Greinar miðvikudaginn 12. maí 2021

Fréttir

12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 531 orð | 2 myndir

Afrekskona á skíðum stefnir hátt í handbolta

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íþróttakonan Harpa María Friðgeirsdóttir, verkfræðinemi í HR, á möguleika á því að verða tvöfaldur Íslandsmeistari í ár. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Áhugi á vetnisverksmiðju

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Erlendir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að reisa vetnis- og vetnisafleiðuverksmiðju til útflutnings frá Grundartanga. Orkuþörfin gæti orðið meira en 200 megavött. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Átta vilja smíða fyrir Hafró

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Átta skipasmíðastöðvar skiluðu inn þátttökutilkynningum um að taka þátt í útboði á nýju hafrannsóknaskipi fyrir Íslendinga. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 553 orð | 4 myndir

„Listakokkar“ í hverju húsi á tímum veirunnar

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við finnum alveg fyrir því að þar sem ekki hefur verið margt hægt að gera vill fólk gera vel við sig í mat og drykk. Fólk vill hafa það gott á þessum tímum,“ segir Jón Örn Stefánsson, eigandi Kjötkompanís. Meira
12. maí 2021 | Erlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

„Stórfelldur harmleikur“

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Að minnsta kosti níu manns létust og tuttugu særðust í gær, þegar árásarmaður á táningsaldri hóf skothríð í grunnskóla í borginni Kazan, sem er höfuðborg sjálfstjórnarlýðveldisins Tatarstans. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Eggert

Sólbað Landsmenn nýta hvern sólargeisla sem býðst. Þessi gula hefur sýnt sig víða, eina sem vantar er hærri hiti og um leið smá væta inn á milli. Hér er setið í sólinni á... Meira
12. maí 2021 | Erlendar fréttir | 67 orð

Evrópusambandið vill 90 milljónir skammta

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í gær að hún hefði kært lyfjaframleiðandann AstraZeneca, en tilgangur málshöfðunarinnar er að knýja fyrirtækið til þess að afhenda sambandinu 90 milljónir skammta af bóluefni sínu gegn kórónuveirunni fyrir... Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fjórir verða ákærðir vegna morðsins

Fjórir sakborningar verða ákærðir vegna morðsins á Armando Beqiri sem framið var í Rauðagerði um miðjan febrúar. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Gengið á grjótgarði í sól við Sæbraut

Sólin hefur svo sannarlega leikið við höfuðborgarbúa síðustu daga. Margir hafa nýtt sér veðurblíðuna til útivistar eins og þessi unga kona sem fetaði sig áfram á grjótgarði við Sæbraut ásamt hundinum sínum í gær. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Hraunið breiðir úr sér í allar áttir

„Hraunrennslið hefur farið vaxandi síðustu vikur,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ um eldgosið í Geldingadölum. Hann segir að líklega hafi gosrásin víkkað sem valdi auknu hraunflæði. Meira
12. maí 2021 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Hyggst herða á árásum

Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hét því í gær að herða enn á árásum Ísraelshers gegn Hamas-samtökunum á Gaza-svæðinu. Minnst 30 manns hafa nú fallið í átökum Ísraelsmanna og Palestínumanna sem blossuðu upp vegna óeirða í Jerúsalem-borg. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Hæpið að lúsmý sé komið á kreik

Vangaveltur hafa undanfarið verið á facebókarsíðunni Lúsmý á Íslandi um að lúsmý sé farið að láta á sér kræla með tilheyrandi óþægindum fyrir fólk. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Íslendingar á varðbergi gagnvart öppum

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Íslendingar virðast vera meðvitaðri en margar aðrar Evrópuþjóðir um áhættuna sem getur fylgt því að veita smáforritum eða öppum sem hlaðið er niður í snjallsíma aðgang að persónuupplýsingum í símanum. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 762 orð | 2 myndir

Íslenskt sjávarútvegskerfi öðrum framar

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Meðal OECD-ríkjanna er það aðeins á Íslandi sem sjávarútvegur skilar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóðum. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Katrín bólusett með efni Pfizer

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætti í bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll í gær. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 195 orð

Kvótakerfið veitir forskot

Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Litríkir aðmírálar og svölur í heimsókn

Um tíma í lok apríl og byrjun maí bar nokkuð á aðmírálsfiðrildum á sunnanverðu landinu. Er það óvenju snemmt fyrir slíkan fjölda, að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræðings. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 490 orð | 3 myndir

Lokadagur liðin tíð

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Við gerum ekkert með þennan lokadag, það er löngu liðin tíð. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Metfjöldi gróðurelda í maí

Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Samkvæmt skrám slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru í fyrradag gróðureldar það sem af er maí orðnir 22 talsins. Í gær bættust við að minnsta kosti fjórir og því eru gróðureldarnir orðnir um 26 talsins. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 582 orð | 3 myndir

Offituaðgerðir fátíðar í heilbrigðiskerfinu

Fréttaskýring Andrés Magnússon andres@mbl.is Útlit er fyrir að hjá Klíníkinni verði gerðar um 1. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Óli Björn sækist eftir 2. sætinu

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi sem fram fer í júní. Óli Björn sækist eftir 2. sæti. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Prókúruumboð dugar ekki til sölu eigna

Helgi Bjarnason helgi@mbl. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sjálfstæðismenn í prófkjör í Kraganum

Ákveðið var á fjarfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær að haldið skyldi prófkjör fyrir alþingiskosningar í haust. Þetta staðfesti Lovísa Árnadóttir, formaður kjördæmisráðsins, við Morgunblaðið að loknum fundi í gærkvöldi. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Telja að staðan versni til muna

Af tíu stærstu sveitarfélögum landsins voru sex rekin með halla á seinasta ári. Þó að staða sveitarfélaganna sé erfið var útkoman í fyrra þó skárri en óttast var. Forsvarsmenn sveitarfélaganna virðast vera svartsýnir á útkomuna á yfirstandandi ári. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Vilja Secret Solstice í Garðabæ

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice hafa óskað eftir því að sá möguleiki verði kannaður að tónlistarhátíðin Secret Solstice verði haldin á Vífilsstaðatúni og í nærumhverfi þess. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 100 orð

Vínkaupmaður kærir ríkið fyrir Vínbúðina

Andrés Magnússon andres@mbl.is Santewines SAS, frönsk vínbúð á netinu ætluð Íslendingum, hefur kvartað til Neytendastofu undan því að Áfengis-/tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) noti heitið Vínbúðin um starfsemi sína. Meira
12. maí 2021 | Innlendar fréttir | 38 orð

Vísbendingu vantaði

Vísbending féll niður í krossgátu Sunnudagsblaðsins 9. maí. Vísbendingin er 16 lárétt og hljóðar svo: 16. Varkár kind við ofn er samt tillitslaus. Meira

Ritstjórnargreinar

12. maí 2021 | Leiðarar | 513 orð

Heilbrigð skynsemi

Aflétting sóttvarnaaðgerða er brýn, en áfram þarf að viðhafa varúð Meira
12. maí 2021 | Leiðarar | 249 orð

Netárásir

Árásin á Colonial-olíuleiðsluna ætti að vera áminning um að efla netvarnir Meira
12. maí 2021 | Staksteinar | 200 orð | 2 myndir

Reyna að slá Al Gore út

Jón Magnússon, lögmaður og fv. alþingismaður, minnir á að arfakóngar fyrri tíðar vildu teljast óskeikulir enda var ekki deilt við heimildina. Meira

Menning

12. maí 2021 | Tónlist | 772 orð | 2 myndir

„Svona er bara þessi haus“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
12. maí 2021 | Kvikmyndir | 139 orð | 1 mynd

Cruise skilar gullhnöttunum sínum

Bandaríski leikarinn Tom Cruise hefur skilað Golden Globe-verðlaunastyttunum sínum sem eru þrjár talsins. Meira
12. maí 2021 | Hugvísindi | 132 orð | 1 mynd

Hildur segir frá rannsóknum sínum á sögu löngu horfinna biskupsfrúa

Hildur Hákonardóttir, listakona og rithöfundur, segir frá rannsóknum sínum á sögu löngu horfinna biskupsfrúa og fyrirkvenna á fræðakaffi í Borgarbókasafninu í Spönginni í dag kl. 17.15. Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú? Meira
12. maí 2021 | Fjölmiðlar | 192 orð | 1 mynd

Hvað í ósköpunum getum við gert?

Heimildarþættir BBC, Fullkomin pláneta eða Perfect Planet á frummálinu, eru bæði vandaðir og heillandi en hafa líka sett að manni hroll. Meira
12. maí 2021 | Tónlist | 162 orð | 1 mynd

Swift hlaut heimsstjörnuverðlaun Brit

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift varð fyrst kvenna til þess að hljóta þau verðlaun bresku Brit-verðlaunanna sem kölluð eru „global icon“ sem þýða mætti sem heimsstjarna eða íkon. Verðlaunin voru afhent í gærkvöldi í London. Meira
12. maí 2021 | Menningarlíf | 934 orð | 1 mynd

Útbreiddara en margur heldur

Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Snemma fór að bóla á þessari sérvisku hjá mér, ætli ég hafi ekki verið stráklingur í kringum tíu ára aldur þegar ég setti saman mína fyrstu vísu. Meira

Umræðan

12. maí 2021 | Aðsent efni | 731 orð | 1 mynd

Barist fyrir hugsjónum

Eftir Óla Björn Kárason: "Ástríðan verður að vera fyrir hendi. Í stjórnmálum verður árangurinn lítill án sannfæringar og löngunar til að berjast fyrir framgangi hugmynda." Meira
12. maí 2021 | Aðsent efni | 651 orð | 1 mynd

Hvað er eiginlega þessi ME-sjúkdómur?

Eftir Friðbjörn Sigurðsson: "Lífsgæði margra ME-sjúklinga eru mun minni en hjá sjúklingum með aðra illvíga sjúkdóma." Meira
12. maí 2021 | Pistlar | 435 orð | 1 mynd

Í góðri trú?

Ásýnd stjórnmála og stjórnsýslu er lykilatriði þegar kemur að trausti almennings. Þetta segir skýrsla sem ríkisstjórnin lét gera í upphafi kjörtímabilsins. Vandamálið er hins vegar hvort ásýndin endurspegli reynd eða sé bara sýndarmennska. Meira

Minningargreinar

12. maí 2021 | Minningargreinar | 467 orð | 1 mynd

Einar Jónsson

Einar Jónsson fæddist á Siglufirði 8. janúar 1932. Hann lést 6. maí 2021. Hann var sonur hjónanna Jóns Oddssonar, útvegsbónda á Siglunesi, og Báru Tryggvadóttur. Bróðir Einars er Oddur, f. 1930, d. 2016. Einar kvæntist Helgu Jónsdóttur, f. 29.11. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2021 | Minningargreinar | 1310 orð | 1 mynd

Erna Bergmann Gústafsdóttir

Erna Bergmann Gústafsdóttir fæddist á Akranesi 18. nóvember 1940. Hún lést 2. maí 2021 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Foreldrar hennar voru Gestur Gústav Ásbjörnsson, f. 2.3. 1908, d. 6.8. 1944, og Olga Guðrún Benediktsdóttir, f. 25.3. 1912, d. 16.11. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2021 | Minningargreinar | 1284 orð | 1 mynd

Guðrún Erna Sæmundsdóttir

Guðrún Erna Sæmundsdóttir fæddist 24. júlí 1930 í Finnbogahúsi við Kringlumýri í Reykjavík. Hún lést 30. apríl 2021 á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. Foreldrar hennar voru Sæmundur Bjarnason gas- og pípulagnameistari, f. 14. maí 1906, d. 9. des. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2021 | Minningargreinar | 2136 orð | 1 mynd

Kristófer Ingi Kjærnested

Kristófer Ingi Kjærnested fæddist 8. júní 2004. Hann lést 25. apríl 2021. Foreldrar hans eru Ásgerður Ósk Jakobsdóttir og Stefán Kjærnested. Systur hans eru Viktoría Ósk, Arndís Ósk og Hrafnhildur Ósk. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 12. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2021 | Minningargreinar | 685 orð | 1 mynd

Ólafur Örn Arnarson

Ólafur Örn Arnarson fæddist í Arnardrangi í Vestmannaeyjum 27. júlí 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 1. maí 2021. Foreldrar hans voru Guðrún Ólafsdóttir húsmóðir, f. 30. október 1909, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2021 | Minningargreinar | 2950 orð | 1 mynd

Sigurður Pétursson

Sigurður Pétursson fæddist í Reykjavík 29. júní 1960. Hann lést á La Gomera, Spáni 19. apríl 2021. Sigurður var sonur Péturs J. Péturssonar frá Galtará í Gufudalssveit, f. 15. júlí 1920, d. 19. feb. Meira  Kaupa minningabók
12. maí 2021 | Minningargreinar | 1116 orð | 1 mynd

Sigursteinn Freyr Vigfússon

Sigursteinn Freyr var fæddur í Reykjavík 10. júlí 1974. Hann lést á Bringham and Womens-spítalanum í Boston 11. september 2020. Foreldrar Sigursteins eru Guðrún Sigursteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og Vigfús Björnsson bakarameistari en hann lést 2019. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

12. maí 2021 | Í dag | 34 orð | 3 myndir

Áfengiseinokunin á enda

Arnar Sigurðsson, sem nýlega opnaði vínbúðina sante.is á netinu, er gestur Andrésar Magnússonar í Þjóðmálunum. Áfengisverslun má heita í uppnámi, enda atlaga gerð að einokun ríkisins og boðar Arnar betra verð en hjá... Meira
12. maí 2021 | Í dag | 95 orð | 1 mynd

Bíður eftir að vísurnar komist í tísku

„Við erum fimm stelpur sem semjum þessi lög og syngjum og spilum og einmitt semjum lög sem eru kannski með svona miklum texta,“ segir Vigdís Hafliðadóttir, meðlimur hljómsveitarinnar Flott, sem er vísnapoppshljómsveit. Meira
12. maí 2021 | Árnað heilla | 293 orð | 1 mynd

Maggnús Víkingur Grímsson

70 ára Maggnús Víkingur fæddist 12. maí 1951 á Kambsvegi 19 í Reykjavík. Meira
12. maí 2021 | Í dag | 56 orð

Málið

Í því tilliti merkir: í þeim skilningi , að því er það varðar . Og við tökum tillit til fólks ef við getum. En í því tilliti er ekki hægt að segja „Í tilliti við keppandann ...“. Þar á við tillitssemi : af tillitssemi við keppandann. Meira
12. maí 2021 | Fastir þættir | 149 orð | 1 mynd

Staðan kom upp á nýafstöðnu Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem fram...

Staðan kom upp á nýafstöðnu Skákþingi Íslands, landsliðsflokki, sem fram fór í húsakynnum Siglingafélagsins Ýmis á Kársnesi í Kópavogi. Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson (2.523) hafði hvítt gegn alþjóðlega meistaranum Birni Þorfinnssyni (2.384) . 35. Meira
12. maí 2021 | Í dag | 244 orð

Vorvísa og rignir enn í Sahara

Páll Jónasson í Hlíð yrkir „Við Reykjavíkurtjörn“: Í Tjörninni er toppönd að róta og tína þá brauðmola er fljóta. En vötnunum heima nú verður að gleyma. Hún er fiskiönd sem fékk engan kvóta. Meira
12. maí 2021 | Árnað heilla | 833 orð | 3 myndir

Það verður afmælisveisla!

Ég er stríðsframleiðsla,“ segir Nanna fullum fetum enda fædd í miðju fyrra stríði, hinn 12. maí árið 1916 í Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Nanna var níunda í röð þrettán systkina sem öll náðu háum aldri en Nanna og Margrét systir hennar, f. 1922, eru nú einar eftir. Þær eru elstu núlifandi systkin á Íslandi og Nanna næstelst Íslendinga. Meira

Íþróttir

12. maí 2021 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Afturelding og HK leika til úrslita á Íslandsmótinu

Afturelding leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki eftir sigur á KA í Mosfellsbænum í gærkvöld. Liðið mætir HK í úrslitarimmunni sem hefst á laugardaginn. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Aron Elís í liði umferðarinnar

Knattspyrnumaðurinn Aron Elís Þrándarson er í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni hjá danska miðlinum Tipsbladet eftir góða frammistöðu gegn AaB í fallriðli deildarinnar á föstudaginn. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 551 orð | 2 myndir

„Aldrei byrjað jafn vel“

Frjálsar Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Frjálsíþróttamaðurinn Guðni Valur Guðnason náði á sunnudaginn öðru sæti og tryggði sér þar með silfurverðlaun í kringlukasti á evrópska vetrarkastmótinu í Split í Króatíu þegar hann þeytti kringlunni 63,66 metra. Um var að ræða fyrsta alþjóðlega mótið sem Guðni Valur keppir á síðan á HM í Doha árið 2019 og fyrsta mótið yfir höfuð síðan í haust á síðasta ári, skömmu eftir að hann sló 31 árs gamalt Íslandsmet í kringlukasti með því að þeyta henni 69,35 metra. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Breiðablik og Fylkir styrkjast

Bandaríska knattspyrnukonan Taylor Ziemer er gengin til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks. Hún kemur úr bandaríska háskólaboltanum en lék þar á undan í hollensku úrvalsdeildinni með ADO Den Haag. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Fjórir Íslendingar hjá Melsungen

Alexander Petersson, landsliðsmaður í handknattleik, mun ganga til liðs við þýska 1. deildar liðið Melsungen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari stýrir, að loknu yfirstandandi leiktímabili. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Grill 66 deild karla Víkingur R. – Kría 26:19 HK – Haukar U...

Grill 66 deild karla Víkingur R. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Hamar og Vestri slógu út Hrunamenn og Fjölni

Hamar og Vestri eru komin áfram í undanúrslit 1. deildar karla í körfuknattleik, næstefstu deildar, eftir leiki kvöldsins í 8-liða úrslitunum. Hamar sló Hrunamenn út 2:0 og Vestri sló Fjölni út 2:0. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Kjartan rifti samningnum

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason flaug heim til Íslands í gær frá Danmörku eftir að hafa rift samningi sínum við danska b-deildarliðið Esbjerg. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsí Max-deildin: Dalvíkurvöllur: KA...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsí Max-deildin: Dalvíkurvöllur: KA – Leiknir R. 17:30 Würth-völlur: Fylkir – KR 19:15 1. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 604 orð | 1 mynd

Með fullt hús stiga á toppnum

Fótboltinn Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Selfoss tyllti sér á toppinn í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, þegar liðið heimsótti Þór/KA í Bogann á Akureyri í annarri umferð deildarinnar í gær. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 205 orð | 1 mynd

Meistarar eftir hagstæð úrslit

Manchester City er Englandsmeistari í knattspyrnu tímabilið 2020-21 en þetta varð ljóst eftir 2:1-sigur Leicester gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester í gær. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 100 orð | 1 mynd

Mun keppa á þeim mótum sem bjóðast og forðast að fá veiruna

„Það er mót í Zagreb á laugardaginn og síðan var planið að fara til Svíþjóðar helgina eftir það. Svo er ég ekki alveg viss. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 109 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Selfoss 0:2 Stjarnan &ndash...

Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Selfoss 0:2 Stjarnan – Keflavík 0:0 Staðan: Selfoss 22005:06 Valur 21102:14 Breiðablik 210111:43 ÍBV 21015:43 Þór/KA 21012:33 Þróttur R. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Umspil karla 8-liða úrslit, annar leikur: Fjölnir – Vestri 73:87...

Umspil karla 8-liða úrslit, annar leikur: Fjölnir – Vestri 73:87 Hrunamenn – Hamar 58:99 Selfoss – Sindri 86:65 Skallagrímur – Álftanes 92:75 *Vestri og Hamar eru komin áfram í undanúrslit með 2:0 sigra en staðan er 1:1 í hinum... Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildin, virðist ætla að...

Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildin, virðist ætla að verða meira spennandi í ár en flestir bjuggust við. Meira
12. maí 2021 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Verður lengi frá vegna blóðtappa

Oliver Stefánsson, varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið hið minnsta eftir að hafa fengið blóðtappa fyrir neðan háls. Netmiðillinn Fótbolti.net greindi frá veikindunum í gær. Meira

Viðskiptablað

12. maí 2021 | Viðskiptablað | 347 orð | 1 mynd

Álverð hefur hækkað um 75% á einu ári

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Álverð hefur hækkað mikið á undanförnum vikum og mánuðum og hefur hagur framleiðenda vænkast til muna vegna þess. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 1342 orð | 1 mynd

Ekki geta allir verið Antónínus Píus

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Mexíkóborg ai@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn beindi kastljósinu að því hve mikil vanhæfni fær að viðgangast hjá hinu opinbera. Niall Ferguson minnir á að gæði stjórnsýslunnar hafa mikið að segja um það tjón sem hamfarir valda. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 318 orð | 1 mynd

Fjórðungur úr fossi til sölu

Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ein til ein og hálf milljón ferðamanna kom að Seljalandsfossi á árinu 2019. Hlutur í fossinum kostar 180 milljónir. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 585 orð | 2 myndir

Flýtifyrning og grænt fyrningarálag

...einkum er fyrningarálagið áhugaverð viðbót því það er að ég tel nýlunda að hægt sé að fyrna eignir umfram stofnverð (kaupverð) þeirra. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 159 orð | 2 myndir

Frístundalóðir við sjóböð Skúla

Kjósarhreppur hefur auglýst breytingu á skipulagi Hvamms og Hvammsvíkur sem felur í sér að skilgreindar verða þrjátíu frístundalóðir á svæðinu. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 2649 orð | 1 mynd

Hverfisverslanirnar eiga framtíðina fyrir sér

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, segir fyrirtækið sjá mikil tækifæri til vaxtar. Þá ekki síst í hverfisverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða vexti netverslunar hyggist fyrirtækið sækja fram í hverfisverslun með áherslu á ferskar vörur og tilbúinn mat. Samstarf við veitingakeðjuna Barion sé liður í að mæta kröfum viðskiptavina um aukin þægindi. Jafnframt séu mikil tækifæri í snjallvæðingu verslana. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 293 orð | 2 myndir

Metverð skilar Norvik milljörðum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verðmæti hlutar Norvik í Bergs Timber hefur aukist um 8,5 milljarða í kórónuveirufaraldrinum en verð á timbri er nú sögulega hátt. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 1003 orð | 3 myndir

Norvik hagnast á dýrara timbri

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gengi bréfa í Bergs Timber, sem Norvik á 64% hlut í, hefur hækkað mikið í kórónuveirufaraldrinum. Eftirspurnin jókst mikið. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 248 orð

Orðum skal fylgja ábyrgð

Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórn VR varð sér til skammar í júlí í fyrra þegar hún tók að skipta sér af ákvörðunarferli Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem tengdist fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair Group. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 347 orð

Plastpoki eða ekki plastpoki, þar er efinn

Þær voru ekki litlar, raunir danska prinsins Hamlets sem varð til í hugskoti Williams Shakespeares. Hann taldi sér rétt og skylt að koma frænda sínum Kládíusi fyrir kattarnef enda hafði sá hinn sami orðið föður Hamlets að bana. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 861 orð | 1 mynd

Rekstraraðilar í mjög þröngri samningsstöðu

Fram undan er nýr kafli hjá Eybjörgu því hinn 1. júní næstkomandi tekur hún við stöðu framkvæmdastjóra hjá Eir. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 213 orð | 2 myndir

Samkaup stefna á 25% markaðshlutdeild

Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa, boðar enn frekari sókn fyrirtækisins á næstu árum. Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 638 orð | 2 myndir

Skynsemin ráði för

Með hliðsjón af því hve eðlileg sú hugmynd er orðin að loka landamærunum, hefur þá orðið bakslag í viðhorfi okkar gagnvart öðrum þjóðum? Erlendum mannauði? Mun í löggjöf framtíðarinnar verða vart við einangrunarstefnu og ótta við hinn stóra heim? Meira
12. maí 2021 | Viðskiptablað | 250 orð | 1 mynd

Vilja framleiða vetni á Grundartanga

Stóriðja Erlendir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að reisa vetnis- og vetnisafleiðuverksmiðju til útflutnings frá Grundartanga. Orkuþörfin gæti orðið meira en 200 Mw. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.