Einar S. Hálfdánarson, hæstaréttarlögmaður og endurskoðandi, fjallaði í Morgunblaðinu í gær um Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, sem úrskurðar í málum þeirra sem sætta sig ekki við niðurstöður Útlendingastofnunar. „Svo er að sjá sem kærunefnd útlendingamála líti á lögin sem viðmið sem ekki þarf endilega að fara eftir,“ skrifar Einar, og nefnir dæmi sem benda til brotalama í kerfinu. Þá bendir hann á að kærunefndinni sé í mun að viðhalda leynd um starfsemi sína, hún skuli að jafnaði birta úrskurði sína eða útdrætti úr þeim, en stór hluti þeirra sé samt ekki birtur. Samkvæmt grein Einars telur nefndin sig hafa „nokkurt svigrúm“ til að birta ekki úrskurði og virðist nýta sér það óhóflega.
Meira