Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Okkur hugnaðist ekki að þeir aðilar sem í fyrstu tveimur tilraununum reyndu að kaupa reksturinn hjá Festi, tækju við verslunarrekstrinum hér á Hellu,“ segir Björk Grétarsdóttir, oddviti Rangárþings ytra, í samtali við Morgunblaðið. Sveitarfélagið á húsnæðið sem reksturinn er í og kom í veg fyrir að af sölunum yrði. „Við töldum að þessir aðilar myndu ekki geta staðið undir verslunarrekstri eins og þeim sem við viljum hafa hér í bænum. Við erum raunar á þeirri skoðun að best væri að halda þessu óbreyttu, eða sem enn betra væri, að hér yrði opnuð Krónuverslun á vegum sömu aðila og reka verslunina í dag,“ segir Björk.
Meira