Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Óhætt er að segja að með tilkomu Hörpu hafi opnast nýr kafli í íslensku tónlistarlífi, ekki bara fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur almennt,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en í dag eru 10 ár liðin frá opnunartónleikum sveitarinnar í Hörpu undir stjórn Vladimirs Ashkenazy þar sem Víkingur Heiðar Ólafsson lék einleik í píanókonsert eftir Grieg. Tónleikarnir voru fjölsóttir og endurteknir 5. og 6. maí, en Harpa var formlega vígð 13. maí. Harpa hefur frá opnun verið heimili sveitarinnar sem áður hafði aðsetur í Háskólabíói.
Meira