Viðtal Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmynd Marteins Þórssonar, Þorpið í bakgarðinum, verður frumsýnd í kvöld og hefjast almennar sýningar á föstudaginn kemur. Í myndinni segir af fertugri konu, Brynju, sem lýkur dvöl á heilsuhæli í litlum bæ úti á landi en treystir sér ekki til að snúa aftur til daglegs lífs í Reykjavík og kemur sér því fyrir á gistiheimili. Þar kynnist hún Englendingnum Mark, fimmtugum ferðamanni sem á líka erfitt með að yfirgefa bæinn. Þau bindast vináttuböndum og finna í sameiningu færa leið um þrautirnar sem lífið hefur lagt fyrir þau, eins og segir á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Meira