Greinar fimmtudaginn 4. mars 2021

Fréttir

4. mars 2021 | Erlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

AstraZeneca sagt virka vel á eldra fólk

Vísindamenn við Bristol-háskóla segja frumniðurstöður rannsókna sinna benda til þess að bóluefni Oxford-háskóla og AstraZeneca sýni meira en 80% virkni meðal eldra fólks í áhættuhópum eftir einungis einn skammt. Meira
4. mars 2021 | Innlent - greinar | 715 orð | 1 mynd

Áhugaverð hlaðvörp: Inga Kristjáns gefur álit

Vinsældir hlaðvarpa hafa aukist gífurlega undanfarið og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það getur þó verið erfitt að finna eitthvað sem snýr að eigin áhugasviði í þeim frumskógi af hlaðvörpum sem til eru. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Árleg byssusýning á Stokkseyri

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri verður haldin laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. mars 2021 frá kl. 11-18. Að þessu sinni verður sýningin haldin í samvinnu við verslunina Vesturröst og Skotfélagið Markviss á Blönduósi. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 702 orð | 5 myndir

„Hugsunin er ekki borð, stóll og barn“

Sviðsljós Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbæ Nýr skóli í Reykjanesbæ, Stapaskóli, tók til starfa síðastliðið haust. Um er að ræða stærstu framkvæmd sem sveitarfélagið hefur ráðist í. Stapaskóli er heildstæður skóli þar sem 280 grunnskólanemar frá 1.-9. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Einn á ísbjarnavakt

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Starfið í lögreglunni er sennilega hvergi fjölbreyttara en í afskekktri byggð úti á landi. Hér er maður einn á vaktinni og þarf að geta sinnt öllum verkefnum sem upp koma. Verið í senn sérsveitarmaður og sálusorgari, við umferðareftirlit og að vísa fólki til vegar. Nálægðin við íbúana er mikil, samfélag þar sem undirstaðan er landbúnaður og sjávarútvegur,“ segir Guðmundur Fylkisson lögreglumaður. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 600 orð | 2 myndir

Ekkert hamfaragos í vændum

Freyr Bjarnason Jón Sigurðsson Nordal Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að engar hamfarir séu að fara að hefjast á Reykjanesskaga. Enginn er í hættu. Hann hvetur fólk til að vera ekki á ferli á svæðinu. Meira
4. mars 2021 | Erlendar fréttir | 76 orð | 2 myndir

Eldglæringar í Indónesíu

Hið keilulaga Merapi-fjall, sem er á Jövu-eyju í Indónesíu, byrjaði að gjósa á þriðjudagsmorgun. Merapi er eitt virkasta eldfjall landsins, en nafn þess þýðir „Fjall eldsins“. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 125 orð | 2 myndir

Enn umbrot við Keili

Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Óróapúls mældist skömmu eftir klukkan fjögur í gær á Reykjanesskaga og var það talið merki um að eldgos væri í þann mund að hefjast. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Félagsstarfið er að komast í gang

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Lífið á hjúkrunarheimilum landsins er smám saman að færast í eðlilegra horf. Á sumum heimilum hefur verið aflétt skiptingu heimila í sóttvarnahólf en á öðrum takmarkar slík hólfun félagsstarf og önnur samskipti innan... Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Flaug yfir sandara í lendingu eystra

Rannsóknarnefnd samgönguslysa, flugsvið, hefur nú til umfjöllunar atvik á Egilsstaðaflugvelli fyrir rúmu ári er sandari var á flugbraut þegar áætlunarflugvél kom inn til lendingar. Meira
4. mars 2021 | Erlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Forðabúrið klárt fyrir lok maí

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
4. mars 2021 | Erlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Geta ekki svarað fyrir Íslandspóst

Samgönguráðuneytið kveðst ekki vera í stöðu til að svara fyrir meintar niðurgreiðslur Íslandspósts á pakkasendingum út á land, eftir að landið varð að einu gjaldsvæði árið 2020. Ráðuneytið bendir á að samkvæmt 2. mgr. 17. gr. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 112 orð

Hafnaði ógildingu rekstrarleyfis regnbogasilungaeldis í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu jarðeigenda í innanverðu Ísafjarðardjúpi um ógildingu ákvörðunar Matvælastofnunar um að veita Arctic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir kynslóðaskiptu sjókvíaeldi á regnbogasilungi með 5. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Hótel opnað í Reykholti í vor

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdir við nýtt 40 herbergja hótel í Reykholti í Bláskógabyggð, Blue Hótel Fagralund, ganga vel. Undirstöður eru tilbúnar og verið er að smíða hótelbygginguna sjálfa úti í Noregi. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 297 orð | 3 myndir

Hrognavertíðin að komast á fullt

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ágæt loðnuveiði hefur verið á Faxaflóa síðan um hádegi á mánudag og loðnan hentað vel til hrognavinnslu. Ef vel gengur gæti vertíð lokið á um vikutíma. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Hryðjuverkaárás með hnífi í Svíþjóð

Ungur maður særði a.m.k. 8 vegfarendur með hnífi í bænum Vetlanda í Smálöndunum í Svíþjóð síðdegis í gær, en tveir eru lífshættulega særðir. Maðurinn lét til skarar skríða á fimm stöðum í miðbænum, en að sögn lögreglu er málið rannsakað sem hryðjuverk. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 341 orð | 2 myndir

Hættur geta leynst á snjallheimilum

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ný tækni hefur verið að ryðja sér rúms sem gerir fólki kleift að fjarstýra tækjum og búnaði á heimilum sínum í gegnum tölvur og síma. Eru slík heimili gjarnan kölluð snjallheimili. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 80 orð

ÍAV segja 105 Miðborg skulda peninga

Íslenskir aðalverktakar segja að ástæður þær sem 105 Miðborg hafi teflt fram er félagið rifti samningi varðandi uppbyggingu stórhýsa á Kirkjusandi séu ólöglegar. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 518 orð | 1 mynd

Íslendingum hefur fjölgað á Tenerife

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Bókunum Íslendinga hefur heldur fjölgað að undanförnu hjá ferðaskrifstofunum Vita og Úrvali-Útsýn. Þar er Tenerife efst á blaði, enda ekki margir aðrir kostir í boði. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Ítölsk stemning í einstöku umhverfi

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við bíðum spenntir og ætlum að hefja framkvæmdir við veitingahúsið þegar deiliskipulagið liggur fyrir,“ segir Gísli Björnsson veitingamaður. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Kafað við flotbryggjuna á Þórshöfn

Þórshöfn | Höfnin er lífæð sjávarþorpa og þarfnast stöðugs viðhalds og endurbóta. Dýpkunarframkvæmdir hafa staðið yfir um skeið og lýkur væntanlega upp úr miðjum mars, að sögn hafnarvarðar. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Katrín segir önnur bóluefni athuguð

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti varðandi öflun bóluefna, þar sem Evrópusamstarf um það hafi valdið vonbrigðum. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 634 orð | 4 myndir

MAX-vélar henti ekki Icelandair

Dagmál Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Steinn Logi Björnsson, fyrrverandi forstjóri Bláfugls, telur flugfélagið Icelandair geta staðið sig vel í samkeppni við erlend flugfélög á komandi árum. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Metskráning í sumarbúðir KFUM og K

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Metfjöldi skráninga barst í sumarbúðir kristilegu æskulýðssamtakanna KFUM og KFUK á fyrsta skráningardegi í ár. Fengust 2.470 skráningar sem er meira en tvöfalt meira en á fyrsta skráningardegi undanfarin ár. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Mygla greindist í skóla í Kópavogi

Skólayfirvöld í Kópavogi hafa ákveðið að loka einni álmu í Álfhólsskóla vegna myglu sem greinst hefur í þaki byggingarinnar. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Nýtt íslenskt granólamúslí á markað

Kaja Organics hefur sett á markað nýtt granólamúslí sem á eflaust eftir að gleðja marga, enda lífrænt og frábært eins og allt sem Kaja gerir. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 849 orð | 4 myndir

Oft vetrarlegt á Þeistareykjum

Sviðsljós Atli Vigfússon Laxamýri Heiðarbýlið Þeistareykir var búið að vera í eyði í hátt á annað hundrað ár þegar framkvæmdir hófust við Þeistareykjavirkjun sem hefur breytt umhverfi og aðstæðum gríðarlega á þessari fornu bújörð. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Ragnar rakar inn fimm stjörnu dómum í Danmörku

„Það tók Dani svolítinn tíma að stökkva á Ragnars-vagninn en það er þeim mun gleðilegra að sjá hvað þeir taka honum opnum örmum. Meira
4. mars 2021 | Innlent - greinar | 154 orð | 2 myndir

Rapparinn Cell 7 verður í bingóinu í kvöld

Fjölskyldubingó mbl.is fór aftur af stað á fimmtudaginn í síðustu viku eftir að fyrsta þáttaröðin kláraðist um síðustu áramót. Í fyrsta þættinum af nýju þáttaröðinni kom söngvarinn Valdimar fram ásamt Erni Eldjárn. Meira
4. mars 2021 | Erlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Rússar fordæma refsiaðgerðirnar

Stjórnvöld í Moskvu gagnrýndu vesturveldin harðlega í gær, en Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið kynntu á þriðjudaginn nýjar refsiaðgerðir vegna meðferðar Rússa á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Segir 105 Miðborg ekki standa við samninga

Stefán E. Stefánsson ses@mbl. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 367 orð | 2 myndir

Skert viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Talsmenn fimm mismunandi samtaka sjómanna lýstu í gær yfir, í sameiginlegri ályktun, áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að í ljós kom umfangsmikil viðhaldsþörf á varðskipinu Tý. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 497 orð | 1 mynd

Skoða aðra kosti um bóluefnaöflun

Andrés Magnússon andres@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir vanda Evrópusambandsins (ESB) við öflun bóluefna valda áhyggjum og íslensk stjórnvöld skoði nú aðra kosti í þeim efnum. Hún undirstrikar að Íslendingar séu ekki á leið úr samstarfinu, en minnir á að ríki megi afla sér annarra bóluefna en samið hefur verið um í Evrópusamstarfinu. „Það er ekkert sem hindrar okkur í að ræða við aðra framleiðendur,“ segir Katrín í samtali við Morgunblaðið. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 616 orð | 2 myndir

Sveitarfélög að undirbúa kvörtun til ESA

Sviðsljós Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka orkusveitarfélaga hafa nú til skoðunar að senda kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) til að óska eftir rannsókn stofnunarinnar á því hvort núverandi fyrirkomulag skattlagningar á mannvirki til raforkuframleiðslu feli í sér óheimila ríkisaðstoð. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 192 orð

Taka við rekstri hjúkrunarheimila

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) tekur við rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði frá og með næstu mánaðamótum. Vigdísarholt sem er í eigu ríkisins tók við rekstri heimilisins Skjólgarðs á Hornafirði um sl. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 376 orð | 3 myndir

Tvö ný páskaegg frá Nóa-Síríusi

Sú var tíðin að páskaegg voru öll eins og það eina sem menn spáðu í var hvaða stærð yrði fyrir valinu. Sælgætisframleiðendur voru bara með sitt egg og þannig var það. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Tæplega 600 togstöðvar í marsralli

Auk rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar taka togararnir Breki frá Vestmannaeyjum og Gullver frá Seyðisfirði þátt í stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 402 orð | 2 myndir

Vikulöng jarðskjálftahrina

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Óróapúls við Litla-Hrút við Fagradalsfjall, suður af Keili á Reykjanesskaga, mældist á jarðskjálftamælum klukkan 14.20 í gær. Talið var að hann gæti bent til yfirvofandi eldgoss. Meira
4. mars 2021 | Erlendar fréttir | 709 orð | 3 myndir

Vísbending um litla framleiðni í ferðaþjónustunni

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir sterka eftirspurn innanlands eiga þátt í að landsframleiðslan dróst ekki meira saman í fyrra en raun ber vitni. Meira
4. mars 2021 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Þrír áfram í gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í gær á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þrír sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi í tengslum við morð, sem framið var í austurborg Reykjavíkur í febrúar. Meira

Ritstjórnargreinar

4. mars 2021 | Staksteinar | 204 orð | 1 mynd

Ekkert frumkvæði?

Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður fjallar á blog.is um bóluefnamál: „Meðan heilbrigðis- og forsætisráðherrar stöðugt fleiri Evrópuríkja sjá, að ekki er hægt að treysta yfirstjórn Evrópusambandsins til að tryggja aðgang að Covid-bóluefnum, aðhafast þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir ekki neitt og reyna að telja landsmönnum trú um það að best sé að láta Evrópusambandið um lyfjakaup fyrir íslensku þjóðina. Meira
4. mars 2021 | Leiðarar | 297 orð

Fylgi skreppur saman

Núverandi kjörtímabil gæti orðið langt og erfitt fyrir demókrata, ef marka má byrjunina Meira
4. mars 2021 | Leiðarar | 379 orð

Þrengt að borgarbúum

Meðan eldar krauma undir ákveður borgin í nafni róttækni að fækka bílastæðum umtalsvert Meira

Menning

4. mars 2021 | Myndlist | 122 orð | 1 mynd

Augnsamband í Borgarbókasafninu

Sýningin Augnsamband verður opnuð í Borgarbókasafninu í Spönginni í dag kl. 17 og verður hún opin á afgreiðslutíma safnsins frá 4. mars til 15. apríl. Meira
4. mars 2021 | Tónlist | 1096 orð | 1 mynd

„Er að reyna á þolmörkin hjá mér“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
4. mars 2021 | Tónlist | 441 orð | 3 myndir

„Þurfum að vera vakandi“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Nýtt lag eftir Bubba Morthens, „Ástrós“, kemur út í dag en í því fjallar Bubbi um heimilisofbeldi. Tvær vinsælustu tónlistarkonur landsins, þær Bríet og GDRN, syngja með Bubba í laginu. Meira
4. mars 2021 | Tónlist | 124 orð | 1 mynd

Bunny Wailer allur

Reggítónlistarmaðurinn Bunny Wailer er dáinn, 73 ára að aldri. Wailer stofnaði hljómsveitina The Wailers með æskuvini sínum Bob Marley á Jamaíku og varð sveitin heimsfræg. Wailer yfirgaf sveitina árið 1974 og hóf sólóferil. Meira
4. mars 2021 | Tónlist | 115 orð | 1 mynd

Góðir gestir á afmælistónleikum

Miðasala á 70 ára afmælistónleika Björgvins Halldórssonar 16. apríl hefst í dag kl. 12 og hefur verið tilkynnt hverjir koma fram með honum og hverjir skipa hljómsveitina. Meira
4. mars 2021 | Kvikmyndir | 119 orð | 1 mynd

Hrun í áhorfi á Golden Globes

Áhorf á afhendingu bandarísku Golden Globe-verðlaunanna var um 60% minna í ár en í fyrra, að því er fram kemur í frétt á vef dagblaðsins The Guardian . Meira
4. mars 2021 | Leiklist | 706 orð | 2 myndir

Hvað varð um Sunnefu?

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Meira
4. mars 2021 | Bókmenntir | 129 orð | 1 mynd

Hætta sölu sex bóka Dr. Seuss

Sex bækur eftir bandaríska barnabókahöfundinn Dr. Seuss verða ekki til sölu héðan í frá þar sem myndmálið í þeim þykir bera vott um kynþáttafordóma, að því er fram kemur í frétt á vef BBC. Meira
4. mars 2021 | Myndlist | 110 orð | 1 mynd

Leiðsögn um sýningu Huldu Rósar

Sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir verður í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20 með leiðsögn um sýningu Huldu Rósar Guðnadóttur WERK – Labor Move í Hafnarhúsi. Meira
4. mars 2021 | Bókmenntir | 372 orð | 3 myndir

Marglaga frásagnir í fáum orðum

Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur. JPV útgáfa, 2020. Kilja, 136 bls. Meira
4. mars 2021 | Leiklist | 149 orð | 1 mynd

Rocky! á Nýja svið Borgarleikhússins

Uppfærsla leikhópsins Óskabarna ógæfunnar á Rocky! snýr aftur á svið frá og með kvöldinu og fara sýningar fram á Nýja sviði Borgarleikhússins. Meira
4. mars 2021 | Bókmenntir | 103 orð | 2 myndir

Skáldkonur lesa upp úr verkum sínum og ræða við Maríönnu Clöru

Skáldkonurnar Kristín Steinsdóttir og Benný Sif koma í heimsókn á Borgarbókasafnið í Sólheimum í dag kl. 17.30, lesa upp úr nýjustu verkum sínum og ræða við bókmenntafræðinginn og leikkonuna Maríönnu Clöru Lúthersdóttur. Meira
4. mars 2021 | Fjölmiðlar | 225 orð | 1 mynd

Skjálftahrina í fjölmiðlum

Ekki er ljóst hvort gýs eða ekki þegar þetta er skrifað. Yðar einlægur gáði samt til vonar og vara á vef Veðurstofunnar og þar mátti lesa í fyrirsögn að gos væri ekki hafið. Sem er rétt fyrirsögn. Meira
4. mars 2021 | Tónlist | 72 orð | 1 mynd

Tónleikar í Gamla bíói og á Selfossi

Hljómsveit Unnar Birnu og Björns Thoroddsen heldur tónleika 4. og 5. mars og býður upp á fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá. Fyrri tónleikarnir fara fram í Gamla bíói kl. 20.30 og þeir seinni á Hótel Selfossi og líka kl. 20.30. Meira
4. mars 2021 | Kvikmyndir | 102 orð | 1 mynd

Umræður eftir sýningu á Hataramynd

Að lokinni sýningu á heimildarkvikmyndinni A Song Called Hate, sem fjallar um hljómsveitina Hatara, í Háskólabíói í kvöld, fimmtudagskvöld, verður boðið upp á umræður. Sýningin hefst kl. 19.30 og umræður strax að sýningu lokinni, um kl. 21. Meira
4. mars 2021 | Tónlist | 116 orð | 1 mynd

Úr nýja heiminum í Eldborg í kvöld

Eva Ollikainen stjórnar Sinfóníu nr. 9, einnig nefnd „Úr nýja heiminum“, eftir Antonín Dvorák og A Short Piece for Orchestra eftir Juliu Perry á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands (SÍ) í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 20. Meira

Umræðan

4. mars 2021 | Pistlar | 396 orð | 1 mynd

Björt og litrík framtíð myndlistar á Íslandi

Með hækkandi sól mun fyrsta heildstæða myndlistarstefna Íslands líta dagsins ljós sem mótuð hefur verið í nánu samstarfi við helstu hagaðila í myndlist á landinu. Stefnan mun setja fram heildstæða sýn fyrir myndlistarlíf að vaxa og dafna til ársins... Meira
4. mars 2021 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Dagur verkfræði og sjálfbærrar þróunar

Eftir Svönu Helen Björnsdóttur: "Meðal annars að hvetja ungt fólk til dáða og benda á þá fjölbreyttu möguleika sem verkfræðin býður upp á fyrir þau sem vilja hafa áhrif til góðs." Meira
4. mars 2021 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Framlög Íslands til þróunarsamvinnu, flóttafólks og hælisleitenda

Eftir Diljá Mist Einarsdóttur: "Þörfin á því að fjármunir Íslands til þróunarsamvinnu séu vel nýttir og gagnist þeim sem mest þurfa á þeim að halda hefur í raun aldrei verið meiri." Meira
4. mars 2021 | Aðsent efni | 825 orð | 1 mynd

Geirfinnsaðferðin – enn í fullu gildi

Eftir Hjalta Árnason: "...hann byggir mat sitt einvörðungu á röntgenmynd en segist þó ekki vita nákvæmlega hvar áverkinn sé." Meira
4. mars 2021 | Aðsent efni | 509 orð | 1 mynd

Grundartangi framtíðarhöfn vöruflutninga

Eftir Harald Benediktsson: "Mikilvægt er, þegar ákvörðun um fjárfestingu í hafnarsvæðum er tekin, að horft sé til langrar framtíðar til þess að sú mikla fjárfesting skili sér" Meira
4. mars 2021 | Aðsent efni | 380 orð | 1 mynd

Kraftur í sérhverju barni

Eftir Hildi Björnsdóttur: "Ætli skólakerfið að virkja sérhvern einstakling til þátttöku í okkar samfélagi þarf að mæta ólíkum þörfum." Meira
4. mars 2021 | Aðsent efni | 623 orð | 2 myndir

Laugavegurinn – árbók FÍ 2021

Ferðafélag Íslands gaf út sína fyrstu árbók árið 1928. Árbókin hefur síðan komið út árlega í ólitinni röð og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Meira
4. mars 2021 | Velvakandi | 193 orð | 1 mynd

Meistaraverk heimsmeistara

Vitsmunir, hæfileikar, þekking og náttúruleg meðfædd sérfræðiþekking einkenna augljóslega lífið og tilveruna; hvernig allt starfar eftir vissum lögum og reglum. Meistaraverk undrabarna bera því glöggt vitni. Meira
4. mars 2021 | Aðsent efni | 515 orð | 1 mynd

Mikilvægi heyrnarskimunar nýbura

Eftir Evu Albrechtsen: "Snemmtæk íhlutun við heyrnarskerðingu getur haft afgerandi áhrif á málþroska barns sem og námsgetu þess og félagslegan þroska." Meira
4. mars 2021 | Aðsent efni | 410 orð | 1 mynd

Óhagnaðardrifna leiguþversögnin

Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur: "Að stórum hluta má þakka skilvirkni danska leigumarkaðarins fagmannlegum vinnubrögðum lífeyrissjóðanna þar í landi" Meira
4. mars 2021 | Aðsent efni | 695 orð | 2 myndir

Öflug málafylgja á mannréttindasviðinu

Eftir Guðlaug Þór Þórðarson: "Þótt erfitt sé að meta beinan árangur af slíkri málafylgju er það staðreynd að gagnrýni Íslands og fleiri ríkja hreyfði við mannréttindabrjótunum." Meira
4. mars 2021 | Aðsent efni | 714 orð | 1 mynd

Ögurstund

Eftir Gunnar Kvaran: "Vísindamenn heimsins hafa sýnt á óvefengilegan hátt að náin alþjóðleg samvinna til að framleiða bóluefni hefur tekist á mettíma." Meira

Minningargreinar

4. mars 2021 | Minningargreinar | 823 orð | 1 mynd

Ásgerður Ásmundsdóttir

Ásgerður fæddist 6. janúar 1940 á Borg á Djúpavogi. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 10. febrúar 2021. Foreldrar hennar: Guðfinna S. Gísladóttir, f. 21.11. 1902, d. 09.04. 1984, og Ásmundur Guðnason, f. 24.02. 1908, d. 26.11. 1982. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 271 orð | 1 mynd

Elín Bjarnadóttir

Elín Bjarnadóttir fæddist 23. september 1927. Hún lést 8. febrúar 2021. Útför Elínar fór fram 19. febrúar 2021. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 359 orð | 1 mynd

Friðrik Björnsson

Friðrik Björnsson fæddist 1. janúar 1943. Hann lést 16. febrúar 2021. Útför Friðriks var gerð 1. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 1246 orð | 1 mynd

Gunnar Örn Gunnarsson

Gunnar Örn var fæddur í Reykjavík 11. mars 1946. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. febrúar 2021. Foreldrar Gunnars voru Gunnar Daníelsson, f. 1910, d. 1988, og Fanney Oddsdóttir, f. 1917, d. 1989. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 1386 orð | 1 mynd

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir fæddist í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd 30. desember 1926. Hún lést 8. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jóhannesson, sjómaður frá Flekkuvík, f. 19.10. 1887, d. 21.5. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 518 orð | 1 mynd

Magnús Finnur Hafberg

Magnús Finnur Hafberg fæddist 22. júní 1923. Hann lést 13. febrúar 2021. Útförin fór fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 1601 orð | 1 mynd

Margrét Þorbjörg Jafetsdóttir

Margrét Þorbjörg Jafetsdóttir fæddist 24. maí 1931 í Reykjavík. Hún lést 18. febrúar 2021 að hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Foreldrar hennar voru hjónin Jafet Hjartarson vélstjóri, f. 26.5. 1906, d. 4.3. 1992, og Björg Guðmundsdóttir húsmóðir, f. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargrein á mbl.is | 1435 orð | 1 mynd | ókeypis

Ragnhildur Guðlaug Pálsdóttir

Ragnhildur Guðlaug Pálsdóttir fæddist á Gilsárstekk í Breiðdal 11. mars 1942. Hún lést 10. febrúar 2021 á Hrafnistu við Sléttuveg.Foreldrar hennar voru Páll Guðmundsson frá Gilsárstekk í Breiðdal, bóndi og hreppstjóri, f. 1907, d. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 2716 orð | 1 mynd

Ragnhildur Guðlaug Pálsdóttir

Ragnhildur Guðlaug Pálsdóttir fæddist á Gilsárstekk í Breiðdal 11. mars 1942. Hún lést 10. febrúar 2021 á Hrafnistu við Sléttuveg. Foreldrar hennar voru Páll Guðmundsson frá Gilsárstekk í Breiðdal, bóndi og hreppstjóri, f. 1907, d. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 474 orð | 1 mynd

Stefán Árnason

Stefán Árnason fæddist í Reykjavík 29. mars árið 1944. Hann lést af slysförum 17. febrúar 2021. Útför hans fór fram 1. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 884 orð | 1 mynd

Valgerður Gísladóttir

Valgerður Gísladóttir fæddist 17. nóv. 1944 á Akranesi. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi 19. feb. 2021. Foreldrar hennar voru Ósk Guðmundsdóttir, f. 2. júlí 1913, d. 20. jan. 1963 og Gísli Bjarnason, f. 13. júlí 1910, d. 15. des. 1963. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 3211 orð | 1 mynd

Viktoría Bryndís Viktorsdóttir

Viktoría Bryndís Viktorsdóttir fæddist á Akureyri 20. mars 1934 og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum 16. febrúar 2021. Foreldrar Viktoríu voru Friðfinna Hrólfsdóttir, klæðskeri og húsfrú, frá Ábæ í Austurdal í Skagafirði, f. 2. apríl 1909, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
4. mars 2021 | Minningargreinar | 861 orð | 1 mynd

Villy Pedersen

Villy Pedersen fæddist á Siglufirði 10. ágúst 1937. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Johan Pedersen fisksali, f. 11.11. 1906 í Noregi, d. 21.11. 1968, og Stefanía Guðmundsdóttir, f. 3.8. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 54 orð | 1 mynd

Heimila ekki fleiri bensínstöðvar

Borgaryfirvöld í Petaluma í Kaliforníu hafa ákveðið að heimila ekki fleiri bensínstöðvar. Samkvæmt umfjöllun Axios búa um 60 þúsund manns í borginni en þar munu vera 16 bensínstöðvar. Meira

Daglegt líf

4. mars 2021 | Daglegt líf | 114 orð | 1 mynd

Eva María og Hergeir valin

Frjálsíþróttakonan Eva María Baldursdóttir og handknattleiksmaðurinn Hergeir Grímsson voru valin íþróttakona og -karl Árborgar 2020 á árlegri uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar sem haldin var nú í vikunni. Handknattleiksdeild Umf. Meira
4. mars 2021 | Daglegt líf | 739 orð | 3 myndir

Gaman í skemmunni

Þeir eru eflaust ekki margir þrettán ára krakkar sem verja öllum sínum frítíma í að gera upp gamla traktora. Meira
4. mars 2021 | Daglegt líf | 589 orð | 1 mynd

Kaupmaður í hvítum slopp

Flest fæst í Einarsbúð, sem er gamalgróin verslun á Akranesi. Viðskiptavinirnir eru okkur tryggir, segir Einar Jón Ólafsson kaupmaður sem telur þarft að jafna stöðu smásala gagnvart heildsölum. Meira
4. mars 2021 | Daglegt líf | 646 orð | 1 mynd

Mannréttindin eru mikilvæg málefni

Ég vil beita mér fyrir breytingum, segir Jóna Þórey Pétursdóttir úr Kópavogi. Hún verður ungmennafulltrúi Íslands í mannréttindamálum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust. Meira

Fastir þættir

4. mars 2021 | Fastir þættir | 174 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. Rc3 a6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Dc7 6. Df3 Rf6 7. Bg5...

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. Rc3 a6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Dc7 6. Df3 Rf6 7. Bg5 Be7 8. 0-0-0 d6 9. Dg3 Rbd7 10. h4 Rh5 11. Dh2 Rhf6 12. f3 h6 13. Be3 Re5 14. g4 Bd7 15. Dg2 0-0-0 16. g5 hxg5 17. hxg5 Hxh1 18. Dxh1 Re8 19. Dg1 Rc4 20. Bxc4 Dxc4 21. Meira
4. mars 2021 | Í dag | 116 orð | 1 mynd

Gleðifréttir fyrir veitingastaði

Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna sem reka nokkra veitingastaði landsins, ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum um nýjustu breytingu á sóttvarnareglunum. Meira
4. mars 2021 | Árnað heilla | 95 orð | 1 mynd

Hallgrímur Júlíusson

60 ára Hallgrímur er Akureyringur en býr í Kópavogi. Hann er menntaður matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands 1989. Hann hefur unnið hjá Tandri, sem framleiðir og selur hreinlætisvörur, frá 1996 og verið skrifstofustjóri frá 2015. Meira
4. mars 2021 | Árnað heilla | 109 orð | 1 mynd

Kjartan Már Friðsteinsson

70 ára Kjartan hefur alla tíð búið í Vesturbæ Reykjavíkur og er þar af leiðandi eitilharður KR-ingur. Hann útskrifaðist úr Verslunarskólanum 1971 og síðan sem hagfræðingur úr Háskóla Íslands 1975. Meira
4. mars 2021 | Árnað heilla | 601 orð | 4 myndir

Lögmaður þolenda ofbeldis

Sigrún Jóhannsdóttir fæddist 4. mars 1981 í Reykjavík og ólst upp í Fossvogi og Grafarvogi. „Ég sótti allt félagslíf sem var í boði, frá skátum í KFUK, íþróttir og skólagarða. Meira
4. mars 2021 | Í dag | 53 orð

Málið

Maður hyggst „jafna um eftir ósigurinn í gær“. Ætlar hann að jafna metin : ná jafngóðum árangri (og sá sem sigraði hann)? Ætlar hann að jafna reikningana : hefna sín? Kannski hvort tveggja. Meira
4. mars 2021 | Fastir þættir | 164 orð

Tveir niður. S-AV Norður &spade;Á5 &heart;ÁD10972 ⋄K7 &klubs;1054...

Tveir niður. S-AV Norður &spade;Á5 &heart;ÁD10972 ⋄K7 &klubs;1054 Vestur Austur &spade;109 &spade;732 &heart;K4 &heart;G6 ⋄ÁDG852 ⋄1096 &klubs;ÁDG &klubs;K9872 Suður &spade;KDG864 &heart;853 ⋄43 &klubs;63 Suður spilar 4&spade;. Meira
4. mars 2021 | Í dag | 290 orð

Vorhugur í mönnum og jörðin titrar

Það er vorhugur í mönnum. Ingólfur Ómar sendi mér póst: „Mér datt í hug að gauka að þér sólarvísu þar sem tíðin er búin að vera með eindæmum góð í vetur þó að hafi rignt og blásið inn á milli. Meira

Íþróttir

4. mars 2021 | Íþróttir | 225 orð | 1 mynd

Dominos-deild kvenna Skallagrímur – Breiðablik 80:48 KR &ndash...

Dominos-deild kvenna Skallagrímur – Breiðablik 80:48 KR – Fjölnir 67:96 Snæfell – Valur 69:81 Keflavík – Haukar (54:53) *Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Dýrmæt stig í súginn

Kelechi Iheanacho tryggði Leicester jafntefli þegar liðið heimsótti Burnley á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Matej Vydra kom Burnley yfir strax á 4. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Engir erlendir áhorfendur?

Japanska ríkisstjórnin er með fyrirætlanir um að engir erlendir áhorfendur fái að mæta á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar, af ótta við að það myndi stuðla að frekari útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

England Burnley – Leicester 1:1 • Jóhann Berg Guðmundsson var...

England Burnley – Leicester 1:1 • Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahóp Burnley vegna meiðsla. Sheffield United – Aston Villa 1:0 Crystal Palace – Manchester Utd (0:0) *Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 35 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Hertz-hellir: ÍR...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Hertz-hellir: ÍR – Tindastóll 18.15 HS Orkuhöllin: Grindavík – Höttur 19.15 Blue-höllin: Keflavík – Þór Ak 19.15 Njarðtaksgryfjan: Njarðvík – KR 20. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Meistaradeild karla B-RIÐILL: Barcelona – Motor Zaporozhye 42:34...

Meistaradeild karla B-RIÐILL: Barcelona – Motor Zaporozhye 42:34 • Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona sem vann alla 14 leiki sína í riðlakeppninni. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Mikil óvissa í kringum landsliðið

Óvíst er hvort þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verða með íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar liðið mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 sem hefst í lok mars. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 948 orð | 2 myndir

Stefnir ótrauð á sína fyrstu Ólympíuleika

Frjálsar Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Hin 19 ára gamla Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari í ÍR, stefnir ótrauð á að komast á sína fyrstu Ólympíuleika í sumar og keppa þar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg er Íslandsmetshafi í 60 metra hlaupi innanhúss og í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss, og hefur stöðugt verið að bæta sig undanfarin ár. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Teitur til liðs við Guðmund?

Teitur Örn Einarsson, handknattleiksmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð, er orðaður við þýska félagið Melsungen, sem Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari stýrir, í þýska netmiðlinum HNA. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Þrefaldur norskur sigur

Norðmenn hirtu öll verðlaunin í 15 kílómetra skíðagöngu karla á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Oberstdorf í Þýskalandi í gær. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 316 orð | 1 mynd

Þreföld tvenna í stórsigri í Vesturbæ

Körfuboltinn Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ariel Hearn var með þrefalda tvennu fyrir Fjölni þegar liðið vann stórsigur gegn KR í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í DHL-höllinni í Vesturbæ í gær. Meira
4. mars 2021 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Þær ákvarðanir sem teknar voru á 75. ársþingi KSÍ um síðustu helgi um...

Þær ákvarðanir sem teknar voru á 75. ársþingi KSÍ um síðustu helgi um lengingu tímabilsins í efstu deild karla voru ekki teknar með hag knattspyrnunnar að leiðarljósi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.