Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Óvenjuleg listsýning, „Fuglar hugans“, var opnuð í Kringlunni í fyrradag, þar sem mismunandi listform mynda eina heild. Gestir fá heyrnartól og geta hlustað á tólf lög eftir Bjarna Hafþór Helgason. Ingvar Þór Gylfason málaði málverk við hvert lag og er hægt að fylgjast með sköpuninni frá stroku til stroku á myndbandi eftir Kristján Kristjánsson, samfara því að horfa á sérhannaðan dans Kötu Vignis við hvert lag. „Samspilið er óvenjulegt og gaman er að sjá hvað það virkar vel,“ segir Bjarni Hafþór Helgason, upphafsmaður sýningarinnar og borgunarmaður alls kostnaðar.
Meira