Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Farþegum fjölgar með hverjum deginum sem líður,“ segir Stefán Jón Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar á Húsavík. Á vegum fyrirtækisins er nú farið í eina hvalaskoðunarferð á dag með bátnum Náttfara. Farið er út á Skjálfandaflóa og í flestum ferðum sjást hvalir, þótt aldrei sé á vísan að róa því náttúran er duttlungafull. Mest og helst sést hnúfubakur á Skjálfanda, en einnig bregður fyrir hrefnum og hnísum. Einnig hafa langreyðar og háhyrningar sést í vor, en þó ekki oft.
Meira