitlar áhyggjur, því það er margt að breytast í hennar lífi. Meira
20. febrúar 2021 | Myndlist | 474 orð | 1 mynd

Nýjar forsendur í hverri teikningu

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Kliður kallar Guðjón Ketilsson myndlistarmaður sýninguna sem hann opnar í Listamönnum galleríi á Skúlagötu 32 í dag, laugardag. Meira
20. febrúar 2021 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Ólympíuleikarnir í Grand Palais

Hin glæsilega sýningarhöll Grand Palais í hjarta Parísarborgar hefur mestmegnis staðið tóm síðastliðið ár vegna kórónuveirufaraldursins. Meira
20. febrúar 2021 | Myndlist | 165 orð | 1 mynd

Sköpun bernskunnar 2021 opnuð

Sýningin Sköpun bernskunnar 2021 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag og er það áttunda sýningin sem sett er upp undir heitinu Sköpun bernskunnar . Meira
20. febrúar 2021 | Myndlist | 126 orð | 1 mynd

Sýning um list sem má borða

Lognið og stormurinn er næstum það sama er heiti sýningar sem mexíkóski listamaðurinn Hugo Llanes opnar í menningarrýminu Midpunkt í Hamraborg í Kópavogi í dag, laugardag. Fjallar sýningin um list sem hægt er að borða. Meira
20. febrúar 2021 | Kvikmyndir | 134 orð | 1 mynd

Verðlaunabirnir mótaðir úr málmi

Nú styttist í eina merkustu kvikmyndahátíð heims, Berlinale, sem haldin er árlega í Berlín, en vegna farsóttarinnar var henni frestað um nokkrar vikur, fram í byrjun mars, auk þess sem sérstök sumarhátíð verður haldin frá 9. til 20. júní. Meira
20. febrúar 2021 | Tónlist | 521 orð | 4 myndir

Þráðinn þeir spunnu

Hljómsveitin hist og og þeir Sölvi Kolbeinsson og Magnús Trygvason Eliassen gáfu út merkar plötur á síðasta ári sem verða gerðar að umtalsefni hér. Meira

Umræðan

20. febrúar 2021 | Aðsent efni | 767 orð | 1 mynd

Álitamál varðandi forseta og framkvæmdarvald

Eftir Birgi Ármannsson: "Ef menn líta svo á að forseti eigi að hafa raunverulegt synjunarvald gagnvart stjórnarathöfnum þarf að ganga frá því með skýrum og ótvíræðum hætti." Meira
20. febrúar 2021 | Pistlar | 356 orð

Brellur Jóns Ólafssonar

Ritdómur minn í Morgunblaðinu 10. desember 2020 um bók Kjartans Ólafssonar, Drauma og veruleika , varð Jóni Ólafssyni, aðalyfirlesara bókarinnar, tilefni til harðrar árásar á mig í Kjarnanum 14. Meira
20. febrúar 2021 | Velvakandi | 166 orð | 1 mynd

(For-)réttindi eða jafnræði?

Það er verið að bólusetja við pestinni út um allan heim og þykir ganga misjafnlega. ESB segir að þar verði allir sem vilji búnir að fá bólusetningu í lok sumars. Meira
20. febrúar 2021 | Aðsent efni | 667 orð | 1 mynd

Margslungnar ógnir í síkvikum heimi

Eftir Guðlaug Þór Þórðarson: "Síkvikur heimur og fjölbreyttar ógnir krefjast sveigjanleika, aðlögunarhæfni og ekki síst samvinnu við önnur ríki og á vettvangi alþjóðastofnana." Meira
20. febrúar 2021 | Pistlar | 797 orð | 1 mynd

Ritskoðun ekki rökræður

Frjálsar og opnar umræður um mál sem teljast viðkvæm og kunna að særa einhverja eru einfaldlega bannaðar. Meira
20. febrúar 2021 | Aðsent efni | 354 orð | 1 mynd

Sannleikur í Samherjamáli

Eftir Hjörleif Hallgríms: "Ótrúleg og ósæmileg framkoma RÚV og tengdra aðila gagnvart Samherja og Þorsteini Má" Meira
20. febrúar 2021 | Aðsent efni | 204 orð | 1 mynd

Stjórnsýsla bæjarstjóra Hafnarfjarðar til fyrirmyndar

Eftir Berg Hauksson: "Verður að segja að stjórnsýsla bæjarstjórans hafi verið til fyrirmyndar." Meira
20. febrúar 2021 | Pistlar | 452 orð | 3 myndir

Stórlítið

Endalaust má smíða orð með því að tengja saman fyrri liði og seinni liði á nýjan hátt. Hér má taka dæmi af lýsingarorðum sem enda á – lítill . Greinin er efnislítil og tilþrifalítil en villurnar í henni skaðlitlar. Meira
20. febrúar 2021 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Þiggjandi bótaþegar

Áður fyrr var talað um veikt og fátækt fólk og eldri borgara sem ómagafólk, þurfalinga, niðursetninga, ölmusumenn, beiningafólk, smælingja og bónbjargamenn og núna er talað um þennan hóp sem „þiggjandi bótaþega“ og það á Alþingi. Meira

Minningargreinar

20. febrúar 2021 | Minningargreinar | 2120 orð | 1 mynd

Hallbera Karlsdóttir

Hallbera Karlsdóttir fæddist 6. maí 1930 í Lækjarhúsum á Hofi í Öræfum. Hún andaðist á Skjólgarði 13. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Karl Magnússon frá Skaftafelli, f. 20. janúar 1885, d. 5. febrúar 1964, og Sigríður Pálsdóttir frá Svínafelli, f.... Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2021 | Minningargreinar | 609 orð | 1 mynd

Magnea Ingibjörg Gestsdóttir

Magnea Ingibjörg Gestsdóttir fæddist í Reykjavík 3. maí 1947. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi 12. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Ester Árnadóttir og Gestur Jónsson. Systur Magneu eru Lind, f. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2021 | Minningargreinar | 498 orð | 1 mynd

Pétur Maack Pétursson

Pétur A. Maack Pétursson fæddist 6. nóvember 1944. Hann lést 1. janúar 2021. Útför Péturs fór fram 15. janúar 2021. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2021 | Minningargreinar | 2647 orð | 1 mynd

Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Ragnheiður Þorvaldsdóttir fæddist 28. júlí 1957 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum Hringbraut 7. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Guðríður Bjarnheiður Ársælsdóttir frá Eystri-Tungu, f. 17.2. 1923, d. 13.7. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2021 | Minningargreinar | 496 orð | 1 mynd

Sigríður Guðmundsdóttir

Sigríður Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1968. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík að kvöldi 23. janúar 2021. Útför hennar fór fram 4. febrúar 2021. Fyrir mistök birtist þessi minningargrein ekki á útfarardegi Sigríðar. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar. Meira  Kaupa minningabók
20. febrúar 2021 | Minningargreinar | 3283 orð | 1 mynd

Trausti Magnússon

Trausti Magnússon rafvirkjameistari fæddist í Ólafsvík 5. nóvember 1947. Hann lést 9. febrúar 2021. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Kristjánsson, útgerðarmaður frá Ólafsvík, f. 16. júlí 1918, d. 22. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 141 orð

1.800 fréttir 2020

Alls birtust rúmlega 1.800 greinar og fréttir um Ísland sem áttu uppruna sinn í samskiptum Íslandsstofu við fjölmiðla eða fjölluðu um verkefni á hennar vegum á síðasta ári. Meira
20. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 84 orð | 1 mynd

Innlend greiðslukortavelta jókst milli ára

Alls nam velta tengd verslun og þjónustu innanlands 63 milljörðum króna í janúar sl. sem er 2,5% aukning milli ára miðað við fast verðlag. Þetta kemur fram í gögnum sem Seðlabanki Íslands birti í vikunni og fjallað er um í Hagsjá Landsbankans. Meira
20. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 652 orð | 4 myndir

Stefnir á sölu heitra potta fyrir milljarð króna í ár

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Athafnamaðurinn Kristján Berg Ásgeirsson, betur þekktur sem Fiskikóngurinn, hyggst opna nýja verslun með heita potta á fimmtugsafmæli sínu 30. mars. Verslunin Heitirpottar. Meira

Daglegt líf

20. febrúar 2021 | Daglegt líf | 952 orð | 1 mynd

Áttavilltur vitavörður og líksnyrtir

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég lagði upp með ferðadagbók þegar ég byrjaði að vinna að þessari bók og las mér heilmikið til um Jakobsveginn. Síðan fór ég í pílagrímsgöngu um þann veg af því mér fannst ekki annað hægt, fyrst ég var farin að skrifa dagbók þaðan. Þá gerðist mjög margt,“ segir Margrét Lóa Jónsdóttir ljóðskáld, en hún sendi í vikunni frá sér elleftu ljóðabók sína sem ber titilinn Draumasafnarar. Meira

Fastir þættir

20. febrúar 2021 | Fastir þættir | 182 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4 5. cxd5 exd5 6. Bg5 h6 7. Bh4...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4 5. cxd5 exd5 6. Bg5 h6 7. Bh4 O-O 8. e3 Bf5 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Rbd7 11. Db5 Bxc3+ 12. bxc3 Rb6 13. Rd2 Dd7 14. Dxd7 Rfxd7 15. a4 a5 16. Ke2 Hfe8 17. Hhb1 He6 18. Bg3 c5 19. Hb5 c4 20. Bc7 Hc6 21. Bxb6 Rxb6 22. Meira
20. febrúar 2021 | Árnað heilla | 818 orð | 4 myndir

Ekki enn sannað að hafa vakið afmælisbarn með lúðrasveit

Hjörtur Pálmi Jónsson er fæddur 20. febrúar 1971 í Reykjavík. Hann ólst upp í Hafnarfirði til 5 ára aldurs en átti síðan heima í Garðabæ til tvítugs. „Ég tel mig því vera Garðbæing, en síðan þá hef ég búið í Hafnarfirði. Meira
20. febrúar 2021 | Í dag | 270 orð

Flest eru fjöll með hrjóstrum

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Þangað leita fór hann fjár. Finnst það nafn hér bæjum á. Þaðan kom hann fréttafár. Feldur þetta kallast má. Meira
20. febrúar 2021 | Í dag | 95 orð | 1 mynd

Gúgluðu hvort annað fyrir fyrsta stefnumótið

Það vita líklega flestir að Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir festu kaup á fallegu einbýlishúsi á Seltjarnarnesinu eftir að hafa búið í Kjós í meira en áratug. Meira
20. febrúar 2021 | Árnað heilla | 94 orð | 1 mynd

Hilmar Theodór Björgvinsson

60 ára Hilmar er Keflvíkingur. Hann er húsasmiður og lögreglumaður að mennt og starfar sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Hilmar er í Golfklúbbi Suðurnesja. Maki : Guðný Sigríður Magnúsdóttir, f. 1964, sérfræðingur í Landsbankanum. Meira
20. febrúar 2021 | Í dag | 58 orð

Málið

Að helga sér e-ð er að slá eign sinni á e-ð ; landnámsmenn helguðu sér land . Að helga e-m e-ð er að tileinka e-m e-ð (bók t.d.). Svo má helga e-u e-ð : helga friðarboðun líf sitt; helga frímerkjasöfnun krafta sína. Meira
20. febrúar 2021 | Í dag | 1371 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Sigríður Hulda Arnardóttir. Meira
20. febrúar 2021 | Fastir þættir | 511 orð | 5 myndir

Nýr keppnisvettvangur sterkustu unglingamótanna

Ágætur maður sem var að koma með barn sitt á námskeið hjá Skákskólanum spurði hvort skákhreyfingin gæti ekki hafi not af sölum Rúgbrauðsgerðarinnar við Borgartún og varð úr að sameinuð keppni Meistaramóts Skákskóla Íslands 2020 og Unglingameistaramót... Meira
20. febrúar 2021 | Árnað heilla | 87 orð | 1 mynd

Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir

40 ára Sólveig er Grindvíkingur en býr í Reykjavík. Hún er þroskaþjálfi að mennt og er íþróttafulltrúi hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Sólveig lék körfubolta mestallan feril sinn með Grindavík en einnig með KFÍ. Hún lék 22 landsleiki. Meira
20. febrúar 2021 | Árnað heilla | 182 orð | 1 mynd

Styrmir Kárason

Styrmir Kárason fæddist líklega á árabilinu 1170-1180. Lítið er vitað um ættir hans en talið er að faðir hans hafi verið Kári Runólfsson, d. 1187 eða 1188, ábóti í Þingeyraklaustri. Þar hafi Styrmir alist upp og dvalist fram undir 1220. Meira

Íþróttir

20. febrúar 2021 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Aldrei hætta , aldrei gefast upp. Þrátt fyrir að staðan sé erfið má ekki...

Aldrei hætta , aldrei gefast upp. Þrátt fyrir að staðan sé erfið má ekki gefast upp. Leikur KA og Vals í Olísdeild karla í handbolta á fimmtudaginn var sýndi og sannaði að þetta er ekki búið fyrr en síðasta nóta feitu konunnar fjarar út. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Andrea Mist til Svíþjóðar

Knattspyrnukonan Andrea Mist Pálsdóttir er búin að skrifa undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Växjö. Andrea Mist kemur frá FH. Frá þessu er greint á Akureyri.net. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Dramatískt sigurmark SA

SA vann í gærkvöldi 3:2-sigur á SR í Hertz-deild karla í íshokkí í Skautahöll Reykjavíkur. Sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins eftir mikinn spennuleik. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 543 orð | 2 myndir

Erum búnar að vera oft í startholunum

Undankeppni HM Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik býr sig nú undir að taka þátt í undankeppni HM, sem fer fram í Norður-Makedóníu dagana 19. – 21. mars næstkomandi. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 51 orð | 1 mynd

Evrópudeildin Valencia - Real Madrid 89:78 • Martin Hermannsson...

Evrópudeildin Valencia - Real Madrid 89:78 • Martin Hermannsson skoraði 9 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 18 mínútum með Valencia. *Valencia er í 10. sæti af 18 liðum með 13 sigra í 25 leikjum. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd

Handknattleikur Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV...

Handknattleikur Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – FH S13.30 Höllin: Þór Ak. – KA S16 Framhús: Fram – Stjarnan S16 1. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 222 orð | 1 mynd

Haukamenn flugu upp í toppsætið

Haukar fóru upp í toppsæti Olísdeildar karla í handbolta með 25:20-sigri á Selfossi á heimavelli í gær. Haukar eru ósigraðir í fimm leikjum, með fjóra sigra og eitt jafntefli, eftir að deildin hóf göngu sína á ný eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Haukamenn upp í toppsætið eftir sanngjarnan sigur á Selfyssingum

Haukar fóru upp í toppsæti Olísdeildar karla í handbolta með 25:20-sigri á Selfossi á heimavelli í gærkvöldi. Haukar eru ósigraðir í fimm leikjum, með fjóra sigra og eitt jafntefli, eftir að deildin hóf göngu sína á ný eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Íslandsmeistararnir skoruðu átta mörk

Breiðablik, Stjarnan og Valur eru öll með fullt hús stiga í Lengjubikar karla í fótbolta eftir sigra í gærkvöldi. Valsmenn kjöldrógu 1. deildarlið Grindavíkur á Origo-vellinum á Hlíðarenda, 8:1. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Landsliðskona barnshafandi

Knattspyrnukonan Sandra María Jessen er barnshafandi en hún er 26 ára gömul og samningsbundin Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni. Hún von á sér í lok ágúst en hún hefur ekkert leikið með þýska liðinu á þessu ári. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 246 orð | 1 mynd

Lengjubikar karla Riðill 1: Valur – Grindavík 8:1 *Valur 3...

Lengjubikar karla Riðill 1: Valur – Grindavík 8:1 *Valur 3, Afturelding 3, HK 3, KA 0, Víkingur Ó. 0, Grindavík 0. Riðill 3: Stjarnan – ÍA 2:0 *Stjarnan 6, ÍA 3, Grótta 1, Keflavík 1, Vestri 0, Selfoss 0. Riðill 4: Þróttur R. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 649 orð | 2 myndir

Líklegt að Guðmundur haldi utan með vorinu

Golf Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur dvalið hérlendis í vetur og veltir fyrir sér hvernig hann vill haga útgerðinni á árinu. Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Haukar – Selfoss 25:20 Staðan: Haukar...

Olísdeild karla Haukar – Selfoss 25:20 Staðan: Haukar 9711258:21915 FH 10622294:26414 Afturelding 10613255:25613 Stjarnan 10514271:26411 Selfoss 9513236:21811 ÍBV 9513265:24911 Valur 10514288:28011 KA 9342239:22210 Fram 10415244:2519 Grótta... Meira
20. febrúar 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Sturla lenti í vandræðum

Sturlu Snæ Snorrasyni tókst ekki að ljúka fyrri ferð í aðalkeppni karla í stórsvigi á HM í alpagreinum í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu í gær. Sturla Snær var eini Íslendingurinn sem komst áfram í aðalkeppnina eftir að hafa hafnað í 17. Meira

Sunnudagsblað

20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 98 orð | 1 mynd

Af hverju Grjótaþorp?

Svar: Grjótaþorpið er nefnt eftir Grjóta, hjáleigu frá Vík sem er gamla Reykjavíkurjörðin. Jörð varð grýtt í holtinu ofan við Vík og af því spratt nafnið Grjóti. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 78 orð | 1 mynd

Allt sem konur eru

Reynsla „Þetta var yndislegt hlutverk; sú sem ég leik er sterk, viðkvæm, fyndin og hefur áhrif á fólk...allt sem konur eru og allt sem mig hefur langað til að leggja af mörkum á hvíta tjaldinu. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagspistlar | 618 orð | 1 mynd

Á ég að gera þetta?

Svo er líka eitthvað til í því að ef maður vill gera eitthvað almennilega þá er yfirleitt best að gera það sjálfur. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 1146 orð | 2 myndir

„Þetta er mögnuð kynslóð“

Hollenski þjálfarinn Andries Jonker fékk á sínum tíma það hlutverk að efla unglingaakemíuna hjá Arsenal og skila fleiri leikmönnum upp í aðallið félagsins. Það hefur svo sannarlega tekist. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 240 orð | 1 mynd

Brussusögur í beinni

Hver er konan? Hún er utanbæjartútta, tónlistarkona, leikkona, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvar og núna útvarpskona! Svo er ég mjög seinheppin manneskja. Ég kveikti eitt sinn í hárinu á mér og svo er ég mjög gjörn á að detta upp stiga. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 398 orð | 1 mynd

Buxnalaus án skjalatösku

Ég hafði sem betur fer skilið skjalatöskuna mína eftir heima og það gerðu fleiri. Ég sá ekki einn einasta mann með skjalatösku í Costco. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 346 orð | 5 myndir

Bækur sem gerast á framandi slóðum og á öðrum tíma

Meðfram námsbókunum hef ég gaman af því að lesa skáldskap og þá oft bækur sem gerast á framandi slóðum og á öðrum tíma. Í fyrra las ég til dæmis bókina Sæluvímu eftir bandaríska rithöfundinn Lily King. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 13 orð | 1 mynd

Elís Sigurjónsson Hið sænska „surströmming“. Það er það...

Elís Sigurjónsson Hið sænska „surströmming“. Það er það versta sem ég hef... Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 2263 orð | 5 myndir

Erum við tilbúin að fórna einni kynslóð drengja?

Í meira en áratug hafa konur verið um 70% þeirra sem ljúka háskólaprófi á Íslandi sem er ein birtingarmynd þess vanda sem drengir glíma við innan skólakerfisins. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 506 orð | 2 myndir

Fræga fólkið gerir hlaðvarp í kófinu

Washington. AFP. | Kvikmyndastjörnur, stjórnmálamenn og fólk úr raunveruleikaþáttum hefur mátt kúldrast heima hjá sér eins og aðrir í kórónuveirufaraldrinum. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 163 orð | 2 myndir

Fyrsti söngvari AC/DC

Dave Evans, fyrsti söngvari AC/DC, segir Malcolm Young eiga mest í bandinu. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 8 orð | 1 mynd

Heiðar Ingi Eggertsson Ætli það sé ekki hákarl...

Heiðar Ingi Eggertsson Ætli það sé ekki... Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 35 orð

Helgarútgáfan er nýr útvarpsþáttur á K100 á laugardagsmorgnum frá 9 til...

Helgarútgáfan er nýr útvarpsþáttur á K100 á laugardagsmorgnum frá 9 til rúmlega 12. Anna Magga stýrir þættinum ásamt Einari Bárðarsyni og Yngva Eysteinssyni. Þetta er frumraun Önnu Möggu í útvarpi sem kemur fersk í... Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 1492 orð | 1 mynd

Hugræn endurforritun

Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands og höfundur bókarinnar Hugræn endurforritun, er einn vinsælasti meðferðaraðili landsins. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 108 orð | 1 mynd

Íslenskt kántrílag um depurð og kvíða

Tónlistarmaðurinn Axel Ómarsson gaf á dögunum út íslenskt kántrílag sem ber heitið Sama hvað á dynur. Það er ekki mikið til af íslenskri kántrítónlist en þær hljómsveitir sem gefið hafa út kántrílög eiga það frekar til að syngja lögin á ensku. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátunni 21. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 2845 orð | 4 myndir

Land sem þú þarft að upplifa

Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt var um fertugt þegar ástin bankaði upp á en sá heppni var grænlenski forsætisráðherrann og presturinn Jonathan Motzfeldt. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 121 orð | 1 mynd

Lee betri en Rhoads

Sprengja Sebastian Ramstedt, gítarleikari sænska svartmálmbandsins Necrophobic, sprengdi sprengju í samtali við miðilinn V13 Media á dögunum þegar hann hélt því fram að Jake E. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 371 orð | 4 myndir

Litir Parísarborgar heilla

Að mála veggi í fallegum litum getur gjörbreytt útliti heimilis. Það veit hönnuðurinn Arnar Gauti sem vinnur með litapallettu innblásna af litum uppáhaldsborgar sinnar, Parísar. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 1032 orð | 2 myndir

Lögreglan gat ekkert sagt

Maður af albönskum uppruna var skotinn til bana úti á götu í Rauðagerði aðfaranótt sunnudags og bar atvikalýsing með sér öll einkenni aftöku. Var um það rætt að þar hefði átt sér stað uppgjör í undirheimum, tengt fíkniefnaverslun. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 107 orð | 1 mynd

Mergjuð ómennska

Þungt Bassafanturinn Terry Butler, sem leikið hefur með geðþekkum böndum á borð við Death, Massacre, Six Feet Under og Obituary, er kominn í nýtt band sem hlotið hefur nafnið Inhuman Condition. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 968 orð | 3 myndir

Rafstuð sem aldrei varð

Málmbönd eru misfljót að kveikja á perunni. Anthrax nýtti miltisbrandsárásirnar upp úr aldamótum til að koma sér aftur á framfæri en Tesla klikkaði á rafstuði frá Elon Musk og félögum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 3 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Helgadóttir Hákarl...

Sigurbjörg Helgadóttir... Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 281 orð | 3 myndir

Skautasvell í bakgarðinum

Kanadamenn elska að fara á skauta og spila hokkí. Þegar skautasvellum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins ákváðu margir að endurvekja gamla hefð í Kanada og búa til skautasvell í garðinum hjá sér. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 144 orð | 1 mynd

Sófi fyrir sígarettur

Baráttan gegn sígarettureykingum er ekki ný af nálinni, þannig lagði Velvakandi í Morgunblaðinu sitt af mörkum fyrir réttum sex áratugum, 21. febrúar 1961. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 703 orð | 1 mynd

Tækifæri Íslands

Með aukinni áherslu á orkuskipti, innlenda eldsneytisframleiðslu og nýtingu endurnýjanlegrar orku sláum við margar flugur í einu höggi. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 96 orð | 1 mynd

Vel heppnuð frumraun leikstjóra

Bíó Fyrsta kvikmynd breska leikstjórans Emerald Fennell, Promising Young Woman, hefur fengið glimrandi dóma en almennar sýningar á henni hófust fyrir skemmstu. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 10 orð | 1 mynd

Þórhildur Helgadóttir Það er erfitt að segja. Örugglega bara fiskur...

Þórhildur Helgadóttir Það er erfitt að segja. Örugglega bara... Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 1150 orð | 3 myndir

Þrjár meginstoðir þess að upplifa tilgang í lífinu

Það er innbyggt í okkur mannfólkið að þurfa að skilja og draga einhverja merkingu úr lífinu, aðstæðunum sem við erum að eiga við eða atburðum sem við lendum í. Krafturinn í því er að við getum valið merkinguna sem við drögum úr upplifunum og atburðum. Meira
20. febrúar 2021 | Sunnudagsblað | 2381 orð | 6 myndir

Þrælar púðanna

Nikótínpúðar hafa leyst neftóbak í vör af hólmi að miklu leyti. Ungt fólk verður fljótt háð nikótínpúðunum, enda er nikótín mjög ávanabindandi og nikótínið í púðunum er oft mun meira en í öðrum tóbaksvörum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.