Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Skólastarf er í eðli sínu afar skapandi og börn eru alltaf að læra eitthvað nýtt. Við þurfum samt sem áður að gera miklu betur, svo mikilvægar eru skapandi greinar sem framtíðarfög,“ segir Þóra Óskarsdóttir, forstöðumaður Fab Lab Reykjavík. Smiðja undir þeim merkjum er starfrækt við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og þjónar hún framhalds- og grunnskólum í borginni auk háskóla. Heiti smiðjunnar er stytting úr ensku á Fabrication Laboratory, sem útlagst gæti sem nýsköpunarsmiðja. Fyrirmyndin er sótt til MIT-tækniháskólans í Boston í Bandaríkjunum sem er leiðandi á heimsvísu í frumkvöðlastarfi.
Meira