Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Viðtökurnar hafa verið hreint út sagt frábærar, sem ég er auðvitað mjög þakklátur fyrir. Greinilegt er að margir kunna að meta fjölmiðil þar sem fjallað er ítarlega um þetta samfélag með mörgum fréttum og greinum á hverjum degi,“ segir Skapti Hallgrímsson, ritstjóri á frétta- og mannlífsvefnum Akureyri.net, sem fór í loftið fyrir sléttum sex mánuðum, nánar tiltekið föstudaginn 13. nóvember. Síðan þá hafa verið skrifaðar um 1.500 fréttir, fjöldi aðsendra greina og pistla birst, sem og gríðarlegt magn af myndum.
Meira