Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í gær í Listasafni Íslands af mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, en markmiðið með þeim er að heiðra íslenska myndlistarmenn eða aðra myndlistarmenn sem búsettir eru á Íslandi og vekja athygli á því sem vel er gert jafnframt því að hvetja til nýrrar listsköpunar, eins og því er lýst í tilkynningu. Veittar voru tvær viðurkenningar og verðlaun í tveimur flokkum, þ.e. myndlistarmaður ársins, hvatningarverðlaun, heiðursviðurkenning fyrir útgefið efni, sem er ný viðurkenning, og loks heiðursviðurkenning til handa listamanni.
Meira