Greinar þriðjudaginn 16. mars 2021

Fréttir

16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 159 orð

92% ánægð með sóttvarnaaðgerðir

Alls segjast 77% landsmanna bera mikið traust til heilbrigðiskerfisins samkvæmt nýjum niðurstöðum úr könnun Gallup og hefur það ekki mælst meira í þau 20 ár sem mælingarnar taka til. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Biðstaða Daginn er tekið að lengja og fyrr en varir geta landsmenn notið þess að ferðast um landið í sól og sumaryl. Nýir bílar bíða á athafnasvæði Samskipa ef einhver hyggur á... Meira
16. mars 2021 | Erlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Ber enn fullt traust til lögreglustjórans

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hann bæri enn fullt traust til Cressidu Dick, lögreglustjóra Lundúnaborgar, þrátt fyrir þá gagnrýni sem hún hefur fengið á sig eftir að lögreglan leysti upp minningarathöfn um Söruh Everard á... Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 480 orð | 3 myndir

Böndum var komið á kórónufaraldurinn

Viðtal Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ástæða þess að kórónuveirufaraldurinn hefur ekki haft almennt meiri áhrif á lýðheilsu hér en raun ber vitni er að við höfum verið lánsöm, að mati Unnar Önnu Valdimarsdóttur, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. „Hér hefur lánast að hafa stjórn á faraldrinum með fremur hófsömum aðgerðum. Þar sem faraldurinn fór úr böndunum urðu áhrif hans á lýðheilsu mjög mikil og fólk var lokað af svo mánuðum skipti,“ sagði Unnur. Ár er liðið í dag síðan gripið var til fyrstu samkomutakmarkana. Meira
16. mars 2021 | Erlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Ellefu myrtir til viðbótar í Búrma

Að minnsta kosti ellefu mótmælendur voru myrtir af herforingjastjórninni í Búrma í mótmælum gærdagsins. Meira
16. mars 2021 | Erlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Fleiri hætta bólusetningum

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Gliðnun um 15 til 20 sentímetra

Nýjar gervihnattamyndir af umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga staðfesta að streymi kviku heldur áfram inn í kvikuganginn. Meira
16. mars 2021 | Erlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Gul þoka umlukti höfuðborgina

Íbúar í Peking, höfuðborg Kína, þurftu að nota gleraugu, grímur og hárnet til þess að glíma við einn versta sandstorm sem skollið hefur á borginni í mörg ár. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Húsvíkingar gera sér vonir um Óskar

„Þetta er óskaplega gaman og eiginlega ekki annað hægt að segja en að þessi athygli sem við höfum fengið út á þetta lag og þessa mynd sé enn að gefa og sé auðvitað til framtíðar litið frábært tækifæri fyrir okkur,“ segir Kristján Þór... Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 228 orð

Í samstarf gegn heimilisofbeldi

Undirrituð hefur verið yfirlýsing um samræmd vinnubrögð starfsmanna Vestmannaeyjabæjar og lögreglu og sýslumanns þar gagnvart málefnum barna en áhersla var lögð á vernd barna sem búið hafa við ofbeldi á heimili. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Jazz-sendiboðarnir leika tónlist Arts Blakeys í Múlanum annað kvöld

Á tónleikum Jazzklúbbssins Múlans í Flóa í Hörpu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Landið lokað þeim bólusettu

Andrés Magnússon andres@mbl.is Bólusetningar hafa gengið mjög misvel á Vesturlöndum, sem kunnugt er, en þar skara Bretar og Bandaríkjamenn fram úr, en Evrópusamstarf um öflun og dreifingu bóluefna hefur mjög gengið á afturfótunum. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 479 orð | 2 myndir

Landrof ógnar raflínu og hringvegi

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landrof vegna ágangs sjávar er farið að ógna byggðalínu Landsnets á Breiðamerkursandi eins og sést á meðfylgjandi myndum. Þær voru teknar við ströndina um einn kílómetra austan við Jökulsárlón. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Langholtsskóli sigraði í Skrekk

Gleðin leyndi sér ekki þegar Langholtsskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldin var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Ingunnarskóli varð í öðru sæti og Hagaskóli í því þriðja. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 67 orð

Leggja ljósleiðara í Árneshrepp í ár

Fjarskiptasjóður hefur úthlutað tveimur styrkjum til Árneshrepps til ljósleiðaravæðingar í hreppnum í ár. Þar með liggur fyrir samþykki um lagningu ljósleiðara í þessum fámennasta hreppi landsins og ráðgert er að tæpar 50 milljónir fari í verkefnið. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Leikir fram í tímann

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mótið var spennandi, mótherjarnir verðugir og úrslitin eins og ég vænti. Háleit markmið náðust með góðu skipulagi, þrotlausum æfingum, vinnu og yfirlegu. Ég er þó ekki á neinni endastöð því fram undan eru í skákinni fjölmörg mót sem ég hlakka til að taka þátt í,“ segir Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari í skák. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 66 orð

Leyndin mun bitna á samkeppninni

Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, segir fyrirhugaða undanþágu dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur (OR) frá upplýsingalögum munu skerða samkeppnisstöðu einkafyrirtækja. Meira
16. mars 2021 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Líkir vistinni við útrýmingarbúðir

Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní sagði í gær að hann væri kominn í hinar alræmdu „Fangabúðir 2“, sem eru staðsettar í bænum Pokrov, um 100 kílómetrum frá Moskvu. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 267 orð

Oddur Þórðarson Karítas Ríkharðsdóttir Uppspretta kúlustrýnebbu, svepps...

Oddur Þórðarson Karítas Ríkharðsdóttir Uppspretta kúlustrýnebbu, svepps skaðlegs mönnum, hlýtur að vera í Fossvogsskóla, að mati Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur, doktors í sveppafræði við Náttúrustofnun Íslands. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 639 orð | 3 myndir

Óvissa með kvótasetningu eykur ásókn

Baksvið Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Enn er ekki komið á hreint hvenær grásleppusjómenn geta hafið veiðar og eru margir þeirra orðnir óþreyjufullir enda hefur grásleppuvertíðin farið af stað um þessar mundir undanfarin ár. Morgunblaðinu er kunnugt um að sumir hafi jafnvel látið af öðrum störfum í sjávarútvegi og ráðið fólk í vinnu með væntingu um að veiðar hefjist á næstu dögum. Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólrúnar ehf. á Árskógssandi í Eyjafirði, segir aðstæður nú slíkar að búast megi við mikilli sókn í grásleppuna á vertíðinni þrátt fyrir að aðstæður ættu að vera til þess fallnar að draga úr áhuga manna á veiðunum. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Ráðuneytið boðaði athugasemdir við skýrslu

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Segja tæmingu hafa óveruleg áhrif

Orkuveita Reykjavíkur segir að leitað hafi verið álits fuglafræðings áður en Árbæjarlón í Elliðaárdal var tæmt í haust. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Sérsveitin á æfingu í Árbænum

Sérsveit Ríkislögreglustjóra þurfti að gera hlé á æfingu sinni í Rofabæ 7-9 í gær til að aðstoða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við húsleit í tengslum við rannsókn máls. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Skýringarnar halda ekki vatni

Mat fjármálaráðuneytisins á forsendum þeirrar ákvörðunar Íslandspósts að lækka verð pakkasendinga um allt land niður í verð á höfuðborgarsvæðisins halda ekki vatni. Þetta er mat Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda (FA). Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Stefán Þorleifsson

Stefán Þorleifsson, fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, lést 14. mars sl. á 105. aldursári. Hann var elstur íslenskra karlmanna. Stefán fæddist í Naustahvammi á Norðfirði 18. ágúst 1916. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Stutt í að hafið rjúfi Suðurlínu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landrof vegna ágangs sjávar er farið að ógna byggðalínu Landsnets á Breiðamerkursandi um einn kílómetra austan við Jökulsárlón. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Sýna einkenni þunglyndis og streitu

Þeir sem urðu verulega veikir af Covid-19 og voru rúmliggjandi í viku eða lengur, að ekki sé talað um dvöl á sjúkrahúsi, virðast vera í aukinni hættu á að fá einkenni þunglyndis og áfallastreitu í bataferlinu. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Teiknuð stuttmynd Gísla tilnefnd til Óskarsverðlauna

Já-fólkið, stutt teiknimynd eftir leikstjórann og handritshöfundinn Gísla Darra Halldórsson, er ein af fimm slíkum myndum sem tilnefndar eru til Óskarsverðlaunanna í ár. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 433 orð | 2 myndir

Telur undarlegt að ekki sé tekið við vottorðum

Snorri Másson snorrim@mbl.is Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að staðan í kórónuveirufaraldrinum sé áfram mjög góð á Íslandi. Hann sagði í viðtali við mbl. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Veitingastaður fær lokunarstyrk

Yfirskattanefnd féllst ekki á að tannsmíðastofa ætti rétt á lokunarstyrk, eins og tannlæknastofur, vegna þess að starfsemin hafi ekki verið bönnuð vegna smithættu. Fram kom í málinu að verkefnin hurfu með lokun tannlæknastofa. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Vel gengur að endurráða starfsfólk

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vel gengur að fjölga starfsfólki kísilvers PCC á Bakka við Húsavík á ný. Unnið er að því markmiði að ræsa ofna versins á nýjan leik í næsta mánuði. Meira
16. mars 2021 | Innlendar fréttir | 80 orð

Vill að þingið biðji ráðherra afsökunar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi viðurkenni að óréttmætt hafi verið að höfða Landsdómsmálið svokallaða, gegn fyrrverandi ráðherrum ríkisstjórnarinnar, árið 2010. Meira

Ritstjórnargreinar

16. mars 2021 | Leiðarar | 722 orð

Fátt gott við góða liðið

Það er ótrúlegt hversu langt góðkunnir fjölmiðlar komust við að byggja upp ímynd mannvinar Meira
16. mars 2021 | Staksteinar | 155 orð | 1 mynd

Teika ESB til bölvunar

Það virtist verða okkur hagstætt að Bretar og Bandaríkin hafa staðið sig öðrum betur í bólusetningum, sem er rós í hnappagöt þeirra Borisar Johnsons og Trumps. Meira

Menning

16. mars 2021 | Kvikmyndir | 109 orð | 1 mynd

Avatar aftur tekjuhæsta kvikmyndin

Avatar , geimævintýri James Camerons frá árinu 2009, er aftur orðin sú kvikmynd sögunnar sem mestum miðasölutekjum hefur skilað en Avengers: Endgame átti metið. Ástæðan er endurútgáfa Avatar í Kína, að því er fram kemur í frétt á vef Deadline. Meira
16. mars 2021 | Kvikmyndir | 510 orð | 2 myndir

„Ég er algjörlega í losti“

Tvær Íslandstengingar eru á lista yfir tilnefningar til Óskarsverðlauna sem tilkynntar voru í gær, annars vegar lagið „Húsavík“ úr gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga og hins vegar Já-fólkið , eða Yes-People á... Meira
16. mars 2021 | Leiklist | 741 orð | 2 myndir

Í níhílískum heimi

Eftir Kolfinnu Nikulásdóttur. Leikstjórn: Anna María Tómasdóttir. Leikmynd: Brynja Björnsdóttir. Búningar: Brynja Skjaldardóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Tónlist: Salka Valsdóttir. Meira
16. mars 2021 | Tónlist | 373 orð | 2 myndir

Konur hirtu öll helstu Grammy-verðlaunin

Bandaríska tónlistarkonan Beyoncé var sigursæl á Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöldið en hún sló met þegar hún tók við fernum verðlaunum og er hún komin með 28 Grammy-verðlaun, fleiri en nokkur önnur kona hefur hlotið. Meira
16. mars 2021 | Kvikmyndir | 128 orð | 1 mynd

Mótmælti nakin á Sesar-verðlaununum

Franska leikkonan Corinne Masiero kom heldur betur á óvart á frönsku kvikmyndaverðlaununum César sem afhent voru um helgina. Meira
16. mars 2021 | Kvikmyndir | 90 orð | 1 mynd

Verja heiður Tinna fyrir dómstólum

Erfingjar Hergés, höfundar sagnanna um hinn hugprúða Tinna, hafa höfðað mál gegn franska myndlistarmanninum Xavier Marabout vegna málverka þar sem hann fellir Tinna inn í myndheima málarans Edwards Hoppers, þar sem Tinni sést daðra við fáklæddar konur. Meira

Umræðan

16. mars 2021 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Heimur kólnandi fer?

Eftir Ingibjörgu Gísladóttur: "Hvar eru sannanirnar fyrir því að hlýnun jarðar stefni framtíð jarðarbúa í bráða hættu? Getur ekki verið að við stefnum inn í tímabil kólnunar?" Meira
16. mars 2021 | Aðsent efni | 737 orð | 1 mynd

Jesúmyndir

Eftir Þórhall Heimisson: "Þótt löngu sé hætt að deila út Jesúmyndum og flest börn séu löngu hætt að fara í sunnudagaskóla halda menn greinilega áfram að gera sér myndir af Jesú." Meira
16. mars 2021 | Aðsent efni | 720 orð | 1 mynd

Kynskiptadómar

Eftir Arnar Sverrisson: "Þótt undarlegt megi virðast ríða yfir samfélagið tískubylgjur í vanheilsu. Kynröskun, einkum ungra stúlkna, er sú nýjasta. Hún er afar vandmeðfarin." Meira
16. mars 2021 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Létt eða þung Borgarlína?

Eftir Elías Elíasson: "Höfuðborgarsvæðið hefur enn mikil tækifæri til að bæta úr almennri umferð." Meira
16. mars 2021 | Aðsent efni | 426 orð | 1 mynd

Mikilmenni

Eftir Valdimar Garðar Guðmundsson: "Fjölfaldar tímann með vissum skrefum og hugarfari. Lausnirnar eru í boði í dag, alveg í ómælanlegu magni." Meira
16. mars 2021 | Pistlar | 394 orð | 1 mynd

Traust heilbrigðiskerfi

Í netkönnun Gallup um traust almennings til stofnana og embætta sem fór fram á tímabilinu 14. janúar til 15. Meira
16. mars 2021 | Aðsent efni | 684 orð | 1 mynd

Vel heppnuð loðnuvertíð

Eftir Árna Bjarnason: "Fullt tilefni er til að óska öllum hagsmunaaðilum til hamingju með vel heppnaða vertíð." Meira
16. mars 2021 | Aðsent efni | 518 orð | 1 mynd

Við erum öll landverðir

Eftir Ragnar Thorarensen: "Í mínum huga eru allir unnendur hálendis Íslands landverðir þess. Okkur þykir öllum vænt um það og við viljum ekki skemma það." Meira
16. mars 2021 | Aðsent efni | 755 orð | 1 mynd

Yfirstéttin úr Þingholtunum vöknuð af værum blundi

Eftir Jóhann Pál Símonarson: "Vargarnir halda áfram." Meira

Minningargreinar

16. mars 2021 | Minningargreinar | 119 orð | 1 mynd

Anton Jóhannsson

Anton Jóhannsson fæddist 9. október 1930. Hann lést 5. mars 2021. Útför Antons fór fram 13. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2021 | Minningargreinar | 427 orð | 1 mynd

Eyþór Hannesson

Eyþór Hannesson fæddist 28. júní 1955. Hann lést 20. febrúar 2021. Eyþór var jarðsunginn 6. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2021 | Minningargreinar | 1368 orð | 1 mynd

Gerðar Óli Þórðarson

Gerðar Óli Þórðarson fæddist í Súðavík 20. apríl 1940. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 4. mars 2021. Foreldrar Gerðars voru Salóme Halldórsdóttir, f. 4. júní 1915 í Bolungarvík, d. 10. nóvember 1991, og Þórður Sigurðsson, f. 25. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2021 | Minningargreinar | 1097 orð | 1 mynd

Gunnar Árni Ólason

Gunnar Árni Ólason fæddist í Reykjavík 28. mars árið 1941. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. mars 2021. Foreldrar hans voru hjónin Óli Jón Ólason stórkaupmaður, f. 1901, d. 1974, og Arnlín Petrea Árnadóttir húsmóðir, f. 1905, d. 1985. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2021 | Minningargreinar | 101 orð | 1 mynd

Hallgrímur Sveinn Sævarsson

Hallgrímur Sveinn Sævarsson fæddist 21. apríl 1975. Hann lést 14. janúar 2021. Hallgrímur var jarðsettur 1. febrúar og fór útförin fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2021 | Minningargreinar | 686 orð | 1 mynd

Jósef Friðrik Ólafsson

Jósef Friðrik Ólafsson fæddist 24. ágúst 1929. Hann lést 15. febrúar 2021. Útför Jósefs Ólafssonar fór fram 5. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2021 | Minningargreinar | 1046 orð | 1 mynd

Ragnhildur Guðlaug Pálsdóttir

Ragnhildur Guðlaug Pálsdóttir fæddist 11. mars 1942. Hún lést 10. febrúar 2021. Útförin fór fram 22. febrúar 2021 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2021 | Minningargreinar | 1935 orð | 1 mynd

Sigurður Sigvaldason

Sigurður Sigvaldason fæddist 28. júní 1926 í Ærlækjarseli í Öxarfjarðarhreppi, N-Þingeyjarsýslu. Hann lést 28. febrúar 2021. Foreldrar hans voru Sólveig Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1897 í Ærlækjarseli, d. 6. des. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

16. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 580 orð | 4 myndir

Breytingin gæti aukið metnað í auglýsingum

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær er meiriháttar breyting á umhverfi netauglýsinga um allan heim handan við hornið, en Google tilkynnti fyrr í mánuðinum að hvorki auglýsingakerfi netrisans né vafrinn Chrome muni styðja lengur við vafrakökur þriðja aðila. Með þessu fylgir Google í fótspor Apple sem á síðasta ári sendi frá sér iOS 14-vafrann sem lokar á vafrakökur þriðja aðila nema notandinn samþykki kökurnar sérstaklega. Meira
16. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 148 orð

Leggur til óbreytt stjórnarlaun hjá Arion

Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem er þriðji stærsti hluthafi Arion banka með 8,45% hlut, hefur lagt fram breytingartillögu við fyrirliggjandi tillögur á aðalfundi bankans sem haldinn verður í dag. Meira
16. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 268 orð | 1 mynd

Leyndarhjúpur skaði samkeppni

Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, segir fyrirhugaða undanþágu dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur (OR) frá upplýsingalögum munu skerða samkeppnisstöðu einkafyrirtækja. Tilefnið er að Dagur B. Meira

Fastir þættir

16. mars 2021 | Fastir þættir | 177 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. 0-0 Be7 5. d3 c5 6. Rbd2 Rc6 7. b3 0-0...

1. Rf3 d5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. 0-0 Be7 5. d3 c5 6. Rbd2 Rc6 7. b3 0-0 8. Bb2 Dc7 9. c4 d4 10. e3 e5 11. a3 Bf5 12. Dc2 Had8 13. exd4 exd4 14. Hae1 Hfe8 15. Rg5 Dc8 16. Bc1 Rd7 17. f4 Rf6 18. Rge4 Rg4 19. Rf3 Bg6 20. h3 f5 21. hxg4 fxe4 22. Meira
16. mars 2021 | Í dag | 265 orð

Af svartþröstum og skjálftum á Kraganum

Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi orti á föstudag á Boðnarmiði: Heyrðu mig nú, hríðin grett hættu nú í þetta sinn. Svartþrestirnir sitja þétt á syllunni við gluggann minn. Meira
16. mars 2021 | Í dag | 104 orð | 1 mynd

Áhugaverð hlaðvörp : Hjálmar Örn gefur álit

Hlaðvörp hafa rokið upp í vinsældum undanfarið og mörgum þykir gott að geta hlustað á góða hlaðvarpsþætti á meðan þeir taka til, keyra og jafnvel áður en þeir fara að sofa. Meira
16. mars 2021 | Árnað heilla | 67 orð | 1 mynd

Ásmundur Þrastarson

30 ára Ásmundur er frá Stykkishólmi en býr í Mosfellsbæ. Hann er með BS-gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-gráðu í byggingaverkræði frá HÍ. Ásmundur er burðarþolsverkfræðingur hjá Ferli verkfræðistofu. Meira
16. mars 2021 | Í dag | 197 orð | 1 mynd

Eldgosafúsk og alvöruhamfarir

Hamfarakvikmynd hefst á gríðarmiklu eldgosi í Heklu og gott ef ekki á öllum Reykjanesskaganum að auki sem veldur því að risastór jökull brotnar út í sjó og berst með flóðbylgju yfir Atlantshafið í átt að Ameríku og allt sem fyrir henni og jöklinum... Meira
16. mars 2021 | Í dag | 47 orð | 3 myndir

Fyrsti titillinn sá eftirminnilegasti

Guðmundur Eggert Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Laugarnesinu og fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann einungis ellefu ára gamall. Meira
16. mars 2021 | Árnað heilla | 80 orð | 1 mynd

Hans Björnsson

40 ára Hans er Sauðkrækingur, ættaður frá Sauðárkróki, ólst þar upp frá fimm ára aldri og býr þar. Hann er sjómaður á frystitogaranum Arnari og strandveiðisjómaður á sumrin og á bátinn Kristínu SK-77. Hans er í góðgerða- og körfuboltaklúbbnum Molduxum. Meira
16. mars 2021 | Í dag | 53 orð

Málið

Gegnd og gengd fara ósjaldan hvort í annars föt. Engu munar í framburði og það villir sumum sýn á prenti. En merkingarmunur er mikill. Gegnd þýðir hóf , hófsemi og gegndarlaus því hóflaus , takmarkalaus. Meira
16. mars 2021 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Sauðárkrókur María Bjartey Hansdóttir fæddist 2. febrúar 1921 kl. 7.15...

Sauðárkrókur María Bjartey Hansdóttir fæddist 2. febrúar 1921 kl. 7.15. Hún vó 3.410 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Hans Björnsson og Katrín M. Jónsdóttir... Meira
16. mars 2021 | Árnað heilla | 660 orð | 5 myndir

Uppselt á afmælistónleikana

Kristjana Arngrímsdóttir er fædd 16. mars 1961 í Ásbyrgi á Dalvík og ólst þar upp í faðmi stórrar fjölskyldu, en hún er yngst af átta systkinum. „Tónlist spilaði mikinn sess í lífi mínu þegar ég var að alast upp. Meira

Íþróttir

16. mars 2021 | Íþróttir | 734 orð | 4 myndir

Aðeins 35 prósent leikmanna í byrjunarliðum eru íslensk

Körfubolti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Um 65 prósent þeirra leikmanna sem oftast eru í byrjunarliðum sinna félaga í úrvalsdeild karla í körfubolta eru af erlendu bergi brotin. Í úrvalsdeild kvenna er hlutfallið heldur lægra en samt rúmlega fjörutíu prósent. Meira
16. mars 2021 | Íþróttir | 85 orð

Dagur Dan kominn heim

Knattspyrnumaðurinn Dagur Dan Þórhallsson er að ganga til liðs við uppeldisfélag sitt Fylki samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Dagur er uppalinn hjá Fylki en hefur einnig leikið með Haukum og Keflavík hér á landi. Meira
16. mars 2021 | Íþróttir | 167 orð | 1 mynd

England Wolves – Liverpool 0:1 Staðan: Manch. City 30225364:2171...

England Wolves – Liverpool 0:1 Staðan: Manch. City 30225364:2171 Manch. Meira
16. mars 2021 | Íþróttir | 269 orð | 1 mynd

Erlendum leikmönnum í íslenskum körfuboltaliðum fjölgar enn, eins og sjá...

Erlendum leikmönnum í íslenskum körfuboltaliðum fjölgar enn, eins og sjá má í fréttaskýringunni hér til hliðar. Meira
16. mars 2021 | Íþróttir | 23 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höllin: Grótta...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertz-höllin: Grótta – FH 19.30 Ásvellir: Haukar – Stjarnan 20 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Fjölnir – SR 19. Meira
16. mars 2021 | Íþróttir | 1034 orð | 2 myndir

Hefði verið erfitt að mæta í vinnu án bikars

Hveragerði Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hamar úr Hveragerði vann sinn fyrsta stóra titil í liðsíþrótt í meistaraflokki um helgina þegar liðið varð bikarmeistari í blaki í fyrsta sinn í 29 ára sögu félagsins. Meira
16. mars 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Kominn til Bandaríkjanna

Arnór Ingvi Traustason landsliðsmaður í knattspyrnu er kominn til bandaríska félagsins New England Revolution frá Malmö í Svíþjóð. Arnór lék með Malmö í þrjú ár og átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Meira
16. mars 2021 | Íþróttir | 42 orð | 1 mynd

NBA-deildin Oklahoma City – Memphis 128:122 Golden State &ndash...

NBA-deildin Oklahoma City – Memphis 128:122 Golden State – Utah 131:119 Philadelphia – San Antonio 134:99 Orlando – Miami 97:102 Atlanta – Cleveland 100:82 Houston – Boston 107:134 Minnesota – Portland 114:112... Meira
16. mars 2021 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Óvænt endurkoma í kortunum?

Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
16. mars 2021 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Portúgalinn hetja Liverpool

Liverpool vann annan útisigur sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi er liðið lagði Wolves, 1:0. Diogo Jota skoraði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum. Meira
16. mars 2021 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Steinunn verður fyrirliði

Steinunn Björnsdóttir verður fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik sem hefur leik í forkeppni HM sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um næstu helgi. Það var handbolti. Meira

Bílablað

16. mars 2021 | Bílablað | 1018 orð | 3 myndir

„Forgangsröðun verður að taka mið af því að við erum bílaborg“

Hópur áhugafólks leggur til einfaldari og mun ódýrari útfærslu á borgarlínu. Bæta mætti flæði umferðar til muna með mislægum gatnamótum víða á höfuðborgarsvæðinu. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 1544 orð | 7 myndir

Býsna góð frumraun

Rafdrifnir sjö sæta fjölskyldubílar eru ekki á hverju strái en Maxus Euniq 5 uppfyllir þær kröfur. Kínversk frumraun sem lofar góðu en ekki gallalaus. Verðið er hóflegt fyrir bíl af þessu tagi, nægt rými og hagkvæmnin í fyrirrúmi Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 11 orð | 1 mynd

Býsna góð frumraun

Nýgræðingurinn Maxus Enuniq 5 er rafmagnsbíll fyrir fólk með krakkaskara. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 1831 orð | 8 myndir

Gengur í endurnýjun lífdaga

Opel fagnar því á næsta ári að 40 ár verða þá liðin frá því að fyrirtækið kynnti hinn vinsæla Corsa á markað. Þessi lipri bíll hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga í formi rafbíls og fáir standast honum snúning þegar kemur að verði. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 13 orð | 1 mynd

Góður í innanbæjarstúss

Í draumabílskúr Vals Freys Einarssonar má m.a. finna fornbílinn Frisky Family Three. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 897 orð | 4 myndir

Innan um ofursportbíla alla daga

Gunnar Örn Gunnarsson hefur tekið þátt í hönnun sumra eftirsóttustu sportbíla heims. Leiðin til McLaren og Aston Martin hófst í kennslustofu í Borgarholtsskóla. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 14 orð | 1 mynd

Íslendingurinn hjá McLaren

Vinnan er svo skemmtileg hjá Gunnari Erni að honum leiðist þegar helgin kemur. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 595 orð | 9 myndir

Leiðinlegt að aka kraftlitlum bílum

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar kemur að bílakaupum lætur Valur Freyr Einarsson skynsemina ráða. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 623 orð | 2 myndir

Löngu tímabærir endurfundir

Um engan bíl hef ég hugsað jafn mikið og Taycan. Það er vegna þess að hann er eitthvað annað og meira – jafnvel þótt hann sé ekki alltaf túrbó. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 57 orð

Opel Corsa-e

» 100 kW rafmótor » 50 kWst rafhlaða » Drægni u.þ.b. 300 km. » 136 hö / 260 Nm tog » Sjálfskiptur » Framhjóladrifinn » 0-100 km á 8,1 sekúndu » Þyngd 1.530 kg » Farangursrými 267 lítrar » Koltvísýringslosun 0 g/km » Umboð: Bílabúð Benna » Verð frá... Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 16 orð

» Rafbíllinn Opel Corsa-e er spennandi kostur á verði sem erfitt er að...

» Rafbíllinn Opel Corsa-e er spennandi kostur á verði sem erfitt er að keppa við... Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 110 orð | 2 myndir

Rafdrifinn pallbíll með veglegt arnarnef

Sprotafyrirtækið Canoo hyggst setja framúrstefnulegan rafmagns-pallbíl á markað árið 2023. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 130 orð | 3 myndir

Rolls-Royce á meðal stjarnanna

Breski lúxusbílaframleiðandinn Rolls-Royce hefur það fyrir sið að gera endrum og sinnum sérútgáfu af ökutækjum sínum þar sem gengið er lengra en venjulega í útlitshönnuninni. Nú hefur drossían Phantom fengið þessa meðferð og er útkoman Phamton Tempus. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 511 orð | 2 myndir

Sparneytinn og sportlegur Yaris bíll ársins í Evrópu

Rafmagnaður Fiat 500 og Volkswagen ID.3. á meðal þeirra sem komust ofarlega á lista. Meira
16. mars 2021 | Bílablað | 113 orð | 1 mynd

Volkswagen lofar rafhlöðum í föstu formi árið 2025

Þýski bílarisinn Volkswagen Group vinnur hörðum höndum að þróun rafhlaða í föstu formi og eiga fyrstu rafbílarnir með þeirri tækni að koma á göturnar árið 2025. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.