Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Á sjö stórum skjáum sem raðað er í hring í stærsta sal Listasafns Íslands gengur par, ung kona og ungur maður með gítar, hring eftir hring, af einum skjánum á annan, og þau syngja hugljúft en þó tregafullt lag, aftur og aftur, endalaust. Og í raun eru pörin tvö sem ganga hringinn og syngja í þessu stóra og hrífandi myndbandsverki Ragnars Kjartanssonar, Sumarnótt, en sýning á því verður opnuð í Listasafninu á morgun, föstudag.
Meira