Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hjónin Hulda Friðgeirsdóttir og Sigurður Á. Magnússon eru samhent og tóku þá ákvörðun að hætta að vinna á sama tíma. Í gær var síðasti vinnudagur þeirra, hennar á leikskólanum Suðurborg í Breiðholti og hans hjá Morgunblaðinu. „Við ákváðum þetta í fyrrahaust,“ segir Siggi, Siggi Magg eða Siggi sailor, eins og prentarinn, útlitshönnuðurinn og umbrotsmaðurinn er kallaður jöfnum höndum, en hann hóf störf hjá Morgunblaðinu haustið 1974 eftir að hafa lært og unnið í prentsmiðju Hafnarfjarðar og verið á sjónum.
Meira