Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mótið var spennandi, mótherjarnir verðugir og úrslitin eins og ég vænti. Háleit markmið náðust með góðu skipulagi, þrotlausum æfingum, vinnu og yfirlegu. Ég er þó ekki á neinni endastöð því fram undan eru í skákinni fjölmörg mót sem ég hlakka til að taka þátt í,“ segir Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari í skák.
Meira