Þau tíðindi bárust í fyrradag frá Þýskalandi að stjórnvöld þar hygðust semja beint við Rússa um kaup á Spútník 5-bóluefninu gegn kórónuveirunni, sem enn bíður samþykkis Evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA. Fylgir þýska alríkisstjórnin fordæmi Bæjara, en Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands og einn af þeim sem helst hafa verið mátaðir við kanslarastólinn eftir að Merkel yfirgefur hann, kynnti á miðvikudaginn áform sambandsstjórnarinnar um að kaupa 2,5 milljónir skammta af rússneska efninu um leið og EMA veitti samþykki sitt.
Meira