Snorri Másson snorrim@mbl.is Golfstraumurinn hefur ekki verið veikari í meira en öld, ef marka má nýja rannsókn þýskra, breskra og írskra vísindamanna. Ef fram fer sem horfir og straumurinn, sem er talinn veðurfarslegur grundvöllur þess að Ísland sé byggilegt, heldur áfram að veikjast eða bregst alveg, getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þegar samverkandi áhrifum bráðnandi Grænlandsjökuls er blandað í málið er ljóst samkvæmt vísindamönnum sem Morgunblaðið ræddi við að illt kann að vera í efni fyrir Ísland.
Meira