Greinar fimmtudaginn 25. febrúar 2021

Fréttir

25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

27% verðlækkun í nýju kerfi RÚV

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

70 tonna sæeyrnaeldi á Eyrarbakka

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Matvælastofnun hefur gert tillögu að rekstrarleyfi fyrir Sæbýli ehf. á Eyrarbakka sem heimilar fyrirtækinu 70 tonna hámarkslífmassa á sæeyrum til klak- og matfiskeldis, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 686 orð | 2 myndir

Atburðarásin er síst í rénun

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga í gær er hluti af atburðarás sem hófst í desember 2019, að sögn dr. Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 913 orð | 4 myndir

Aukin framleiðni skilar milljörðum

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framleiðni hefur aukist mjög í mjólkuriðnaði eftir að afurðastöðvar fengu heimild til sameiningar og verkaskiptingar. Framleiðnin hefur vaxið tvöfalt hraðar frá árinu 2000 en algengt er í atvinnuvegum hér á landi. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Eggert

Spenna Þessir ungu áhorfendur á leik Fjölnis og Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik voru pollrólegir í Grafarvogi í gærkvöldi þrátt fyrir að hafa beðið lengi eftir að sjá sitt lið spila, en áhorfendur voru leyfðir aftur eftir nokkurt hlé. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Ekki brugðist frekar við loðnufréttum

Að mati fiskifræðinga á Hafrannsóknastofnun er ekki ástæða til að bregðast sérstaklega við fréttum af loðnugöngum í norðanverðum Faxaflóa og í Skjálfanda og nálægt Grímsey. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 628 orð | 1 mynd

Ekki rætt um frekara samstarf

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 880 orð | 4 myndir

Faðir úthverfanna í helgan stein

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Birgir Hlynur Fannberg Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs, er sjötugur í dag en hann lætur formlega af störfum um mánaðamót. Næstu vikur mun hann þó verða eftirmanni sínum innan handar enda að mörgu að hyggja í embættinu. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 449 orð | 1 mynd

Fara hálfa leið yfir hnöttinn til að bólusetja sig

Andrés Magnússon andres@mbl.is Starfsfólk á vegum utanríkisráðuneytisins í fjarlægum löndum kemur heim til Íslands í bólusetningu. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 323 orð | 2 myndir

Fá ekki að byggja íbúðir ofan á bílaverkstæðið á Grettisgötu sem brann

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað ósk um að hækka þegar samþykkt húsnæði bílaverkstæðis að Grettisgötu 87 um tvær til þrjár hæðir og innrétta þar íbúðir. Meira
25. febrúar 2021 | Innlent - greinar | 142 orð | 1 mynd

Fjölskyldubingó mbl.is hefst aftur í kvöld

Fjölskyldubingó mbl.is fer aftur af stað í kvöld klukkan 19:00. Þar færa þau Siggi Gunnars og Eva Ruza fjölskyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 279 orð | 2 myndir

Fólk sé viðbúið öllu

Mikil jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í gærmorgun, og varð hennar vel vart víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, á Ísafirði og í Húnaþingi. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Guðrún Hafsteinsdóttir fram í Suðurkjördæmi

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Hetjutenórinn Stuart Skelton flytur söngva eftir Wagner með SÍ í kvöld

Átralski hetjutenórinn Stuart Skelton, sem sungið hefur í mörgum helstu óperuhúsunum, kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Hugvöllur tímamóta

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fólki úr ýmsum þekkingargreinum atvinnulífsins er sköpuð aðstaða til vinnu og funda á Hugvelli, nýjum stað þeirra sem standa á tímamótum, sem opnaður var í síðustu viku. Á jarðhæð að Laugavegi 176 í Reykjavík, gamla sjónvarpshúsinu, sem svo er gjarnan kallað, getur fólk sem er í ýmsum tímabundnum verkefnum tyllt sér niður til skrafs og ráðagerða við mann og annan yfir kaffibolla og sett fartölvuna í samband og sinnt þannig ýmsum verkefnum. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd

Hægt að lækka framleiðslukostnað á kjöti

Ragnar Árnason telur að hægt sé að lækka verulega framleiðslukostnað í slátrun og kjötvinnslu hér á landi með því að veita kjötiðnaðinum hliðstæða undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga og mjólkuriðnaðurinn hefur notið frá árinu 2004 og hefur skilað þeim... Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

ÍSÍ bregst við myndinni Hækkum rána

„ÍSÍ er mótfallið þjálfunaraðferðum sem stríða gegn reglum og viðmiðum íþróttahreyfingarinnar,“ segir m.a. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Ísland hæst á blaði í jafnrétti

Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Ísland er með fullt hús stiga hvað varðar jafnrétti samkvæmt rannsóknarskýrslu sem unnin var af tímaritinu Women, Business and the Law, á vegum Alþjóðabankans. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Jón býður sig fram í 2. sæti í kraganum

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, gefur kost á sér í 2. sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 594 orð | 2 myndir

Kann að verða meiri dýfa

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Um helmingur af fiskveiðiárinu er liðinn og hefur um helmingur af útgefnu aflamarki í þorski verið veiddur. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 1019 orð | 5 myndir

Landburður og loðnuþrær

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Landburður af loðnu. Þróarrými er á þrotum. Setningar sem þessar mátti sjá í blöðum á árum áður þegar loðnu var mokað upp við landið. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Lesblindir oft framúrskarandi

„Það sem ýtti mér áfram í heimildarmyndagerðinni var að mig langaði að reyna að kom til móts við krakka sem fá ekki stuðning í skólanum og ekki heldur heima, því það er svo ótrúlega ósanngjarnt að þeir sitji eftir í kerfinu. Meira
25. febrúar 2021 | Innlent - greinar | 496 orð | 2 myndir

Logi vill Tinder fyrir ketti

Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars um það hvort starfsfólkið þar fyndi fyrir kattaskorti í þjóðfélaginu. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 515 orð | 2 myndir

Mikil og flókin vinna við styttinguna

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Mikil og flókin vinna á sér stað þessa dagana við að útfæra styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki sem starfar hjá hinu opinbera. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Milljarða bati í mjólkuriðnaði

Framleiðni hefur aukist tvöfalt hraðar í mjólkurvinnslu á Íslandi frá árinu 2000 en algengt er í atvinnugreinum hér á landi. Mest hefur framleiðnin aukist frá árinu 2006, eftir að sérstök heimild fékkst til sameiningar og verkaskiptingar. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 1413 orð | 1 mynd

Okkur munar um hvern og einn

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samtök atvinnulífsins gengu til liðs við Sylvíu um framleiðslu á heimildarmynd hennar um lesblindu. Lilja Dögg og Ingibjörg Ösp eru sammála um nauðsyn þess að grípa snemma inn í hjá lesblindum börnum. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 617 orð | 4 myndir

Ódýrari kafli Sundabrautar

Baksvið Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í umræðum um nýja Sundabrautarskýrslu hefur mest verið rætt um þverun Kleppsvíkur. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Póstákvörðunin mögulega árleg

Hafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), segir hugsanlegt að stofnunin muni árlega þurfa að meta óhagræði Íslandspósts vegna alþjónustubyrði og ákvarða framlagið út frá því. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Samtímis í Sundahöfninni

Síðdegis á þriðjudag gerðist það í fyrsta sinn að nýjustu og stærstu skip íslenska kaupskipaflotans, Brú- arfoss og Dettifoss, voru samtímis í Sundahöfn. Það voru kínverskar skipasmíðastöðvar sem smíðuðu skipin fyrir Eimskip. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 164 orð

Segja Eflingu hafa farið sneypuför

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi kröfum fjögurra fyrrverandi starfsmanna starfsmannaleigu sem starfað höfðu í nokkra daga fyrir Eldum rétt og sýknaði fyrrverandi stjórnendur Manna í vinnu, en málið var rekið með aðstoð Eflingar. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Skólamunasafnið hafi húsnæðið áfram

Stjórn Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur (ÍMR) hefur sent formanni skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, Skúla Helgasyni, bréf þar sem mótmælt er áformum um svonefnt íslenskuver fyrir erlend börn í risi Vitastígsálmu Austurbæjarskóla. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 863 orð | 6 myndir

Stöðug óvissa í Grindavík

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Jarðvísindamenn og fleiri fylgjast nú grannt með framvindu mála eftir jarðskjálfta á Reykjanesskaganum í gærmorgun. Fyrsti skjálftinn reið yfir laust eftir klukkan 10, mældist 5,7 og átti upptök sín nærri Keili. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Tíu sprotafyrirtæki í viðskiptahraðli

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn Startup SuperNova. Allt að tíu sprotafyrirtæki verða valin til þátttöku og mun hvert þeirra hljóta fjárstyrk að upphæð einni milljón króna. Meira
25. febrúar 2021 | Innlent - greinar | 891 orð | 1 mynd

Tólf góðar gönguleiðir

Víða um land má finna góðar gönguleiðir. Fjölmörg sveitarfélög hafa unnið frábært starf í uppbyggingu göngu- og útivistarsvæða og stikað og merkt gönguleiðir í sinni byggð. Eins hafa ferðafélög og einkaaðilar lagt sitt af mörkum og komið að uppbyggingu útivistarsvæða. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 1576 orð | 2 myndir

Við getum allt sem við ætlum okkur

Einn af hverjum fimm, eða um 20 %, glímir við einhvers konar lesblindu, sem er þroskaröskun á námshæfni í lestri, skrift, stafsetningu og stærðfræði. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 803 orð | 2 myndir

Það eru fáir jafn flinkir í veisluhöldum og Berglind Hreiðarsdóttir en...

Það eru fáir jafn flinkir í veisluhöldum og Berglind Hreiðarsdóttir en hún heldur úti bloggsíðuni Gotterí og gersemar sem nýtur mikilla vinsælda. Meira
25. febrúar 2021 | Innlendar fréttir | 552 orð | 2 myndir

Þrjátíu ára ljósleiðari í kringum landið

Baksvið Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Lagt er til að hafinn verði formlegur undirbúningur útboðs tveggja ljósleiðaraþráða Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, í skýrslu starfshóps um ljósleiðaramál og útboð ljósleiðaraþráða á vegum utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem skilaði ráðherra skýrslu í gær. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var formaður hópsins og afhenti ráðherra skýrsluna í utanríkisráðuneytinu í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

25. febrúar 2021 | Leiðarar | 653 orð

Dýrkeypt andvaraleysi um átök í Afríku

Aðrar Evrópuþjóðir þurfa að aðstoða Frakka í baráttunni við íslamista á Sahel-svæðinu Meira
25. febrúar 2021 | Staksteinar | 178 orð | 2 myndir

Mannréttindafrömuður minnir á sig

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður skrifar á blog.is um félagana Róbert Spanó Mannréttindadómstólsforseta og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta: „Skömmu eftir að Erdogan nánast einræðisherra í Tyrklandi kvaddi Róbert Spanó forseta Mannréttindadómstóls Evrópu með miklum gagnkvæmum kærleika af beggja hálfu, skipaði hann félaga sinn og flokksbróður rektor í helsta háskóla í Tyrklandi, BOUN sem stendur fyrir Bosporus University í Konstantínópel nú Istanbul. Meira

Menning

25. febrúar 2021 | Tónlist | 1396 orð | 2 myndir

„Sóknarfærin eru því fjölmörg“

Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við vissum ekkert hvað við áttum að kalla okkur. Okkur langaði að heitið væri í senn íslenskt og alþjóðlegt. Þá duttum við niður á þessa lausn,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, söngvari sem leikur á barokkflautu og langspil, um tónlistarhópinn Gadus Morhua Ensemble. Sveitina skipa auk hans Björk Níelsdóttir, söngkona og langspilsleikari, og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, barokksellóleikari og skáldkona sem einnig syngur. Hljómsveitin, sem starfað hefur saman í nokkur ár, sendi nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu sem nefnist Peysur & parruk. Meira
25. febrúar 2021 | Bókmenntir | 150 orð | 1 mynd

Bókamarkaðurinn verður opnaður í dag

Félag íslenskra bókaútgefenda (Fíbút) opnar Bókamarkað sinn á Laugardalsvelli í dag í 8. sinn. Markaðurinn er að vanda haldinn í í stúkubyggingunni við fótboltavöllinn. Meira
25. febrúar 2021 | Fólk í fréttum | 127 orð | 1 mynd

Depardieu er sakaður um nauðgun

Franski leikarinn Gérard Depardieu hefur verið kærður fyrir meinta nauðgun og kynferðislega árás á leikkonu á þrítugsaldri og er hún sögð hafa átt sér stað árið 2018. Meira
25. febrúar 2021 | Fólk í fréttum | 35 orð | 4 myndir

Draumar og brothætt hjörtu var yfirskrift tónleika í Tíbrár-röð Salarins...

Draumar og brothætt hjörtu var yfirskrift tónleika í Tíbrár-röð Salarins í fyrrakvöld. Þar komu fram söngkonurnar kunnu Þóra Einarsdóttir sópran og Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran ásamt píanóleikaranum Peter Máté. Meira
25. febrúar 2021 | Tónlist | 170 orð | 1 mynd

Dúettinn Daft Punk leggur upp laupana

Eftir 28 ára samstarf hafa frönsku raftónlistarmennirnir Thomas Bangalter og Guy-Manuel de Homem-Christo, sem kölluðu dúett sinn Daft Punk, ákveðið að hætta að vinna saman. Meira
25. febrúar 2021 | Bókmenntir | 234 orð | 2 myndir

Ferlinghetti, síðasta bítskáldið, látinn

Bandaríska ljóðskáldið, listmálarinn og bóksalinn Lawrence Ferlinghetti er látinn, 101 árs að aldri. Hann var sá síðasti á lífi af beat-skáldunum svokölluðu sem höfðu mikil áhrif á bandarískan skáldskap á síðustu öld. Meira
25. febrúar 2021 | Bókmenntir | 127 orð | 1 mynd

Hillary Clinton semur spennusögu

Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vinnur að ritun pólitískrar spennusögu með vinsælum kanadískum spennuhöfundi, Louise Penny. Bókin mun heita State of Terror og kemur í verslanir í október. Meira
25. febrúar 2021 | Dans | 185 orð | 1 mynd

Níundubekkingar á Black marrow

Íslenski dansflokkurinn býður í dag og á næstu dögum nemendum í 9. bekk í grunnskólum í Reykjavík að sjá sýninguna Black marrow á Stóra sviði Borgarleikhússins. Sýningarnar verða alls fjórar. Meira
25. febrúar 2021 | Leiklist | 1167 orð | 2 myndir

Sálin hans meðaljóns míns

Eftir Arthur Miller. Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Leikmynd: Brynja Björnsdóttir. Búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Tónlist: Gyða Valtýsdóttir. Lýsing: Pálmi Jónsson. Leikgervi: Elín S. Gísladóttir. Meira
25. febrúar 2021 | Kvikmyndir | 795 orð | 2 myndir

Sjón er sögu ríkari

Ekki má gleyma heimildagildi þess sem er fangað. Umræður sem verkið hefur vakið segja þó nokkuð til um mátt þess. Meira
25. febrúar 2021 | Fjölmiðlar | 209 orð | 1 mynd

Viltu biðjast afsökunar á einhverju?

Það má með sanni segja að það sé offramboð af afþreyingu í dag og maður hefur ekki ofan af því að hlusta á alla vikulegu hlaðvarpsþættina, hámhorfa á nýjustu Netflix-seríuna eða vera með puttann á púlsinum í því hvað gerðist í Gettu betur í síðustu... Meira

Umræðan

25. febrúar 2021 | Aðsent efni | 817 orð | 1 mynd

„Kapítalista-, barna“- og félagsmálaráðherra

Eftir Berg Hauksson: "Þetta sjónarmið um að það þurfi að styðja við þann sterka frekar en þann sem stendur höllum fæti á sér og hefur átt marga fylgismenn." Meira
25. febrúar 2021 | Aðsent efni | 925 orð | 1 mynd

Kjarnaofnar og hjólaskýli

Eftir Arnar Þór Jónsson: "Lýðræðið verður ekki til af sjálfu sér og lýðræðið viðheldur sér ekki sjálft" Meira
25. febrúar 2021 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

Lögmæti eða valdníðsla

Eftir Jón Magnússon: "Ekki verður séð að ráðstafanir yfirvalda séu í samræmi við ákvæði laga hvað varðar meðalhóf og lögmætisreglu." Meira
25. febrúar 2021 | Pistlar | 383 orð | 1 mynd

Meira öryggi og bætt aðgengi

Um áramótin tók gildi breytt fyrirkomulag skimana vegna legháls- og brjóstakrabbameina, þegar heilsugæslan tók við framkvæmd skimana fyrir krabbameinum í leghálsi og Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri framkvæmd skimana fyrir krabbameini í brjóstum. Meira
25. febrúar 2021 | Aðsent efni | 898 orð | 1 mynd

Rétta leiðin

Eftir Bjarna Benediktsson: "Leiðin fram á við felst í því að hlúa að einkaframtakinu og gera heimilum og fyrirtækjum kleift að sækja fram þegar léttir til." Meira
25. febrúar 2021 | Aðsent efni | 605 orð | 1 mynd

Setjum í lög að opinberir aðilar opni bókhaldið sitt

Eftir Ingimar Þór Friðriksson: "Við þurfum að setja í lög að öll opinber fyrirtæki opni bókhaldið sitt og lýsa með hvaða hætti það skuli gert." Meira
25. febrúar 2021 | Aðsent efni | 707 orð | 3 myndir

Slys í stjórnsýslunni

Eftir Önnu Margréti Jónsdóttur, Ísleif Ólafsson og Þorbjörn Jónsson: "Hvers vegna eru leghálsskimunarsýni send til útlanda til greiningar? Svara heilbrigðisráðherra er óskað." Meira
25. febrúar 2021 | Aðsent efni | 545 orð | 2 myndir

Úr kyrrstöðu í sókn

Eftir Guðlaug Þór Þórðarson og Harald Benediktsson: "Góð útbreiðsla nútímafjarskipta um land allt byggist þannig á borgarlegum notum af mannvirki sem í grunninn er tilkomið vegna varnarsamstarfs." Meira
25. febrúar 2021 | Aðsent efni | 319 orð | 1 mynd

VR og Efling verða að Veflingu

Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur: "Sérstaða Eflingar er einnig mikil en af allt öðrum toga en hjá VR, enda eru lykilverkefni Eflingar með nokkuð öðru sniði." Meira

Minningargreinar

25. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1259 orð | 1 mynd

Agnes Steina Óskarsdóttir

Agnes Steina Óskarsdóttir fæddist í Bolungarvík 22. mars 1939. Hún lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 6. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Óskar Halldórsson, sjómaður, f. 9. september 1916 í Bolungarvík, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2021 | Minningargreinar | 2651 orð | 1 mynd

Anna Guðrún Sigurðardóttir

Anna Guðrún Sigurðardóttir fæddist 18. september 1975 í Reykjavík. Hún lést 16. febrúar 2021 á Landspítalanum, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Anna Guðrún ólst upp í Grindavík og í Keflavík, en bjó í Reykjavík lengst af. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1516 orð | 1 mynd

Anna Þorsteinsdóttir

Anna Þorsteinsdóttir fæddist 26. október 1928 í Götu í Ásahreppi. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 3. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Pálsdóttir, f. 1891, d. 1988, og Þorsteinn Tyrfingsson, f. 1891, d. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1102 orð | 1 mynd

Guðjón Örn Kristjánsson

Guðjón Örn Kristjánsson fæddist á Arnarnúpi í Dýrafirði 15. desember 1922. Hann lést á Vífilsstöðum 8. febrúar 2021. Foreldrar hans voru Guðbjörg Kristjana Guðjónsdóttir, f. 20.8. 1897, d. 31.12. 1989, og Kristján Guðmundsson, f. 27.12. 1889, d. 20.12. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2021 | Minningargreinar | 440 orð | 1 mynd

Halla Benediktsdóttir

Halla Benediktsdóttir fæddist 12. nóvember 1933 í Hvassafelli í Djúpadal. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Hlíð 17. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Benedikt Hólm Júlíusson frá Hvassafelli og Rósa Jónsdóttir Thorlacius frá Öxnafelli. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2021 | Minningargreinar | 429 orð | 1 mynd

Kristín Helga Waage

Kristín Helga Waage fæddist 28. nóvember 1939. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 16. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Matthías Waage, f. 20. júní 1907, d. 1. janúar 1983, og Ingibjörg E. Waage, f. 23. júní 1913, d. 12. október 2012. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1127 orð | 1 mynd

Kristín Þ. G. Jónsdóttir

Kristín Þ.G. Jónsdóttir, Lalla, fæddist 18. september 1926 á Njálsgötu 1, Reykjavík. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 16. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Jón Hafliðason, f. 8.3 1891, d. 24.1. 1981, og Ingibjörg Margrét Þorláksdóttir, f. 3.10. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1262 orð | 1 mynd

Lýður Valgeir Benediktsson

Lýður Valgeir Benediktsson fæddist á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð 2. september 1931. Hann lést á Landspítalanum 7. febrúar 2021. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Lýðsdóttir frá Skriðinsenni, f. 22. júní 1895, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2021 | Minningargreinar | 1355 orð | 1 mynd

Rafn Magnússon

Rafn Magnússon vélfræðingur fæddist 25. febr. 1932 á Þrándarstöðum í Kjós. Hann lést 15. febr. 2021 á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Foreldrar Rafns voru Magnús Eiríksson, bóndi á Þrándarstöðum og Hvammsvík í Kjós, f. 1899, d. Meira  Kaupa minningabók
25. febrúar 2021 | Minningargreinar | 269 orð | 1 mynd

Sigmundur Sigfússon

Sigmundur Sigfússon fæddist 26. júlí 1945. Hann lést 29. janúar 2021. Sigmundur var jarðsunginn 22. febrúar 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 532 orð | 2 myndir

Hafa selt meirihluta íbúða í nýrri byggingu í Álalind

Baksvið Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Búið er að selja 39 af 57 íbúðum í nýju fjölbýlishúsi í Álalind 18-20. Byggingin er í íbúðahverfinu Glaðheimum í Kópavogi, en rétt um mánuður er frá því að íbúðirnar fóru fyrst í sölu. Jón Ágúst Garðarsson, framkvæmdastjóri Bestlu sem sér um byggingu hússins, segir að afar vel hafi gengið að selja íbúðirnar. Um er að ræða íbúðir á mjög breiðu bili, bæði hvað stærð og verð varðar. Hægt er að fá íbúðir sem kosta allt frá 41 milljón króna upp í 115 milljónir króna. Meira
25. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 118 orð | 1 mynd

Hagnaður Festi 526 m.kr. á lokafjórðungi

Smásölufyrirtækið Festi hagnaðist um 526 m.kr. á lokafjórðungi ársins 2020 samkvæmt tilkynningu. Á sama tíma árið á undan nam hagnaðurinn 715 m.kr. og minnkar því um 26% milli ára. Meira
25. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 118 orð | 1 mynd

Hagnaður Icelandic Seafood dróst saman

Sala Icelandic Seafood dróst saman um 15% árið 2020 samanborið við árið þar á undan. Var þar um að kenna takmörkunum sem í gildi voru vegna kórónuveirunnar m.a. í S-Evrópu. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir árið 2020 sem birt var í gær. Meira
25. febrúar 2021 | Viðskiptafréttir | 115 orð | 1 mynd

Kynntu sér verkefnamiðaða vinnuaðstöðu

Upplýsingafulltrúi Landsbankans segir það á misskilningi byggt sem kom fram í ViðskiptaMogganum í gær að fulltrúar bankans hefðu farið til London meðal annars til að kynna sér húsgögn. Meira

Daglegt líf

25. febrúar 2021 | Daglegt líf | 140 orð | 1 mynd

Frá aðgerðum til áhrifa

Ungar athafnakonur, UAK, standa núna í fyrsta sinn fyrir UAK-vikunni, sem félagið heldur í aðdraganda ráðstefnunnar „Frá aðgerðum til áhrifa – vertu breytingin“. Meira
25. febrúar 2021 | Daglegt líf | 838 orð | 2 myndir

Hvaða aðferðir virka í uppeldi?

Það þarf að passa að vera til staðar og veita viðurkenningu með athygli eða hrósi þegar við á. Meira

Fastir þættir

25. febrúar 2021 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c5 5. cxd5 cxd4 6. Dxd4 exd5 7. e4...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c5 5. cxd5 cxd4 6. Dxd4 exd5 7. e4 dxe4 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rg5 Be6 10. Bb5 a6 11. Ba4 Rbd7 12. 0-0 b5 13. Bb3 Ke7 14. Be3 h6 15. Rgxe4 Ke8 16. Bd4 Bb4 17. Hae1 Ke7 18. f4 Hhd8 19. f5 Bxb3 20. Rxf6+ Kf8 21. Rh5 Bc4 22. Meira
25. febrúar 2021 | Fastir þættir | 179 orð

Eintóm vitleysa. S-NS Norður &spade;G753 &heart;6532 ⋄G2 &klubs;D92...

Eintóm vitleysa. S-NS Norður &spade;G753 &heart;6532 ⋄G2 &klubs;D92 Vestur Austur &spade;D8 &spade;K &heart;G98 &heart;Á104 ⋄ÁD864 ⋄K10975 &klubs;K84 &klubs;G1063 Suður &spade;Á109642 &heart;KD7 ⋄3 &klubs;Á75 Suður spilar 4&spade;. Meira
25. febrúar 2021 | Árnað heilla | 617 orð | 5 myndir

Frumkvöðull í Hveragerði

Andrés Úlfarsson er fæddur 25. febrúar 1961 í Hafnarfirði og ólst þar upp. „Ég bjó á tímabili hjá afa mínum, Friðfinni Valdimar Stefánssyni, sem var bóndi í Hafnarfirði og hét bærinn Húsafell og stendur húsið enn við Hringbrautina. Meira
25. febrúar 2021 | Í dag | 293 orð

Gömul minning og beðið eftir vori

Helga R. Einarssyni duttu þessar tvær í hug af engu tilefni: Óvart Það voru fagnaðarfundir í Færeyjum um þær mundir er Þrándur í Götu skriplaði' á skötu með Bínu og barnið kom undir. Minning (e.t.v. Meira
25. febrúar 2021 | Árnað heilla | 83 orð | 1 mynd

Hallur Þór Halldórsson

40 ára Hallur er Mosfellingur og hefur mestalla tíð búið í Mosfellsbæ. Hann er með BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og MA-gráðu í menningarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Hallur er vörustjóri hjá Icelandair. Meira
25. febrúar 2021 | Í dag | 53 orð

Málið

Meðan fólk þvætti , þvoði, bara ull, föt, skinn og – bleyjur: „ þvættar úr sjóðandi vatni“, eins og segir í Þvotti og ræstingu eftir Astrid Stoumann, beygðist sögnin ámóta og hætta. En svo hófst saga peningaþvættis . Meira
25. febrúar 2021 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

Mosfellsbær Ey gló Ösp Hallsdóttir fæddist 22. júlí 2020 í heimahúsi í...

Mosfellsbær Ey gló Ösp Hallsdóttir fæddist 22. júlí 2020 í heimahúsi í Mosfellsbæ. Hún var 54 cm löng og vó u.þ.b. 4,4 kg. Foreldrar hennar eru Hallur Þór Halldórsson og Ásta Þöll Gylfadóttir... Meira
25. febrúar 2021 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

Mottukeppnin fer af stað 1. mars

Guðmundur Pálsson, vefstjóri krabbameinsfélagsins, mætti til þeirra Loga Bergmanns og Sigga Gunnars og ræddi við þá um mottumars sem fram undan er. Mottukeppnin verður sett af stað þann 1. Meira
25. febrúar 2021 | Árnað heilla | 95 orð | 1 mynd

Örn Sölvi Halldórsson

50 ára Örn er Sauðkrækingur en býr í Mosfellsbæ. Hann er rafvirki, rafmagnsiðnfr., golfvallafr. og kerfisfr. að mennt. Örn er kerfisstjóri hjá RARIK. Hann er fv. Íslandsmeistari í sveitakeppni í golfi með GR og fv. landsliðsmaður. Meira

Íþróttir

25. febrúar 2021 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Alli var í aðalhlutverkinu

Tottenham varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta með því að vinna öruggan sigur á Wolfsberger frá Austurríki í London, 4:0, og einvígið þar með samanlagt 8:1. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 669 orð | 2 myndir

Byrjunin í Poznan eins fullkomin og mögulegt var

Pólland Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson fékk sannkallaða draumabyrjun með nýju félagsliði sínu, Lech Poznan í Póllandi. Framherjinn, sem er þrítugur að aldri, gekk til liðs við pólska félagið hinn 12. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Dominos-deild kvenna Fjölnir – Keflavík 85:86 Breiðablik &ndash...

Dominos-deild kvenna Fjölnir – Keflavík 85:86 Breiðablik – KR 74:49 Snæfell – Skallagrímur 65.66 Valur – Haukar (58:51) *Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Evrópudeild UEFA 32 liða úrslit, seinni leikur: Tottenham &ndash...

Evrópudeild UEFA 32 liða úrslit, seinni leikur: Tottenham – Wolfsberger 4:0 *Tottenham áfram, 8:1 samanlagt. Meistaradeild karla 16 liða úrslit, fyrri leikir: Atalanta – Real Madrid (0:0) Mönchengladbach – Man. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 37 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: KA-heimilið: KA – Haukar 18 Hleðsluhöllin: Selfoss – ÍBV 18. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 261 orð | 1 mynd

Heimildarmyndin „Hækkum rána“ sem fjallar um umdeildar...

Heimildarmyndin „Hækkum rána“ sem fjallar um umdeildar þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar hefur vakið talsverða athygli og umræðu. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Hlaut mikla áverka á fótum

Tiger Woods slapp með skrekkinn þegar hann lenti í bílslysi í Kaliforníu á þriðjudagsmorguninn að staðartíma. Bifreiðin var illa farin, sérstaklega að framan, og hefði kylfingurinn sigursæli getað týnt lífi. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 584 orð | 2 myndir

Hlutirnir að smella saman hjá Ernu

Frjálsar Kristján Jónsson kris@mbl.is Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR náði langbesta árangri íslenskrar konu í kúluvarpi frá upphafi á sunnudaginn þegar hún vann yfirburðasigur í greininni á háskólamóti innanhúss í Birmingham í Alabama-ríki í Bandaríkjunum. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Meistaradeild karla B-RIÐILL: Celje Lasko – Barcelona 29:32 &bull...

Meistaradeild karla B-RIÐILL: Celje Lasko – Barcelona 29:32 • Aron Pálmarsson lék ekki með Barcelona. *Barcelona 26, Veszprém 17, Aalborg 12, Motor Zaporozhye 12, Kiel 11, Nantes 10, Celje Lasko 6, Zagreb 0. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Messi með ellefu mörk á árinu

Lionel Messi er orðinn markahæstur í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir að hafa skorað tvö fyrri mörk liðsins í sigri gegn Elche, 3:0, á Camp Nou í gærkvöld. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Sara áfram á sigurbrautinni

Sara Rún Hinriksdóttir og samherjar í Leicester Riders eru áfram ósigraðar á toppi bresku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik eftir sigur gegn Oakland Wolves á útivelli í gærkvöld, 64:54. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 267 orð | 1 mynd

Torsóttur sigur hjá toppliðinu

Keflavík er enn með fullt hús stiga í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir sigur gegn Fjölni 85:86 í Grafarvogi í gær. Fjölniskonur fengu tækifæri til að verða fyrsta liðið sem vinnur Keflavíkur á þessu tímabili en nýttu ekki tækifærið. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Viktor góður og GOG er komið áfram

Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður átti góðan leik með danska liðinu GOG í gær þegar það tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildar karla í handknattleik. Meira
25. febrúar 2021 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Þýskaland en ekki England

Jamal Musiala, sem verður 18 ára á morgun, sló í gegn í fyrrakvöld þegar hann skoraði fyrir Evrópumeistara Bayern München gegn Lazio og varð næstyngstur frá upphafi til að skora í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta. Meira

Ýmis aukablöð

25. febrúar 2021 | Blaðaukar | 289 orð

Borgi konunni fyrir heimilisþrifin

Skilnaðardómstóll í Fangshan-hverfinu í Peking í Kína hefur dæmt mann til að greiða konu sinni bætur fyrir störf hennar á heimili þeirra meðan á hjúskap þeirra stóð. Er dómurinn sagður marka tímamót. Bæturnar voru ákvarðaðar 50. Meira
25. febrúar 2021 | Blaðaukar | 434 orð | 1 mynd

Dreifa bóluefni til Afríkuríkja

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Afríkuríkið Ghana varð í gær fyrst ríkja til að þiggja bóluefni gegn kórónuveirunni úr svonefndu Covax-deilifrumkvæðisverkefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Lenti þota í gær í Accra með 600. Meira
25. febrúar 2021 | Blaðaukar | 274 orð | 1 mynd

Síðasta stytta Franco fallin

Síðasta myndastyttan af Francisco Franco herforingja á spænskri grundu er fallin, eftir að ráðamenn á spænska skikanum Melilla á norðvesturhorni Afríku samþykktu að hún skyldi tekin ofan. Verkamenn mölvuðu stallinn undir styttunni og báru hana á brott. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.