Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann væri „stoltur“ af utanríkisráðherra sínum, Antony Blinken, eftir að viðræður hans við Yang Jiechi, formann utanríkismálanefndar kínverska kommúnistaflokksins, í fyrrinótt breyttust í rifrildi...
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 332 orð
| 1 mynd
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bjartur á Bjöllunni hefur lagt sitt af mörkum til að bregðast við áhrifum kórónuveirufaraldursins með reglulegum hnyttnum skemmtiþáttum í ólæstri dagskrá á síðu sinni á fésbókinni undanfarna mánuði. Í nýjasta þættinum kynnir hann Bjöggu til sögunnar og saman bjarga þau buddunni með eftirminnilegum hætti. „Hann er í góðum málum núna,“ segir maðurinn á bak við Bjart, húsasmíðameistarinn Ólafur Sæmundsson, verkefnastjóri TVT og byggingarstjóri Íslandshótels í Lækjargötu í Reykjavík, en Sólveig Magnúsdóttir er í hlutverki Bjöggu.
Meira
Jón Sigurðsson Nordal Ragnhildur Þrastardóttir Ekki liggur fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi hvenær bólusetningar með bóluefni AstraZeneca hefjast á ný hér á landi, en hlé var gert á notkun þess í síðustu viku.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 526 orð
| 3 myndir
Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Við bændur þurfum að stilla saman strengina til að geta talað fyrir mikilvægi íslensks landbúnaðar, sama hvað við erum að framleiða,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ). Aðalmálið á búnaðarþingi sem sett verður á mánudag er tillaga um að einfalda félagskerfi bænda, meðal annars með því að gera búgreinafélögin að deildum innan Bændasamtakanna og draga úr vægi búnaðarsambandanna við kosningar á búnaðarþing.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 142 orð
| 1 mynd
Atvinnu- og nýsköpunarsetrið Skóp, sem er fyrir frumkvöðla í Kópavogi, var opnað formlega í gær. Frumkvæði að verkefninu hafði Markaðsstofa Kópavogs sem nýtur til þessa dyggs stuðnings frá Kópavogsbæ og ýmsum fyrirtækjum í bæjarfélaginu.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 259 orð
| 2 myndir
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Unnið er af fullum krafti við Baldvin Njálsson GK, nýjan flakafrystitogara Nesfisks ehf. í Garði, í Armon-skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 344 orð
| 2 myndir
Eldgos hófst um klukkan 20.45 í gærkvöldi í Geldingadal sunnan Fagradalsfjalls á Reykjanesskaga um 8 km norðaustur af Grindavík. Um er að ræða sprungugos og flæddi hraunið í vestur og suður. Er þetta í fyrsta skipti í 800 ár sem gýs á þessum slóðum.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 234 orð
| 1 mynd
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru í gær sakfelldir í CLN-málinu svokallaða, en það hefur einnig verið kallað Chesterfield-málið.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 363 orð
| 2 myndir
Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hefur tekið jákvætt í ósk eiganda hússins Skipholt 1 um að innrétta þar 36 íbúðir. Fyrir liggur leyfi til að innrétta hótel í húsinu en nú hefur verið fallið frá þeim áformum.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 811 orð
| 3 myndir
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félag atvinnurekenda (FA) hefur krafið samgönguráðuneytið svara vegna málefna Íslandspósts. Hafi erindinu ekki verið svarað innan sjö daga hyggst félagið senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis.
Meira
Fimmtu og síðustu tónleikar Kammermúsíkklúbbsins á þessum vetri verða í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru píanótríó í d-moll eftir Mendelssohn og píanótríó nr. 2 í C-dúr eftir Brahms.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 140 orð
| 1 mynd
Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins 2021. Um er að ræða bæði malbikun yfirlaga með fræsun og malbikun sem og malbikun yfir eldri slitlög.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 162 orð
| 1 mynd
Nemendum Fossvogsskóla verður kennt í húsnæði Korpuskóla frá og með þriðjudeginum. Húsnæðið hefur ekki verið notað undir kennslu frá því að skólar í Grafarvogi voru sameinaðir.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 287 orð
| 1 mynd
Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is „Ég tel mikilvægt að við skilgreinum okkur sem norðurslóðaríki og við tölum ávallt í þágu íbúa norðurslóða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem tók í gær við tillögum að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Í framhaldinu mun ráðherra leggja fram þingsályktunartillögu, byggða á stefnunni.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 164 orð
| 2 myndir
Úr bæjarlífinu Birna G. Konráðsdóttir Borgarfirði Á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal er fyrirhugað að opna nýtt hótel í sumar. Þar verða þrettán herbergi, matsalur og kaffihús.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 262 orð
| 1 mynd
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Verktaki og eftirlitsmenn Vegagerðarinnar kanna nú orsakir ójafna í nýjum vegi um Reykjaheiði í Biskupstungum, sem lagður var síðasta sumar.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 637 orð
| 2 myndir
Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Viðamikil endurskipulagning á rekstri kirkjunnar er ein helsta skýring þessarar niðurstöðu ársreikningsins. Sala eigna sem voru of hátt bókfærðar myndar sölutap sem einnig er meginástæða stöðunnar,“ segir í fréttatilkynningu sem þjóðkirkjan sendi frá sér vegna ársuppgjörs 2020. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær var halli á rekstri kirkjunnar upp á 654 milljónir 2020.
Meira
Mótmælendur í borginni Jangon sjást hér bera særðan félaga sinn í burtu frá átakasvæðum eftir að herinn í Búrma reyndi að berja niður mótmælin þar með valdi. Létust sex manns í gær.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 255 orð
| 1 mynd
Landsréttur dæmir að gjald sem fyrirtæki greiða fyrir tollkvóta vegna innflutnings búvara teljist skattur. Stjórnvöldum sé óheimilt að leggja á skatta og sé þessi gjaldtaka því ekki talin samrýmast ákvæðum stjórnarskrár.
Meira
Rússneska sendiráðið vonar að íslenskir stjórnmálamenn og blaðamenn temji sér „meira jafnvægi“ í umfjöllun þeirra um alþjóðleg öryggis- og varnarmál.
Meira
Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr býtum gegn Kvennaskólanum í Reykjavík í úrslitaviðureign Gettu betur í gærkvöldi. Aðeins munaði fjórum stigum að loknum hraðaspurningum Verzlunarskólanum í vil.
Meira
Hjólasöfnun Barnaheilla hófst í hádeginu í gær í tíunda sinn. Átakið stendur til 1. maí og er ætlunin að safna hjólum sem gefin verða börnum og unglingum sem ekki hafa tök á að kaupa sér reiðhjól. Á þeim árum sem söfnunin hefur farið fram hafa samtals...
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 181 orð
| 1 mynd
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig hafa fundið skotvopnið sem notað var þegar Armando Bequiri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Þetta segir Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 617 orð
| 2 myndir
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sveitin mín er í sérflokki,“ segir Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Vestur-Eyjafjöllum. „Hvergi á landinu vorar jafn snemma og einmitt hér.
Meira
Lars Schaade, varaforseti Robert Koch-stofnunarinnar, sóttvarnarstofnunar Þýskalands, varaði við því í gær að tilfellum þar í landi fjölgaði nú með veldisvexti.
Meira
Skagfirskir bændur, sem gert var að skera fé sitt vegna riðu sem kom upp á svæðinu, hafa ekki fengið lögbundnar bætur frá ríkinu. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu eru viðræður við bændur langt komnar.
Meira
Í dag, laugardaginn 20. mars klukkan 9.37, verða vorjafndægur á norðurhveli jarðar en haustjafndægur á suðurhvelinu. Á norðurhvelinu hefst vor en haust á suðurhvelinu þegar sólin færist norður yfir miðbaug himins.
Meira
20. mars 2021
| Innlendar fréttir
| 147 orð
| 1 mynd
Talsvert hefur borið á öndunarfærasýkingum og ælupest á höfuðborgarsvæðinu undanfarið, að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Meira
Við sama tækifæri í síðustu viku voru nefnd nýleg skrif um Joe Biden ættuð úr amerískri útgáfu af Spectator. Þar var sagt að svo væri komið að næstum mætti flokka það undir grimmd að hefja um það umræðu opinberlega. En um leið væri það sýnu meira grimmdarverk af hálfu Demókrataflokksins að fara svona illa með hrakandi eldri mann, og blekkja kjósendur í kosningum og halda því áfram eftir þær, og svívirða með því lýðræðið.
Meira
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Ég er sífellt að gera tilraunir og kanna möguleika efnanna en það er mér mikilvægt að sköpunarferlið sé skemmtilegt. Ég hef kannski mynd af útkomunni í huganum en alls ekki fyrirframgefna leiðarlýsingu á hvernig ég eigi að ná þangað. Ég vinn út frá ljósmyndaaðferðum fyrri tíma og þegar vel tekst til á næ ég nokkurn veginn á áfangastaðinn sem ég stefni að,“ segir myndlistarkonan Claudia Hausfeld þar sem við skoðum verk hennar í Hverfisgalleríi neðst við Hverfisgötu.
Meira
Anna Þóra Karlsdóttir opnar sýninguna Dagsverkin í Mjólkurbúðinni á Akureyri í dag kl. 14. Verkin vann Anna Þóra á liðnu ári í einangrun vegna heimsfaraldursins. „Verkin eru úr íslenskri ull sem Anna Þóra hefur kembt og skilið togið frá þelinu.
Meira
Interiors nefnist sýning sem bandaríski raunsæismálarinn David Molesky opnar og sýnir í Deiglunni á Akureyri í dag, laugardag, kl. 14-17 og á morgun, sunnudag kl. 13-17.
Meira
Sakna nefnist myndlistarsýning sem Elín Þóra Rafnsdóttir opnar í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 í dag og stendur til 21. apríl. „Verkin eru unnin þannig að ég byrja að setja lit á tóman strigann eftir því hvernig mér líður þann daginn.
Meira
Fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í ár fyrir bækur sem komu út í fyrra og verða verðlaunin veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga...
Meira
Ráðherra menningarmála í Frakklandi, Roselyne Bachelot, stendur hér við rómað málverk austurríska málarans Gustavs Klimt, „Rósarunnar undir trjánum“, frá 1905.
Meira
Tónleikar undir yfirskriftinni Ilmur af rósum við lækjarnið verða haldnir í dag á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju og vísar heiti hennar til þess hvenær tónleikarnir hefjast.
Meira
Ljósmyndasýningin Rökræður , með svarthvítum filmuljósmyndum Jónu Þorvaldsdóttur úr búddísku nunnuklaustri á Indlandi, verður opnuð kl. 17 í dag, laugardag, í sýningarsalnum Ramskram á Njálsgötu 49. Elfa Ýr Gylfadóttir vann textaskýringar við myndirnar.
Meira
Þorpið í bakgarðinum, nýjasta kvikmynd leikstjórans Marteins Þórssonar, var frumsýnd í Háskólabíói á miðvikudag en handrit hennar skrifaði Guðmundur Óskarsson.
Meira
Opið hús og listasmiðja verður hjá Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ, í Gróskusalnum við Garðatorg 1 á morgun kl. 13-15. Öllum er velkomið að koma og fylgjast með lifandi sköpun og taka þátt í listasmiðjunni.
Meira
Á Let The Light In fylgir tónskáldið Sunna Friðjóns nokkurn veginn tónspori fyrstu plötu sinnar en breiðir um leið úr sér. Fyrri platan vísaði í eitthvað afgirt og jafnvel erfitt en nú flæða ljósgeislarnir inn...
Meira
Richard Wagner-félagið heldur aðalfund sinn í dag, laugardag, kl. 14 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14a, en gengið er inn og upp á aðra hæð um inngang andspænis Iðnó. Að fundi loknum, kl. 14.
Meira
Athygli í fjölmiðlum er meint auðlind sem stjórnmálamenn sækjast eftir. Aðgangur að ræðustól, víðlesnum fjölmiðlum, sviðsljós á mannamótum og fleira slíkt þykir mikilvægt í pólitík. Vissulega getur þetta komið sér vel, en er ekki algilt.
Meira
Eftir Þorstein V. Einarsson: "Frjór jarðvegur er fyrir jákvæða karlmennsku á Íslandi sé tekið mið af frásögnum karla undir myllumerkinu #karlmennskan á Twitter fyrir þremur árum."
Meira
Eftir Einar Mäntylä, Hans Guttorm Þormar og Þorkel Sigurlaugsson: "Árangur í listum og vísindum tekur tíma. „Hafðu engar áhyggjur. Það tekur fimmtán ár að verða frægur á einni nóttu.“"
Meira
Eftir Akeem Cujo Oppong: "Það ber að minnast á viðhorf fólks til svörtu fjallkonunnar fyrir nokkrum árum. „Myndi ekki vilja að dóttir mín væri með svörtum manni“ er oft hugsað líka."
Meira
Eftir Jón Gunnarsson: "Við verðum að setja samkeppnishæfi okkar í fyrsta sæti, stokka upp, núllstilla umræðuna og hefja aftur á réttum forsendum."
Meira
Við höfum þraukað saman í tólf mánuði undir áföllum af Covid 19. Fólkið í landinu er búið að færa ómældar fórnir með einangrun, samgöngutakmörkunum og grímuskyldu.
Meira
Eftir Jón Ólaf Halldórsson: "Það er afstaða SVÞ að ekki sé hægt að styðja afgreiðslu frumvarpsins ... nema því verði breytt á þann hátt að innlend netverslun með bjór og léttvín verði heimiluð samhliða því að innlendum framleiðendum verði heimiluð smásala á framleiðslustað."
Meira
Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "Leyfi til nýtingar á sameiginlegum auðlindum eru í öllum tilvikum nema í sjávarútvegi, bundin við tiltekinn tíma."
Meira
Eftir Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur: "Sjálfbær nýting, skynsamleg stjórnun veiða og nýsköpun í sjávarútvegi eru hagur bæði þeirra sem við atvinnugreinina starfa og þjóðarinnar allrar."
Meira
Ég hef hér farið yfir ýmsar brellur, firrur, gloppur og skekkjur í verkum Jóns Ólafssonar um íslensku kommúnistahreyfinguna. Ýmsar þjóna þær þeim tilgangi að gera lítið úr ofbeldiseðli hreyfingarinnar og tengslum við alræðisherrana í Mosku.
Meira
Eftir Gunnar Hjört Gunnarsson: "Vilji Reykvíkinga er allt sem þarf og samkvæmt samkomulagi borgar og ríkisins á flugið að vera farið úr Vatnsmýri fyrir miðnætti 31. desember 2022."
Meira
Anna Guðrún Sigurðardóttir fæddist 18. september 1975. Hún lést 16. febrúar 2021. Útför Önnu Guðrúnar fór fram 25. febrúar 2021. Meira á: www.mbl.is/andlat
MeiraKaupa minningabók
20. mars 2021
| Minningargrein á mbl.is
| 758 orð
| 1 mynd
| ókeypis
Anna Guðrún Sigurðardóttir fæddist 18. september 1975. Hún lést 16. febrúar 2021.Útför Önnu Guðrúnar fór fram frá Langholtskirkju 25. febrúar 2021.
MeiraKaupa minningabók
Garðar Jónsson fæddist 21. janúar 1966 í Reykjavík. Hann lést 1. mars 2021 á sjúkrahúsi Akraness. Foreldrar hans eru: Alma Garðarsdóttir frá Hrísey, f. 7.1. 1946, og Jón Guðmundsson frá Barðastöðum á Snæfellsnesi, f. 27.4. 1944, d. 18.7. 2016.
MeiraKaupa minningabók
Guðný Helga Björnsdóttir fæddist 7. desember 1929 á Suðureyri í Súgandafirði. Hún lést 7. mars 2021 á Sjúkrahúsinu á Hólmavík. Foreldrar hennar voru Karólína Hrefna Jónsdóttir, f. 13. september 1894, d. 27. febrúar 1970, og Björn Vigfússon, f. 4.
MeiraKaupa minningabók
Ingibjörg Guðríður Matthíasdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 27. febrúar 1938. Hún lést á heimili sínu að Strandvegi 20 í Vík þann 3. mars 2021. Hún var dóttir hjónanna Jónínu Þórðardóttur húsmóður frá Hryggjum í Mýrdal, f. 3.6. 1911, d. 24.7.
MeiraKaupa minningabók
20. mars 2021
| Minningargreinar
| 1497 orð
| 1 mynd
Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verðtryggðar skuldir ríkissjóðs hafa hækkað í verðbólguskotinu undanfarið. Afborgun af 65 milljarða skuldabréfi í apríl mun hins vegar lækka hlutfall verðtryggðra skulda.
Meira
Fjárfestingarfélagið Snæból, sem er í eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hagnaðist um 4,45 milljarða króna í fyrra. Jókst hagnaðurinn um ríflega þrjá milljarða frá árinu 2019.
Meira
Haraldur Sigmundsson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni og afbakar hin ýmsu þjóðartákn með litríkum og girnilegum verkum. Háðsádeilan er alltumvefjandi.
Meira
30 ára Andri Viðar verður þrítugur á morgun. Hann er Reykvíkingur en býr á Selfossi. Hann er með sveinspróf í rafvirkjun frá FB og stundar nám í rafiðnfræði við HR. Andri starfar sem rafvirki hjá Gjörva. Maki: Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, f.
Meira
ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 9.30. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni Ássafnaðar og séra Davíð Þór Jónsson prestur í Laugardalsprestakalli þjóna. Brúður, bænir, söngur, sögur. Athugið að morgunkaffi verður í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar, kl.
Meira
Hjörvar Steinn Grétarsson var hinn öruggi sigurvegari „Íslandsbikarsins“ sem lauk í aðalútibúi Landsbankans um síðustu helgi. Hann vann Hannes Hlífar Stefánsson tvisvar og hlaut 7 vinninga í átta skákum.
Meira
Að ráðgast þýðir að bera e-ð undir e-n, leita ráða hjá e-m – og maður ráðgast við þann hinn sama. Að ráðskast er annað mál: að beita ráðríki . Ef maður væri alvitur væri afsakanlegt að sóa ekki tíma í að ráðgast við aðra.
Meira
Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Mun það vera á mörgu smetti. Má það finna hrossi á. Hrikalegt á Huldukletti. Hljóðfæri það kalla má. Eysteinn Pétursson svarar: Hver með nefi sínu syngur. Svo er nefið hrossum á.
Meira
Selfoss Thelma Björk Andradóttir fæddist 1. júní 2020 kl. 18.39. Hún vó 2.885 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Andri Viðar Oddsson og Tinna Dögg Guðlaugsdóttir...
Meira
Valgarður Egilsson fæddist 20. mars 1940 á Grenivík og ólst upp í Hléskógum í Höfðahverfi. Foreldrar hans voru hjónin Egill Áskelsson, f. 1907, d. 1975, bóndi þar, og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 1905, d. 1973, húsfreyja.
Meira
Skautafélag Akureyrar, SA, er deildarmeistari karla 2021 í íshokkí en liðið vann 8:3-stórsigur gegn SR í Skautahöllinni á Akureyri í gær, Jóhann Leifsson skoraði tvívegis fyrir SA í leiknum og þá skoruðu þeir Unnar Rúnarsson, Baltasar Hjálmarsson, Orri...
Meira
*Bayern München gæti mætt Manchester City og Liverpool gæti mætt Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta, takist þessum liðum að vinna leiki sína í átta liða úrslitunum.
Meira
Bandaríkin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Arnór Ingvi Traustason verður fjórði íslenski knattspyrnumaðurinn til að spila í bandarísku MLS-deildinni en hann skrifaði í vikunni undir tveggja ára samning við New England Revolution.
Meira
Í gær voru félagaskipti Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til sænska úrvalsdeildarliðsins Örebro staðfest. Hún er aðeins 17 ára en á samt 55 deildaleiki í meistaraflokki að baki! Þar af eru 30 í efstu deild með Fylki. Ljóst er að um gífurlegt efni er að ræða.
Meira
Hörður Axel Vilhjálmsson fór mikinn fyrir Keflavík þegar liðið vann stórsigur gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Blue-höllinni í Keflavík í gær.
Meira
Joey Gibbs fór á kostum fyrir Keflavík þegar liðið heimsótti Víking úr Reykjavík í átta liða úrslitum deildabikars karla í knattspyrnu, Lengjubikarsins, á Víkingsvöll í Fossvogi í gær.
Meira
HM 2021 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fór ekki vel af stað í undankeppni HM 2021 í Skopje í Norður-Makedóníu í gær, en liðið tapaði sínum fyrsta leik gegn Norður-Makedóníu með sjö marka mun í A1 Arena.
Meira
Hefur þú áður leikstýrt unglingum? Já, þetta er fjórða árið mitt með Víðistaðaskóla og áður hafði ég unnið með framhaldsskólakrökkum. Við sýnum í ár söngleikinn Annie.
Meira
Virtúós Alice Cooper er ekki í vafa um að Jeff Beck, 76 ára, sé enn þá mest skapandi rokkgítarleikari í heimi og hafi verið það alveg síðan hann var í The Yardbirds. Þetta kom fram í viðtali við hann á BBC.
Meira
Los Angeles. AFP. | Chloé Zhao kann að vera fædd í Peking, en það er vestrið í Bandaríkjunum sem heillar hana og nú er hún með Hollywood í lófa sér.
Meira
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og Felix Bergsson leikari hafa gengið samstíga í gegnum lífið í aldarfjórðung. Þeir segja mikið hafa áunnist í mannréttindabaráttu samkynhneigðra þótt enn vanti góðar fyrirmyndir.
Meira
„Lifið í trúnni, þess óska ég íslenskri æsku,“ er haft eftir Jóhannesi Páli páfa II á Æskulýðskrossinum svonefnda. Sá var settur upp í kjölfar heimsóknar hans heilagleika til Íslands snemmsumars 1989. Hvar er krossinn...
Meira
Júlía Brekkan leggur áherslu á að endurnýta hluti í leik og starfi og brennur fyrir að gefa gömlum munum nýtt líf. Heimili hennar í Hafnarfirði er stílhreint og nútímalegt en margir af hlutunum eiga sér langa sögu.
Meira
Sveinn Dal Sigmarsson er að eigin sögn tuskusali og rekur vefnaðarvöruverslun. Hann er með djúpar rætur í faginu en byrjaði þó ekki sjálfur að sauma fyrr en fyrir nokkrum mánuðum.
Meira
Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 21.
Meira
Áhugaljósmyndarar á Suðurlandi eru þó nokkrir og eru margir þeirra í ljósmyndaklúbbnum Bliki. Þar hittist fólk á öllum aldri sem deilir ástríðu fyrir ljósmyndun. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Meira
Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kunngjörðar í vikunni. Góðkunningja akademíunnar er að finna á listunum tveimur yfir bestan leik í aðalhlutverki í bland við ný og spennandi nöfn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Meira
Bíó Ár mitt með Salinger eða My Salinger Year nefnist nýjasta kvikmynd fransk/kanadíska leikstjórans Philippe Falardeau sem frumsýnd var í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum.
Meira
Breidd Bandaríska söngkonan og lagahöfundurinn Valerie June segir svartar tónlistarkonur aldrei hafa verið einsleitan hóp enda þótt þeirri staðreynd hafi ekki verið slegið upp sérstaklega.
Meira
Vikan einkenndist að miklu leyti af fádæma hlýindum , meira og minna um landið allt, þó þeim fylgdi að vísu nokkurt vatnsveður víða. Hæst fór hann í 20,4°C á Dalatanga.
Meira
Það styttist heldur betur í að Daði og Gagnagmagnið fari út til Rotterdam og keppi fyrir Íslands hönd í Eurovision. Lagið er nú loks opinberlega komið út eftir að hluta úr því hafði verið stolið og deilt á netinu.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.