Greinar föstudaginn 19. mars 2021

Fréttir

19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

12 milljónir í bætur vegna uppsagna

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Embætti ríkislögmanns hefur gert samkomulag við fjóra fyrrverandi starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um greiðslu bóta vegna starfsloka þeirra hjá Hafrannsóknastofnun. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Apple keypt fyrir Bitcoin

Verslunin Eldhaf, sem einnig rekur netverslunina eldhaf.is, og flytur inn og selur vörur frá tæknirisanum Apple, mun frá og með deginum í dag bjóða fólki að kaupa Apple vörur í vefverslun með rafmyntinni Bitcoin. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Á annað hundrað í skimun og sóttkví

Ragnhildur Þrastardóttir Þór Steinarsson Rúmlega 100 einstaklingar, þar af ríflega 50 starfsmenn Landspítalans, þurfa að fara í skimun og sóttkví eftir að eitt smit greindist utan sóttkvíar hér á landi á miðvikudaginn. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 252 orð

Banaslys var rakið til ölvunar

Banaslys, sem varð þegar fólksbifreið lenti í árekstri við vörubíl á Reykjanesbraut á móts við Straumsvík í janúar 2020, er rakið til þess að ökumaður fólksbílsins var ölvaður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti skýrslu um slysið í gær. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Björn Jóhann

Sólheimajökull Hópur göngufólks virðir Sólheimajökul fyrir sér, áður en haldið er áfram upp á jökulinn. Skipulagðar ferðir eru farnar þarna með leiðsögumönnum og njóta mikilla... Meira
19. mars 2021 | Erlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd

Bóluefni AstraZeneca „öruggt og skilvirkt“

Lyfjastofnun Evrópusambandsins, EMA, tilkynnti í gær að hún teldi bóluefni Oxford-háskóla og AstraZeneca gegn kórónuveirunni „öruggt og skilvirkt“ og að það væri ekki tengt aukinni hættu á blóðtappa. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 151 orð

Börn utan Schengen skimuð við komu

Andrés Magnússon andres@mbl.is Gert er ráð fyrir því að ríkisstjórn Íslands afgreiði í dag tillögu um að börn frá löndum utan Schengen-svæðisins, verði skimuð einu sinni við komu til landsins. Það er gert að tillögu Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Fjórir handteknir vegna morðmáls

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fjóra og gerði húsleit á sex stöðum í umdæminu og utan þess í gærmorgun. Segir lögreglan, að aðgerðirnar tengist rannsókn á manndrápi í Rauðagerði í síðasta mánuði. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fjölmörg lönd hefja bólusetningar á ný

Spánn, Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Holland eru meðal þjóða sem ætla að hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca að nýju eftir að Lyfjastofnun Evrópu (EMA) tilkynnti í gær að óhætt væri að nota efnið. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 534 orð | 1 mynd

Fyrsti plötusnúðurinn

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikill gestagangur var á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi í tíð hjónanna Ólafs Bjarnasonar, óðalsbónda og hreppstjóra, og Kristólínu Kristjánsdóttur kennara. Þau eignuðust sjö börn og lifir Björg Ólafsdóttir systkini sín. Hún er 100 ára í dag og fagnar áfanganum með ættingjum sínum. „Það verður partí, ég geri ekkert en börnin sjá um allt.“ Björg horfir dreymin út um gluggann á herbergi sínu á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi, þar sem hún hefur búið í tæplega tvö ár. „Ég lifi lúxuslífi, þarf hvorki að elda fisk né sjóða kartöflur, þótt það hafi ekki verið leiðinlegt,“ segir hún. „Útsýnið til fjallanna minnir mig á fjöllin við Velli og umhverfið hérna nær er eins og við Trevi-gosbrunninn í Róm.“ Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Heildarlaunin hærri í EFTA-ríkjum en í ESB

Evrópska hagstofan Eurostat hefur birt yfirlit um miðgildi heildarlauna í Evrópulöndum árið 2018. Samkvæmt því eru mánaðarlaunin töluvert hærri í löndum utan Evrópusambandsins (ESB) en innan þess. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd

Heldur hefur dregið úr kvikuflæði

Guðni Einarsson Skúli Halldórsson Vegagerðin lokaði í gær Suðurstrandarvegi vegna sigs í veginum. Lokunin er við Festarfjall, frá Hrauni að Krýsuvíkurafleggjara, og tók gildi klukkan 18.00 í gær. Aftur átti að meta stöðuna klukkan 8.00 í morgun. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Leyfi fyrir kalkþörungaverksmiðju

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenska kalkþörungafélagið hefur fengið leyfi til að vinna kalkþörungaset í Ísafjarðardjúpi fyrir verksmiðju sem fyrirtækið undirbýr í Súðavík. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 215 orð | 2 myndir

Mikilvægt að hægt sé að ná saman um dýra innviði

„Vonandi er þetta innlegg forstjórans liður í því að í framtíðinni geti verið tekin þjóðhagslega mikilvæg skref í það að samnýta sums staðar dýrar fjárfestingar í stóru og fámennu landi,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 837 orð | 2 myndir

Ringulreið í bóluefnamálum ESB

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Lyfjastofnun Evrópu (EMA) kvað upp úr um það í gær, að bóluefni AstraZeneca (einnig kennt við Oxford) væri fyllilega öruggt og árangursríkt til bólusetningar. Ekkert gæfi til kynna að fólki væri hættara við blóðtappa eftir notkun þess. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Samkeppniseftirlitið spyr um niðurgreiðslur ON

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir frekari gögnum frá Orku náttúrunnar (ON) vegna hleðslustöðva sem fyrirtækið hefur víða um land. Meira
19. mars 2021 | Erlendar fréttir | 661 orð | 2 myndir

Samskiptin við frostmark

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti hæddist í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir ummæli hans, sem féllu í viðtali við ABC-fréttastofuna um að hann teldi að Pútín væri „morðingi.“ Sagði Pútín að Biden gæti trútt um talað og að „það tæki einn til að bera kennsl á annan.“ Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Sjaldgæf hlýindi á Austfjörðum og stutt var í hitametið

Sumarblíða lék við Austfirðinga í gær, stillt var í veðri og hitamet marsmánaðar voru slegin á nokkrum stöðvum. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 631 orð | 2 myndir

Skatturinn með tugþúsundir umsókna

Baksvið Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Umsóknir halda áfram að streyma inn til Skattsins um styrki og endurgreiðslur vegna afleiðinga faraldurs kórónuveirunnar. Opnað var fyrir móttöku umsókna um viðspyrnustyrki í byrjun marsmánaðar og 10. mars höfðu borist 559 umsóknir, ein umsókn fyrir hvern mánuð, og er búið að greiða 154 skv. upplýsingum Skattsins. Á sama tíma hafði borist 1.751 umsókn um lokunarstyrki frá því að afgreiðsla þeirra hófst og er búið að greiða út 1.604 þeirra. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 538 orð | 1 mynd

Stór skref stigin í orkuskiptum í Grímsey

Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Grímsey er ekki tengd við raforkukerfi landsins og þar er heldur ekki heitt vatn frá náttúrunnar hendi. Þess vegna hefur húshitun og raforkuframleiðsla þar byggst að mestu leyti á að brenna olíu. Við sjáum tækifæri núna til að breyta þessu og þá getur Grímsey vonandi í náinni framtíð orðið að fyrirmynd að vistvænu samfélagi við krefjandi aðstæður á norðurslóðum. Við finnum nú þegar fyrir áhuga á þeirri hugmyndafræði, til dæmis frá Bandaríkjunum,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 232 orð | 2 myndir

Suðurnesjafólk fær nú sértilboð

„Nú er Íslendingasumar fram undan og ágætlega lítur út með bókanir á næstunni,“ segir Soffía Dagmar Þorleifsdóttir á Hótel Varmalandi í Borgarfirði. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Sveitarfélagið ýtir á eftir aðgerðum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bensín sem slapp frá eldsneytisafgreiðslu N1 á Hofsósi hefur lekið niður í malarlag og leitað í áttina til sjávar. Kemur það fram í skýrslu sem Efla verkfræðistofa hefur gert fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 182 orð

Tapið nam 654 milljónum

Þór Steinarsson Guðni Einarsson Rekstrarhalli Þjóðkirkjunnar var 654 milljónir króna á síðasta ári. Helgast það fyrst og fremst af einskiptis fjárhagsaðgerðum í efnahagsreikningi. Þetta kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Telja strandsiglingar óraunhæfan kost

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eimskip telur að athugun á því hvaða magn, sem nú er flutt með flutningabílum, gæti færst á skip myndi væntanlega leiða það í ljós að auknar strandsiglingar væru óraunhæfur og óhagkvæmur kostur. Meira
19. mars 2021 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Útikennsla við Fossvogsskóla

Búið er að fara yfir valmöguleika yfir húsnæði sem hægt er að færa starf Fossvogsskóla í og ágætis mynd komin á þá stöðu að sögn Skúla Helgasonar, formanns skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Meira

Ritstjórnargreinar

19. mars 2021 | Leiðarar | 432 orð

Flækjur og flöskuhálsar

Íslendingar hljóta að geta búið við einfaldara regluverk en nú er boðið upp á Meira
19. mars 2021 | Leiðarar | 193 orð

Nú þarf að bæta skaðann

Niðurstaðan um bóluefnið varð eins og við mátti búast Meira
19. mars 2021 | Staksteinar | 195 orð | 1 mynd

Ófullvalda heilbrigðisverðir

Það hefur munað miklu hvernig nýfullvalda Bretland hefur höndlað bólusetningarmál sín eða ESB, þar sem axarsköft eru einkennismerkin. En kauðshátturinn dugar ekki búrókrötum þar. Meira

Menning

19. mars 2021 | Kvikmyndir | 547 orð | 2 myndir

„Þetta er mjög persónuleg mynd“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýningar eru hafnar í Bíó Paradís á heimildarmyndinni Aftur heim? eftir Dögg Mósesdóttur sem frumsýnd var í fyrra á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg og var jafnframt opnunarmynd hátíðarinnar. Meira
19. mars 2021 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Hin heillandi hryggsúla

Mikið er ég þakklát fyrir minn rennilega og heilbrigða hrygg sem heldur mér uppi, því ekki er það sjálfgefið að geta staðið upprétt þó mannvera sé. Meira
19. mars 2021 | Kvikmyndir | 71 orð | 1 mynd

Lee verður formaður dómnefndar

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Spike Lee mun fara fyrir aðaldómnefnd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í sumar, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum hennar. Lee átti að gegna formennsku í fyrra en hátíðin var blásin af vegna Covid-19-farsóttarinnar. Meira
19. mars 2021 | Hönnun | 366 orð | 3 myndir

Rífa aldrei byggingar fyrir nýjar

Frönsku arkitektarnir Anne Lacaton og Jean-Philippe Vassal hljóta Pritzker-verðlaunin í ár, virtustu verðlaun sem veitt eru árlega fyrir ævistarf við arkitektúr. Meira
19. mars 2021 | Tónlist | 124 orð | 1 mynd

Stjórnandinn James Levine allur

Hljómsveitarstjórinn James Levine er látinn, 77 ára að aldri. Hann var einn virtasti stjórnandinn í Bandaríkjunum og stýrði hlómsveit Metropolitan óperuhússins í New York í nær hálfa öld, lengstum sem aðalstjórnandi hennar. Meira
19. mars 2021 | Tónlist | 115 orð | 1 mynd

Stórsveit Reykjavíkur fagnar aldarafmæli Jóns Múla í Eldborg

Stórsveit Reykjavíkur heldur upp á aldarafmæli Jóns Múla Árnasonar í Eldborg á sunnudag og mánudag, 21. og 22. mars, kl. 20 og er uppselt á fyrri tónleikana. Meira
19. mars 2021 | Kvikmyndir | 859 orð | 2 myndir

Tölfræði og tilviljanir

Leikstjóri og handritshöfundur: Anders Thomas Jensen. Byggt á hugmynd Jensen og Nikolaj Arcel. Aðalleikarar: Mads Mikkelsen, Nikolaj Lie Kaas, Andrea Heick Gadeberg, Lars Brygman, Nicolas Bro, Gustav Lindh og Roland Möller. Danmörk, 2020. 116 mínútur. Meira

Umræðan

19. mars 2021 | Aðsent efni | 634 orð | 1 mynd

„Skuggalegt“ skipulagsslys boðað í Kópavogi

Eftir Tryggva Felixson: "Bæjaryfirvöld í Kópavogi verða að vanda betur til verka og afstýra því skuggalega skipulagsslysi sem virðist í uppsiglingu í hjarta bæjarins." Meira
19. mars 2021 | Aðsent efni | 714 orð | 2 myndir

Er barnið þitt með endómetríósu?

Eftir Arnfríði Henrýsdóttur og Ragnheiði Oddnýju Árnadóttur: "Endómetríósa er sjúkdómur hinna mörgu andlita. Einkennin koma oftast fram á unglingsaldri en tekið getur mörg ár fyrir konur að fá rétta greiningu" Meira
19. mars 2021 | Aðsent efni | 353 orð | 1 mynd

Frönsk framganga

Eftir Ástu Sigríði Fjeldsted: "Mín reynsla er sú að tungumálakunnátta opnar nýjar víddir, nýja möguleika og er einstaklega verðmætur lykill að menningu og samfélagi þjóða" Meira
19. mars 2021 | Pistlar | 357 orð | 1 mynd

Íslensk matvælaframleiðsla í fremstu röð

Matvælaframleiðsla þjóðarinnar er ein af grunnstoðum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfstætt samfélag til framtíðar. Víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi en forgangsröðun stjórnvalda þarf að breyta. Meira
19. mars 2021 | Aðsent efni | 705 orð | 1 mynd

Orkustefna rískisstjórnarinnar er frá ESB

Eftir Friðrik Daníelsson: "Af lestri orkustefnunnar er ljóst að ekki er hægt að láta ESB ákveða orkustefnu Íslands." Meira
19. mars 2021 | Aðsent efni | 1160 orð | 4 myndir

Þétting byggðar og einsleitni húsagerða

Eftir dr. Bjarna Reynarsson: "Allt stefnir að sömu niðurstöðu: Íbúðahverfi með fjölbreyttum húsagerðum þjóna best íbúum Reykjavíkur." Meira
19. mars 2021 | Aðsent efni | 658 orð | 1 mynd

Þögla stjórnarskráin

Eftir Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur: "Stjórnarskráin verðskuldar þá virðingu að fá að standa þar sem hún getur staðið og um leið að við lagfærum hana og bætum þar sem þess er þörf." Meira

Minningargreinar

19. mars 2021 | Minningargreinar | 133 orð | 1 mynd

Arnfríður Snorradóttir

Arnfríður Snorradóttir fæddist 26. febrúar 1925. Hún lést 3. mars 2021. Útför Arnfríðar fór fram 12. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 1936 orð | 1 mynd

Bergljót Hermundsdóttir

Bergljót Hermundsdóttir fæddist í Reykjavík þann 17. desember 1943. Hún lést 11. mars 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Gyða Thorlacius, f. í Reykjavík 25. september 1916, d. 21. júlí 1993, og Hermundur Tómasson, f. á Ísafirði 7. júní 1911, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 2585 orð | 1 mynd

Dagmar Didriksen

Dagmar Didriksen, fædd Petersen, fæddist í Kollafirði í Færeyjum 20. júlí 1929. Hún lést 3. mars 2021. Foreldrar hennar voru Emil og Anna Kathrina Petersen. Hún var 6. í röðinni af 13 systkinum og lifa hana Arngrím og Frida Petersen. Hinn 3. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargrein á mbl.is | 1277 orð | 1 mynd | ókeypis

Dagmar Didriksen

Dagmar Didriksen, fædd Petersen, fæddist í Kollafirði í Færeyjum 20. júlí 1929. Hún lést 3. mars 2021. Foreldrar hennar voru Emil og Anna Kathrina Petersen. Hún var 6. í röðinni af 13 systkinum og lifa hana Arngrím og Frida Petersen. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 1128 orð | 1 mynd

Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir fæddist 29. maí 1930 í Stapaseli, Stafholtstungna-hreppi. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhannes Jónsson, bóndi í Stapaseli og síðar á Flóðatanga, f. 24. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 2853 orð | 1 mynd

Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Guðrún Þóra Hjaltadóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1954. Hún lést 7. mars 2021. Faðir Guðrúnar var Hjalti Pálsson frá Hólum í Hjaltadal, f. 1.11. 1922, d. 24.10. 2002, landbúnaðarverkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá SÍS. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 1313 orð | 1 mynd

Halldóra Kristrún Hjörleifsdóttir

Halldóra Kristrún Hjörleifsdóttir fæddist í Sælingsdalstungu í Dalasýslu 28. júní 1927. Hún lést á hjúkrunar og dvalarheimilinu Lundi á Hellu þann 11. mars 2021. Foreldrar hennar voru Kristmey Þórdís Þorleifsdóttir, f. 19. feb. 1900, d. 2 jan. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 1587 orð | 1 mynd

Helga Þorgeirsdóttir

Helga Þorgeirsdóttir fæddist á Seyðisfirði 19. apríl 1935. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 8. mars 2021. Foreldrar hennar voru Þorgeir Guðjón Jónsson og Elín Kristjana Þorvaldsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 171 orð | 1 mynd

Helgi Vilhelm Jónsson

Helgi Vilhelm Jónsson fæddist í Reykjavík 30. maí 1936. Hann lést 2. mars 2021. Útför Helga fór fram 18. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 709 orð | 1 mynd

Hrönn Arnheiður Björnsdóttir

Hrönn Arnheiður Björnsdóttir húsmóðir, fæddist á Dalvík þann 18. september 1931. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. mars 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Sigrún Júlíusdóttir og Björn Zophonías Arngrímsson. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 3061 orð | 1 mynd

Pétur Björn Pétursson

Pétur Björn Pétursson fæddist 31. janúar 1946 á Rauðará í Reykjavík þar sem Frímúrarahúsið stendur nú við Skúlagötu 55. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 7. mars 2021. Pétur Björn var sonur hjónanna Þórunnar Kjaran Ólafsson húsfreyju, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 1346 orð | 1 mynd

Sigríður Eiríksdóttir

Sigríður Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 17. apríl 1951. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 4. mars 2021. Foreldrar hennar voru Margrét Ólafsdóttir Hjartar húsmóðir, f. 2. júlí 1918 á Þingeyri, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 387 orð | 1 mynd

Sigríður Erlendsdóttir

Sigríður Erlendsdóttir fæddist 17. nóvember 1931 á Ísafirði. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar 9. mars 2021 á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Foreldrar hennar voru Erlendur Jónsson skósmiður og Gestína Guðmundsdóttir húsfreyja. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 3300 orð | 1 mynd

Sigríður Gísladóttir

Sigríður Gísladóttir fæddist 5. janúar 1941 í Reykjavík þar sem hún ólst upp. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 9. mars 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Hermann Guðmundsson, f. 1884, d. 1969, og Guðrún Sumarliðadóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 4621 orð | 1 mynd

Sigurður Jóhann Rui Helgason

Sigurður Jóhann Rui Helgason fæddist 18. október 2002. Hann lést 7. mars 2021. Foreldrar Sigurðar Jóhanns eru Anna María Sigurðardóttir og Helgi Jóhannesson. Stjúpmóðir Sigurðar Jóhanns er Þórný Jónsdóttir, sambýliskona Helga. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 1945 orð | 1 mynd

Sigurjón Ari Sigurjónsson

Sigurjón Ari Sigurjónsson kaupmaður fæddist á Seltjarnarnesi 4. september 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9. mars 2021. Foreldrar hans voru Sigurjón Jóhannsson, f. 30.8. 1898 í Flatey á Breiðafirði, yfirvélstj., d. 28.11. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2021 | Minningargreinar | 2957 orð | 1 mynd

Þórhalla Kristjánsdóttir

Þórhalla Kristjánsdóttir fæddist 18. ágúst 1925 í Holti í Þistilfirði. Hún lést 2. mars 2021. Foreldrar hennar voru Ingiríður Árnadóttir frá Gunnarsstöðum, f. 1887, d. 1971, og Kristján Þórarinsson frá Laxárdal, f. 1877, d. 1942. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 521 orð | 2 myndir

Býður vörur frá Apple til sölu fyrir Bitcoin rafmynt

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Verslunin Eldhaf, sem einnig rekur netverslunina eldhaf.is og flytur inn og selur vörur frá tæknirisanum Apple, mun frá og með deginum í dag bjóða fólki að kaupa Apple-vörur í vefverslun með rafmyntinni Bitcoin. Meira
19. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 181 orð

Samkeppniseftirlitið rannsakar möguleg brot

Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar möguleg brot Festi á sátt við Samkeppniseftirlitið, m.a. vegna tafa við sölu á eignum félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu eftirlitsins. Meira
19. mars 2021 | Viðskiptafréttir | 262 orð | 1 mynd

Vaxtahækkun ólíkleg á árinu

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum út þetta ár, þ.e. í 0,75%. Meira

Fastir þættir

19. mars 2021 | Fastir þættir | 164 orð | 1 mynd

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 h6 6. Bh4 dxc4 7. e4 b5 8...

1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 h6 6. Bh4 dxc4 7. e4 b5 8. Be2 Db6 9. 0-0 Bb7 10. Re5 Bb4 11. f4 Rbd7 12. Rxf7 Kxf7 13. e5 c5 14. exf6 cxd4 15. Bh5+ Kg8 16. Kh1 Hh7 17. f7+ Kf8 18. Bg6 Hh8 19. Re4 Be7 20. Bf2 e5 21. Meira
19. mars 2021 | Í dag | 132 orð | 1 mynd

Áhugaverð Hlaðvörp: Eva Matta gefur álit

Eva Mattadóttir heldur úti hlaðvarpinu Normið ásamt Sylvíu Briem. Sjálf hlustar hún reglulega á hlaðvörp og fékk K100 hana til þess að gefa lesendum álit á því sem hún hlustar á. Meira
19. mars 2021 | Árnað heilla | 81 orð | 1 mynd

Garðar Víðir Gunnarsson

40 ára Garðar ólst upp á Sauðárkróki, en býr á Seltjarnarnesi. Hann er með ML-gráðu í lögfræði frá Haskólanum í Reykjavík og LL.M.-gráðu frá Stokkhólmsháskóla. Garðar er lögmaður hjá LEX lögmannsstofu. Maki : Marie-Odile Désy, f. Meira
19. mars 2021 | Árnað heilla | 87 orð | 1 mynd

Jónína Guðrún Gunnarsdóttir

60 ára Jónína býr í Syðra-Vallholti 2 í Vallhólma í Skagafirði og ólst þar upp. Hún er iðjuþjálfi að mennt frá Háskólanum á Akureyri og er forstöðumaður Iðju sem er dagþjónusta fyrir fatlað fólk í Sveitarfélaginu Skagafirði. Meira
19. mars 2021 | Í dag | 48 orð

Málið

Viðbúnaður er undirbúningur , það að gera sig viðbúinn . Þegar búist er við árás utan úr geimnum er frá því sagt í fréttum að Almannavarnir hafi mikinn viðbúnað . Meira
19. mars 2021 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Seltjarnarnes Charlotte Amalía fæddist 5. maí 2020 kl. 6.09. Hún vó...

Seltjarnarnes Charlotte Amalía fæddist 5. maí 2020 kl. 6.09. Hún vó 3.270 g og var 48,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Garðar Víðir Gunnarsson og Marie-Odile Désy... Meira
19. mars 2021 | Árnað heilla | 670 orð | 4 myndir

Sér enga dellu við veiðiáhugann

Kjartan Ingi Lorange er fæddur 19. mars 1971 í Árbænum í Reykjavík og eyddi þar fyrstu sjö árum ævinnar. „Eftir það var flakkað um þar til fjölskyldan flutti á Laugarásveg í Reykjavík og var þar fram undir 1990. Meira
19. mars 2021 | Í dag | 249 orð

Sportbílastæði og Málfríður ríka

Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifaði fyrir viku rúmri í Boðnarmjöð: „Uppi eru hugmyndir í borgarstjórn um að friðlýsa Grafarvoginn og leirurnar í honum. Þetta er þröngsýnt fólk sem hugsar skammt og sér ekki sólina fyrir fuglum og öðru náttúrurugli. Meira
19. mars 2021 | Í dag | 30 orð | 3 myndir

Ævintýralegur vöxtur Avo

Stefanía Bjarney Ólafsdóttir hefur leitt ævintýralegan vöxt hugbúnaðarþróunarfyrirtækisins Avo undanfarin misseri. Fyrirtækið hefur þróað lausnir sem nýtast nú sífellt fleiri alþjóðlegum stórfyrirtækjum. Meira

Íþróttir

19. mars 2021 | Íþróttir | 895 orð | 3 myndir

Allt öðruvísi en árið 2011

EM U21 árs Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tíu árum eftir að Ísland komst í fyrsta skipti í lokakeppni Evrópumóts 21-árs landsliða karla í fótbolta, og náði fimmta sæti EM í Danmörku sumarið 2011, er íslenska landsliðið í þessum aldursflokki aftur á leið á EM. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Þór Þ. – Stjarnan 92:83 Höttur – KR...

Dominos-deild karla Þór Þ. – Stjarnan 92:83 Höttur – KR 97:98 Haukar – Grindavík 76:81 Valur – Tindastóll 90:79 Staðan: Keflavík 141221289:111924 Þór Þ. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Evrópudeild karla 16-liða úrslit, seinni leikir: Molde – Granada...

Evrópudeild karla 16-liða úrslit, seinni leikir: Molde – Granada 2:1 • Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 63 mínúturnar með Molde. *Granada áfram, 3:2 samanlagt. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Frá Venesúela í Breiðholtið

Octavio Páez, 21 árs gamall knattspyrnumaður frá Venesúela, er genginn til liðs við Reykjavíkurfélagið Leikni, sem er nýliði í úrvalsdeildinni í ár, og leikur með því á komandi tímabili. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Freista þess að hefna í Skopje

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir Norður-Makedóníu í fyrsta leiknum í undankeppni heimsmeistaramótsins í Skopje í dag. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 94 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Höllin Ak: Þór Ak...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Höllin Ak: Þór Ak. – ÍR 18.15 Blue-höllin: Keflavík – Njarðvík 20.15 1. deild karla: Ísafjörður: Vestri – Fjölnir 19.15 Álftanes: Álftanes – Hrunamenn 19. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Mega koma til Þýskalands

Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson og Rúnar Alex Rúnarsson mega koma til Þýskalands vegna leiksins gegn Þjóðverjum í Duisburg í undankeppni HM næsta fimmtudag. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Pogba afgreiddi Milan á San Siro

Manchester United og Arsenal halda uppi heiðri Englands í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta á meðan Tottenham lauk keppni með dapurlegri frammistöðu í Zagreb í gærkvöldi. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 289 orð | 3 myndir

* Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikur ekki meira með handknattleiksliði Vals...

* Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikur ekki meira með handknattleiksliði Vals á þessu keppnistímabili. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 556 orð | 2 myndir

Þórsarar tóku annað sætið

Körfuboltinn Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Þór frá Þorlákshöfn tók annað sætið af Stjörnunni er liðin mættust í 15. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í gærkvöldi. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Þrjár erlendar til Akureyrar

Kvennalið Þórs/KA í knattspyrnu hefur fengið liðsauka fyrir komandi keppnistímabil, en þrír erlendir leikmenn hafa samið við Akureyrarfélagið. Það eru Sandra Nabweteme frá Úganda, Miranda Smith frá Kanada og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum. Meira
19. mars 2021 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Þýskaland RN Löwen – Ludwigshafen 31:27 • Ýmir Gíslason...

Þýskaland RN Löwen – Ludwigshafen 31:27 • Ýmir Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. Hannover-Burgdorf – Magdeburg 27:29 • Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson 5. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.