Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það var ljóst í okkar huga að þessi vinnubrögð væru skaðleg fyrir samkeppni á raforkumarkaði, skaðleg fyrir neytendur og ekki síst fyrir skattgreiðendur í Reykjavík.“ Þetta segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar ehf. sem skaut máli til kærunefndar útboðsmála sem nú hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg beri að bjóða út raforkukaup sín. Frá öndverðu hefur borgin keypt rafmagn af dótturfyrirtækjum sínum og frá árinu 2018 hefur það verið gert án afsláttarkjara, þ.e. að viðskiptin hafa átt sér stað á grundvelli ríkjandi verðskrár Orku náttúrunnar.
Meira