Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nokkur umskipti verða í veðráttu á landinu næstu daga og búast má við hlýnandi veðri nú í vikunni, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Um norðanvert landið má raunar búast við fínu veðri og að hitastig fari í tveggja stafa tölu, sem ekki er beinlínis algengt í marsmánuði. Eftir sólríka en annars kalda daga um helgina, ástand sem gjarnan er nefnt gluggaveður, verður umpólun, ef svo mætti segja. Loft frá heimskautasvæðunum í norðri hættir að berast að landinu. Þess í stað kemur að Íslandsströndum mun mildara loft úr suðvestri.
Meira