Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Leikskólakennarinn Berglind Mjöll Jónsdóttir í Hafnarfirði tálgar ýmsar manneskjur í frístundum, fyrst og fremst til gamans en einnig fyrir vini og vandamenn og aðra sem vilja njóta þeirra. „Nú er ég að byrja á fermingarstyttum,“ segir Bella, eins og hún er kölluð, en hún tálgar líka brúðarstyttur, stúdentsstyttur og fleira auk þess sem hún kennir börnunum í skólanum meðal annars listina.
Meira