Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ég skil ekkert í þessu, næ ekki upp í það hvaða rugl þetta er í þessu hyski. Þetta er ekki þjófnaður, þetta er rán. Munurinn á þjófi og ræningja er sá að ræninginn kemur á daginn en þjófurinn um nóttina,“ segir Pétur Guðmundsson, aðaleigandi jarðarinnar Ófeigsfjarðar á Ströndum norður, um kröfu ríkisins um að meginhluti Ófeigsfjarðarheiðar og þar með upptökusvæði alls vatns til fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar verði úrskurðaður þjóðlenda.
Meira