Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Heimildarmyndin Góði hirðirinn sem var frumsýnd á Skjaldborg í fyrra, fer í almennar sýningar á morgun, fimmtudag, í Bíói Paradís en alþjóðleg frumsýning fór fram á myndinni á hátíðinni Visions du Réel í Sviss í síðustu viku og hlaut myndin þar afar jákvæða umsögn og þá m.a. fyrir glæsilega myndatöku. Höfundur myndarinnar er Helga Rakel Rafnsdóttir og fjallar hún um Þorbjörn Steingrímsson, Bjössa á Garðsstöðum, sem geymir á landi sínu við Ísafjarðardjúp hátt í 600 bílhræ.
Meira