Sitt er hvað að stífa og stýfa . Að stífa dúka er góð skemmtun. (Heimatilbúið stífelsi má gera sér úr mjólk, sykri, matarlími og kartöflumjöli, annars fæst þetta í úðabrúsum.) En vængi verður að stýfa , með ypsiloni: klippa af þeim, sbr. stúfur .
Meira