sviðsljós Andrés Magnússon andres@mbl.is Evrópusamstarf um öflun bóluefnis hefur gengið á afturfótunum, allt frá því til þess var boðað síðastliðið haust. Það var seint til þess stofnað, en verra var að prútt og óhófleg tillitssemi við þjóðlegan metnað ýmissa aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) tafði verulega fyrir, því það var seint pantað og lítið. Þegar afleiðingarnar komu í ljós, að Bretar hefðu öllum að óvörum verulegt forskot á því sviði, tók við einkennileg milliríkjadeila, þar sem öllu var teflt fram, þar á meðal viðskiptabann og brot á alþjóðlegum samningum. Sem ekki bætti úr skák, en breytti klúðri í hneyksli.
Meira