Greinar fimmtudaginn 18. mars 2021

Fréttir

18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 657 orð | 2 myndir

Afsláttur gæti örvað fólk til þátttöku

Dagmál Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórnvöld geta stillt upp tvöfaldri verðlagningu á hlutabréfum í Íslandsbanka, sé vilji til þess að tryggja víðtæka þátttöku almennings í frumútboði á hlutum í bankanum. Meira
18. mars 2021 | Innlent - greinar | 453 orð | 1 mynd

Áhugaverð Hlaðvörp: Eva Matta gefur álit

Eva Mattadóttir heldur úti hlaðvarpinu Normið ásamt Sylvíu Briem. Sjálf hlustar hún reglulega á hlaðvörp og fékk K100 hana til þess að gefa lesendum álit á því sem hún hlustar á. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 439 orð | 2 myndir

Ánægja hjá stjórnendum með efnahagsaðgerðir

Andrés Magnússon andres@mbl.is Um tveir þriðju hlutar stjórnenda fyrirtækja í ferðaþjónustu telja að aðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í mars í fyrra hafi reynst gagnlegar. Þetta kemur fram í könnun meðal aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins, en úr henni má í heild lesa að forsvarsmenn fyrirtækja telja að aðgerðirnar hafi verið sértækar, nytsamlegar og vel heppnaðar. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 314 orð | 4 myndir

Átta staðir í Mjólkurbúinu

Átta nýir veitingastaðir, meðal annars Flatey pizza og Smiðjan brugghús, verða í nýrri mathöll sem verður opnuð í sumar í endurreistu Mjólkurbúi Flóamanna í miðbæ Selfoss. Einnig verða þarna ný vörumerki, eins og tacostaðurinn El Gordito og Pasta... Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Baldur hefur áætlunarsiglingar í dag

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur áætlunarsiglingar á ný í dag eftir stöðvun í viku vegna vélarbilunar. Viðgerðin gekk vel. Vél ferjunnar bilaði síðastliðinn fimmtudag þegar hún var á siglingu yfir Breiðafjörð. Meira
18. mars 2021 | Erlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Beita refsiaðgerðum vegna Úígúra

Aðildarríki Evrópusambandsins sammæltust í gær um að setja viðskiptaþvinganir á fjóra kínverska embættismenn og eitt ríkisfyrirtæki vegna meðferðar Kínverja á minnihlutahópi Úígúra í XinJiang-héraði. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 455 orð | 1 mynd

Ekki börnum bjóðandi

Jóhann Ólafsson johann@mbl.is „Við bjóðum bara ekki börnum upp á þetta,“ sagði eitt þeirra foreldra sem stigu í pontu á foreldrafundi sem haldinn var í Fossvogsskóla í gær vegna heilsuspillandi myglu sem greinst hefur í skólanum í nokkur ár. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Gestum í Viðey fækkaði mikið

Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkur hefur samþykkt beiðni Borgarsögusafns um heimild til framlengingar á samningi við Eldingu um ferjusiglingar og veitingarekstur í Viðey. Núgildandi samningur við Eldingu er til fjögurra ára með gildistíma til 1. Meira
18. mars 2021 | Innlent - greinar | 192 orð | 1 mynd

Gestur kvöldsins er Bogomil Font

Fjölskyldubingó mbl.is verður á sínum stað í kvöld þar sem þau Siggi Gunnars og Eva Ruza sjá til þess að færa fjölskyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 440 orð | 1 mynd

Grásleppuvertíð hefst þriðjudag 23. mars

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Það er nú mikil óvissa með grásleppuna eins og eiginlega á hverju ári,“ segir Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa hf., beðinn um að gefa álit sitt á komandi grásleppuvertíð. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Guðjón Brjánsson hverfur af þingi

Guðjón Brjánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, mun ekki gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í kjördæminu sem fram fer síðar í mánuðinum. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 126 orð

Hitamet slegið á Austurlandi í gær

Tveggja stiga hitatölur mældust á nokkrum stöðum á landinu í gær, sem þykir óvenju hlýtt miðað við árstíma. Hitamet milli 11. og 20. mars féll við bæinn Kollaleiru í Reyðarfirði en þar fór hitinn mest í 17,9 stig. Fyrra metið milli 11. og 20. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 272 orð | 2 myndir

Hópbílar fá fimm nýja bíla í flotann

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á dögunum afhenti Vélrás, umboðsfyrirtæki VDL á Íslandi, Hópbílum í Hafnarfirði fimm nýjar hópferðabifreiðar af umræddri gerð. Bílar þessir eru allir 15 metra langir og taka 61-63 farþega. Meira
18. mars 2021 | Erlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Hótar útflutningsbanni

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Katrín vill sátt um annað en ósættið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skrifar grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hún hvetur Alþingi til þess að nýta tækifærið til þess að sýna að það geti gert raunverulegar breytingar á stjórnarskrá landsins og vísar þar til þingmannafrumvarps síns... Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 598 orð | 3 myndir

Klúður, hneyksli og loks ringulreið

sviðsljós Andrés Magnússon andres@mbl.is Evrópusamstarf um öflun bóluefnis hefur gengið á afturfótunum, allt frá því til þess var boðað síðastliðið haust. Það var seint til þess stofnað, en verra var að prútt og óhófleg tillitssemi við þjóðlegan metnað ýmissa aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) tafði verulega fyrir, því það var seint pantað og lítið. Þegar afleiðingarnar komu í ljós, að Bretar hefðu öllum að óvörum verulegt forskot á því sviði, tók við einkennileg milliríkjadeila, þar sem öllu var teflt fram, þar á meðal viðskiptabann og brot á alþjóðlegum samningum. Sem ekki bætti úr skák, en breytti klúðri í hneyksli. Meira
18. mars 2021 | Erlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Kynþáttahyggja ekki ástæða árásar

Robert Aaron Long, sem játað hefur á sig hrottaleg morð á átta manns í úthverfum Atlanta-borgar í fyrrinótt, segir að hann hafi ekki látið stjórnast af kynþáttahyggju. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Landvörðurinn lítur eftir innviðunum

Þótt næsta fáir ferðamenn komi um þessar mundir á friðlýst svæði og í þjóðgarða landsins hefur starfsfólk þar í nægu að snúast. „Innviðirnir þurfa að vera í lagi, segir Guðmundur Jensson, landvörður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 281 orð | 2 myndir

Margar umsóknir um embætti skrifstofustjóra

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Runninn er út umsóknarfrestur um embætti skrifstofutjóra við æðstu dómstóla þjóðarinnar, Hæstarétt og Landsrétt. Sautján umsóknir bárust um embættið við Hæstarétt og 23 umsóknir um embættið við Landsrétt. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Nýjar stólalyftur keyptar fyrir Bláfjöll

Ákveðið hefur verið að hefja á ný innkaupaferli á tveimur nýjum skíðalyftum fyrir Bláfjöll. Ekki fengust nógu hagstæð tilboð í útboði sem fram fór sl. sumar. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd

Nýtt hlutafé styður við stækkun ÍS 47

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is ÍV SIF Equity Farming ehf. (ÍSEF) festi nýverið kaup á meirihluta í fiskeldisfyrirtækinu ÍS 47 ehf. á Flateyri sem hefur byggt upp þorsk- og regnbogasilungseldi í Önundarfirði. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

Nýtt útboð á stólalyftum fyrir Bláfjöll

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ákveðið hefur verið að hefja enn á ný innkaupaferli á tveimur nýjum skíðalyftum fyrir Bláfjöll. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 435 orð | 2 myndir

Ómarkviss hlaup

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenskir knattspyrnumenn hlaupa að meðaltali fleiri kílómetra í leik en leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í meistararitgerð, sem Bolvíkingurinn Harald Pétursson er að leggja lokahönd á í íþróttavísindum í Háskólanum í Reykjavík. „Leikmenn hérlendis taka færri spretti á yfir 25 kílómetra hraða á klukkustund og hámarkshraði þeirra er lægri,“ segir hann. Vísbendingar séu um að það geti verið merki um skort á leikskilningi hlaupi leikmenn meira en 13 kílómetra í leik. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hafi til dæmis tekið undir það, en í Pepsi Max-deild karla hlaupa margir leikmenn yfir 13 kílómetra í leik. Meira
18. mars 2021 | Erlendar fréttir | 76 orð

Rússar fordæma fjölgun kjarnaodda

Stjórnvöld í Rússlandi og Íran fordæmdu í gær ákvörðun breskra stjórnvalda um að styrkja kjarnorkuvopnabúr sitt, en Bretar tilkynntu á þriðjudaginn að þeir hygðust fjölga kjarnaoddum sínum úr 180 upp í 260 fyrir lok 2030. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 950 orð | 5 myndir

Samspil kviku og spennu í skorpunni

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Vöxtur skjálftavirkni á Reykjanesskaga það sem af er þessu ári og á því síðasta er gríðarlega mikill,“ sagði dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Segir hættu á stórkostlegri röskun á markaði

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, gagnrýnir harðlega áform um útboð á ljósleiðaraþræði sem Vodafone hefur rekið allt frá árinu 2010. Því fylgi hætta á að stórkostleg röskun verði á samkeppni á fjarskiptamarkaðinum með ófyrirséðum afleiðingum. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 701 orð | 6 myndir

Skráargat í bráðnandi ísnum

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Íshellir í Kötlujökli, sem liggur frá Mýrdalsjökli norðan við fjallið Hafursey, hefur að undanförnu komið sterkur inn sem vinsæll viðkomustaður ferðafólks sem fer á þennan stað í skipulögðum ferðum. Að jöklinum er ekið af Mýrdalssandi austan við Múlakvísl til norðurs og þar þræddir gamlir slóðar og farið yfir lækjarsprænur sem aðeins eru færar vel búnum jeppum eða öðrum öflugum bílum. Leiðin er þó um margt vandrötuð, því þar geta leynst krapapyttir, svelgir og fleiri hættur. Leiðin er því ekki á færi nema þeirra sem þekkja til aðstæðna. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 203 orð | 2 myndir

SÓNÓ matseljur hafa opnað í Norræna húsinu

SÓNÓ er grænkeraveitingastaður og matarþjónusta sem dansar í takt við árstíðirnar með kryddum og jurtum úr nærumhverfinu í bland við seiðandi krydd Mið-Austurlandanna – og býður upp á upplifun sem enginn má láta fram hjá sér fara. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Sr. Vigfús fékk Kjaransorðu

Sr. Vigfús Þór Árnason, fv. sóknarprestur í Grafarvogssókn í Reykjavík, var á dögunum heiðraður af félögunum í Lionsklúbbnum Fjörgyn í Grafarvogi fyrir störf sín fyrir klúbbinn með Kjaransorðunni svonefndu. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Svívirðilega góður beikonbrauðréttur

Brauðréttabakstur er keppnisíþrótt hér á landi enda fátt sem getur eyðilagt góða veislu hraðar en glataður brauðréttur. Hér er það meistari Berglind Hreiðarsdóttir sem býður upp á brauðrétt sem getur ekki klikkað. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Tesla stenst væntingar

„Kaup á rafmagnsbíl höfðu lengi verið á stefnuskránni. Talsverðan tíma tók að finna bíl sem nákvæmlega hentaði og svaraði okkar væntingum. Eftir að hafa sest inn í Tesla og reynsluekið voru val og ákvörðun hins vegar auðveld. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Tveir áfram í varðhaldi vegna morðs

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær tvo einstaklinga í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar þeirra að morðmálinu í Rauðagerði. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist áframhaldandi varðhalds í þágu rannsóknar sinnar. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 93 orð

Uppsagnir á leikskólum í Hafnarfirði

Að minnsta kosti 19 leikskólakennarar hafa sagt upp störfum eftir að Hafnarfjarðarbær ákvað að bjóða upp á að hafa leikskóla opna allt árið. Þetta kemur fram í aðsendri grein aðstoðarleikskólastjóra í Hafnarfirði í bæjarblaðinu Hafnfirðingi. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Valur kom við í Reykjavík á leið til Vestfjarða

Tvíbytnan Valur kom til Reykjavíkur í gær, en Valur er nýjasta fjárfesting Sjótæknis á Tálknafirði. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Vegagerðin flytur í Garðabæ í maí

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin undirbýr nú flutning höfuðstöðvanna frá Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Miðað er við að það verði í maí næstkomandi, samkvæmt upplýsingum G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

Vinnslan gengur vel í skjálftunum

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekkert lát hefur orðið á fiskvinnslu hjá Þorbirni hf. í Grindavík þrátt fyrir harða og langvinna jarðskjálftahrinu sem skekið hefur bæinn. „Það hefur bara gengið vel,“ sagði Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar hf. Meira
18. mars 2021 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Þingmenn hafa ekki farið utan í heilt ár

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Þingmenn og starfsmenn Alþingis hafa ekki farið í neinar utanlandsferðir síðan í mars í fyrra, eða í heilt ár. Er það vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

18. mars 2021 | Leiðarar | 429 orð

Áratugur hörmunga

Fátt virðist geta velt Assad af stalli Meira
18. mars 2021 | Staksteinar | 234 orð | 1 mynd

Borgarfulltrúar eru ekki stikkfrí

Í skýrslu Heilbrigðisstofnunar Danmerkur segir að finni starfsfólk eða nemendur skóla fyrir alvarlegum veikindaeinkennum vegna raka eða svartmyglusvepps beri að hætta að nota húsnæðið. Hér á landi, líkt og í Danmörku, er almennt gripið til harkalegra aðgerða þegar slík óværa breiðir úr sér í skólahúsnæði og fjöldi barna veikist. Meira
18. mars 2021 | Leiðarar | 205 orð

Illa ígrunduð bóluefnisafneitun

Falsfréttir um bóluefni mega ekki ráða för Meira

Menning

18. mars 2021 | Myndlist | 131 orð | 1 mynd

„Jörðin hefur síðasta orðið“

Sýning Þórunnar Báru Björnsdóttur, Surtsey – Mosabollar í boði náttúrunnar , verður opnuð í Galleríi Gróttu í dag kl. 14 til 18.30. Þórunn lauk myndlistarnámi frá Edinborgarháskóla, og MASL frá Wesleyan-háskóla í CT í Bandaríkjunum. Meira
18. mars 2021 | Myndlist | 559 orð | 2 myndir

Daðrað við sætleikann og kits

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
18. mars 2021 | Kvikmyndir | 764 orð | 2 myndir

Heimili er ekki hús

Leikstjórn, handrit og klipping: Chloé Zhao. Kvikmyndataka: Joshua James Richards. Aðalleikarar: Frances McDormand, David Strathairn, Linda May, Swankie. Bandaríkin og Þýskaland, 2020. 107 mín. Meira
18. mars 2021 | Tónlist | 449 orð | 2 myndir

Magnað verk

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Grammy-veisla er yfirskrift tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 20. Meira
18. mars 2021 | Bókmenntir | 898 orð | 5 myndir

Saga um tvíhyggju frelsis og sakleysis

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Maram nefnist nýútkomin myndasaga ætluð eldri ungmennum og fullorðnum, skrifuð af heimspekingnum Magnúsi Birni Ólafssyni og teiknuð af franska listamanninum Adrien Roche sem kallar sig Adrroc. Meira
18. mars 2021 | Bókmenntir | 912 orð | 1 mynd

Sjálfhverfan hefur ýmsar afleiðingar

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Vandamálið í okkar nútíma vestræna samfélagi er að við hugsum hlutina mikið út frá okkur sjálfum, en kannski ekki út frá því hvernig þeir hafa áhrif á aðra. Ég tek fram að ég er ekkert öðruvísi eða betri en aðrir í því, en í þeim dæmum sem ég tek í bókinni þá er fólk í raun tilbúið til að nýta aðra í eigin þágu, að einhverju leyti, þótt það sé ekki endilega vísvitandi. Sjálfhverfan í nútímanum hefur ýmsar afleiðingar,“ segir Ingólfur Eiríksson en hann og Elín Edda Þorsteinsdóttir sendu nýlega frá sér bókina Klón – eftirmyndasögu. Meira
18. mars 2021 | Fjölmiðlar | 192 orð | 1 mynd

Svik, prettir og mormónamorð

Ég hef líklega horft á aðeins of mikið af „sönnum sakamálaseríum“ á Netflix, þar sem streymisveitan vill núna varla sýna mér annað en heimildarmyndir um alls kyns morð og óhugnað úti í heimi. Meira
18. mars 2021 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Öll met slegin í innsendingum

Íslensku tónlistarverðlaunin 2021 verða afhent 14. apríl og voru öll met slegin í innsendingum en um 1. Meira

Umræðan

18. mars 2021 | Aðsent efni | 936 orð | 1 mynd

Björgum þeim

Eftir Ögmund Jónasson: "Spilafíklar gefa nefnilega vel af sér. Bransinn veltir milljörðum, eftir að vinningar hafa verið dregnir frá standa eftir 3,7 milljarðar" Meira
18. mars 2021 | Aðsent efni | 253 orð | 1 mynd

Einar Kárason og höfundur Njálu

Eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún: "Mörg fleiri atriði mætti tína til sem mæla gegn því að Sturla hafi ritað Njálu – það margt að fullyrða má að hann hefur ekki komið nálægt ritun þeirrar bókar." Meira
18. mars 2021 | Aðsent efni | 696 orð | 1 mynd

Gagnslaus greiningarvinna

Eftir Þorstein Arnalds: "Síðustu mánuði hefur sú hugsun mín ágerst að ákvarðanir um sóttvarnaaðgerðir séu byggðar á hæpnum forsendum og ófullnægjandi túlkun gagna." Meira
18. mars 2021 | Aðsent efni | 697 orð | 1 mynd

Gjör rjett, þol eigi órjett

Eftir Geir Waage: "Hugtakið „frítekjumark“ er eitthvert svívirðilegasta ránstól sem fundið hefur verið upp til að rýra tekjur þeirra sem minnst hafa." Meira
18. mars 2021 | Velvakandi | 164 orð | 1 mynd

Grýtt er leiðin

„Per aspera ad astra“ sögðu þeir gömlu og áttu við að leiðin á toppinn væri erfið og þyrnum stráð. Árangur næðist ekki án fórna og fórnarkostnaður gæti verið hár. Meira
18. mars 2021 | Aðsent efni | 803 orð | 1 mynd

Ísland í NATO

Eftir Magnús Þór Hafsteinsson: "Flokkur fólksins styður eindregið aðild Íslands að NATO." Meira
18. mars 2021 | Aðsent efni | 748 orð | 1 mynd

Með kölska í sínu liði?

Eftir Örn Sigurðsson: "Frá 1946 hafa neikvæð áhrif Vatnsmýrarflugvallar á þróun íslensku borgarinnar og á þjóðarhag stöðugt orðið afdrifaríkari og skaðlegri en orð fá lýst." Meira
18. mars 2021 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd

Mikilvæg stefnumörkun í málefnum norðurslóða

Eftir Guðlaug Þór Þórðarson: "Það færi vel á því að Alþingi sameinaðist um nýja norðurslóðastefnu um líkt leyti og formennskutímabil Íslands í Norðurskautsráðinu tekur enda." Meira
18. mars 2021 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd

Náttúruvísindi – Grunnur að farsælli framtíð

Eftir Svönu Helen Björnsdóttur: "Með nýsköpun, hugvit og tækni að leiðarljósi tökumst við á við áskoranir framtíðarinnar. Grunnur að þeim tækifærum er lagður í metnaðarfullu, skapandi og skemmtilegu námi í raunvísindum á öllum skólastigum." Meira
18. mars 2021 | Aðsent efni | 607 orð | 1 mynd

Nýtum tækifærið

Eftir Katrínu Jakobsdóttur: "Það verður áhugavert að sjá hvað alþingismenn munu segja þegar þeim gefst nú færi á að tryggja þjóðareign á auðlindum." Meira
18. mars 2021 | Pistlar | 417 orð | 1 mynd

Stór mál sem eru stórmál

Nýverið tilkynnti ríkisstjórnin svolítið sem leiddi huga minn að því sem gerir mig stoltan af mínum pólitíska ferli. Hvað er það eiginlega og hvað var í tilkynningu ríkisstjórnarinnar? Meira
18. mars 2021 | Aðsent efni | 411 orð | 1 mynd

Um útboð ljósleiðaraþráða í svokölluðum NATO-ljósleiðara

Eftir Ingólf Bruun: "Hér skal fullyrt að ef Vodafone hefði ekki haft umræddan þráð í NATO-leiðaranum til umráða hefði ekkert orðið af téðum ljósleiðarakerfum." Meira
18. mars 2021 | Aðsent efni | 1022 orð | 1 mynd

Úr sveit í borg

Eftir Hildi Björnsdóttur: "Við þurfum að bjóða lifandi borgarumhverfi, úrval tækifæra og fjölbreytta valkosti – í frjálsu samfélagi." Meira

Minningargreinar

18. mars 2021 | Minningargreinar | 974 orð | 1 mynd

Eysteinn Sigrúnar Björnsson

Eysteinn Björnsson fæddist á Reyðarfirði 26. febrúar 1954. Hann lést á heimili sínu þann 28. febrúar 2021. Foreldrar hans voru Sigrún Jónsdóttir, f. 7. maí 1925, d. 10. apríl 1973, og Björn Eysteinsson, f. 26. ágúst 1920, d. 5. maí 2014. Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargreinar | 6839 orð | 1 mynd

Helgi Vilhelm Jónsson

Helgi Vilhelm Jónsson fæddist í Reykjavík 30. maí 1936. Hann lést 2. mars 2021 á Sólteigi, Hrafnistu. Foreldrar hans voru hjónin Jón Sigurður Helgason stórkaupmaður, f. 1903, og Hanna Helgason húsfreyja, f. 1910. Systkini Helga eru; Torfi, f. Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargreinar | 364 orð | 1 mynd

Henný Tryggvadóttir

Henný Tryggvadóttir fæddist 27. ágúst 1946. Hún lést 23. febrúar 2021. Útför Hennýjar fór fram í kyrrþey 5. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargreinar | 2908 orð | 1 mynd

Hlynur Logi Víkingsson

Hlynur Logi Víkingsson fæddist 20. febrúar 1996 á Landspítalanum. Hann lést á Landspítalanum 9. mars 2021. Foreldrar Hlyns Loga eru hjónin Víkingur Viggósson, f. 22. júní 1958, og Sesselja Hauksdóttir, f. 15. apríl 1961. Bræður Hlyns eru Víkingur Ari,... Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargreinar | 899 orð | 1 mynd

Ingibjörg Lilja Þorkelsdóttir

Lilja fæddist á Búðum í Eyrarsveit undir norðanverðu Kirkjufelli 3. maí 1929. Hún lést á Landspítala 5. mars 2021. Foreldrar Lilju voru Margrét Guðrún Gísladóttir yfirsetukona, f. 6. mars 1891, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargreinar | 1850 orð | 1 mynd

Mikael Már Pálsson

Mikael Már Pálsson fæddist 23. september 1980 í Gautaborg. Hann lést í Reykjavík 2. mars 2021. Foreldrar hans eru Jódís H. Runólfsdóttir, f. 24. júlí 1957, og eiginmaður hennar Páll Indriði Pálsson, f. 4. febrúar 1956. Faðir Mikaels er Páll Jónsson, f. Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargrein á mbl.is | 2936 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikael Már Pálsson

Mikael Már Pálsson fæddist 23. september 1980 í Gautaborg. Hann lést í Reykjavík 2. mars 2021.Dóttir Mikaels er Aðalrós Freyja f. 1. september 2008.Foreldrar hans eru Jódís H. Runólfsdóttir f. 24. Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargreinar | 431 orð | 1 mynd

Rafn Magnússon

Rafn Magnússon fæddist 25. febrúar 1932. Hann lést 15. febrúar 2021. Útför Rafns fór fram 25. febrúar 2021. Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargreinar | 709 orð | 1 mynd

Sturla V. Högnason

Sturla Valdimar Högnason fæddist á Ísafirði 27. ágúst 1949. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 4. mars 2021. Foreldrar hans voru Högni Sturluson frá Látrum í Aðalvík, f. 15. apríl 1919, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargreinar | 2504 orð | 1 mynd

Þórður Magnússon

Þórður Magnússon fæddist í Vestmannaeyjum 17. apríl 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofun Suðurlands í Vestmannaeyjum 9. mars 2021. Foreldrar hans voru hjónin Gíslína Jónsdóttir húsmóðir, f. 16. nóvember 1888, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargreinar | 1446 orð | 1 mynd

Ævar Guðmundsson

Ævar Guðmundsson fæddist á Akureyri 5. mars 1941. Hann lést á Droplaugarstöðum 9. mars 2021. Foreldrar hans voru Guðmundur Emil Valgrímsson, f. 1911, d. 2002, vélstjóri og vélvirkjameistari frá Harastöðum á Fellsströnd, og Ragnheiður Stefánsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
18. mars 2021 | Minningargreinar | 577 orð | 1 mynd

Örn Johnson

Örn Johnson fæddist 28. september 1943. Hann varð bráðkvaddur 21. febrúar 2021. Útför Arnar var gerð 12. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 239 orð | 1 mynd

Gríðarlega góð viðbrögð

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu, útflutnings og fjárfestingar hjá Íslandsstofu, segir spurð um þau tíðindi sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær að bæði Bretum og Bandaríkjamönnum, helstu ferðaþjóðum til Íslands, og öðrum þjóðum... Meira
18. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 154 orð | 1 mynd

Lykilstjórnendur Festar kaupa fyrir 264 mkr.

Þrír lykilstjórnendur hjá smásölufyrirtækinu Festi hf. keyptu í gær hluti í félaginu fyrir samtals 264 milljónir króna. Meira
18. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 668 orð | 1 mynd

Netsala á Volvo-rafbíl vísir að nýju viðskiptalíkani

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þau tímamót verða í sölu Volvo á Íslandi í júní næstkomandi að þá verður í fyrsta sinn í boði að kaupa bílana í beinni sölu á netinu. Meira

Daglegt líf

18. mars 2021 | Daglegt líf | 1006 orð | 4 myndir

Frá Svalbarða til Siglufjarðar

Borgarstelpan Erla Jóhannsdóttir kann best við sig utan borgar og hefur búið á slóðum ísbjarna. Meira

Fastir þættir

18. mars 2021 | Fastir þættir | 161 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. c4 e6 4. g3 dxc4 5. Bg2 a6 6. 0-0 Rc6 7. e3 Hb8...

1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. c4 e6 4. g3 dxc4 5. Bg2 a6 6. 0-0 Rc6 7. e3 Hb8 8. De2 b5 9. b3 cxb3 10. axb3 Bb7 11. Bd2 Be7 12. Hc1 0-0 13. Re1 Rb4 14. Bxb7 Hxb7 15. Bxb4 Bxb4 16. Hxa6 Dd5 17. Dc2 Bxe1 18. Hxe1 Re4 19. Rc3 Rxc3 20. Dxc3 b4 21. Dc2 h5 22. Meira
18. mars 2021 | Árnað heilla | 94 orð | 1 mynd

Ave Kara Sillaots

50 ára Ave er frá bænum Karksi í Eistlandi. Hún kláraði meistaranám í harmonikuleik og tónlistarkennslu við Litháísku tónlistar- og leiklistarakademíuna í Vilníus og er í kantorsnámi við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Meira
18. mars 2021 | Árnað heilla | 883 orð | 3 myndir

Hefur gaman af því að leysa skákþrautir og spila snóker

Frank Kristinn Herlufsen fæddist í Alþýðuhúsinu á Ísafirði þann 18. mars 1941. Æskuheimili hans var Hafnarstræti 11 á Ísafirði, þar sem hann ólst upp ásamt systkinum og foreldrum til 18 ára aldurs. Meira
18. mars 2021 | Árnað heilla | 91 orð | 1 mynd

Karl Heimir Karlsson

60 ára Heimir er Reykvíkingur, ólst upp í Smáíbúðahverfinu, en býr í Hafnarfirði. Hann stundaði nám í viðskiptafræði og stjórnmálafræði við HÍ. Heimir er útvarpsmaður á Bylgjunni. Meira
18. mars 2021 | Í dag | 51 orð

Málið

Brotið hjarta sér maður oft á mynd. Það er þá einmitt brotið – „a broken heart“; oftast í tveim hlutum. En sá sem sagður er hafa „dáið af brotnu hjarta“ hefur dáið af harmi , hjartasorg , ástarsorg eða öðru þvíumlíku. Meira
18. mars 2021 | Í dag | 286 orð

Sumt er logið, sumt er rétt

Þórhildur Sigurðardóttir sendi mér þessa vísu eftir ömmu sína, Þórhildi Sveinsdóttur skáldkonu, sem varð 112 ára á þriðjudag, 16. mars (fædd 1909). Hún var Húnvetningur, systurdóttir Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum í Svartárdal. Meira
18. mars 2021 | Í dag | 40 orð | 3 myndir

Þátttaka almennings mikilvæg

Hagfræðingana Ásdísi Kristjánsdóttur og Gylfa Magnússon greinir á um hvort almenningur muni þyrpast til þátttöku í söluferli á Íslandsbanka um mitt ár. Meira

Íþróttir

18. mars 2021 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Dominos-deild kvenna Fjölnir – Snæfell 73:69 Haukar &ndash...

Dominos-deild kvenna Fjölnir – Snæfell 73:69 Haukar – Skallagrímur 73:69 Keflavík – KR 75:81 Breiðablik – Valur (65:51) *Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Meira
18. mars 2021 | Íþróttir | 770 orð | 2 myndir

Enn er talsverð óvissa fyrir leikinn í Duisburg

HM 2022 Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
18. mars 2021 | Íþróttir | 647 orð | 5 myndir

* Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur...

* Joachim Löw, þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sent Alfreð Gíslasyni , þjálfara þýska karlalandsliðsins í handknattleik, stuðningskveðju. Meira
18. mars 2021 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

KSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem stendur til að...

KSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í dag þar sem stendur til að tilkynna lokahóp íslenska U21-árs landsliðsins sem er á leið í lokakeppni EM 2021 í Ungverjalandi og Slóveníu. Meira
18. mars 2021 | Íþróttir | 34 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: IG-höllin: Þór Þ...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: IG-höllin: Þór Þ. – Stjarnan 18.15 MVA-höllin: Höttur – KR 19.15 Ásvellir: Haukar – Grindavík 20.15 Origo-höllin: Valur – Tindastóll 20.15 1. Meira
18. mars 2021 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Lengjubikar kvenna A-deild, riðill 1: Keflavík – KR 6:0 *Valur 9...

Lengjubikar kvenna A-deild, riðill 1: Keflavík – KR 6:0 *Valur 9, Keflavík 9, Þróttur R. 7, Selfoss 3, ÍBV 1, KR 0. Meira
18. mars 2021 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

Mögnuð endurkoma hjá ÍBV

Handboltinn Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hákon Daði Styrmisson reyndist hetja ÍBV þegar liðið heimsótti Val í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Origo-höllina á Hlíðarenda í fjórtándu umferð deildarinnar í gær. Meira
18. mars 2021 | Íþróttir | 321 orð | 1 mynd

Olísdeild karla Valur – ÍBV 28:29 Þór – ÍR 28:25 Selfoss...

Olísdeild karla Valur – ÍBV 28:29 Þór – ÍR 28:25 Selfoss – Afturelding 23:26 Staðan: Haukar 141112394:33423 FH 14833413:37819 Valur 14815409:37817 Afturelding 14815362:36217 Selfoss 14725359:34716 KA 13553336:31915 ÍBV 14716400:38615... Meira
18. mars 2021 | Íþróttir | 329 orð | 1 mynd

Óvæntustu úrslitin á tímabilinu

Körfuboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Óvæntustu úrslit tímabilsins í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Dominos-deildinni, urðu í Keflavík í gærkvöld þegar heimakonur töpuðu fyrir botnliði KR, 75:81. Meira

Ýmis aukablöð

18. mars 2021 | Blaðaukar | 921 orð | 1 mynd

Allt of mikið um óþarfa flækjur og flöskuhálsa

Regluverkið getur stundum verið of einstrengingslegt og óhætt væri að veita meira svigrúm við ákveðnar aðstæður. Sólarlagsákvæði í lögum gæti forðað því að nýjar stofnanir öðlist sjálfstætt líf og að enginn geti við þeim hróflað Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 393 orð | 2 myndir

Almannaréttur

Á árum áður var hlutverk almannaréttar öðru fremur að tryggja möguleika fólks á að komast milli staða. Nú á dögum er hlutverk almannaréttar ekki síður að tryggja öllum almenningi möguleika á að njóta og upplifa náttúru landsins. Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 764 orð | 1 mynd

„Leið vaxtar er skynsamlegasta leiðin“

Slíta þarf fjötrana svo að atvinnulífið geti hlaupið hraðar og gripið þau dýrmætu tækifæri sem bjóðast. Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 1235 orð | 1 mynd

Brýnt að auka opinbera fjárfestingu

Til að auðvelda atvinnulífnu að rétta úr kútnum þarf að einfalda reglur og lækka skatta. Skynsamleg ráðstöfun opinberra fjármuna gæti líka eflt hagvöxt og skapað ný störf. Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 1061 orð | 2 myndir

Ekki annað í boði en að framvísa sömu gögnunum aftur og aftur

Mun einfaldara væri fyrir verkfræðistofur að taka þátt í útboðum ef ekki þyrfti í hvert skipti að færa sönnur á að rekstur þeirra sé í lagi Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 731 orð | 1 mynd

Ekki fylgst með hvort samræmi sé í vinnubrögðum

Þær þjónustustofnanir sem vakta byggingariðnaðinn ættu að temja sér að vera meira þjónustumiðaðar en eftirlitsmiðaðar í störfum sínum Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 190 orð | 1 mynd

Íslensk hönnun og framleiðsla í forgrunni á Iðnþingi

Iðnþing Samtaka iðnaðarins var haldið í Silfurbergi í Hörpu 4. mars síðastliðinn en vegna sóttvarna var gestafjöldi takmarkaður og viðburðurinn sendur beint út á netinu. Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 654 orð | 1 mynd

Kostnaðarsamar tafir og flækjur

Það tók fjögur ár að breyta skipulagi lóðar við Elliðaárdal þar sem MótX vildi reisa íbúðarhúsnæði Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 928 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðirnir gætu leikið stærra hlutverk

Það væri framför ef frumkvöðlar gætu leitað styrkja hjá opinberum sjóðum hvenær sem er og fengið svar með hraði Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 17 orð

Útgefandi Árvakur Umsjón Ásgeir Ingvarsson Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson...

Útgefandi Árvakur Umsjón Ásgeir Ingvarsson Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Auglýsingar Erling Adolf Ágústsson erling@mbl.is Prentun Landsprent... Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 733 orð | 1 mynd

Vantar nýtt ráðuneyti uppstokkunar?

Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir stjórnvöld þurfa að vera duglegri að afnema lög og reglugerðir svo regluverkið verði ekki of flókið og íþyngjandi Meira
18. mars 2021 | Blaðaukar | 793 orð | 1 mynd

Ætti Ísland að fara sömu leið og Malta?

Með því að bjóða upp á öfluga hvata og skapa réttu umgjörðina tók eyríki í Miðjarðarhafinu risastökk á sviði lyfjaframleiðslu og rafeindatækni Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.