Greinar þriðjudaginn 9. mars 2021

Fréttir

9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

11% minni sýklalyfjanotkun barna

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sýklalyfjanotkun hjá mönnum minnkaði um rúm 9% á milli áranna 2018 og 2019 ef litið er á fjölda ávísana á lyfin og meðal barna yngri en 5 ára minnkaði notkunin ennþá meira eða um tæp 11% á milli ára. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Eggert

Veðurfar Eftir nokkra bjarta daga sunnanlands létu lægðir á sér kræla í gær og í fyrrinótt með tilheyrandi úrkomu og vindi. Framundan er kólnandi veður með austan- og... Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Ekki hægt að spila mikið betur úr loðnuvertíðinni

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Ég held ekki að það hafi verið hægt að spila mikið betur úr þessari loðnuvertíð heldur en raun ber vitni,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Endur og hoplax á matseðli ungs hafarnar í vetur

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ungir hafernir fara víða að vetrinum og hefur það svæði stækkað með vaxandi stofni. Í vetur hefur haförn verið í Þingeyjarsýslum síðan í nóvember og dvalið langdvölum við Skjálfandafljót og Laxá í Aðaldal. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að þar hafi endur og hoplax að líkindum verið á matseðli arnarins, sem aðeins lítillega hafi sést í fjörum á þessum slóðum. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Enn enginn greindur úr hópskimun

Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir ekkert smit hafa greinst í gær í skimun starfsfólks á göngudeild lyflækninga, þar sem einn starfsmaður reyndist smitaður um helgina. „Allt sem hefur verið gert í dag er... Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Erfiðara fyrir nýja aðila að koma inn

Í gær kom í ljós að vonir nokkurra frambjóðenda til stjórnar Icelandair Group, um margfeldiskosningu í stjórnarkjörinu á aðalfundi félagsins á föstudaginn næsta, hefðu brugðist. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Fjöldi kvartana og kæra á hverju ári

Heilbrigðisráðuneytinu berst árlega fjöldi kvartana og stjórnsýslukæra sem varða efnislegar niðurstöður og ákvarðanir Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í tilteknum málum, segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins. Þar var m.a. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Hekla er hvít en hálendið snjólétt

Minni snjór er nú á hálendinu en marga undanfarna vetur. Fara þarf í 500 til 600 metra hæð til sjá samfelldar fannbreiður. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 511 orð | 2 myndir

Hitnar í kolum úti fyrir köldum ströndum

Fréttaskýring Andrés Magnússon andres@mbl.is Í liðnum mánuði var sagt frá því án mikils lúðrablásturs að Bandaríkjastjórn myndi senda sveit B1-B langdrægra sprengjuflugvéla til norsku flugherstöðvarinnar í Ørland skammt frá Þrándheimi (Niðarósi). Má það þó teljast sögulegur atburður, því þetta er í fyrsta sinn í mannsaldur sem Norðmenn leyfa erlent herlið í landinu til annars en sameiginlegra heræfinga Atlantshafsbandalagsins (NATO). Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 384 orð | 2 myndir

Hótel fjölsótt um helgar

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fólk þráir tilbreytingu og vill komast í nýtt umhverfi,“ segir Ingibjörg Hjartardóttir, hótelstjóri á Hótel Húsafelli í Borgarfirði. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Kórónuveirufaraldurinn og bólusóttin 1876

Margt er líkt með kórónuveirufaraldrinum nú og bólusóttarfaraldri sem geisaði í Nýja-Íslandi haustið 1876, að mati vesturíslenska sagnfræðingsins Elvu Simundsson. Þetta kom fram í frétt kanadísku sjónvarpsstöðvarinnar CTV nýverið. Meira
9. mars 2021 | Erlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Krúnan á milli tanna fólks

Um fátt var meira rætt á Bretlandi í gær en sjónvarpsviðtal Oprah Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Harry og Meghan Markle. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Líkur á gosi við Fagradalsfjall

Guðni Einarsson Þorsteinn Ásgrímsson Kvikan sem hefur verið að brjóta sér leið á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis á Reykjanesskaga situr grunnt, líklega á aðeins um eins kílómetra dýpi þar sem grynnst er á henni. Áfram þarf að gera ráð fyrir því að eldgos geti brotist út. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá vísindaráði almannavarna í gær. Það hittist á fjarfundi í gær til að ræða jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Níu konur kæra vegna ofbeldismála

Níu konur hafa lagt fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) á hendur íslenska ríkinu. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Rýmri möguleikar á samfélagsþjónustu

Verði frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um fullnustu refsinga lögfest á Alþingi, verður Fangelsismálastofnun heimilt að fullnusta allt að 24 mánaða óskilorðsbundið fangelsi, í stað 12 mánaða, með... Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Samræmdum könnunarprófum frestað

Samræmdum könnunarprófum fyrir 9. bekkinga sem fyrirhuguð voru í vikunni, í stærðfræði og ensku, hefur verið frestað og boðið verður upp á að endurtaka íslenskuprófið sem fram fór í gær. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Sá að konur fundu fyrir kvíða og ótta

Forsvarsfólk hópsins sem heldur úti Facebook-hópnum „Aðför að heilsu kvenna“, afhenti í gær Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra 5.450 undirskriftir á lista þar sem skorað er á ráðherra að „stöðva aðför að heilsu kvenna“. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Setja saman hóp vegna myglunnar

Hópur sérfræðinga frá verkfræðistofunni Verkís, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og foreldrafélagi Fossvogsskóla hefur verið settur saman vegna myglu í skólanum. Meira
9. mars 2021 | Erlendar fréttir | 174 orð

Sýndu hernaðarmáttinn

Tveimur langdrægum bandarískum sprengjuflugvélum af gerðinni B-52H Stratofortress var flogið yfir Mið-Austurlönd síðastliðinn sunnudag. Meira
9. mars 2021 | Erlendar fréttir | 78 orð

Sýrlensku forsetahjónin með veiruna

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og eiginkona hans Asma hafa bæði greinst með kórónuveirusmit. Eru þau bæði sögð sýna mild einkenni. Meira
9. mars 2021 | Erlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Söguleg heimsókn páfa á enda

Frans páfi hélt í gær heim frá Bagdad eftir sögulega heimsókn sína til Íraks. Meira
9. mars 2021 | Innlendar fréttir | 174 orð | 2 myndir

Tvö takast á um formennskuna

Nú er orðið ljóst að tveir frambjóðendur munu sækjast eftir embætti formanns BHM á aðalfundi bandalagsins, sem haldinn verður 27. maí næstkomandi. Frestur til að skila inn framboðum til formennsku í BHM rann út 25. Meira
9. mars 2021 | Erlendar fréttir | 118 orð

Vill skella hurðinni á kórónuveiruna

Formaður sænska Miðflokksins, Annie Lööf, vill grípa til enn hertari aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru þar í landi. Vill hún láta loka öllum helstu stofnunum landsins í tvær til þrjár vikur. Samhliða skyldi einnig m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

9. mars 2021 | Staksteinar | 195 orð | 1 mynd

Dýrustu mínútur í sögu mannkyns

Hópurinn Áhugafólk um samgöngur fyrir alla hefur lýst skoðunum sínum á samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu eins og lesa má um á síðunni samgongurfyriralla.com. Þórarinn Hjaltason er talsmaður hópsins og sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hópurinn legði til að áform um borgarlínu yrðu endurskoðuð. Hópurinn væri með tillögu um ódýrara hraðvagnakerfi: „Við höfum lagt fram tillögu um svokallað BRT-light (e. Bus Rapid Transit) og það er allt að fimm sinnum ódýrara en borgarlínan í þeirri mynd sem hún er núna. Okkar tillaga gerir nánast sama gagn og er laus við ýmsa ókosti.“ Meira
9. mars 2021 | Leiðarar | 668 orð

Hafið yfir klúður

Þjóðir ESB sitja uppi með ókjörna yfirstétt sem þær fyrirlíta þó af innstu hjartans rótum Meira

Menning

9. mars 2021 | Menningarlíf | 1116 orð | 1 mynd

Alsælar og fagna þessum heiðri

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi, voru afhent í fimmtánda sinn við hátíðlega athöfn í gær, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Meira
9. mars 2021 | Tónlist | 124 orð | 1 mynd

Eivør og Teitur verðlaunuð

Færeysku tónlistarverðlaunin, FMA, voru afhent um helgina og hlaut Eivør Pálsdóttir þrenn verðlaun. Meira
9. mars 2021 | Kvikmyndir | 75 orð | 1 mynd

Gagnrýnendur völdu Nomadland

Bandarísku gagnrýnendaverðlaunin voru veitt um helgina fyrir það besta í kvikmyndum og sjónvarpi á síðasta ári og var Nomadland verðlaunuð sem besta kvikmyndin en hún hefur hlotið fjölda verðlauna til þessa og þykir sigurstrangleg þegar kemur að... Meira
9. mars 2021 | Tónlist | 591 orð | 3 myndir

Hundruð muna úr safni Jóns

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Melódíur minninganna & Jón Kr. Ólafsson nefnist sérsýning sem opnuð hefur verið á efri hæð Rokksafns Íslands í Reykjanesbæ og er viðfangsefni hennar söngvarinn Jón Kr. Meira
9. mars 2021 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Jóhannesarpassían flutt 14. mars

Í frétt á laugardag um flutning Kórs Langholtskirkju á Jóhannesarpassíunni eftir J.S. Bach stóð að hún yrði bæði flutt kl. 17 og 20 þar sem uppselt væri á fyrri tónleika en hið rétta er að seinni flutningurinn fer fram á sunnudaginn, 14. mars, kl. 20. Meira
9. mars 2021 | Tónlist | 66 orð | 1 mynd

Korda-kvartett og Olivier Manoury halda upp á afmæli Piazzolla

Aldarafmæli argentínska tangómeistarans Astors Piazzolla verður fagnað með tónleikum í Tíbrár-tónleikaröð Salarins í Kópavogi í kvöld kl. 19.30. Meira
9. mars 2021 | Hugvísindi | 99 orð | 1 mynd

Sérfræðibókasafn í sögulegu ljósi

Gróa Finnsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur í Þjóðminjasafni Íslands, flytur hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal safnsins í dag, þriðjudag, kl. 12. Fjallað verður um hlutverk og mikilvægi sérfræðibókasafna í sögulegu ljósi. Meira
9. mars 2021 | Fjölmiðlar | 160 orð | 1 mynd

Skorður settar við skráningu sögunnar

Þegar talið var um tíma í síðustu viku að eldgos væri í vændum fór skjálfti um allar ritstjórnir. Og skiljanlega; metnaðarfullir fréttamenn lifa fyrir slíkar stundir. Eitt athyglisverðasta viðtalið þennan dag var örstutt en mikilvægt. Meira

Umræðan

9. mars 2021 | Aðsent efni | 771 orð | 1 mynd

8. mars – alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Eftir Guðrúnu Láru Magnúsdóttur: "Markmið og tilgangur Soroptimistahreyfingarinnar er að styðja við konur. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna sem var í gær." Meira
9. mars 2021 | Aðsent efni | 818 orð | 1 mynd

Alþjóðlegt samstarf mikilvægt sem aldrei fyrr

Eftir Mathias Cormann: "OECD þarf að halda áfram að móta stefnur sem styðja við frelsi einstaklingsins, markaðshagkerfi og umbun erfiðis um leið og staðinn er vörður um réttindi launafólks, umhverfisstaðla, félagsleg öryggisnet og félagslegan hreyfileika." Meira
9. mars 2021 | Pistlar | 414 orð | 1 mynd

Málarekstur í boði ríkissjóðs

Í liðinni viku var birt niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli íslenska ríkisins gegn umsækjanda um starf ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Meira
9. mars 2021 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Meistaradeildin í hestaíþróttum

Eftir Guðna Ágústsson: "Hér er mekka íslenska hestsins og hingað sækja hestamenn þekkingu og frumkvæði." Meira
9. mars 2021 | Aðsent efni | 442 orð | 1 mynd

Misskildi Halldór Kiljan hugtakið „wetland“?

Eftir Svein Hallgrímsson: "Hugtakið „wetland“ þýðir ekki mýri samkvæmt RAMSAR-sáttmálanum, miklu frekar flæðiland." Meira
9. mars 2021 | Aðsent efni | 711 orð | 1 mynd

Umræða dregur úr ótta

Eftir Kristján Sigurðsson: "Leitarstöðin hefur ætíð talið mikilvægt að taka þátt í og hvatt til opinberrar umræðu um málefni leitarinnar." Meira
9. mars 2021 | Aðsent efni | 796 orð | 1 mynd

Þakka ber Færeyingum

Eftir Magnús Þór Hafsteinsson: "Það voru Færeyingar sem björguðu heiðri og sóma Íslands þarna uppi undir Knúkstindi á Mykinesi þennan dimma septemberdag." Meira
9. mars 2021 | Aðsent efni | 765 orð | 1 mynd

Þjóð

Eftir Hauk Ágústsson: "Hvað er þjóð? Tunga, menning, siður" Meira
9. mars 2021 | Aðsent efni | 950 orð | 1 mynd

Þvingunum beitt við bóluefnasamninga

Eftir Guðrúnu Bergmann: "Argentína og Brasilía voru krafin um að eignir eins og sendiráðsbyggingar og herstöðvar yrðu settar sem trygging gegn hugsanlegum kostnaði vegna lögsókna út af bóluefnaskaða í framtíðinni." Meira

Minningargreinar

9. mars 2021 | Minningargreinar | 1042 orð | 1 mynd

Gunnar Karl Haraldsson

Gunnar Karl Haraldsson fæddist 25. september 1994. Hann lést 28. febrúar 2021. Útför Gunnars Karls var gerð 6. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
9. mars 2021 | Minningargreinar | 1015 orð | 1 mynd

Hildur Steingrímsdóttir

Hildur Steingrímsdóttir fæddist 9. nóvember 1951 í Reykjavík. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík 12. febrúar 2021. Foreldrar Hildar eru Ingibjörg Pála Jónsdóttir félagsráðgjafi, f. 24. maí 1926, og Steingrímur Pálsson launaskrárritari, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
9. mars 2021 | Minningargreinar | 229 orð | 1 mynd

Margrét Þorbjörg Jafetsdóttir

Margrét Þorbjörg Jafetsdóttir fæddist 24. maí 1931. Hún lést 18. febrúar 2021. Útför hennar fór fram 4. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 107 orð

286 einkahlutafélög stofnuð í febrúar

286 einkahlutafélög voru stofnuð hér á landi í nýliðnum febrúarmánuði. Fjölgaði þeim talsvert miðað við sama mánuð í fyrra þegar nýskráningarnar voru 197 talsins. Meira
9. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 923 orð | 2 myndir

Barist um hvert atkvæði

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Meira
9. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 120 orð | 1 mynd

Meirihluti félaga í Kauphöllinni lækkaði í virði

Fjórtán af þeim 19 félögum sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands lækkuðu í viðskiptum gærdagsins. Aðeins eitt félag stóð í stað , Eimskipafélagið, en viðskipti með félagið voru óveruleg. Meira

Fastir þættir

9. mars 2021 | Fastir þættir | 190 orð | 1 mynd

1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rc3 Bb4 4. f3 d5 5. a3 Be7 6. e4 dxe4 7. fxe4 c5...

1. d4 e6 2. c4 Rf6 3. Rc3 Bb4 4. f3 d5 5. a3 Be7 6. e4 dxe4 7. fxe4 c5 8. d5 exd5 9. exd5 0-0 10. Rf3 Bg4 11. Be2 Bd6 12. 0-0 Rbd7 13. Bg5 Bxf3 14. Bxf3 Dc7 15. h3 Hae8 16. Rb5 Db8 17. Rxd6 Dxd6 18. Dd2 Re5 19. Bf4 Rxf3+ 20. Hxf3 Dd7 21. b4 Re4 22. Meira
9. mars 2021 | Fastir þættir | 171 orð

Auga fuglsins. A-Allir Norður &spade;DG7 &heart;109842 ⋄10...

Auga fuglsins. A-Allir Norður &spade;DG7 &heart;109842 ⋄10 &klubs;ÁG108 Vestur Austur &spade;ÁK6543 &spade;1098 &heart;73 &heart;Á ⋄42 ⋄98653 &klubs;K97 &klubs;6432 Suður &spade;2 &heart;KDG65 ⋄ÁKDG7 &klubs;D5 Suður spilar 5&heart;. Meira
9. mars 2021 | Árnað heilla | 80 orð | 1 mynd

Jóna Bergþóra Sigurðardóttir

40 ára Jóna er frá Efri-Hóli undir Eyjafjöllum en býr í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er sérfræðingur í reikningshaldi hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Maki : Guðmundur Vigfússon, f. Meira
9. mars 2021 | Í dag | 258 orð

Ljóðasafn Hjálmars er kærkomið ljóðaunnendum

Í maí nk. verður gefið út úrval ljóða og lausavísna eftir Mývetninginn Hjálmar heitinn Freysteinsson, sem lengi var heimilislæknir á Akureyri. Meira
9. mars 2021 | Í dag | 55 orð

Málið

„Þetta var rekið til baka til upphafsmannsins.“ Betur að satt væri og það hefði bókstaflega verið rekið ofan í hann, því þetta snerist um rógburð. En rógurinn var bara rakinn (og „þetta“ því rakið ) til hans. Meira
9. mars 2021 | Í dag | 24 orð | 3 myndir

Mömmur geta líka verið íþróttakonur

Margrét Kara Sturludóttir, fyrrverandi landsliðskona í körfuknattleik, ræddi við Bjarna Helgason um uppvaxtarárin í Njarðvík, fjölskylduna og leikmannsferilinn með Njarðvík, Keflavík, KR og... Meira
9. mars 2021 | Árnað heilla | 822 orð | 4 myndir

Nóg að gera í tónleikahaldi

Símon Helgi Ívarsson fæddist 9. mars 1951 í Reykjavík og ólst upp til fimm ára aldurs á Melhaga 7 og síðar í Hamrahlíð 9. Meira
9. mars 2021 | Árnað heilla | 91 orð | 1 mynd

Tinna Jónsdóttir

50 ára Tinna er Reykvíkingur en býr á Akureyri. Hún er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir frá HÍ. Tinna er ljósmóðir á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri og sjálfstætt starfandi í heimaþjónustu. Maki : Kári Ellertsson, f. Meira
9. mars 2021 | Í dag | 104 orð | 1 mynd

Vissi ekki að Sharon hefði deilt myndinni

Hörður Kristleifsson er með 357 þúsund fylgjendur á Instagram og á dögunum birti K100 frétt þess efnis að leikkonan Sharon Stone hefði endurbirt mynd frá Herði á instagramsíðu sinni. Meira

Íþróttir

9. mars 2021 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

Átta sigrar í ellefu leikjum

Þjóðverjinn Thomas Tuchel stýrði Chelsea til sigurs þegar liðið fékk Gylfa Þór Sigurðsson og liðsfélaga hans í Everton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Stamford Bridge í London í gær. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Haukar – Njarðvík 82:71 Valur – ÍR...

Dominos-deild karla Haukar – Njarðvík 82:71 Valur – ÍR 101:90 Staðan: Keflavík 131121203:104522 Stjarnan 131031234:114420 Þór Þ. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 190 orð | 1 mynd

England Chelsea – Everton 2:0 • Gylfi Þór Sigurðsson lék...

England Chelsea – Everton 2:0 • Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 70 mínúturnar með Everton. West Ham – Leeds 2:0 Staðan: Manch. City 28205356:1965 Manch. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Fleiri hundruð íþróttamenn á höfuðborgarsvæðinu missa æfingaaðstöðuna...

Fleiri hundruð íþróttamenn á höfuðborgarsvæðinu missa æfingaaðstöðuna sína í um sex vikur í sumar á meðan Laugardalshöllin hýsir alþjóðlegt rafíþróttamót þar sem atvinnumenn í tölvuleikjum frá öllum heimshornum keppa sín á milli. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 351 orð | 2 myndir

Fyrsti sigur Hauka í mánuð

Körfuboltinn Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Haukar eru komnir á beinu brautina í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði í gær. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Gylfi Þór seldur í sumar?

Enska knattspyrnufélagið Everton íhugar að selja íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í sumar. Það er Football Insider sem greinir frá þessu en samningur Gylfa við Everton rennur út sumarið 2022. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 47 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Origo-höllin: Valur – FH 20 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: HS Orkuhöllin: Grindavík – Vestri 19.15 IG-höllin: Hamar/Þór – Tindastóll 19.15 Hertz-hellir: ÍR – Stjarnan 19. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 1112 orð | 2 myndir

Harden breytir Brooklyn

NBA Gunnar Valgeirsson Los Angeles Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 142 orð | 1 mynd

Leikurinn í Armeníu á áætlun

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á að mæta Armeníu í undankeppni HM í Jerevan í Armeníu hinn 28. mars. Leikurinn er á áætlun en þetta staðfesti Klara Bjartmarz, framkvæmdastýra KSÍ, í samtali við fótbolta.net í gær. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd

Meiðsli Darra ekki alvarleg

Meiðsli Darra Aronssonar, handknattleiksmanns úr Haukum, eru ekki eins alvarleg og óttast var en hann meiddist í leik gegn KA á Akureyri á dögunum. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 168 orð

Óvissa með EM-leikinn í Ísrael

Leik Ísraels og Íslands í undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik sem fram átti að fara í Tel Aviv á fimmtudaginn hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Stefnir á ÓL í fyrstu tilraun

Hlynur Andrésson, langhlaupari frá Vestmannaeyjum, freistar þess að ná ólympíulágmarki í maraþonhlaupi í Bern í Sviss næsta sunnudag. Meira
9. mars 2021 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Úr Árbænum til Everton

Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að ganga til liðs við enska knattspyrnufélagið Everton. Þetta staðfesti Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, í samtali við Morgunblaðið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.