Greinar miðvikudaginn 30. júní 2021

Fréttir

30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 2232 orð | 2 myndir

Bjóða margfalt lægra lóðarverð

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Endurnýjun í slökkviliði Fjallabyggðar

Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Alls hafa sex nýliðar verið ráðnir í hlutastarf hjá slökkviliði Fjallabyggðar. Þar eru nú 34 liðsmenn auk slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra. Jóhann K. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Enginn slasaðist í aurskriðu

Logi Sigurðsson logis@mbl.is Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði á fjórða tímanum í gær. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra, sagði í samtali við mbl. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 109 orð

Handtekinn með hlaðna skammbyssu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um hádegisbilið í gær mann við Sæbraut, sem vopnaður var hlaðinni skammbyssu. Tilkynning barst um átök milli tveggja manna við brautina, og virtist sjónarvotti að atburðarásinni sem annar þeirra væri með... Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Í sumarskapi Þessi unga stúlka naut sólargeislanna á höfuðborgarsvæðinu með því að fara í handahlaup á Skólavörðustíg. Það er enda um að gera að nýta veðrið þegar það gerist sem... Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 563 orð | 3 myndir

Landsbankinn á nýjum stað

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Starfsemi útibús Landsbankans á Ísafirði var nú um miðjan júní flutt í ný húsakynni þar í bæ. Er nú í Hafnarstræti 19, eftir að hafa verið síðastliðin 63 ár að Pólgötu 1. Hin svipsterka bygging sem áður hýsti starfsemi bankans, tæplega 900 fermetra hús sem reist var árið 1959, hefur nú verið selt. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 471 orð | 2 myndir

Listalíf með kaffinu

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hvað sem kórónuveirufaraldri líður þarf fólk að næra sig, hressa og kæta og hjá mörgum er enginn dagur án kaffisopa. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 430 orð | 2 myndir

Mikil virkni er undir yfirborðinu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Breytingar sem urðu nýlega á gosóróa í gígnum í Geldingadölum urðu mögulega vegna hruns úr gígbarminum, að mati Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Mun lægra lóðaverð

Fjárfestar hafa hafið sölu lóða undir íbúðarhúsnæði í nýju hverfi í Vogum en fullbyggt gæti það rúmað um tvö þúsund íbúa. Með því myndi íbúafjöldinn í Vogum ríflega tvöfaldast. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Mögulega varð hrun ofan í gíginn

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Breytingar sem urðu nýlega á gosóróa í gígnum í Geldingadölum urðu mögulega vegna hruns úr gígbarminum, að mati Þorvaldar Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Ólafur B. Thors

Ólafur B. Thors, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, lést á mánudaginn á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, 83 ára að aldri. Ólafur fæddist í Reykjavík 31. desember 1937, yngstur þriggja systkina. Foreldrar hans voru Elísabet Ólafsdóttir Thors,... Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Óvelkomið „r“ rataði óvænt inn á Grensásveg

Glöggir vegfarendur í Reykjavík hafa vafalítið undrað sig á nýju götuskilti sem stendur við gatnamót Fellsmúla og Grensásvegar, en í fyrstu mætti halda að búið væri að skipta um nafn á hinum rótgróna Grensásvegi. Svo mun þó ekki vera. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 343 orð | 2 myndir

Reisa varnir í árfarvegum á Eskifirði

Esther Hallsdóttir esther@mbl.is Þrjú ofanflóðamannvirki verða vígð á Eskifirði á föstudaginn. Um er að ræða varnir í þremur árfarvegum í bænum, í Hlíðarendaá, Bleiksá og Ljósá, þar sem hætta er á krapa- og aurflóðum. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 70 orð

Rykagnir frá Sahara fjúka oft til Íslands

Rykkorn úr Sahara-eyðimörkinni hafa oft borist hingað til Íslands samkvæmt nýrri vísindagrein, sem birtist í tímaritinu Nature Scientific Reports á dögunum. Í greininni kemur m.a. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 558 orð | 3 myndir

Rykið fýkur hingað frá Sahara-eyðimörk

Sviðsljós Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rykkorn frá Sahara hafa oft borist til Íslands. Þetta kemur fram í nýrri vísindagrein um fok ryks og stórra kvarsagna frá Sahara og hingað í Nature Scientific Reports. Höfundar greinarinnar eru György Varga, Pavla Dagsson-Waldhauserová, Fruzsina Holman-Gresina og Ágústa Helgadóttir. Vísindamennirnir starfa við ELKH- rannsóknamiðstöðina í stjörnufræði og jarðvísindum í Búdapest í Ungverjalandi, Landbúnaðarháskóla Íslands og hjá Landgræðslunni. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Slysið rakið til lélegra gámalása

Gámalásar tengivagns, sem átti þátt í alvarlegu slysi á Vesturlandsvegi í byrjun síðasta árs, voru í bágbornu ástandi og er talið að það ásamt öðru hafi valdið slysinu. Tveir slösuðust alvarlega og man hvorugur þeirra eftir aðdraganda slyssins. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Sólarblíða og siglingaveður gott um allt land

Mikil veðurblíða var á landinu og böðuðu borgarbúar sig í sólinni. Gott var til sjós og tiltölulega mikið logn í Nauthólsvík og var því tilvalið að taka af skarið og fara í hressandi kajaksiglingu í gær. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 225 orð

Spá nú meiri hagvexti í ár

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir útlit fyrir meiri hagvöxt í ár en Greining bankans áætlaði í vor. Þá gerði hún ráð fyrir 2,7% hagvexti og hóflegum vexti í neyslu og fjárfestingu. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Starfsleyfi úr gildi

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) hefur fellt úr gildi starfsleyfi Vöku fyrir móttökustöð fyrir úrgang, bílapartasölu, bifreiða- og vélaverkstæði og hjólbarðaverkstæði eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) komst að þeirri... Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 368 orð | 3 myndir

Vatn, dalur og tvö fjöll viðbót á verndarsvæði

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Stækkun þjóðgarðsins gefur okkur möguleika á að útbúa áhugaverða útivistarstaði á stöðum, sem eru býsna afskekktir. Starfsemi þjóðgarðs er í eðli sínu lifandi og fjölbreytt. Meira
30. júní 2021 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Þurfa 2.000 nýja blóðgjafa á ári

Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Blóðgjafafélag Íslands fagnar 40 ára starfsafmæli 16. júlí nk. Meira

Ritstjórnargreinar

30. júní 2021 | Leiðarar | 590 orð

Ítrekuð lögbrot

Lögbrot Ríkisútvarpsins geta tæpast lengur talist mistök Meira
30. júní 2021 | Staksteinar | 201 orð | 2 myndir

Söfnuður í öngstræti

Páll Vilhjálmsson bendir á að alvöru fjölmiðlar sögðu frá fundi Trump, til stuðnings þeim frambjóðendum Repúblíkanaflokksins sem forsetinn fv. styður í næstu kosningum: Meira

Menning

30. júní 2021 | Leiklist | 89 orð | 1 mynd

Áhorfendur velja milli atburðarása

Lista- og loftfimleikahópurinn Kría Aerial Arts frumsýnir kl. 20 í kvöld í Tjarnarbíói gagnvirka loftfimleikasýningu sem nefnist Game On . Meira
30. júní 2021 | Kvikmyndir | 229 orð | 3 myndir

Erlingur leikstýrir Sands og Hope

Erlingur Thoroddsen mun leikstýra hrollvekjunni The Piper , eða Flautuleikarinn , eftir eigin handriti og í aðalhlutverkum verða tveir Englendingar, leikkonan Charlotte Hope og leikarinn Julian Sands. Meira
30. júní 2021 | Kvikmyndir | 665 orð | 3 myndir

Jarðtengingin endanlega rofin

Leikstjórn: Justin Lin. Handrit: Justin Lin og Daniel Casey. Aðalleikarar: Vin Diesel, Michelle Rodriguez, John Cena, Jordana Brewster, Tyrese Gibson, Ludacris og Nathalie Emmanuel. Bandaríkin, 2021. 145 mín. Meira
30. júní 2021 | Menningarlíf | 206 orð | 1 mynd

Kann Gríma að nota grímu?

Stór hluti þjóðarinnar missti sig í að hæla Kötlu, nýrri þáttaröð úr smiðju Baltasars Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar. Það var því ekki annað ráð en að setjast niður og horfa á fyrsta þáttinn uppfullur af eftirvæntingu. Meira
30. júní 2021 | Tónlist | 1004 orð | 1 mynd

Leita að frelsi innan strúktúrsins

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl. Meira
30. júní 2021 | Myndlist | 94 orð | 1 mynd

Nýtt sýningarrými í undirgöngum

Nýtt sýningarrými, Gallerí undirgöng, verður opnað við Hverfisgötu 76 í Reykjavík í dag. Meira
30. júní 2021 | Leiklist | 104 orð | 1 mynd

Valur Freyr leikstýrir eigin verki

Valur Freyr Einarsson, leikari og höfundur verðlaunasýningarinnar Tengdó , mun leikstýra eigin verki á Nýja sviði Borgarleikhússins á næsta leikári. Meira

Umræðan

30. júní 2021 | Aðsent efni | 427 orð | 1 mynd

Alþýðusamband Íslands brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu

Eftir Einar S. Hálfdánarson: "Ég tel langlíklegast að löngu úrelt lög um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938 standist ekki mannréttindaviðmið nútímans um skoðanafrelsi." Meira
30. júní 2021 | Pistlar | 399 orð | 1 mynd

Móttaka fyrir konur í heilsugæslunni

Ég hef ákveðið í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að ráðast í tilraunaverkefni um sérstaka móttöku fyrir konur innan heilsugæslunnar. Vísbendingar eru um að þörfum kvenna fyrir heilbrigðisþjónustu sé ekki alltaf mætt sem skyldi. Meira
30. júní 2021 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Vonir, væntingar og skyldur í ríkisstjórn

Eftir Óla Björn Kárason: "Forysta flokksins heldur á regnhlífinni með stuðningi þingmanna. Fá störf eru meira krefjandi – kalla á trúmennsku og sannfæringu fyrir hugsjónum." Meira

Minningargreinar

30. júní 2021 | Minningargreinar | 1464 orð | 1 mynd

Elín Sólveig Benediktsdóttir

Elín Sólveig Benediktsdóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1937. Hún lést 13. júní 2021 á Landspítalanum í Fossvogi. Foreldrar hennar voru Vivan Signe Aurora Holm Svavarsson sjúkraþjálfari, f. 1910 í Upplandi, Svíþjóð, d. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2021 | Minningargreinar | 3986 orð | 1 mynd

Guðjón Guðmundsson

Guðjón fæddist 8. ágúst 1949 í Heimalandi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 18. júní 2021. Guðjón var sonur hjónanna Guðmundar Jónssonar, f. 1902, d. 1979, og Ingibjargar Elíasdóttur, f. 1915, d. 1989. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2021 | Minningargreinar | 1781 orð | 1 mynd

Haukur Skæringsson

Haukur Skæringsson fæddist í Reykjavík 11. maí 1960. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Hafnarfirði sunnudaginn 13. júní 2021. Foreldrar hans voru Skæringur Bjarnar Hauksson, f. 24.5. 1937, d. 1.12. 2011, og Hulda Sigurjónsdóttir, f. 31.3. 1934. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2021 | Minningargreinar | 1606 orð | 1 mynd

Jóhannes Bergsveinsson

Jóhannes Bergsveinsson fæddist í Reykjavík 5. desember 1932. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni 22. júní 2021. Meira  Kaupa minningabók
30. júní 2021 | Minningargreinar | 1326 orð | 1 mynd

Nichólína Rósa Magnúsdóttir

Nichólína Rósa Magnúsdóttir (Nanna Rósa) fæddist á Ísafirði 7. apríl 1932. Hún lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 22. júní 2021. Foreldrar hennar voru Magnús Eiríksson, vélstjóri og sjómaður á Ísafirði, f. 24.6. 1899, d. 3.2. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

30. júní 2021 | Fastir þættir | 166 orð | 1 mynd

1. e4 c6 2. c4 d5 3. exd5 cxd5 4. cxd5 Dxd5 5. Rc3 Dd8 6. d4 Rf6 7. Rf3...

1. e4 c6 2. c4 d5 3. exd5 cxd5 4. cxd5 Dxd5 5. Rc3 Dd8 6. d4 Rf6 7. Rf3 e6 8. Bb5+ Bd7 9. De2 Be7 10. 0-0 0-0 11. Bf4 a6 12. Bd3 Bc6 13. Hfd1 Rd5 14. Bg3 Bd6 15. Re5 He8 Staðan kom upp í seinni hluta 2. Meira
30. júní 2021 | Árnað heilla | 159 orð | 1 mynd

Kristófer Einarsson

70 ára Kristófer Einarsson fæddist 30. júní 1951 á Blönduósi og ólst upp á Skagaströnd til 14 ára aldurs. Þá flutti hann að heiman vestur til Ólafsvíkur og hóf lífsbaráttuna frekar ungur að árum. Meira
30. júní 2021 | Í dag | 101 orð | 1 mynd

Leika sér inni í sandi allt árið um kring

„Við erum að fara að leika okkur inni í sandi, ekki að búa til sandkastala heldur erum við í rauninni að setja upp aðstöðu fyrir allt sandsport. Meira
30. júní 2021 | Í dag | 57 orð

Málið

Að reisa þýðir í stórum dráttum að láta rísa . Að reisa burstir við e-u þýðir að ýfast við e-u . Burst er hárbrúskur . Líkingin „dregin af rándýri (ketti) sem skýtur upp kryppunni og lætur hárin rísa“ (Mergur málsins). Meira
30. júní 2021 | Í dag | 274 orð

Ort í þingveislu

Í þingveislum er óheimilt að taka til máls nema í bundnu máli. Í Útvarpsblaðinu 1951 segir frá einni slíkri veislu: „Jón Pálmason forseti Sameinaðs þings stýrði að sjálfsögðu þingveislunni. Meira
30. júní 2021 | Árnað heilla | 104 orð | 1 mynd

Platínubrúðkaup

70 ára brúðkaupsafmæli eiga í dag, 30. júní 2021, hjónin Mundheiður Gunnarsdóttir , f. 23.2. 1932 á Hólmavík og Lýður Jónsson , f. 17.9. 1925 á Skriðinsenni, Óspakseyrarhreppi í Strandasýslu. Þau gengu í hjónaband 30. Meira
30. júní 2021 | Í dag | 42 orð | 3 myndir

Sirkusinn opnaði stórar dyr

Jón Sigurður Gunnarsson, betur þekktur sem Nonni, er mikil ævintýramanneskja sem hefur upplifað ýmislegt spennandi. Meira
30. júní 2021 | Fastir þættir | 172 orð

Skiljanleg ákvörðun. S-NS Norður &spade;KD854 &heart;G8 ⋄K5...

Skiljanleg ákvörðun. S-NS Norður &spade;KD854 &heart;G8 ⋄K5 &klubs;Á1043 Vestur Austur &spade;Á62 &spade;G1073 &heart;1092 &heart;ÁD53 ⋄G984 ⋄D107 &klubs;G62 &klubs;97 Suður &spade;9 &heart;K764 ⋄Á632 &klubs;KD85 Suður spilar 3G. Meira
30. júní 2021 | Í dag | 773 orð | 4 myndir

Syngjandi glaður með sumarsmell

Örlygur Smári fæddist í Reykjavík 30. júní 1971 og fluttist þriggja mánaða til Aix-en-Provence í Frakklandi þar sem foreldrar hans stunduðu nám. Meira

Íþróttir

30. júní 2021 | Íþróttir | 104 orð | 1 mynd

Ásgeir Sigurgeirs fer til Japan með gleði og æðruleysi í farteskinu

„Ég mun nálgast þetta af æðruleysi og taka þetta á gleðinni. Ég held að það sé skynsamlegast fyrir mig núna. Ég æfi þokkalega mikið en gæti þess að fara ekki of geyst í það. Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 175 orð | 3 myndir

*Birkir Bjarnason , landsliðsmaður í knattspyrnu, mun ekki semja við...

*Birkir Bjarnason , landsliðsmaður í knattspyrnu, mun ekki semja við tyrkneska félagið Adana Demirspor þrátt fyrir að fjölmiðlar í Tyrklandi hafi greint frá því í síðustu viku að félagaskiptin væru langt á veg komin. Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Brynjar Ingi á leið til Ítalíu

Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er að ganga til liðs við ítalska B-deildarfélagið Lecce. Akureyri.net greindi frá þessu í gær. Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 209 orð | 2 myndir

*Hörður Axel Vilhjálmsson úr Keflavík og Sara Rún Hinriksdóttir , úr...

*Hörður Axel Vilhjálmsson úr Keflavík og Sara Rún Hinriksdóttir , úr Haukum, voru kjörin bestu leikmenn Íslandsmótsins í körfuknattleik. Verðlaunin voru afhent á Grand hótel í gær en Sara Rún er stödd erlendis og gat því ekki verið viðstödd. Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 60 orð | 1 mynd

Knattspyrna Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Sauðárkróksvöllur...

Knattspyrna Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Sauðárkróksvöllur: Tindastóll – Selfoss 18 Kópavogur: Breiðablik – Stjarnan 19.15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Fagverksvöllur: Afturelding – ÍA 19.15 2. Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 556 orð | 2 myndir

Mun njóta þess að keppa

ÓL í Tókýó Kristján Jónsson kris@mbl.is Ásgeir Sigurgeirsson er á leið á Ólympíuleika í annað sinn og mun keppa í skotfimi með loftskammbyssu í Tókýó í Japan í næsta mánuði. Áður en heimsfaraldurinn skall á keppti Ásgeir reglulega á mótum erlendis auk þess að keppa fyrir félagslið í Þýskalandi. Staða hans á heimslistanum hefur oft verið ágæt á síðustu árum. Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 308 orð | 1 mynd

Nú tókst Englendingum að sjá við Þjóðverjum

England og Úkraína urðu í gær síðustu liðin til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitunum á EM karla í knattspyrnu. Þau koma til með að mætast í 8-liða úrslitum keppninnar. Þar munu einnig eigast við Belgía og Ítalía, Sviss og Spánn og Tékkland og... Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Fylkir 0:0 ÍBV – Þróttur R...

Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Fylkir 0:0 ÍBV – Þróttur R. 1:2 Valur – Keflavík 4:0 Staðan: Valur 852120:1117 Breiðablik 750227:1115 Selfoss 741213:1013 Þróttur R. Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 106 orð | 1 mynd

Sævar bestur í 10. umferðinni

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði og framherji Leiknis úr Reykjavík, var besti leikmaður tíundu umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 14 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, úrslit: Phoenix - LA Clippers 102:116...

Úrslitakeppni NBA Vesturdeild, úrslit: Phoenix - LA Clippers 102:116 *Staðan er 3:2 fyrir... Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Valinn í lið umferðarinnar

Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson er í liði umferðarinnar í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu. Guðmundur lék vel fyrir New York City í 2:1-sigri á DC United á sunnudaginn var. Meira
30. júní 2021 | Íþróttir | 672 orð | 2 myndir

Valskonur á toppnum

Fótboltinn Bjarni Helgason bjarnih@mbl. Meira

Viðskiptablað

30. júní 2021 | Viðskiptablað | 269 orð | 1 mynd

1.200 hafa farið í Perluflugið

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fluglínan, nýjasta aðdráttarafl Perlunnar, er hluti af markaðsherferð sem miðar að því að fá Íslendinga á svæðið. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 478 orð | 1 mynd

Bíða ennþá eftir veigamiklum ferðamannaþjóðum

Baldur Blöndal baldurb@mbl.is Fyrirtæki í hópferðum segja veturinn líta vel út eftir gott sumar. Þótt aðsókn Bandaríkjamanna hafi verið fram úr væntingum eru enn þá ýmsar veigamiklar ferðaþjóðir sem óvíst er hvenær fari af stað. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 376 orð | 1 mynd

Bjartari horfur á síðari hluta árs

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslandsbanki og Analytica spá nú meiri hagvexti en í vor. Horft er til vaxtar í einkaneyslu og aukinnar bjartsýni meðal neytenda. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 706 orð | 1 mynd

Breytt vinnuumhverfi eftir faraldur

Á fjölbreyttum ferli hefur Ragnhildur fengið að takast á við mörg og krefjandi verkefni en hún var frekar ung þegar henni var fyrst falið að stýra stóru fyrirtæki og er ein af fáum konum sem hafa stýrt skráðu íslensku hlutafélagi. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 621 orð | 1 mynd

Fremur leiðinleg grein um gagnaflutninga

Þannig er ekki nægilegt að lög viðtökuríkis mæli fyrir um sambærilega vernd, ef framkvæmd reglnanna sýnir fram á að svo sé í reynd ekki. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 128 orð | 1 mynd

Íslendingar spenntir fyrir pallbíl

Bílamarkaður Egill Jóhannesson, forstjóri Brimborgar, umboðsaðila bílaframleiðandans Ford á Íslandi, segir mikla eftirspurn eftir væntanlegum rafdrifnum pallbíl frá Ford. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 1339 orð | 1 mynd

Maðurinn sem þráði að vera frjáls

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Playa del Carmen ai@mbl.is Líkast til var John McAfee ekki með öllum mjalla en hann átti einstakt lífshlaup, lagði grunninn að heilum geira í tölvuheiminum og vildi einfaldlega fá að lifa lífinu fullkomlega frjáls. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 634 orð | 2 myndir

Myndform blandar sér í orkudrykkina

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirtækið Myndform var stofnað árið 1984 og fólst starfsemin fyrst í textun og dreifingu á kvikmyndum. Það hyggst nú hasla sér frekari völl í heildsölu og sækja fram í orkudrykkjum. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 238 orð | 1 mynd

Ný hótelkeðja við Vatnajökulsþjóðgarð

Ferðaþjónusta Fyirtækin sem standa að rekstri hótelanna Hótel Klausturs á Kirkjubæjarklaustri og Hótel Jökuls á Hornafirði hafa stofnað til samstarfs innan nýrrar hótelkeðju sem ber heitið National Park Hotels. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 193 orð | 2 myndir

Nýtt hverfi tvöfaldar íbúafjölda í Vogum

Félagið Grænabyggð hefur selt lóðir undir 100 íbúðaeiningar í nýju íbúðahverfi í Vogum. Þar verða byggðar alls tæplega 800 íbúðir. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 254 orð

Stemningin hjá þjóðinni

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það var komin þreyta í þjóðina í febrúar og mars þegar enn einu sinni var gripið til sóttvarnaaðgerða. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 211 orð | 1 mynd

Vextir og atvinnuleysi

Þegar þjóðin hefur gengið í gegnum gengisfall hefur verið bent á að markmið efnahagsstefnunnar sé ekki síst að tryggja sem hæst atvinnustig. Með ytri gengisfellingu verði Ísland samkeppnishæfara sem aftur stuðli að atvinnusköpun. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 184 orð | 2 myndir

World Class hefur innflutning á orkudrykk

Líkamsræktarkeðjan World Class hefur um nokkurra ára skeið flutt inn prótín- og heilsuvörur frá þýska framleiðandanum All Stars. World Class hóf svo nýverið sölu á orkudrykk frá All Stars. Meira
30. júní 2021 | Viðskiptablað | 775 orð | 1 mynd

Ölgerðin stígur þarft og gott skref með 2012

Nú um mánaðamótin hefur Ölgerðin sölu á árgangsvíni úr smiðju Moët & Chandon. Til þessa hefur þetta vín ekki verið boði í Vínbúðunum en með sérstöku sérvöruátaki þar á bæ hefur Ölgerðin stigið þetta þarfa skref. Meira

Ýmis aukablöð

30. júní 2021 | Blaðaukar | 774 orð | 9 myndir

„Þórsmörk er algjör draumur“

Kolbrún Ýr veit fátt skemmtilegra en að ferðast um Ísland og taka myndir. Hún á erfitt með að keyra fram hjá Friðheimum án þess að stoppa og fá sér súpu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
30. júní 2021 | Blaðaukar | 805 orð | 3 myndir

Best að byrja í Eldheimasafninu til að skilja Eyjamenn betur

Eyjamærin Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir segir sprang mjög skemmtilegt en fólk þurfi að passa sig að slasa sig ekki. Fólk á það nefnilega til að ofmeta alveg getu sína í sprangi. Meira
30. júní 2021 | Blaðaukar | 486 orð | 7 myndir

Bústaðurinn er eins og falinn fjársjóður

Birna Ósk Sigurbjartsdóttir og fjölskylda eiga fallegan bústað í Grímsnesinu. Hún segir bústaðinn líkt og falinn fjársjóð og mælir með ferðalögum um Suðurlandið í sumar. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
30. júní 2021 | Blaðaukar | 137 orð

Delta-afbrigðið á uppleið í Evrópu

Sýkingar af völdum kórónuveirunnar eru aftur á uppleið í Evrópu. Er það skrifað á svonefnt Delta-afbrigði sem er í örri fjölgun í Bretlandi og Rússlandi. Sýkingum hafði fækkað jafnt og þétt í hálfan þriðja mánuð en nú er sú þróun að snúast við. Meira
30. júní 2021 | Blaðaukar | 396 orð | 1 mynd

Fagna töku Mekele á götum úti

Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Uppreisnarmenn náðu héraðinu Tigray í norðurhluta Eþíópíu á sitt vald í gær. Mikil fagnaðarlæti brutust út og embættis- og yfirmenn stukku á flótta. Meira
30. júní 2021 | Blaðaukar | 447 orð | 6 myndir

Fjölskylduvænar hugmyndir á Suðurlandi

Fjölskyldur sem heimsækja Suðurland í sumar hafa úr nægri dægradvöl að velja. Hér eru nokkrar fjölskylduvænar hugmyndir en listinn er þó engan veginn tæmandi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
30. júní 2021 | Blaðaukar | 535 orð | 4 myndir

Giftu sig úti á sjó við Klettshelli

Klaudia Beata Wanecka og Marcin Wanecki búa í Vestmannaeyjum. Þau eru íslenskir ríkisborgarar en eru fædd og uppalin í Póllandi. Þau eiga hús í Vestmannaeyjum og eiga góð ráð þegar kemur að ferðalögum í eyjuna fallegu. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
30. júní 2021 | Blaðaukar | 229 orð | 3 myndir

Náttúrulaugar á Suðurlandi

Náttúrulaugar hafa verið vinsælar á meðal Íslendinga lengi. Talið er að þær búi yfir yfirnáttúrulegum lækningamætti. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira
30. júní 2021 | Blaðaukar | 124 orð | 1 mynd

Picasso fannst í gljúfri

Málverk sem Pablo Picasso ánafnaði grísku þjóðinni fyrir 49 árum fyrir andspyrnu hennar gegn nasistum 1941-45 og stolið var 2012 í innbroti í ríkislistasafnið í Aþenu kom í leitirnar í fyrradag. Meira
30. júní 2021 | Blaðaukar | 124 orð | 1 mynd

Zuma í steininn

Jacob Zuma, fyrrverandi Suður-Afríkuforseti, var í gær dæmdur í hæstarétti landsins til 15 mánaða fangelsisvistar vegna spillingar. Hann fékk fimm daga frest til að gefa sig fram við lögreglu ella verður hann leitaður uppi og tekinn fastur. Meira
30. júní 2021 | Blaðaukar | 104 orð | 1 mynd

Þú hugar að umhverfinu með „Earth Collection“

Þeir sem eru hrifnir af fallegri hönnun og vilja vera umhverfisvænir ættu að skoða Earth Collection-ferðamálin frá Thermos. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.