Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikill gestagangur var á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi í tíð hjónanna Ólafs Bjarnasonar, óðalsbónda og hreppstjóra, og Kristólínu Kristjánsdóttur kennara. Þau eignuðust sjö börn og lifir Björg Ólafsdóttir systkini sín. Hún er 100 ára í dag og fagnar áfanganum með ættingjum sínum. „Það verður partí, ég geri ekkert en börnin sjá um allt.“ Björg horfir dreymin út um gluggann á herbergi sínu á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi, þar sem hún hefur búið í tæplega tvö ár. „Ég lifi lúxuslífi, þarf hvorki að elda fisk né sjóða kartöflur, þótt það hafi ekki verið leiðinlegt,“ segir hún. „Útsýnið til fjallanna minnir mig á fjöllin við Velli og umhverfið hérna nær er eins og við Trevi-gosbrunninn í Róm.“
Meira