Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Karen Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, um Borgarlínu í tilefni af bókun hennar á bæjarráðsfundi á dögunum. Þar lýsir hún áhyggjum af því að enn sé ekki ljóst hver rekstrarkostnaður Borgarlínu verði, „né hvort sveitarfélögunum sé einum ætlað að bera þann kostnað“. Þá minnir hún á að það sé ábyrgðarhluti að fara með fjármuni almennings, en sú ábyrgð virðist hafa gleymst í ákafanum við að ausa milljarðatugum, eða þaðan af hærri fjárhæðum, í þennan risastrætisvagn. Loks bendir Karen á að tillaga Áhugafólks um betri samgöngur setji þær skyldur á kjörna fulltrúa að fjalla um hana.
Meira