Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Við áttum satt best að segja von á meiri vilja bæjarins gagnvart þessu móti, en kemur okkur kannski ekki algjörlega á óvart því þetta er sama niðurstaða og var árið 2016 þegar síðast var haldið Íslandsmót á Jaðarsvelli,“ segir Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, GA. Íslandsmótið í golfi verður haldið á Jaðarsvelli á komandi sumri, dagana 5. til 8. ágúst. Þátttakendur, konur og karlar, verða um 150 talsins.
Meira