Viðtal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við vissum ekkert hvað við áttum að kalla okkur. Okkur langaði að heitið væri í senn íslenskt og alþjóðlegt. Þá duttum við niður á þessa lausn,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, söngvari sem leikur á barokkflautu og langspil, um tónlistarhópinn Gadus Morhua Ensemble. Sveitina skipa auk hans Björk Níelsdóttir, söngkona og langspilsleikari, og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, barokksellóleikari og skáldkona sem einnig syngur. Hljómsveitin, sem starfað hefur saman í nokkur ár, sendi nýverið frá sér sína fyrstu hljómplötu sem nefnist Peysur & parruk.
Meira