Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýtt mastur fyrir siglingaljós verður í næstu viku sett upp á varðskipinu Óðni, hvar það liggur við bryggju við Grandagarð sem hluti af sýningu Sjóminjasafnsins í Reykjavík. Gamla mastrið hefur nú verið tekið niður, ryðgað og ónýtt, og hið nýja er komið til landsins. „Við eigum eftir að ganga frá smáatriðum svo hægt sé að setja nýtt mastur í krana og hífa yfir á þilfar skipsins. Þar verður það rafsoðið við dekkið,“ segir Ingólfur Kristmundsson vélstjóri, sem er einn liðsmanna Hollvinasamtaka Óðins.
Meira