Viðtal Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aðgerðir á míturloku hjartans hafa gengið mjög vel á Landspítalanum. Árangur þessarar minnstu hjartaskurðdeildar Norðurlanda jafnast á við árangurinn á stærstu og sérhæfðustu hjartaskurðdeildum í nágrannalöndunum, að sögn Tómasar Guðbjartssonar, yfirlæknis og prófessors. Læknablaðið birtir nú nýja grein um langtímaárangur viðgerða vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi. Aðalhöfundur hennar er Árni Steinn Steinþórsson, læknanemi á 4. ári við læknadeild HÍ. Meðhöfundar eru læknarnir Árni Johnsen, Martin Ingi Sigurðsson prófessor, Sigurður Ragnarsson og Tómas Guðbjartsson sem var leiðbeinandi Árna Steins.
Meira