Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stofnvísitala þorsks hefur lækkað frá hámarki áranna 2015-2017 og er nú svipuð og árin 2018-2019, samkvæmt niðurstöðum úr stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum, en það er einnig nefnt vor-, mars- eða togararall Hafrannsóknastofnunar. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs, segir að þó svo að vísitalan sé aðeins upp á við frá síðasta ári hafi hún síðustu fjögur ár verið nokkru lægri en árin þrjú þar á undan. Hann segist óttast að þessi þróun geti komið fram í stofnmatinu, sem kynnt verður í byrjun sumars.
Meira