Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kennarar og stjórnendur Austurbæjarskóla hafa lengstum haldið gömlum munum, sem tengjast skólanum og starfinu, til haga. Afrakstur umhyggjunnar má sjá í sérstakri skólamunastofu, sem Hollvinafélag Austurbæjarskóla hefur útbúið í risi skólans og þannig bjargað verðmætum frá glötun, en borgaryfirvöld vilja safnið burt og óttast stjórn félagsins afleiðingarnar. „Safnið varðveitir söguna og við megum ekki til þess hugsa að öllu þessu starfi verði fórnað með einu pennastriki,“ segir Pétur Hafþór Jónsson, varaformaður Hollvinafélagsins.
Meira