Greinar laugardaginn 8. maí 2021

Fréttir

8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 613 orð | 4 myndir

Akureyringar ylja sér við funheitt háhýsamál

Úr bæjarlífinu Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Umræður um skipulagsmál eru oft og tíðum ansi háværar, enda fólk sjaldnast sammála þegar að þeim kemur. Það hefur aldeilis verið skeggrætt um hugmyndir að nýjum og háum byggingum á Oddeyri í allan vetur. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Allt að 344 ný hjúkrunarrými

Borgarráð samþykkti á fimmtudaginn drög að samningi við heilbrigðisráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilis sem reist verður á svæði við Mosaveg í Grafarvogi. Einnig voru samþykkt drög að viljayfirlýsingu um byggingu hjúkrunarheimilis á Ártúnshöfða. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Arnar Þór gefur kost á sér

Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í júní. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 591 orð | 2 myndir

Ástand vistkerfa landsins enn bágborið

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áætlað er að síðustu þrjátíu ár hafi verið græddir upp 3.100 ferkílómetrar lands. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 1447 orð | 2 myndir

„Ég kýs að fylgja hjartanu“

Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Ég tel að mér sé skylt sem frjálsum einstaklingi að verja samviskufrelsi mitt og tjáningarfrelsi,“ segir Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en greint var frá því á dögunum að hann hefði sagt sig úr Dómarafélagi Íslands á síðasta ári. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 409 orð | 1 mynd

„Óhrædd við að endurskoða hugmyndir okkar“

„Í næstu kosningum verður kosið um það hvaða stefnu íslenskt samfélag á að taka að loknum faraldri. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Berjarunnar enda í borgarstjórn

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Berjarunnamálið í Vogabyggð er á hraðferð innan borgarkerfisins. Ágreiningur varð um málið á borgarráðsfundi á fimmtudaginn og því fer það til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn eins og kveðið er á um í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 594 orð | 1 mynd

Bjórinn er 25% ódýrari í nýrri verslun

Andrés Magnússon andres@mbl.is Ný frönsk netverslun býður Stella Artois-bjór á 25% lægra verði en hægt er að kaupa bjórinn á í Vínbúðunum. Kostar flaskan af 33 cl flösku 288 krónur í netversluninni, borið saman við 389 krónur í ríkisversluninni. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Bogomil Font stjórnar söngstund í Hannesarholti á morgun kl. 14

Sigtryggur Baldursson, einnig þekktur sem Bogomil Font, stjórnar söngstundinni Syngjum saman í Hannesarholti á morgun, sunnudag, kl. 14. Með honum kemur fram Harpa Þorvaldsdóttir, tónmenntakennari og tónlistarkona, sem leikur á píanó. Meira
8. maí 2021 | Erlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Boris Johnson fagnar stórsigri

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fagnaði í gær úrslitum fyrstu kosninganna sem fram fara í landinu í kjölfar Brexit og kórónuveirufaraldursins. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Bólusetning í Grímsey á teikniborðinu

„Þetta er snúið en kemur vel til greina. Við gerum okkar allra besta,“ segir Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 342 orð | 2 myndir

Brautryðjandinn til fyrra horfs

„Þetta gekk bara mjög vel,“ segir Sigurður Trausti Traustason, umsjónarmaður safneignar Listasafns Reykjavíkur, um viðgerð á listaverkinu Brautryðjandanum, eftir Einar Jónsson, á fótstalli styttunnar af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Eldmóður og kraftur

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Myndlistarkonan Árný Björk Birgisdóttir er ánægð með viðtökurnar sem salonsýning Grósku hefur fengið í Gróskusalnum við Garðatorg í Garðabæ. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Endurheimtu húðina með þorskroðinu

Þorskroð unnið hjá fyrirtækinu Kerecis kom sér vel í aðgerðum á Pétri Oddssyni sem slasaðist illa þegar hann fékk í sig mikinn straum í háspennuvirki vestur á fjörðum síðastliðið haust. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 287 orð | 2 myndir

Fæðingarheimili Reykjavíkur opnað eftir langt hlé

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það eru margir sem eiga góðar minningar þaðan,“ segir Emma Marie Swift ljósmóðir og einn aðstandenda Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem áformað er að taki til starfa síðar á árinu eftir langt hlé. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Jákvæð afkoma af rekstri ráðuneytis

Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Afkoma ársins 2020 af rekstri utanríkisráðuneytisins er jákvæð sem nemur tæpum 1,2 milljörðum kr. Meira
8. maí 2021 | Erlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Kínversk geimflaug hrapar til jarðar

Eldflaugarbrak úr kínversku geimskoti í síðustu viku hrapar jafnt og þétt í átt til jarðar en Kínverjar halda því fram að óveruleg hætta sé á að það komi niður á byggðu bóli. Meira
8. maí 2021 | Erlendar fréttir | 253 orð

Kínverskt bóluefni samþykkt

Kínverskt bóluefni gegn kórónuveirunni hefur verið samþykkt til notkunar af hálfu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Er Sinopharm sjötta bóluefnið sem hlýtur samþykki stofnunarinnar. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Laxaseiði úr bleikjustöðvum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Arnarlax hefur keypt tvær fiskeldisstöðvar á Suðurlandi, aðra í Þorlákshöfn og hina á Hallkelshólum í Grímsnesi, og hyggst koma þar upp seiða- og stórseiðastöðvum fyrir sjókvíaeldi sitt á Vestfjörðum. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 597 orð | 2 myndir

Roð af þorskinum reynist vel

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég er á leiðinni aftur út í lífið en staða mín er auðvitað allt önnur en var. Nú er bara að gera það besta úr stöðunni og sætta sig við aðstæður,“ segir Pétur Oddsson á Ísafirði. Hann útskrifaðist fyrr í vikunni af Landspítalanum, þar sem hann hefur verið til lækninga og í endurhæfingu síðan hann lenti í alvarlegu slysi í september á síðasta ári. Hinn 17. september var Pétur, starfsmaður Orkubús Vestfjarða, við störf í tengivirki í Breiðadal í Önundarfirði og fékk í sig 60 þúsund volta straum. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 101 orð

Rússnesk stjórnvöld æfa aðflug á Íslandi

Flugvél á vegum rússneskra stjórnvalda tók aðflug við Keflavíkurflugvöll bæði í fyrradag og í gær, en flugvélin hafði fengið heimild til aðflugsæfinga á Íslandi. Hún lenti þó ekki á vellinum. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 283 orð

Selja vín án aðkomu ÁTVR

Andrés Magnússon andres@mbl.is Franska fyrirtækið Santewines SAS hefur opnað netverslun með áfengi hér á landi. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 129 orð

Sigur framleiðenda og seljenda vímuefna

Lögreglustjórafélag Íslands telur einsýnt að frumvarp Svandísar Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna muni valda aukinni fíkniefnaneyslu ungmenna og jákvæðara viðhorfi þeirra gagnvart vímuefnum. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Skoða sveigjanleg starfslok

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á fimmtudag í borgarráði erindisbréf starfshóps um sveigjanleg starfslok. Reykjavíkurborg er stærsti vinnuveitandi landsins en starfsmenn voru í mars sl. 10.760 í 7. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Slakað á sóttvarnareglum á mánudag

Slakað verður á sóttvarnareglum á mánudaginn og munu þá samkomutakmarkanir miðast við hámark 50 manns í stað 20 eins og nú er. Þá verður miðað við 75% af leyfilegum hámarksfjölda í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Snjókarlagerð í hádegishléi nemenda á Þórshöfn

Þó að almanakið segi okkur að það sé komið sumar eru veðurguðirnir ekki á sama máli. Víða um land vöknuðu landsmenn upp í gærmorgun við dágóðan snjó í umhverfinu. Þannig var nokkurra sentimetra jafnfallinn snjór á Þórshöfn. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Stíga þurfi fastar til jarðar

Í kjölfar annarrar #metoo-bylgju hefur umræðan um kynfræðslu í skólum fengið byr undir báða vængi á ný. Kallað hefur verið eftir breytingum á núverandi fyrirkomulagi lengi, en sumir telja að fræðslan byrji of seint og sé ekki nógu yfirgripsmikil. Meira
8. maí 2021 | Erlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Sökuð um aftökur án dóms og laga

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gagnrýndi eftirför lögreglu eftir fíkniefnasölum inn í fátækrahverfi Rio de Janeiro í fyrrinótt en að minnsta kosti 25 biðu þar bana. Lögreglan var sökuð um misnotkun fólks og aftökur án dóms og laga. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 150 orð | 2 myndir

Tjaldurinn lá á þrátt fyrir snjóinn

Snjó kyngdi niður á Heimaey í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Það er mjög óvenjulegt þegar vika er liðin af maímánuði að þar snjói jafn hressilega og í gærmorgun. Snjórinn hvarf fljótt aftur. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 589 orð | 3 myndir

Uppbygging áformuð á gosslóðum

Guðni Einarsson Skúli Halldórsson Landeigendur Hrauns og Ísólfsskála hafa mótað í grófum dráttum stefnu um aðkomu þeirra að rekstri og uppbyggingu á gossvæðinu í Geldingadölum, sem er á þeirra landi. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 356 orð | 2 myndir

Vaka fjarlægir umdeilda gáma

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Framkvæmdir hafa staðið yfir á lóð Vöku við Héðinsgötu í Reykjavík að undanförnu. Búið er að fjarlægja gáma sem komið hafði verið fyrir við lóðamörk að Sæbraut. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Varðskipið Týr til eftirlitsstarfa á ný fyrir Gæsluna

Varðskipið Týr siglir hér út úr Reykjavíkurhöfn í vikunni eftir að hafa verið í bráðabirgðaviðgerð í Slippnum við Gömlu höfnina. Varðskipið fer á ný til eftirlitsstarfa fyrir Landhelgisgæsluna. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 389 orð | 2 myndir

Vonast eftir ráðstöfunum á næstunni

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
8. maí 2021 | Innlendar fréttir | 756 orð | 1 mynd

Það er nóg pláss fyrir okkur öll

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er nóg pláss fyrir okkur öll og ekki á að þurfa að koma til árekstra. Margt má laga með réttum ákvörðunum í skipulagi. Fræðsla er mikilvæg til að auka skilning á milli mismunandi hópa,“ segir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, formaður reiðveganefndar hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík. Hún ræðir um reiðvegamál og deilur sem komið hafa upp á milli mismunandi útivistarhópa um notkun á reiðvegum og stígum. Meira

Ritstjórnargreinar

8. maí 2021 | Reykjavíkurbréf | 1695 orð | 1 mynd

Corbyn rekinn og nú vilja þeir reka Starmer

Bretar gengu til kosninga á fimmtudag. Þeir kölluðu þær Fimmtudaginn mikla (Super Thursday). Þingkosningar fóru seinast fram í desember 2019, en þær hafði Boris Johnson óvænt náð að knýja fram. Þar vann flokkur hans stórsigur, sem einnig kom nokkuð á óvart. Og þar með varð ljóst að svikahröppum í Íhaldsflokknum, sem lofað höfðu að virða þjóðaratkvæði um Brexit, en sviku það, tækist ekki lengur að setja fót fyrir útgöngu. Blessunarlega náði Johnson svo í aðdraganda kosninganna að hreinsa svikulu deildina vælandi úr flokknum. Og þegar stór sigur lá svo að auki fyrir fyrir mátti augljóst vera að Evrópusambandinu yrði sent langt nef án söknuðar. Meira
8. maí 2021 | Leiðarar | 285 orð

Eitruð umræða

Einstaklingur skilgreinir ekki heild Meira
8. maí 2021 | Leiðarar | 411 orð

Rofar til

Atvinnuleysi má ekki festast í sessi Meira
8. maí 2021 | Staksteinar | 184 orð | 1 mynd

Örgarðarnir og forsjárhyggjan

Vitleysan í höfuðborginni á sér engin takmörk. Meira

Menning

8. maí 2021 | Tónlist | 220 orð | 1 mynd

15 verkefni styrkt um 5,9 milljónir

15 verkefni voru styrkt um samtals 5,9 milljónir króna úr Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns þegar nýverið var úthlutað úr sjóðnum í 11. sinn. Alls bárust 24 umsóknir. Meira
8. maí 2021 | Myndlist | 562 orð | 1 mynd

„Ég þekki hverja einustu pensilstroku“

Myndlistarkonan Guðbjörg Lind opnar í dag, laugardag, klukkan 14 til 17 á Hlöðulofti Korpúlfsstaða sýninguna Brot af heild – á mörkum hugar og náttúru en það er einnig heiti á bók sem fjallar um myndlist hennar og mun koma út síðar á þessu ári í... Meira
8. maí 2021 | Tónlist | 133 orð | 1 mynd

Ekki einleikið í Breiðholtskirkju

Þórunn Harðardóttir víóluleikari heldur einleikstónleika á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar undir yfirskriftinni „Ekki einleikið“ í Breiðholtskirkju í dag, laugardag, kl. 15:15. Á efnisskrá tónleikanna eru kaflar úr Sónötu nr. Meira
8. maí 2021 | Kvikmyndir | 762 orð | 2 myndir

Enginn heima

Leikstjórn: Ilya Naishuller. Handrit: Derek Kolstad. Aðalleikarar: Bob Odenkirk, Connie Nielsen, Christopher Lloyd, RZA og Aleksey Serebryakov. Bandaríkin, 2021. 92 mínútur. Meira
8. maí 2021 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd

Fundu leifar fornrar glæsivillu í Róm

Í Rómarborg er verið að opna fyrir aðgang fólks að rústum glæsilegs íbúðarhúss eða villu sem hefur í um 2. Meira
8. maí 2021 | Hugvísindi | 45 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um Völsungasögu

Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda, heldur fyrirlestur um Völsungasögu, sögulegar heimildir að baki henni og hvernig söguhetjur hennar hafa þróast fram á okkar dag, klukkan 14 í dag, laugardag, í Safnaðarheimili... Meira
8. maí 2021 | Fólk í fréttum | 88 orð | 1 mynd

Leiðsögn um Dýrslegan kraft í dag

Tveir listamannanna sem eiga verk á samsýningunni Dýrslegur kraftur í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, þeir Einar Lúðvík Ólafsson og Sigurður Ámundason, verða með leiðsögn um sýninguna í dag, laugardag, kl. 14. Meira
8. maí 2021 | Tónlist | 546 orð | 3 myndir

Lífið er þar sem þú ert

Pálmi Sigurhjartarson á áratuga feril að baki í íslenskri tónlist sem lagahöfundur, meðleikari og flytjandi. Hér stígur hann fram fyrir tjaldið sem sólólistamaður á tvöföldu plötunni Undir fossins djúpa nið. Meira
8. maí 2021 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Nemendasýningar opnaðar á Akureyri

Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 12 til 17. Meira
8. maí 2021 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Sirkus, trúðar og sápukúlugerð

Í vikunni var opnað svokallað „pop-up“-bókasafn í gróðurhúsinu á Lækjartorgi og taka starfsmenn þar á móti gestum og gangandi og kynna fjölbreytta starfsemi menningarhúsa Borgarbókasafnsins. Meira
8. maí 2021 | Fjölmiðlar | 221 orð | 1 mynd

Stóð ég úti í Kastljósi, stóð ég út í mó

Mín reynsla er sú að tæknin, það greppitrýni, sé í senn kaldhæðin og grimm. Enn og aftur varð ég fyrir barðinu á henni á mánudaginn var. Meira
8. maí 2021 | Bókmenntir | 641 orð | 3 myndir

Sturlunga Óttars

Eftir Óttar Guðmundsson. Skrudda, 2020. 239 bls., myndskreytt, nafnaskrá. Meira
8. maí 2021 | Bókmenntir | 1079 orð | 1 mynd

Um tvítugt er maður ódauðlegur

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég er aðallega að reyna að hafa svolítið gaman af þessu, en ég átti í fórum mínum yfir þrjátíu ára gamalt slitur úr handriti með vinnuheitinu Gunna stóra. Meira
8. maí 2021 | Myndlist | 204 orð | 1 mynd

Útskriftarsýning MA-nema opnuð í Nýló

Aldrei endir er titill útskriftarsýningar MA-nema í myndlist við Listaháskóla Íslands sem opnuð verður í dag í Nýlistasafninu í Marshallhúsinu. Útskriftarnemarnir eru þau Auður Aðalsteinsdóttir, Brian Wyse, Helen Svava Helgadóttir og Romain Causel. Meira
8. maí 2021 | Myndlist | 177 orð | 1 mynd

Þvottabjörn Sindra í Gallery Porti

Sýning myndlistarmannsins Sindra Leifssonar, Þvottabjörn , verður opnuð í sýningarsalnum Gallery Porti á Laugavegi 23b í dag, laugardag, frá kl. 14 til 18. Meira

Umræðan

8. maí 2021 | Aðsent efni | 560 orð | 1 mynd

Einskis máls flokkur?

Eftir Sigríði Ásthildi Andersen: "Helstu forsvarsmenn Viðreisnar lögðust á árarnar með ESB og keyptu hákarlaauglýsingar til að hræða Íslendinga." Meira
8. maí 2021 | Pistlar | 812 orð | 1 mynd

Endurmat sögunnar tímabært

Vel heppnuð sögufölsun. Meira
8. maí 2021 | Aðsent efni | 212 orð | 1 mynd

Fyrirspurn til Ríkisútvarpsins

Eftir Kristján Hall: "Aldrei heyri ég óráðsíu eða ills manns getið í þessum fjölmiðli svo ekki sé einhver eða eitthvert fyrirtæki nefnt til og það tengt Samherja" Meira
8. maí 2021 | Aðsent efni | 404 orð | 1 mynd

Fyrirtækin sem skapa verðmætin

Eftir Diljá Mist Einarsdóttur: "Hvers vegna hafa þau augljósu sannindi gleymst á Íslandi að það er fólkið í atvinnulífinu sem skapar verðmætin sem byggja síðan upp samfélagið?" Meira
8. maí 2021 | Aðsent efni | 500 orð | 1 mynd

Hljóð og mynd

Eftir Sigríði Hrund Pétursdóttur: "Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman." Meira
8. maí 2021 | Aðsent efni | 265 orð | 1 mynd

Hlutverk heilsugæslu og skóla þegar foreldri deyr

Eftir Ásgeir R. Helgason: "Samkvæmt nýju lögunum er það heilsugæslan sem ber ábyrgð á að veita barninu þann stuðning sem með þarf í samstarfi við skóla og félagsmálanefnd." Meira
8. maí 2021 | Aðsent efni | 290 orð | 1 mynd

Hugsum í lausnum – ekki vandamálum

Eftir Guðberg Ingólf Reynisson: "Mikið hefur verið rætt um stöðu drengja í menntakerfinu undanfarið og ljóst að samkvæmt öllum helstu mælingum er staða þeirra alls ekki nógu góð." Meira
8. maí 2021 | Pistlar | 348 orð

Hvers vegna drap Gissur Snorra?

Síðustu misseri hef ég lesið aftur verk Snorra Sturlusonar og skrifað talsvert um hann, þar á meðal kafla í bókinni Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers , sem kom út í Brussel í desember 2020. Að mörgu er að hyggja. Meira
8. maí 2021 | Aðsent efni | 578 orð | 1 mynd

Norðurslóðamiðstöð Íslands á Akureyri

Eftir Njál Trausta Friðbertsson: "Á Akureyri er sterkur þekkingarklasi um norðurslóðamál, sem samanstendur af skrifstofum á vegum norðurskautsráðsins, stofnunum og fyrirtækjum." Meira
8. maí 2021 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Oft er flagð undir fögru skinni

Eftir Guðjón Jensson: "Okkur ber að draga lærdóm af þeim skelfingum sem áður gengu yfir." Meira
8. maí 2021 | Aðsent efni | 641 orð | 2 myndir

Ótal tækifæri í grænum orkusæknum iðnaði

Eftir Ríkarð Ríkarðsson og Sigurð Hannesson: "Nú reynir á samstarfsvilja stjórnvalda, sveitarfélaga og annarra að skapa umgjörð til að byggja enn frekar upp grænan orkusækinn iðnað hér á landi." Meira
8. maí 2021 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd

Skuldafenið í Reykjavík

Eftir Vigdísi Hauksdóttur: "Árið 2013 er þessi stórkostlegri árangur náðist í ríkisfjármálum byrjaði Reykjavíkurborg að safna skuldum. ... Í árslok 2021 er áætlað að samstæðan skuldi 438 milljarða." Meira
8. maí 2021 | Pistlar | 463 orð | 2 myndir

Stál, eyru og stjörnur

Það er varla fréttnæmt að ókunnugt fólk eigi afmæli en á vefmiðli mátti þó nýlega lesa: „Stjörnubarnið Suri Cruise, dóttir [...] Katie Holmes og Toms Cruise, varð 15 ára á sunnudaginn. Meira
8. maí 2021 | Pistlar | 405 orð | 1 mynd

Umskiptingar halda landsfund

Nú um helgina heldur VG landsfund sinn. Tæplega eyða þau löngum tíma í málefnavinnu því sagan kennir okkur að þessi flokkur á Íslandsmet í að segja eitt í sínum stefnumálum en gera svo allt annað þegar á reynir og flokkurinn er kominn í ríkisstjórn. Meira
8. maí 2021 | Aðsent efni | 269 orð | 1 mynd

Þakklæti

Eftir Svein Einarsson: "Ef viðskilnaður Harðar og kóranna góðu við þann stað sem hefur verið þeim svo hjartfólginn um áratugi er ekki beiskjulaus má ekki minna vera en þeim fylgi þakkarvottur frá kirkjugestum." Meira

Minningargreinar

8. maí 2021 | Minningargreinar | 330 orð | 1 mynd

Anna Vignis

Anna Vignis fæddist 16. ágúst 1935. Hún lést 29. júlí 2019. Útför Önnu fór fram 9. ágúst 2019. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2021 | Minningargreinar | 565 orð | 1 mynd

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs

Ása Þorvaldsdóttir Baldurs fæddist 27. nóvember 1930. Hún lést 19. apríl 2021. Útför Ásu fór fram 30. apríl 2021. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2021 | Minningargreinar | 493 orð | 1 mynd

Brynjar Gunnarsson

Brynjar Gunnarsson fæddist 25. febrúar 1989. Hann lést 1. apríl 2021. Útförin hefur farið fram. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2021 | Minningargreinar | 2372 orð | 1 mynd

Ingimar Þorbjörnsson

Ingimar Þorbjörnsson fæddist í Andrésfjósum 13. júní 1939. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 29. apríl 2021. Foreldrar hans voru Þorbjörn Ingimundarson frá Gíslastöðum, f. 5.2. 1908, d. 19.7. 1968, og Ingigerður Bjarnadóttir frá Hlemmiskeiði, f. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2021 | Minningargreinar | 3612 orð | 1 mynd

Íshildur Þrá Einarsdóttir Söring

Íshildur Þrá Einarsdóttir Söring fæddist 11. desember 1936 í Sjávarborg á Seyðisfirði. Hún lést 23. apríl 2021 á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Foreldrar hennar voru Einar Þórarinsson Söring, f. 20.10. 1913, d. 25.11. 2001, og Guðný Söring Jónsdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2021 | Minningargreinar | 554 orð | 1 mynd

Jón Bjarnason

Jón Bjarnason, bóndi í Fremri-Hvestu, fæddist 13. janúar 1955. Hann lést 12. apríl 2021. Útför Jóns fór fram 24. apríl 2021. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2021 | Minningargreinar | 525 orð | 1 mynd

Matthildur Ingvarsdóttir

Matthildur Ingvarsdóttir fæddist 27. mars 1948. Hún lést 26. apríl 2021. Útför Matthildar fór fram 6. maí 2021. Meira  Kaupa minningabók
8. maí 2021 | Minningargreinar | 1682 orð | 1 mynd

Oddbjörg Leifsdóttir

Oddbjörg Leifsdóttir fæddist á Akranesi 31. janúar 1945. Hún lést 30. apríl 2021 á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Foreldrar hennar voru hjónin Leifur Jónsson, f. 31. október 1912, d. 1. apríl 1997, og Áslaug Ella Helgadóttir, f. 5. desember 1921, d.... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

8. maí 2021 | Viðskiptafréttir | 773 orð | 3 myndir

Fanga kolefni en greiða samt

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ef íslensk álver taka þátt í þróun og nýtingu tækni sem fangar koldíoxíð varanlega, þá þurfa þau engu að síður að greiða milljarða í losunargjöld innan ETS-kerfisins, viðskiptakerfis ESB um losunarheimildir. Meira
8. maí 2021 | Viðskiptafréttir | 124 orð | 1 mynd

Solid Clouds á hlutabréfamarkað

Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds, sem framleiðir herkænskuleikinn Starborne sem gerist í geimnum og er spilaður í rauntíma af þúsundum spilara, stefnir að skráningu á First North-hlutabréfamarkaðinn. Meira

Daglegt líf

8. maí 2021 | Daglegt líf | 135 orð | 1 mynd

Afreksplatti settur upp á Marriott-hótelinu í Reykjanesbæ

Nýverið setti Már Gunnarsson sundkappi heimsmet í 200 metra baksundi á Íslandsmóti í 50 metra laug. Sló hann þar 30 ára gamalt met, synti á 2:32,31 mínútu og bætti gamla metið um rúma sekúndu. Meira
8. maí 2021 | Daglegt líf | 646 orð | 2 myndir

Stofnuðu hryllingsbókaklúbb

Þær tóku málin í sínar hendur þegar þeim fannst vanta hryllingsbókaklúbb. Bylgja og Aníta skora á barnabókahöfunda á Íslandi að skrifa fleiri hryllingsbækur, fyrir hryllilega vinsæla klúbbinn þeirra. Meira

Fastir þættir

8. maí 2021 | Fastir þættir | 157 orð | 1 mynd

1. e4 c5 2. Rc3 a6 3. g3 b5 4. Bg2 Bb7 5. Rge2 Rf6 6. Rd5 Rxd5 7. exd5...

1. e4 c5 2. Rc3 a6 3. g3 b5 4. Bg2 Bb7 5. Rge2 Rf6 6. Rd5 Rxd5 7. exd5 e5 8. 0-0 d6 9. f4 Rd7 10. fxe5 dxe5 11. d3 g6 12. c4 h5 13. Rc3 f5 14. cxb5 axb5 15. Rxb5 Db6 16. a4 c4+ 17. Kh1 h4 18. gxh4 Hxh4 19. De1 Dd8 20. d4 Hg4 21. Bf3 Ba6 22. Meira
8. maí 2021 | Fastir þættir | 529 orð | 4 myndir

50 ár frá einvígi Fischers og Taimanovs

Fyrir fimmtíu árum, í maí 1971, hófst áskorendakeppni FIDE, átta manna útsláttareinvígi sem réði því hver hlyti réttinn til að skora á heimsmeistarann Boris Spasskí. Meira
8. maí 2021 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

Akureyri Hreinn Logi Dayon Geislason fæddist 1. apríl 2020 kl. 03.44...

Akureyri Hreinn Logi Dayon Geislason fæddist 1. apríl 2020 kl. 03.44. Hann vó 3.136 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Allen Castro Dayon og Geisli Hreinsson... Meira
8. maí 2021 | Árnað heilla | 139 orð | 1 mynd

Einar Sigurbjörnsson

Einar Sigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1944. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörn Einarsson biskup og Magnea Þorkelsdóttir. Einar lauk embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1969 og doktorsprófi frá Lundarháskóla 1974. Meira
8. maí 2021 | Árnað heilla | 872 orð | 3 myndir

Fékk snemma áhuga á landinu

Magnús Tumi Guðmundsson fæddist 8. maí 1961 í Reykjavík og ólst þar upp. „Ég man fyrst eftir mér í Barmahlíðinni en þegar ég var fimm ára fluttum við í hús sem foreldrar mínir byggðu í Kleppsholtinu og þar ólst ég upp. Meira
8. maí 2021 | Árnað heilla | 162 orð | 1 mynd

Ingi Rafn Ólafsson

50 ára Ingi Rafn ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Reykjavík. Hann er með BS-gráðu í prentrekstrarfræði frá Rochester í New York-ríki og MBA-gráðu frá Edinborgarháskóla. Meira
8. maí 2021 | Fastir þættir | 173 orð

Ippon. V-AV Norður &spade;K875 &heart;G64 ⋄K96 &klubs;762 Vestur...

Ippon. V-AV Norður &spade;K875 &heart;G64 ⋄K96 &klubs;762 Vestur Austur &spade;ÁD &spade;G32 &heart;K10972 &heart;853 ⋄1042 ⋄G875 &klubs;K94 &klubs;1083 Suður &spade;10964 &heart;ÁD ⋄ÁD3 &klubs;ÁDG5 Suður spilar 4&spade;. Meira
8. maí 2021 | Í dag | 61 orð

Málið

Ein merking lýsingarorðsins ber er skýr , uppvís , augljós , það meinar Íslensk orðabók a.m.k. berlega – (sem þýðir greinilega ). Nú hefur maður óhreint mjöl í pokahorninu og það kemst upp um mann . Þá á við orðasambandið að verða ber að e-u . Meira
8. maí 2021 | Í dag | 1078 orð | 1 mynd

Messur

ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Organisti er Bjartur Logi Guðnason. Meira
8. maí 2021 | Í dag | 119 orð | 1 mynd

Sauð upp úr í umræðu um húsmæðraorlof

„Málið er bara að nú á ég tvö börn, ég á einn sex ára og ég er ekkert kúl lengur. Það er bara ekkert kúl við mig. Meira
8. maí 2021 | Í dag | 269 orð

Stungið undir stól

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Hygg ég væri á Hólum sá. Hljóðfærinu þjóna má. Úti' á miði má hann sjá. Mega lúnir hvíld þar fá. Meira

Íþróttir

8. maí 2021 | Íþróttir | 306 orð | 2 myndir

Akureyringar gerðu góða ferð í Vesturbæinn

Fótboltinn Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Hallgrímur Mar Steingrímsson átti sannkallaðan stórleik fyrir KA þegar liðið heimsótti KR í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Meistaravelli í Vesturbæ í 2. umferð deildarinnar í gær. Meira
8. maí 2021 | Íþróttir | 464 orð | 1 mynd

Alls ekki skref niður á við

Valur Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira
8. maí 2021 | Íþróttir | 341 orð | 1 mynd

„Vonandi get ég hjálpað eitthvað“

Kristján Jónsson kris@mbl.is Stjarnan tilkynnti í gær að félagið hefði samið við knattspyrnukonuna Katrínu Ásbjörnsdóttur um að leika með liðinu í sumar. Katrín lék með KR í fyrra en hafði gælt við þá tilhugsun að taka sér frí frá boltanum í sumar. Meira
8. maí 2021 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Þór Þ. – Þór Ak 103:108 Keflavík – Valur...

Dominos-deild karla Þór Þ. – Þór Ak 103:108 Keflavík – Valur 101:82 Staðan: Keflavík 211921991:168838 Þór Þ. Meira
8. maí 2021 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Grill 66-deild karla Hörður – Selfoss U 40:33 Vængir Júpíters...

Grill 66-deild karla Hörður – Selfoss U 40:33 Vængir Júpíters – Víkingur 19:32 Kría – Fjölnir 21:31 Staðan: HK 161402484:34328 Víkingur 161402426:37428 Valur U 16916476:46619 Fjölnir 16835456:41819 Haukar U 15816397:39817 Kría... Meira
8. maí 2021 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Domusnovav.: Leiknir...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Domusnovav.: Leiknir R. – Breiðab L19.15 Kórinn: HK – Fylkir L19.15 Norðurálsvöllur: ÍA – Víkingur R L19.15 Kaplakrikavöllur: FH – Valur S19. Meira
8. maí 2021 | Íþróttir | 79 orð

KR – KA 1:3 0:1 Hallgrímur Mar Steingrímsson 11. 0:2 Brynjar Ingi...

KR – KA 1:3 0:1 Hallgrímur Mar Steingrímsson 11. 0:2 Brynjar Ingi Bjarnason 28. 1:2 Guðjón Baldvinsson 45. 1:3 Hallgrímur Mar Steingrímsson 78. Meira
8. maí 2021 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla KR – KA 1:3 Staðan: KA 21103:14 FH 11002:03...

Pepsi Max-deild karla KR – KA 1:3 Staðan: KA 21103:14 FH 11002:03 Valur 11002:03 Víkingur R. 11001:03 KR 21013:33 HK 10100:01 Leiknir R. Meira
8. maí 2021 | Íþróttir | 674 orð | 5 myndir

* Vladan Djogatovic , serbneski knattspyrnumarkvörðurinn sem hefur varið...

* Vladan Djogatovic , serbneski knattspyrnumarkvörðurinn sem hefur varið mark Grindavíkur undanfarin tvö ár, er kominn til KA sem lánsmaður út þetta keppnistímabil. Meira
8. maí 2021 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Þórsarar björguðu sér frá falli

Þór frá Akureyri tryggði sæti sitt í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, þegar liðið vann fimm stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í 21. umferð deildarinnar í gær. Meira
8. maí 2021 | Íþróttir | 105 orð | 1 mynd

Þrenna í fyrsta leik tímabilsins á Seltjarnarnesi

Pétur Theódór Árnason skoraði þrennu fyrir Gróttu þegar liðið tók á móti Þór frá Akureyri í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi í 1. umferð deildarinnar í gær. Meira

Sunnudagsblað

8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 1362 orð | 2 myndir

Áfengi er ekki gott svefnmeðal

Reglusemi, hitastig og birtuskilyrði eru meðal þess sem skiptir mestu máli í sambandi við svefn, að sögn eins fremsta svefnrannsakanda heims, Bandaríkjamannsins dr. Matthews Walkers, sem væntanlegur er hingað til lands á ráðstefnu um svefn sem fram fer í nóvember. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 95 orð | 1 mynd

Bara þú værir hér enn, lagsi

Óður Wish You Were Here með Pink Floyd er með frægari plötum rokksögunnar en hún kom út árið 1975 og var óður til gamals félaga, Syds Barretts, sem vikið var úr bandinu sjö árum áður vegna andlegra veikinda og ótæpilegrar notkunar á ofskynjunarlyfjum. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 2545 orð | 2 myndir

„Ég vil vinna“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir að leiða lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi þingkosningum. Morgunblaðið ræddi við hana um hvaðan hún er að koma, en kannski ekki síður hvert hún ætlar. Andrés Magnússon andres@mbl.is Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 1049 orð | 3 myndir

„Þú ert ógeðsleg!“

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur reynt á okkur öll, þar á meðal söngkonuna og sjónvarpsstjörnuna Kelly Osbourne, sem rann á svellinu í edrúmennsku sinni en stóð jafnharðan upp aftur. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 16 orð | 1 mynd

Benedikt Reynisson Já. Ég syndi, fer í gufu, kalda pottinn og geri...

Benedikt Reynisson Já. Ég syndi, fer í gufu, kalda pottinn og geri teygjuæfingar. Oftast í... Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 151 orð | 2 myndir

Friður mun ríkja hér eftir

Heimildarmynd Jóns Bjarka Magnússonar, Hálfur Álfur, loksins frumsýnd. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 276 orð | 1 mynd

Geggjað stuð í streymi

Hvernig kemur þú að þessum tónleikum? Þetta var lítil hugmynd sem fæddist um 2010. Þegar Harpa var opnuð fannst mér tilvalið að heiðra minningu Oddgeirs Kristjánssonar og þá skelltum við í tónleika í Hörpu. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 392 orð | 4 myndir

Gæðastund með foreldrum

Fyrir nokkru fluttu foreldrar mínir frá Akureyri hingað til Ólafsfjarðar. Eftir þá flutninga hef ég haft í vörslu minni töluvert af bókum í þeirra eigu og hefur bókaval mitt litast nokkuð af því. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 56 orð | 1 mynd

Hver er staðurinn?

Reisulegar byggingar setja svip sinn á þennan stað, sem fyrr á öldum var setinn af ýmsum köppum sem með geistlegum áhrifum eða veraldlegu vafstri settu svip á samtíma sinn. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 68 orð | 1 mynd

Í æðisgenginni leit að ástinni

Ást Breska ríkissjónvarpið, BBC, hefur um helgina sýningar á nýrri sjónvarpsseríu, The Pursuit of Love, sem byggist á samnefndri skáldsögu Nancy Mitford frá 1945. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 119 orð | 1 mynd

Kanna vinnuvitund Íslendinga

„Ég held að það megi í raun og veru alveg rekja þetta aftur til myndbands sem ég sá sjálfur á Youtube fyrir einhverjum átta eða níu árum. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 164 orð | 1 mynd

Kom heim með hart brauð

Velvakandi fékk bréf frá húsmóður í maíbyrjun 1961 þar sem hún kvartaði yfir afgreiðslu í mjólkur- og brauðbúð einni í Austurbænum, nánar tiltekið við Laugaveg. Hún sendi dóttur sína eftir brauði. Þegar barnið kom með brauðið var það hart og gamalt. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 63 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðil með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausnum í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila krossgátu 9. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 1064 orð | 4 myndir

Kötturinn sem elskar hesta

Gullbrandur hefur lifað tímana tvenna, já eða þrenna, því hann hefur verið hesthúsaköttur, eðalprins í Garðabænum og loks sveitaköttur sem stjórnar bæði fólki og dýrum. Gullbrandur veit fátt skemmtilegra en að knúsa hestana, nú eða skella sér á bak. Texti og myndir Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 16 orð | 1 mynd

Lárus Jóhannesson Já, ég fer reglulega í sund; það er hluti af því að...

Lárus Jóhannesson Já, ég fer reglulega í sund; það er hluti af því að vera... Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 2239 orð | 4 myndir

Með Svalbarðabakteríu

Dr. Hanna Rósa Hjálmarsdóttir hefur búið sex ár á Svalbarða þar sem kolniðamyrkur og kuldi ríkir marga mánuði ársins og ísbirnir ráfa um óbyggðir. Hún er ein fárra míkrósteingervingafræðinga í heimi og finnst fátt fallegra en örsmáir götungar með slímuga fætur. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 376 orð | 1 mynd

Miðflokkurinn ljær máls á EB-aðild

Ég veit fátt skemmtilegra en að blaða í gömlum dagblöðum og nota öll tækifæri til að henda mér í slíkt tímaferðalag. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 1132 orð | 2 myndir

Ringulreið á hringtorgi

Eldgosið í Geldingadölum hélt áfram að breytast og þróast með stuttum hrinum og goshléum, svo að í upphafi viku veltu jarðeðlisfræðingar því fyrir sér hvort senn liði að goslokum, en í vikulok struku gráskeggir vangann og töldu það geta enst árum saman... Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 99 orð | 1 mynd

Smásería um hönnuðinn Halston

Frægð Skoski leikarinn Ewan McGregor fer með titilhlutverkið í nýrri smáseríu á Netflix, Halston, sem kemur inn á efnisveituna 14. þessa mánaðar. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 146 orð | 3 myndir

Steinsteypt hús úr þrívíddarprentara

Fyrsta steinsteypta húsið, sem prentað er út úr þrívíddarprentara, er risið í Eindhoven í Hollandi og fengu íbúar þess lyklana afhenta á dögunum. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 570 orð | 6 myndir

Stórt stökk í hóp hinna eftirsóttustu

Listamaðurinn Beeple hafði ekki selt eitt listaverk fyrir hálfu ári. Í mars seldist verk eftir hann á uppboði hjá Christie's fyrir þriðju hæstu upphæð, sem greidd hefur verið fyrir verk eftir núlifandi listamann. Beeple segist ætla að halda ótrauður áfram, ekki þurfi allt að vera meistaraverk. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 238 orð | 3 myndir

Sundsprettur í háloftunum

Ef einhver íþrótt ætti að vera örugg fyrir lofthrædda er það sund, en lofthræðslan gæti þó haldið einhverjum frá því að dýfa sér út í nýja sundlaug, sem risin er í Battersea í suðvesturhluta London. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 12 orð | 1 mynd

Thelma Mogensen Já, mjög oft en ég fer bara í heita pottinn...

Thelma Mogensen Já, mjög oft en ég fer bara í heita... Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 830 orð | 3 myndir

Töfrar Sikileyjar

Berglind Guðmundsdóttir leiðir landann í allan sannleikann um dásemdir Sikileyjar í Aldrei ein, nýjum þætti í Sjónvarpi Símans. Á Sikiley heimsótti hún gestrisna heimamenn, kynntist menningu eyjarinnar og borðaði einstakan mat. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 132 orð | 1 mynd

Úr pabbaskjóli í poppið

Epli Söngkonan Electra Mustaine er hægt og bítandi að hasla sér völl á eigin forsendum en fram að þessu hefur hún verið þekktust fyrir að vera dóttir málmgoðsins Daves Mustaines í Megadeth. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 17 orð | 1 mynd

Viktoría Elsa Snævarsdóttir Já, ég syndi yfirleitt í svona tuttugu...

Viktoría Elsa Snævarsdóttir Já, ég syndi yfirleitt í svona tuttugu mínútur ef sundgleraugun eru með í... Meira
8. maí 2021 | Sunnudagsblað | 505 orð | 2 myndir

Þegar ríkisstjórn býður þjóð í mat

Nú bregður hins vegar svo við að stjórnvöldin virðast líta svo á að peningar sem þau hafi til ráðstöfunar séu óþrjótandi. Ekkert sé svo dýrt að það megi ekki splæsa í það, þess vegna bjóða okkur öllum í mat. Meira
8. maí 2021 | Sunnudagspistlar | 478 orð | 1 mynd

Þetta er allt að koma

Hvað ef þetta eldgos hættir? Sveiflurnar í því eru eins og hjá unglingi á miðju gelgjuskeiðinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.