Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lið Hamars í Hveragerði mætir í kvöld Vestra á Ísafirði í fjórðu viðureign liðanna um sæti í úrvalsdeild karla í körfubolta, Domino's-deildinni, á næsta tímabili. Staðan er 2:1 fyrir Ísfirðinga og nægir þeim því sigur á heimavelli, en komi til fimmta leiks verður hann í Hveragerði á sunnudag. „Ég ætla að skila af mér eftir að rimmunni lýkur, þá höldum við framhaldsaðalfund og Kristinn Ólafsson tekur við af mér sem formaður,“ segir matreiðslumeistarinn Lárus Ingi Friðfinnsson. Hann var hvatamaður að stofnun körfuboltadeildar Hamars 1992 og hefur stýrt henni síðan, í 29 ár. Geri aðrir sjálfboðaliðar betur!
Meira