Greinar laugardaginn 10. apríl 2021

Fréttir

10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

2.500 sumarstörf fyrir námsmenn

Stjórnvöld ætla sér að tryggja sumarnám og sumarstörf fyrir ungt fólk og atvinnuleitendur í sumar, sem lið í aðgerðum sínum til þess að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf, eins og segir í tilkynningu sem Ásmundur Einar Daðason,... Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 151 orð

35 milljónir innheimtar

Efling stéttarfélag innheimti alls tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd 103 Eflingarfélaga vegna vangreiddra launa á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta kemur fram í nýbirtri ársfjórðungsskýrslu kjaramálasviðs félagsins fyrir yfirstandandi ár. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Aldrei smíðaður stærri plastbátur

Hulda GK, sem Trefjar hafa smíðað fyrir Blakknes ehf. í Sandgerði, er líklega stærsti plastbátur sem smíðaður hefur verið hér á landi. Báturinn var nýverið sjósettur og standa prófanir nú yfir. Meira
10. apríl 2021 | Erlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Ávann sér aðdáun um veröldina alla

Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar og hertogi af Edinborg, lést í gærmorgun í svefni í Windsorkastalanum vestur af London. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 325 orð

Betri afkoma en búist var við

Tölur um afkomu bæði Kópavogsbæjar og Hafnarfjarðarbæjar á síðasta ári liggja nú fyrir en bæjarfélögin hafa birt ársreikninga fyrir árið 2020. Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar var 325 milljónir kr. á seinasta ári og er haft eftir Ármanni Kr. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 416 orð | 1 mynd

Dælubúnaður ónotaður í geymslu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Búnaður sem keyptur var á árinu 2019 til að dæla sandi af botni hafnarmynnis Landeyjahafnar liggur ónotaður í geymslu hjá Vegagerðinni. Óvíst er hvort hann verður nokkurn tímann settur upp. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 487 orð | 1 mynd

Fallega kraumandi gos

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef séð mörg eldgos, en ekkert er jafn aðgengilegt og fallegt og það sem nú kraumar í Fagradalsfjalli. Breytingar á gosinu og umhverfi þess eru stöðugar og áhugi fólks á þessu sjónarspili skiljanlegur,“ segir Arngrímur Hermannsson, björgunarsveitarmaður og þrautreyndur garpur í fjallaslarki. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 647 orð | 1 mynd

Fjölgun hnúfubaks um allan heim

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hnúfubak hefur fjölgað mjög um allan heim síðustu áratugi og lætur nærri að fjölgunin hafi oft verið um 10% á ári síðustu 20-30 árin. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 378 orð | 3 myndir

Framúrstefnulegur turn við Grjótagjá

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Okkur finnst margt í þessum tillögum mjög framúrstefnulegt en þarna eru þó allskonar hugmyndir sem væri gaman að vinna úr í framtíðinni,“ segir Ólöf Hallgrímsdóttir, formaður félags landeigenda á svæðinu við Grjótagjá í Mývatnssveit. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Fæðingartíðni hæst 30-34 ára

Algengast er orðið að mæður eignist börn sín þegar þær eru á aldrinum 30 til 34 ára. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Fækkun á tjaldstæðum

Ferðaþjónustan fékk að kenna á kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Lítið var um ferðalög milli landa og hótel og veitingastaðir fengu aðeins brot af venjulegum gestafjölda. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Hefja þverun Þorskafjarðar

Framkvæmdir við þverun Þorskafjarðar hefjast strax í næstu viku. Þetta segir Dofri Eysteinsson, framkvæmdastjóri verktakans, Suðurverks hf. Dofri og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, skrifuðu undir verksamning sl. fimmtudag. Meira
10. apríl 2021 | Erlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Kim Jong-un varar við harðindaskeiði

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur tjáð þjóð sinni að búa sig undir harðræðistíma fram undan. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 265 orð | 2 myndir

Láglendisvegur um Mýrdal í umhverfismati

Úr bæjarlífinu Jónas Erlendsson Vík í Mýrdal Mýrdalurinn hefur fundið verulega fyrir áhrifum af Covid-19, þar sem stór hluti atvinnulífsins hefur undanfarin ár snúist í kringum þjónustu við ferðamenn. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 293 orð | 2 myndir

Lögmæti reglugerðar ekki skoðað í ráðuneyti

Andrés Magnússon andres@mbl.is Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lét í gær undan þrýstingi og lét senda fjölmiðlum velflest gögn tengd reglugerðarsetningu hinn 1. apríl, þar sem m.a. var kveðið á um skyldudvöl í sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur úrskurðaði síðar ólögmæta. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 562 orð | 3 myndir

Meirihluti aldraðra er sjaldan einmana

Baksvið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Níu af hverjum tíu öldruðum telja andlega heilsu sína góða og 70% aldraðra eru mjög sjaldan eða aldrei einmana. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar Hagir og líðan aldraðra á Íslandi 2020 . Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 235 orð | 2 myndir

Mikill hafís er norður af landinu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meiri hafís er nú norður af landinu en undanfarin ár á þessum árstíma, að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, dósents í landfræði við Háskóla Íslands. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Ný samsetning verði á skólanum

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég tel að þarna verði brotið blað við hönnun og samsetningu skólabyggingar í Reykjavík,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, um Skerjafjarðarskóla sem taka á í notkun árið 2026. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Samtökin Blár apríl styrkt um hálfa milljón

Blái dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær, 9. apríl. Af því tilefni fengu samtökin Blár apríl 500 þúsund króna styrk sem Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra veitti. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Selja tvær búðir til að uppfylla skilyrði um eina

Samkaup hafa fest kaup á tveimur verslunum Krónunnar. Annars vegar er um að ræða Kjarval á Hellu en sú verslun hefur verið í kastljósi frétta vegna deilna fyrirtækisins og íbúa við Samkeppniseftirlitið. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 98 orð | 2 myndir

Sigurjón Kjærnested nýr framkvæmdastjóri SFV

Sigurjón Norberg Kjærnested verkfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Hann tekur við af Eybjörgu Hauksdóttur í byrjun júní. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 129 orð

Skoða tengsl blóðtappa við bóluefni Janssen

Lyfjastofnun Evrópusambandsins, EMA, greindi frá því í gær að hún væri að rannsaka tilkynningar um blóðtappamyndun hjá fólki í kjölfar bólusetningar með bóluefni Janssen, dótturfyrirtækis Johnson & Johnson. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Sleppt úr gæsluvarðhaldi en fer í farbann

Karlmaður á þrítugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 7. maí, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 368 orð | 3 myndir

Stefna enn á heilsársbyggð í Húsafellsskógi

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar hafnaði nýverið umsókn félagsins Húsafell Hraunlóðir um breytingu á landnotkun á lóð Litla-Tunguskógar í Húsafelli. Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu 31. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Veisluborð í fjörunni á Eyrarbakka

Fjöldi farfugla var á vappi í fjörunni á Eyrarbakka í fyrradag. Á myndinni má sjá hóp skógarþrasta sem alla jafna eru ekki vanir að leita í fjöru eftir æti. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 169 orð

Vilja tilslakanir samhliða bólusetningu

Íslensk stjórnvöld þurfa að leggja fram afléttingaráætlun um tilslakanir sóttvarnatakmarkana samfara árangri í bólusetningum. Þetta kemur fram í grein sem Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs Íslands, ritar í Morgunblaðið í dag. Meira
10. apríl 2021 | Erlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Virða að vettugi óskir um friðsemd

Bretar og Írar hvöttu í gær stríðandi fylkingar í óeirðum sem brotist hafa út á Norður-Írlandi alla vikuna til að halda aftur af sér. Aðfaranótt gærdagsins rigndi bensínsprengjum og grjóti yfir lögreglu sem reynt hefur að skakka leikinn. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Þjóðarsorg í Bretlandi vegna andláts Filippusar

Þjóðarsorg ríkir nú í Bretlandi eftir að tilkynnt var um andlát Filippusar, eiginmanns Elísabetar 2. Bretadrottningar og hertoga af Edinborg, í gærmorgun. Filippus er sá sem lengst hefur gegnt hlutverki drottningarmanns í Bretlandi, og lýsti Elísabet 2. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 521 orð | 3 myndir

Þrjár sviðsmyndir fyrir Heimsleika

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enn ríkir óvissa um það hvernig samkomuhaldi verður háttað í Danmörku í sumar vegna reglna um sóttvarnir. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 141 orð

Þrjú smit greindust innanlands og eitt var utan sóttkvíar

Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands á fimmtudag, öll við einkennasýnatöku. Tvö smitanna greindust í fólki í sóttkví og eitt utan sóttkvíar. Alls voru 103 í einangrun á Íslandi í gær, þar af 82 á höfuðborgarsvæðinu og 13 á Suðurlandi. Meira
10. apríl 2021 | Innlendar fréttir | 253 orð

Þrýstir á vöruverðið

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kostnaður við sjóflutninga frá Asíu hefur stóraukist og gæti það birst í vöruverði á Íslandi á næstunni. Meira

Ritstjórnargreinar

10. apríl 2021 | Reykjavíkurbréf | 1854 orð | 1 mynd

Á hverja getur ESB stólað?

Við könnumst öll við skammdegismálin sem gjósa upp árvisst og fá miklu vanstilltari umgjörð en önnur átakamál. Svo gufa þau allt í einu upp eins og dögg fyrir vorsólinni. Það er iðulega lóan og aðrir íslenskir vorboðar sem komnir eru svo stundvísir og árvissir í átthagana sína. Meira
10. apríl 2021 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

Trúboðið um Borgarlínuna

Viðskiptablaðið fjallar í dálkinum Óðinn um Borgarlínuna og sú mynd sem þar er dregin upp er ekki fögur. Meira
10. apríl 2021 | Leiðarar | 689 orð

Þjóðverjar spila einleik

Þau tíðindi bárust í fyrradag frá Þýskalandi að stjórnvöld þar hygðust semja beint við Rússa um kaup á Spútník 5-bóluefninu gegn kórónuveirunni, sem enn bíður samþykkis Evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA. Fylgir þýska alríkisstjórnin fordæmi Bæjara, en Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands og einn af þeim sem helst hafa verið mátaðir við kanslarastólinn eftir að Merkel yfirgefur hann, kynnti á miðvikudaginn áform sambandsstjórnarinnar um að kaupa 2,5 milljónir skammta af rússneska efninu um leið og EMA veitti samþykki sitt. Meira

Menning

10. apríl 2021 | Tónlist | 541 orð | 3 myndir

Djöflast í forminu

Peysur & parruk er plata eftir Gadus Morhua Ensemble, hvar íslensk þjóðlagatónlist er toguð eilítið og teygð. Hér er rýnt í plötuna sem slíka auk þess sem staða íslenskrar þjóðlagatónlistar er gerð að umtalsefni. Meira
10. apríl 2021 | Myndlist | 151 orð | 1 mynd

Fyrsta einkasýning Mr. Silla í Porti

Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Mr. Silla, opnar myndlistarsýninguna Sub arc í Gallery Porti, Laugavegi 23b, í dag, laugardag, kl. 14 til 18. Meira
10. apríl 2021 | Myndlist | 33 orð | 1 mynd

List í almenningsgarði á tímum kórónuveirunnar

Kúbanski götulistamaðurinn Ricardo Elias Hardy bregður sér í hlutverk bronsstyttu í Retiro-garðinum í Madrid til að gleðja borgarbúa í blíðunni. Meira
10. apríl 2021 | Bókmenntir | 1052 orð | 4 myndir

Ljóslifandi farsóttarsaga

Eftir Gunnar Þór Bjarnason. Mál og menning, 2021. Kilja, 2. útg., 315 bls., ljósmyndir, heimilda- og nafnaskrá. Meira
10. apríl 2021 | Tónlist | 110 orð | 1 mynd

Melónur og vínber með Jóni Múla

Nemendur úr rytmískri deild Menntaskólans í tónlist munu á morgun kl. 20 flytja klassísk dægurlög eftir Jón Múla Árnason á tónleikunum Melónur og vínber með Jóni Múla sem streymt verður beint úr hátíðarsal FÍH. Meira
10. apríl 2021 | Myndlist | 238 orð | 1 mynd

Rómantísk hugmynd um húsvörð

Einkasýning Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur, Húsvörður slær í gegn , verður opnuð í galleríinu í Þulu, Hverfisgötu 34, í dag, laugardag, kl. 14 til 18. Sýningin stendur yfir til 25. apríl og verður opin kl. 14-18 alla daga. Meira
10. apríl 2021 | Kvikmyndir | 75 orð | 1 mynd

Systrabönd settu áhorfsmet

Systrabönd, ný íslensk þáttaröð í leikstjórn Silju Hauksdóttur, sló áhorfsmet í Sjónvarpi Símans Premium um páskana en horft var á þættina yfir 210.000 sinnum á tugþúsundum heimila. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sagafilm, sem framleiðir þættina. Meira
10. apríl 2021 | Kvikmyndir | 660 orð | 4 myndir

Tilraunasvið og leikvöllur

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hreyfimyndahátíðin Physical Cinema Festival verður haldin öðru sinni frá og með deginum í dag til 17. apríl í miðbæ í Reykjavíkur og nú utandyra vegna fjöldatakmarkana og lokana kvikmyndahúsa. Meira
10. apríl 2021 | Fjölmiðlar | 191 orð | 1 mynd

Vandræðagangur teiknaðra táninga

Stundum kemur manni rækilega á óvart hversu frjótt ímyndunarafl fólk getur haft. Meira
10. apríl 2021 | Bókmenntir | 1587 orð | 2 myndir

Varnarskjal fyrir ímyndunaraflið

Viðtal Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Okkur hefur lengi verið sagt að við viljum og þurfum meira af öllu. Meira úrval af öllu,“ segir rithöfundurinn Sverrir Norland. Meira

Umræðan

10. apríl 2021 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Barátta við réttarkerfið

Eftir Kristján S. Guðmundsson: "Undirritaður hefur ekki notið mannréttinda vegna ólöglegs athæfis af hálfu dómstóla, ríkissaksóknaraembættis og lögreglu." Meira
10. apríl 2021 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd

„Vigtaðu rétt strákur“

Eftir Halldór Gunnarsson: "Með þessum skerðingum tekur ríkið til sín hátt í 40 milljarða árlega, sem eru hirtir af eldri borgurum." Meira
10. apríl 2021 | Aðsent efni | 472 orð | 1 mynd

Bílastæðum fækkað um 3.000 í Reykjavík

Eftir Björn Gíslason: "Jafnvel þótt fækkun bílastæða um 2% á ári láti ekki mikið yfir sér er engu að síður um 600 stæði að ræða árlega." Meira
10. apríl 2021 | Aðsent efni | 458 orð | 1 mynd

Brynjólfur Kári Trump

Eftir Guðna Á. Haraldsson: "Og er það ekki einnig dásamlegt að mega vera á annarri skoðun en Trump eða Kári eða Brynjar eða Þórólfur?" Meira
10. apríl 2021 | Aðsent efni | 535 orð | 2 myndir

Forsendur fyrirsjáanleika

Eftir Ara Fenger: "Því er nú tilefni til að hvetja stjórnvöld til að leggja fram afléttingaráætlun í samræmi við árangur í bólusetningum." Meira
10. apríl 2021 | Pistlar | 487 orð | 2 myndir

Grettir, Glámur og þolmynd

Einn kynngimagnaðasti kaflinn í Grettis sögu er frásögnin af viðureign söguhetjunnar og draugsins Gláms. Grettir liggur í fleti sínu og skynjar mikinn gauragang fyrir utan bæinn. Þótt lesandann gruni ýmislegt er honum haldið í óvissu um hvað er á seyði. Meira
10. apríl 2021 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Hvort heldur sem er

Fyrr í vikunni birtist á sama stað í Morgunblaðinu pistill eftir Helgu Völu Helgadóttur. Pistillinn fjallaði um nauðsyn þess að koma á laggirnar embætti umboðsmanns aldraðra. Meira
10. apríl 2021 | Pistlar | 787 orð | 1 mynd

Ímyndarvandi Sjálfstæðisflokks

Í kosningunum í haust þarf að kveða niður boðskap ESB-sinna sem vilja í raun gera Ísland að litlum áhrifalausum hreppi í Evrópu. Meira
10. apríl 2021 | Aðsent efni | 354 orð | 1 mynd

Katrín og skotgrafir

Eftir Sigurbjörn Guðmundsson: "Hvað er stjórnarskrá?" Meira
10. apríl 2021 | Aðsent efni | 358 orð | 2 myndir

Ný glæsileg uppsjávarskip

Eftir Njál Trausta Friðbertsson: "Ný skip svara kröfum alþjóðlegrar samkeppni um betri nýtingu hráefnis og meiri arðbærni." Meira
10. apríl 2021 | Aðsent efni | 744 orð | 1 mynd

Orkuþörf og orkuframleiðsla eiga að fara saman

Eftir Ara Trausta Guðmundsson: "Með frumkvæðinu er sú staða ákvörðuð að vindorka geti gagnast samfélaginu en um leið tekið skynsamlegri stýringu og lotið heildrænu skipulagi." Meira
10. apríl 2021 | Pistlar | 287 orð

Rangfærslur í Finnlandi

Finnskur kennari við Háskólann á Akureyri, Lars Lundsten að nafni, skrifaði fyrir skömmu grein í Hufvudstadsbladet í Helsinki um, að Ísland væri spilltasta landið í hópi Norðurlanda. Ég svaraði í blaðinu 7. apríl og benti á, að heimild hans væri hæpin. Meira
10. apríl 2021 | Velvakandi | 50 orð | 1 mynd

Stytta til heiðurs Jóni Múla Árnasyni

Hinn 31. mars sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns Múla Árnasonar fréttamanns, þular og tónskálds. Meira
10. apríl 2021 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Tækifæri í kreppunni

Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson: "Forsendur verðmætasköpunar eru til staðar og að þeim verður að hlúa." Meira

Minningargreinar

10. apríl 2021 | Minningargreinar | 435 orð | 1 mynd

Birgir Örn Harðarson

Birgir Örn Harðarson fæddist 27. október 1946. Hann lést 20. mars 2021. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2021 | Minningargreinar | 1248 orð | 1 mynd

Brynja Birgisdóttir Helsinghoff

Brynja Birgisdóttir Helsinghoff fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1953. Hún lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 31. mars 2021. Brynja var dóttir Jóhönnu Theódóru Bjarnadóttur, f. 1931, d. 1990, og Birgis Þorgilssonar, f. 1927, d. 2011. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2021 | Minningargreinar | 1747 orð | 1 mynd

Indriði Elberg Baldvinsson

Indriði Elberg Baldvinsson fæddist 26. nóvember 1933 í Stykkishólmi. Hann lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 4. apríl 2021. Foreldrar Indriða voru Baldvin Sigurvinsson bóndi, f. 16. mars 1904, d. 3. nóvember 1982, og Kristbjörg Bjarnadóttir húsfreyja,... Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2021 | Minningargreinar | 2347 orð | 1 mynd

Margrét Jóna Ísleifsdóttir

Margrét Jóna Ísleifsdóttir fæddist 8. október 1924. Hún lést 30. mars 2021. Útför Margrétar fór fram frá Stórólfshvolskirkju 9. apríl 2021. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2021 | Minningargreinar | 254 orð | 1 mynd

Ólafur Páll Jónsson

Ólafur Páll Jónsson fæddist 27. maí 1977. Hann lést 27. mars 2021. Útför Ólafs Páls fór fram 8. apríl 2021. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2021 | Minningargreinar | 508 orð | 1 mynd

Óskar Friðrik Jónsson

Óskar Friðrik Jónsson var fæddur í Reykjavík þann 17. júlí 1963. Hann lést þann 7. mars 2021. Foreldrar Óskars voru Jón Valdimar Sævaldsson, sem lést þann 8. júlí 2010, og Fanney Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2021 | Minningargreinar | 490 orð | 1 mynd

Sigríður Ingimarsdóttir

Sigríður Ingimarsdóttir fæddist 5. júní 1935. Hún lést 13. mars 2021. Útför Sigríðar fór fram 29. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2021 | Minningargreinar | 4144 orð | 1 mynd

Sveinn Sigurbjarnarson

Sveinn Sigurbjarnarson fæddist 21. júlí 1945 á Hafursá í Vallahreppi. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 30. mars 2021. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. apríl 2021 | Viðskiptafréttir | 597 orð | 2 myndir

48 mánaða frestun jákvæð

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að fyrir þau fyrirtæki sem standa frammi fyrir erfiðri stöðu sé frestun gjalda í 48 mánuði í stað þriggja mjög jákvætt skref. Meira
10. apríl 2021 | Viðskiptafréttir | 131 orð | 1 mynd

Roksala nýrra íbúða á Kársnesi í ár

Um 150 íbúðir hafa selst í nýbyggingum á Kársnesi í ár. Þannig hafa selst 128 íbúðir á Hafnarbraut 12 og 14 og síðustu 20 íbúðirnar á Hafnarbraut 13-15 eða alls 148 íbúðir frá áramótum. Að auki hafa selst íbúðir á Hafnarbraut 9 sem er nú uppseld. Meira

Daglegt líf

10. apríl 2021 | Daglegt líf | 987 orð | 1 mynd

Einar var andlega leitandi manneskja

„Að njóta lista er hverjum einstaklingi nauðsynlegt,“ segir Halla Margrét sem býður upp á listhugleiðslu á Listasafni Einars Jónssonar. Meira
10. apríl 2021 | Daglegt líf | 139 orð | 1 mynd

Ekki örvænta, bráðum kemur betri tíð með blóm í haga

Nú þegar frostið bítur landsmenn svo fast í kinn sem raun ber vitni, getur verið erfitt að trúa því að vorið sé á næsta leiti. En almanakið lýgur ekki og farfuglarnir flykkjast heim að fögru landi ísa þessa dagana. Meira

Fastir þættir

10. apríl 2021 | Í dag | 96 orð | 1 mynd

09.00 - 12.00 Helgarútgáfan Einar Bárðarson og Anna Magga vekja þjóðina...

09.00 - 12.00 Helgarútgáfan Einar Bárðarson og Anna Magga vekja þjóðina á laugardagsmorgnum ásamt Yngva Eysteins. Skemmtilegur dægurmálaþáttur sem kemur þér réttu megin inn í helgina. 12.00 - 16. Meira
10. apríl 2021 | Fastir þættir | 165 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rc6 6. Rxc6 dxc6 7. 0-0...

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rc6 6. Rxc6 dxc6 7. 0-0 Rf6 8. e5 Rd7 9. De2 Dc7 10. f4 Rc5 11. Rc3 Bd7 12. Be3 Rxd3 13. cxd3 c5 14. Hac1 Bc6 15. Df2 b6 16. d4 cxd4 17. Bxd4 Db7 18. Bxb6 Bxg2 19. Dxg2 Dxb6+ 20. Kh1 Hb8 21. Meira
10. apríl 2021 | Í dag | 249 orð

Allt verður fyllt nema pokinn prestsins

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Prúður á syllu hann situr. Sálum hann boðskapinn flytur. Höfuðið styrkir og styður. Stefnuna sýnir hann yður. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Prestur, lundi er á syllu situr. Meira
10. apríl 2021 | Í dag | 150 orð | 1 mynd

„Hvað á maður að gera, þú verður að lifa lífinu“

„Þetta er eins og ég lít alltaf á þetta, jú jú, auðvitað þarf maður að gera suma hluti öðruvísi heldur en kannski sjáandi einstaklingar eða margt sem sjáandi einstaklingur gerir sem væri mun erfiðara fyrir mig að framkvæma. Meira
10. apríl 2021 | Fastir þættir | 576 orð | 4 myndir

Einvígisborðið frá 1972 aftur í notkun?

Á næstu dögum, nánar tiltekið þann 19. apríl nk., taka upp þráðinn aftur þeir átta keppendur sem hófu áskorendakeppni FIDE í Yekaterinburg í Rússland upp úr miðjum marsmánuði í fyrra. Meira
10. apríl 2021 | Fastir þættir | 180 orð

Flott vörn. A-Enginn Norður &spade;4 &heart;KD9 ⋄Á72 &klubs;K106432...

Flott vörn. A-Enginn Norður &spade;4 &heart;KD9 ⋄Á72 &klubs;K106432 Vestur Austur &spade;9875 &spade;ÁDG32 &heart;Á53 &heart;864 ⋄K10983 ⋄D4 &klubs;8 &klubs;G97 Suður &spade;K106 &heart;G1072 ⋄G65 &klubs;ÁD5 Suður spilar 3G. Meira
10. apríl 2021 | Í dag | 55 orð

Málið

Stjórnmálaflokkar vilja gjarnan bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í skoðanakönnunum. Með öðrum orðum: gnæfa yfir hina. Að „gína yfir aðra“ gerir ekki sama gagn. Að gína yfir e-u (í þágufalli) er að ráða yfir e-u eða sölsa e-ð undir sig . Meira
10. apríl 2021 | Árnað heilla | 177 orð | 1 mynd

Staðarhóls-Páll

Páll Jónsson, kallaður Staðarhóls-Páll, var sonur hjónanna Jóns Magnússonar ríka á Svalbarði við Eyjafjörð og Ragnheiðar Pétursdóttur, sem var yfirleitt kölluð Ragnheiður á rauðum sokkum. Meira
10. apríl 2021 | Árnað heilla | 689 orð | 4 myndir

Stórafmæli hjá systkinum

Bragi Þorfinnsson er fæddur 10. apríl 1981 í Reykjavík en ólst upp á Ytri-Löngumýri í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu til 5 ára aldurs. Meira
10. apríl 2021 | Árnað heilla | 235 orð | 1 mynd

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

30 ára Þórdís er Reykvíkingur og ólst upp í Fossvogi. „Ég er borgarbarnið í fjölskyldunni,“ segir Þórdís. Meira

Íþróttir

10. apríl 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Adam heldur tryggð við Hauka

Handknattleiksmaðurinn Adam Haukur Baumruk hefur framlengt samning sinn við Hauka og mun því spila á Ásvöllum næstu þrjú árin hið minnsta. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

England Fulham – Wolves 0:1 Staðan: Manch. City 31235366:2174...

England Fulham – Wolves 0:1 Staðan: Manch. City 31235366:2174 Manch. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Fátt veldur meiri deilum hjá þeim sem fylgjast með fótbolta en...

Fátt veldur meiri deilum hjá þeim sem fylgjast með fótbolta en rangstaðan. Í frumbernsku íþróttarinnar upp úr miðri 19. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 844 orð | 1 mynd

Frumraunin í Flórens

Ítalía Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þorsteinn Halldórsson stýrir kvennalandsliði Íslands í fyrsta skipti í dag þegar það mætir Ítalíu i vináttulandsleik í Flórens. Þetta er fyrsti leikur liðsins frá því það lagði Ungverja að velli 1. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Hákon Rafn á leið til Svíþjóðar

Knattspyrnumaðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Gróttu, er á leiðinni til sænska úrvalsdeildarfélagsins Elfsborg. Þetta herma heimildir mbl.is. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 153 orð

Í forgangi að koma íþróttum af stað

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það vera forgangsmál hjá stjórnvöldum að koma íþrótta- og æskulýðsstarfi aftur af stað. Allt íþróttastarf liggur niðri til 15. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 501 orð | 2 myndir

Nýliði berst á toppnum

GOLF Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Ólympíumeistaranum Justin Rose fataðist aðeins flugið á öðrum keppnisdegi Masters-mótsins í golfi í gær en hann er þó áfram efstur eftir frábæran fyrsta hring. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Sendur frá AGF til Stjörnunnar

Danski knattspyrnumaðurinn Magnus Anbo er á leið til Stjörnunnar og spilar með liðinu sem lánsmaður frá danska úrvalsdeildarliðinu AGF til 30. ágúst. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Spánn B-deild: Real Canoe – Ourense 70:90 • Sigtryggur Arnar...

Spánn B-deild: Real Canoe – Ourense 70:90 • Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 8 stig, tók 2 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á 20 mínútum fyrir Real Canoe. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Spánn Benidorm – Barcelona 35:46 • Aron Pálmarsson skoraði 1...

Spánn Benidorm – Barcelona 35:46 • Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Barcelona. *Efstu lið: Barcelona 50, Bidasoa 39, Huesca 38, La Rioja 36. Frakkland Nimes – Aix 25:26 • Kristján Örn Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Aix. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 487 orð | 1 mynd

Verður nýliðinn sænskur meistari?

Svíþjóð Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenskir knattspyrnumenn hafa orðið Svíþjóðarmeistarar í karlaflokki með átta félögum og fjórum sinnum á síðustu sex árum hafa svokölluð „Íslendingalið“ hreppt sænska meistaratitilinn. Meira
10. apríl 2021 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Vilja fjölga liðum í úrvalsdeildinni

Handknattleiksdeild HK hefur lagt fram tillögu fyrir ársþing Handknattleikssambands Íslands, sem fram fer á mánudaginn, um að liðum í úrvalsdeild kvenna verði fjölgað í tíu frá og með næsta tímabili. Meira

Sunnudagsblað

10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 68 orð

9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og...

9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og síðdegisþáttum. 13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring og besta tónlistin á sunnudegi. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 9 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Pétursson Nei. Ekki farinn að hugsa svo langt...

Aðalsteinn Pétursson Nei. Ekki farinn að hugsa svo... Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 519 orð | 2 myndir

Aldrei náð að verða fræg

Ég er á góðum stað núna vegna þess að ég hef verið vinnusöm en aldrei náð að verða fræg, sem ég er mjög þakklát fyrir. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 161 orð | 2 myndir

Á framandi slóðum

West Ham United og Leicester City sækjast eftir sæti í Meistaradeild Evrópu. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 72 orð | 1 mynd

Bach settur undir nálina

Sprauta Eftir langvarandi ládeyðu veitir rokkheimum ekki af stungu í upphandlegginn og Sebastian Bach, fyrrverandi söngvari málmbandsins Skid Row, fékk einmitt það í vikunni, þegar hann var bólusettur gegn kórónuveirunni. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 1278 orð | 10 myndir

„Ég nota hárið til að tjá mig“

Borghildur Gunnarsdóttir talar reiprennandi japönsku og safnar hárkollum. Hún notar hárkollur til að tjá sig og á erfitt með að gera upp á milli þeirra. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 2250 orð | 8 myndir

Ekki sjálfgefið að ríkisstjórnin haldi áfram

Kosið verður til Alþingis 25. september. Margt getur gerst í millitíðinni en samt er ekki úr vegi að velta fyrir sér hverjar niðurstöðurnar koma til með að verða. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 9 orð | 1 mynd

Elvis Aron Christensen Sigurðsson Já, ég ætla í útilegu...

Elvis Aron Christensen Sigurðsson Já, ég ætla í... Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 53 orð | 1 mynd

Flugvallarhúsin hvar?

Á stríðsárunum þegar Bretar hernámu Ísland kröfðust þeir þess að íslenska ríkið tæki hluta Vatnsmýrar í Reykjavík eignarnámi svo að breska hernámsliðið gæti byggt þar flugvöll, sem þjónað gæti í stríðinu. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 434 orð | 4 myndir

Frjáls til hinstu stundar

Í sálgæslunámi mínu í HÍ var hluti af námsefninu Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor Frankl. Höfundurinn var vel menntaður geðlæknir og segir hér sögu sína úr útrýmingarbúðum í seinni heimsstyrjöldinni og hvernig honum tókst að lifa þá dvöl af. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 115 orð | 1 mynd

Gillan veidd'ann upp úr klósettinu

Uppköst Þeir gerast ekki hressari, sagnaþulirnir í málmheimum en Bruce Dickinson, Íslandsvinur og söngvari Iron Maiden. Í þætti á BBC á dögunum rifjaði hann upp fyrstu kynnin af átrúnaðargoði sínu, Ian Gillan, söngvara Deep Purple. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 27 orð

Glaðari þú eru leikjanámskeið sem heilsumarkþjálfarnir Guðrún Tinna...

Glaðari þú eru leikjanámskeið sem heilsumarkþjálfarnir Guðrún Tinna Thorlacius og Margrét Leifsdóttir standa fyrir. Upplýsingar má finna á Facebook undir Margrét Leifs heilsumarkþjálfun og Til marks... Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 423 orð | 1 mynd

Gosið og stóra Cocoa Puffs-málið

Þá var dyrabjöllunni hringt. Maður frá Cocoa Puffs-umboðinu á Íslandi stóð á tröppunum. Með stóran kassa fullan af Cocoa Puffs-pökkum í fanginu. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 5 orð | 1 mynd

Harpa Einarsdóttir Nei. Ekki enn...

Harpa Einarsdóttir Nei. Ekki... Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 166 orð | 8 myndir

Hvernig á að „púlla“ hvítu buxurnar?

Sumarið er á næsta leiti og þá er viðeigandi að klæðast ljósari litum. Hvítu buxurnar eru löngu orðnar klassík en það þarf að stíga varlega til jarðar og vanda valið þegar fjárfest er í hvítum buxum. Það er margt sem gæti farið úrskeiðis. Stílisti Sunday Times gaf lesendum nokkur góð ráð. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 433 orð | 7 myndir

Hvort er betra, að tana á Tene í plasttöfflum eða sperra sig með Gucci-belti?

Sjónvarpsþættirnir Exit, sem fjalla um norska efnahagsbrotamenn, eiginkonur þeirra, börn, hjákonur og vændiskaup og hefðbundið peningavesen, eru komnir aftur á dagskrá RÚV. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 8 orð | 1 mynd

Ingibjörg Helga Konráðsdóttir Já, ég ætla á Jökulfirði...

Ingibjörg Helga Konráðsdóttir Já, ég ætla á... Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 62 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 11. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 1051 orð | 3 myndir

Lést tveimur dögum síðar

Rétt fyrir andlát sitt gat Jimi Hendrix vel hugsað sér að heimsækja Ísland enda hafði honum borist til eyrna að íslensku stelpurnar væru dæmalaust sætar og skemmtilegar. Það stóð alltént í Vísi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 101 orð | 1 mynd

Liggur aftur undir grun

Sakleysi Aðdáendur Harlans Cobens ættu að merkja við 30. apríl á dagatalinu hjá sér en þá verður nýr þáttur úr smiðju hans frumsýndur á efnisveitunni Netflix. Innocent kallast hann og byggist á samnefndri skáldsögu frá árinu 2005. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 2970 orð | 5 myndir

Maður á bara stundina

Guðrún Sigríður Ágústsdóttir tilheyrir vöskum hópi kvenna sem kalla sig Snjódrífurnar. Þær þveruðu Vatnajökul í fyrra en í ár stefna þær hærra. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 185 orð | 1 mynd

Málið loksins upplýst

„Ungbarn í óskilum“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins 5. apríl 1960 og með fylgdi meðfylgjandi mynd af lögregluþjónum færa barnavagn inn í lögreglubíl. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagspistlar | 551 orð | 1 mynd

Nú er nóg komið!

Látum vera að það þurfi system á galskapnum, eins og amma sagði alltaf. Það þurfa að vera einhverjar reglur um það helsta. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 119 orð | 1 mynd

Rannsakar morð

Endurkoma Eftir tíu ára hlé snýr enska leikkonan Kate Winslet aftur í sjónvarp í glæpaþættinum Mare of Easttown í mánuðinum. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 136 orð | 1 mynd

Segir stöðuna huggulega á Kanaríeyjum

Á bilinu 7-800 Íslendingar eru staddir á Kanaríeyjum þessa dagana og er Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrvals-Útsýnar ein af þeim. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 254 orð | 1 mynd

Sjóbaðsprengja!

Segðu mér frá þessu sjóbaðnámskeiði? Við byrjuðum svolítið óvart með þessi sjóbaðnámskeið. Við Margrét Leifsdóttir erum heilsumarkþjálfar og byrjuðum með föstunámskeið í fyrra. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 906 orð | 2 myndir

Sprungur koma í ljós

Eldgosið á Reykjanesskaga tók nýja stefnu um páskahelgina, þegar tvær nýjar sprungur opnuðust á gosstöðvunum á Fagradalsfjalli, svo hraunelfur streymdi niður í Meradali austan við Grindavík. Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 971 orð | 2 myndir

Versnandi raddheilsa getur verið fyrsta merki um rakaskemmdir

Allt bendir til þess að rakaskemmdir í skólahúsnæði geti haft slæmar afleiðingar á raddheilsu fólks. Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir, talmeina- og raddfræðingur, segir brýnt að sporna hratt og örugglega við þeirri þróun og gefa engan afslátt af úrbótum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
10. apríl 2021 | Sunnudagsblað | 567 orð | 2 myndir

Vonbrigði fyrir íslenska þjóð?

Og fyrst vísað er til þjóðarinnar almennt þá má hún eflaust – við öll – taka það til umhugsunar hve auðvelt er að sundra okkur yfir í tvo gagnstæða póla, hópa sem standa gráir fyrir járnum hvor gegn öðrum, þegar einmitt á það reynir að bera klæði á vopn. Meira

Ýmis aukablöð

10. apríl 2021 | Blaðaukar | 16 orð | 1 mynd

12-13

Nýr Vilhelm Þorsteinsson kom formlega til heimahafnar 3. apríl og er þegar farinn í fyrsta... Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 11 orð | 1 mynd

22

Ingibjörg Jónsdóttir tekur þátt í að skrásetja og greina ferðir... Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 10 orð | 1 mynd

6

Ragnhildur Friðriksdóttir segir sjávarútveginn þurfa að búa sig undir... Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 9 orð | 1 mynd

8

Hulda líklega stærsti plastbáturinn sem smíðaður er á... Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 288 orð | 1 mynd

Afhentu gögn um landgrunnskröfur Íslands

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Endurskoðuð greinargerð, vegna kröfugerðar Íslands um afmörkun ytri marka landgrunnsins á Reykjaneshrygg utan 200 sjómílna, hefur verið afhent landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna í New York. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 170 orð | 1 mynd

„Þegar öllu er á botninn hvolft er lífið umfram allt saltfiskur“

„Páskahretið svíkur ekki,“ hafa sumir ávallt sagt og hafa eflaust haft rétt fyrir sér. Páskahretið hefur nefnilega ekki þótt svo slæmt því það er í raun vorboði. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 1086 orð | 3 myndir

Beint úr fyrsta túrnum í björgunarstörf við gosstöðvar

Karín Óla Eiríksdóttir fór nýlega í sinn fyrsta túr á frystitogaranum Tómasi Þorvaldssyni GK-10. Karín er 20 ára Grindavíkurmær og björgunarsveitarkona sem segir frá upplifun sinni af fyrsta túrnum á sjó og hvað kom sér á óvart. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 560 orð | 1 mynd

Bleikjueldi við hátt hitastig varasamt

Í nýlegri rannsókn Hafrannsóknastofnunar er þess freistað að finna leiðir til að draga úr snemmbúnum þroska bleikju. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 434 orð | 1 mynd

Fiskistofa 50% minna á sjó

Dögum sem eftirlitsmenn Fiskistofu eru við störf á sjó fækkaði um rúman þriðjung á árunum 2013 til 2019. Fækkunin jókst í fyrra vegna kórónuveirunnar. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 277 orð | 1 mynd

Fjöldi gáma útbyrðis á skömmum tíma

Gríðarlegur fjöldi gáma hefur tapast á sjó á undanförnum þremur mánuðum og allir á Kyrrahafi. Fjöldinn er álíka mikill og tapast á tæplega tveimur og hálfu ári að meðaltali. Þessi atvik eru sjaldgæf, en með aukinni stærð skipa kunna þau að verða umfangsmeiri. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 642 orð | 2 myndir

Geta fiskar smitast af kórónuveirunni?

Talið er að kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hafi smitast fyrst í menn á dýramarkaðinum í borginni Wuhan í Kína. Er hægt að útiloka að fiskur hafi átt þátt í þróun mála? Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 790 orð | 3 myndir

Geta fylgst betur með ferðum borgarísjaka

Með gervihnattamyndum er hægt að vakta hvernig vindar og hafstraumar bera borgarísjaka um langan veg. Betri vöktun og skráning eykur öryggi sjófarenda. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 397 orð | 1 mynd

Grálúðan færst til vegna hitastigs

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á útbreiðslu grálúðu benda til að tegundin muni færast norðar á svæði sem nú eru óaðgengileg vegna hafíss. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 1497 orð | 3 myndir

Gæði og vöruþróun skapa forskotið

Vörur Hampiðjunnar koma í góðar þarfir við smíði vindmyllugarða á hafi úti. Tilraunir með tóg með ljósleiðara sýna að hanna þarf heppilegri kapalvindur. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 971 orð | 3 myndir

Hulda er stærsti alíslenski plastbáturinn

Það voru mikil tíðindi er ný Hulda GK var sjósett á dögunum. Báturinn sem Trefjar hafa smíðað fyrir Blakknes ehf. í Sandgerði er hugsanlega stærsti bátur sinnar gerðar sem smíðaður hefur verið á Íslandi. Tegundin ber nafnið Cleopatra 40BB og er sagt hönnunarafrek. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 361 orð | 1 mynd

Pappi fjölgaði viðskiptavinum

Liðin eru tæp tvö ár síðan Premium of Iceland hóf að nýta pappakassa undir ferskan fisk í stað frauðplastsins. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 880 orð | 2 myndir

Sjávarútvegurinn þarf að vera reiðubúinn

Skortur er á aðlögunaráætlun fyrir íslenskan sjávarútveg og íslenskt fiskeldi vegna væntan- legra afleiðinga loftslagsbreytinga. Þetta segir Ragnhildur Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Matís. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 995 orð | 3 myndir

Sjávarútvegur nútímans er fjölbreyttur og spennandi

Arnfríður Eide Hafþórsdóttir er varaformaður Kvenna í sjávarútvegi og hefur sinnt formannsstörfum í fjarveru Agnesar Guðmundsdóttur. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 151 orð | 1 mynd

Sömdu við iTUB um ker fyrir markaðinn

Í marsmánuði gerði Fiskmarkaður Vestfjarða samstarfssamning við keraleigufyrirtækið iTUB ehf. um að iTUB sjái fiskmarkaðnum og þeirra viðskiptavinum fyrir kerum, en iTUB býður einungis ker með PE-einangrun sem er að fullu endurvinnanleg. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 64 orð | 1 mynd

Til starfa í Neskaupstað

Nýlega var gengið frá ráðningu tveggja nýrra starfsmanna í nýrri starfsstöð Hafrannsóknastofnunar í Neskaupstað sem opnuð var í síðasta mánuði, er hún fyrsta starfsstöð stofnunarinnar á Austurlandi. Meira
10. apríl 2021 | Blaðaukar | 1186 orð | 5 myndir

Vilhelm farinn í sína fyrstu veiðiferð

Nýtt uppsjávarskip Samherja, Vilhelm Þorsteinsson EA-11, sigldi formlega til hafnar á Akureyri 3. apríl. Vilhelm hélt svo af stað á kolmunnamið við Færeyjar í gær þar sem skipið verður fyrst prófað við veiðar. Skipstjóri segir að kasta þurfi veiðarfærum á leiðinni til að prófa þau og búnað. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.