Andrés Magnússon andres@mbl.is Upp á síðkastið hefur tilgátan um að kórónuveiran hafi orðið til á veirurannsóknarstofu kínverskra stjórnvalda í Wuhan gengið í endurnýjun lífdaga og af auknum krafti. Fyrst þegar hún var sett fram, snemma í heimsfaraldrinum, var henni nær afdráttarlaust vísað á bug sem fráleitri samsæriskenningu og þeim, sem á henni impruðu, bornar annarlegar hvatir á brýn.
Meira