Andrés Magnússon andres@mbl.is Mikil ólga ríkir innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vegna viðtala, sem píratarnir Jón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, og Andrés Ingi Jónsson veittu eftir fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í fyrradag. Eru þeir sakaðir um að hafa hallað réttu máli um það, sem þar fór fram, og bæði notfært sér trúnað um fundina og rofið hann. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að nefndarmenn hafi fært málið í tal við forseta Alþingis, en þá má líklegt telja að það verði tekið upp í forsætisnefnd þingsins.
Meira