Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, sagði að hraunflæðisspá eldfjallafræði- og náttúruvárhóps HÍ miðist við að mestar líkur á eldgosi séu þar sem jarðskjálftavirknin er mest. „Ef þessi virkni færist inn í önnur kerfi, eins og til dæmis Krýsuvík, þá geta forsendur breyst og líklegasta staðsetning eldgoss færst þangað,“ sagði Þorvaldur.
Meira