Kúba er eitt af þeim ríkjum þar sem íbúarnir njóta þeirra forréttinda að fá að búa við stjórn yfirlýstra sósíalista. Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um það í pistli á mbl.is hvernig ríkisstjórnin þar í landi „kúgar almenning og refsar fyrir alla gagnrýni og ágreining. Stjórnvöld víla ekki fyrir sér að beita öllum þeim ofbeldismeðölum sem finnast í bókum harðstjórnar, meðal annars barsmíðum, opinberum niðurlægingum, ferðatakmörkunum, fangelsun til lengri og skemmri tíma, sektum, einelti á netinu, eftirliti og þvinguðum starfslokum.“
Meira