Greinar mánudaginn 5. júlí 2021

Fréttir

5. júlí 2021 | Erlendar fréttir | 129 orð

Að minnsta kosti 45 látnir eftir flugslys

Að minnsta kosti 45 eru látnir og tugir að auki slasaðir eftir að filippseysk herflugvél brotlenti í suðurhluta landsins í dag. Þetta er eitt mannskæðasta flugslys í sögu landsins. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 181 orð

Bendir til verðhækkana

Vísbendingar eru um að til komi á næstunni umtalsverðar verðhækkanir á þorski sem íslensk fyrirtæki selja á erlenda markaði. Þar ræður skerðing á aflaheimildum, um 13% á Íslandsmiðum og 20% í Barentshafi. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Brennir nú timbri og er að bregða búskap

Viður úr gömlum úr útihúsum á bænum Steinstúni var eldiviður í bálkesti sem var tendraður í fjörunni í Norðurfirði í Árneshreppi á Ströndum sl. laugardagskvöld. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Dýrmætar minjar í Stöð

Uppgröftur í Stöð á Stöðvarfirði ber merki um mikið ríkidæmi. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur telur líklegt að þangað hafi komið höfðingjar frá Noregi á ríkulegum skipum. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 509 orð | 1 mynd

Feðgar í fótboltanum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Eljusemi og þrautseigja eru lykillinn að því að ná árangri í knattspyrnu, rétt eins og lífinu sjálfu. Þú verður alltaf að trúa að fram undan séu ljós og betri tíð, sama hversu miku mótlæti þú mætir,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson knattspyrnumaður. Strákurinn úr Vesturbænum í Reykjavík hefur náð langt í fótboltanum, verið leikmaður í útlöndum síðastliðin sjö ár og gekk til liðs við Arsenal á síðasta ári, hvar hann stendur í markinu. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Friðlýsa Dyrfjallaeldstöð og Stórurð

Hluti Dyrfjallaeldstöðvarinnar og náttúruvættið Stóraurð eru nú friðlýst svæði eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra undirritaði plögg um friðlýsingu jarðanna Hrafnabjarga, hluta Sandbrekku, Unaóss og Heyskála á Úthéraði sl. föstudag. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Gluggakisa myndefni ferðamanns

Ferðamönnum á landinu fjölgar með hverjum deginum. Sú þróun er í takti við að umferð um Keflavíkurflugvöll eykst stöðugt. Þangað komu 43 vélar að utan í gær og vélar sem var flogið utan voru ámóta margar. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 227 orð | 3 myndir

Gosmyndir Kristins eru nú komnar í Eldheima

„Myndirnar eru ómetanlegar og segja mikla sögu. Sjónarhornið er líka svo listrænt, Kristni tókst til dæmis að kalla fram fegurð þar sem við sjáum barnaleikföng í rústum brunninna húsa. Slíkt endurspeglar vel andstæðurnar í þessum hrikalegu náttúruhamförum, segir Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eldheima í Vestmannaeyjum. Meira
5. júlí 2021 | Erlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

Grímunotkun verði valkvæð

Nú bíður Englands tími án lagalegra takmarkana þar sem Englendingar munu sjálfir þurfa að bera ábyrgð á eigin grímunotkun. Þetta sagði Robert Jenrick, ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, við BBC. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Gunnar Smári býður sig fram til Alþingis

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Um helgina var haldið sósíalistaþing, aðalfundur flokksins. Meira
5. júlí 2021 | Erlendar fréttir | 360 orð | 2 myndir

Heldur tónleika fyrir kýr

Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Breski sellóleikarinn Jacob Shaw lét heimsfaraldurinn svo sannarlega ekki stöðva sig í tónlistinni þrátt fyrir skort á áhorfendum. Tók hann það til bragðs að halda klassíska tónleika fyrir kýr. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 271 orð | 3 myndir

Hélt að þetta yrði auðveldara með hverri bókinni

Eva Björg Ægisdóttir sló í gegn með sinni fyrstu bók, Marrinu í stiganum , sem hlaut glæpasagnaverðlaunin Svartfuglinn 2018 og nýverið hreppti hún rýting Samtaka breskra glæpasagnahöfunda árið 2021 í flokknum frumraun ársins, en það er í fyrsta sinn sem... Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd

Ísland eftirbátur Norðurlandanna

Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Netöryggi á Íslandi hefur aukist síðan 2018 samkvæmt nýútgefnum netöryggisvísi Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) fyrir árið 2020. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Íslendingar í fararbroddi

World Geothermal Congress, WGC, er stærsta jarðhitaráðstefna í heimi og er haldin af International Geothermal Association. Ráðstefnan fer í ár bæði fram í Hörpu og á netinu. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Í ævintýraveröld með fjöri og fræðslu

Pokahlaup fyrir börnin sem einnig gátu fylgst með töframönnum með tilburði og tilþrif sem eru fæstu öðru lík. Árbæjarsafnið heillar alltaf enda heil ævintýraveröld, þar sem gamli tíminn og sá nýi mætast í skemmtilegri deiglu. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 619 orð | 2 myndir

Kitlaði að halda vörumerkinu á lífi

Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is „Stemningin sem var þarna var sturluð. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 115 orð

Kostar milljarð að breyta húsnæðinu

„Það er ekki spurning að það vantar leikskólaplass og það eru 700 börn á biðlista en þetta er einhvers konar örvænting að kaupa þessa hjálpartækjarbúð og ætla að breyta henni í leikskóla og stytta sér leið. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 318 orð | 2 myndir

Kostnaðurinn langt fram úr áætlun

Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 649 orð | 2 myndir

Nýttu landið á undan landnámi

Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Uppgreftri í Stöð á Stöðvarfirði er lokið þetta sumarið en ný og spennandi verkefni bíða fornleifafræðinganna þegar framkvæmdir hefjast aftur. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem hefur staðið að uppgreftrinum í Stöð frá árinu 2015, segir sumarið hafa gengið nokkuð brösuglega sökum veðurfars. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 363 orð | 2 myndir

Oddabrú fyrir öryggið og skapar alfaraleið

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ný 93 metra brú yfir Þverá í Rangárvallasýslu var formlega opnuð við hátíðlega athöfn síðastliðinn laugardag. Brúin tengir saman Oddahverfi á Rangárvöllum og svonefnda Bakkabæi sunnan Þverár. Meira
5. júlí 2021 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Páfinn lagður inn á sjúkrahús í Róm

Frans páfi hefur verið lagður inn á spítala í Róm vegna ristilvandamáls og mun hann gangast undir aðgerð, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins. Matteo Bruni, talsmaður Vatíkansins, segir að fleiri upplýsingar muni berast eftir aðgerðina. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Sigurður Bogi

Sumarkvöld Töfrasvipur er á landinu nú í júlíbyrjun, þegar gróður er í blóma og nóttin björt. Lúpínan er áberandi í Heiðmörk og gamli Elliðavatnsbærinn setur sterkan svip á umhverfi... Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Sunnudagsumferð var án teppa og tafa

Margar og fjölmennar samkomur voru haldnar um helgina, þar sem fólk meðal annars fagnaði afléttingu samgöngutakmarkana. Gott veður var víðast hvar og ekki yfir neinu að kvarta. Í Eyjum var Goslokahátíð, Írskir dagar á Akranesi og N1-mótið á Akureyri. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 744 orð | 2 myndir

Verðhækkanir væntanlegar eftir skerðingar

Baksvið Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Flest bendir til þess að skortur verði á atlantshafsþorski á mörkuðum á næsta ári og næstu ár. Kemur það mögulega verst niður á vinnslum sem ekki hafa öruggt aðgengi að hráefni. Meira
5. júlí 2021 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Þjóðbúningakonur mættu á Oddahátíð

Söngur ómaði vítt um grundir á Oddahátíð sem haldin var á hinu forna frægðarsetri á Rangárvöllum um helgina. Tónlistaratriðin voru mörg og til þeirra vandað á alla lund. Meira

Ritstjórnargreinar

5. júlí 2021 | Staksteinar | 235 orð | 2 myndir

Áminning um einræði

Kommúnistaflokkur Kína fagnaði á fimmtudag 100 ára afmæli sínu. Hann er langlífur af kommúnistaflokki að vera og hefur að auki stjórnað meginlandi Kína í á áttunda áratug. En þó að efnahagslega hafi gengið vel á allra síðustu áratugum er margt við stjórnarfarið sem vekur upp efasemdir. Meira
5. júlí 2021 | Leiðarar | 469 orð

Eins og kvígur að vori

Mörg rök standa til þess að fjölga í lögreglunni Meira
5. júlí 2021 | Leiðarar | 231 orð

Taka þarf strax á skuldasöfnun

Hættulegt er að daðra við þá hugmynd að vextir haldist lágir Meira

Menning

5. júlí 2021 | Bókmenntir | 1651 orð | 2 myndir

Endurritað, apað og afbakað

Bókarkafli | Rithöfundurinn og fræðimaðurinn Jochum M. Eggertsson tók sér listamannsnafnið Skuggi og gaf út fjölda bóka. Hans er meðal annars minnst fyrir Galdraskræðu sína, sem þekkt er víða um heim, og kenningar um landnám Íslands. Meira
5. júlí 2021 | Leiklist | 981 orð | 1 mynd

Tjáir stjórnmálaskoðanir með gríni

Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Ein af eftirtektarverðum sýningum á hátíðinni Reykjavík Fringe í ár er uppistand Rússans Oleg Denisov. Hann kemur fyrst fram annað kvöld, þriðjudaginn 6. júlí, og síðan aftur 9., 10. og 11. júlí. Meira
5. júlí 2021 | Leiklist | 84 orð | 1 mynd

Þrír uppistandarar vinna úr tilvistarkreppu á spaugilegan hátt

Jaðarlistahátíðin Reykjavík Fringe hófst um helgina og í dag og kvöld verður boðið upp á fjölda sýninga. Ein þeirra nefnist Identity Chrisis og er uppistand þeirra Dan Nava, Regns Sólmundar og Lovísu Láru í Secret Cellar við Lækjargötu. Meira

Umræðan

5. júlí 2021 | Pistlar | 440 orð | 1 mynd

Almannatryggingakerfið verður að endurskoða

Ríkisstjórnir síðustu áratuga hafa byggt upp bútasaumað skrímsli sem er almanntryggingakerfi sem aldrað fólk og öryrkjar verða að reyna að lifa við. Meira
5. júlí 2021 | Aðsent efni | 579 orð | 1 mynd

Furðulegur dómur

Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "„Í þessum forsendum felst alvarleg þversögn. Engin réttarfarsleg þörf er á að synja kröfu mannsins. Hann vildi bara að málið dæmdu dómarar sem hann hefði ekki ástæðu til að ætla að hefðu fyrir fram mótað afstöðu sína til sakarinnar.“" Meira
5. júlí 2021 | Aðsent efni | 306 orð | 1 mynd

Lífið er forgangsröðun

Eftir Ernu Mist: "Hugvekja um forgangsröðun lífsins, allt frá smáatriðum hversdagsháttanna til megindrátta markmiðanna." Meira
5. júlí 2021 | Aðsent efni | 459 orð | 1 mynd

Síki og ekki sýki í boði borgarstjóra

Vala Pálsdóttir: "Það kann að verða áhyggjuefni hvort starfsfólk fáist til starfa við þær ömurlegu aðstæður sem börnin í Fossvogsskóla stunda nám." Meira
5. júlí 2021 | Aðsent efni | 323 orð | 1 mynd

Skógræktarvertíðin mikla

Eftir Hildi Hermóðsdóttur: "Gegndarlaus plöntun erlendra tegunda, ekki síst barrtrjáa, veldur háskalegum breytingum á íslenskri náttúru." Meira
5. júlí 2021 | Aðsent efni | 735 orð | 1 mynd

Sneypuför og dómgreindarskortur Vinstri grænna

Eftir Ole Anton Bieltvedt: "Það er með ólíkindum að Katrín skyldi halda að hún fengi einhverjum stefnumálum VG framgengt í samstarfi við Bjarna og Sigurð Inga, eins og dæmi sýna." Meira

Minningargreinar

5. júlí 2021 | Minningargreinar | 1334 orð | 1 mynd

Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir

Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir (Alla) fæddist í Reykjavík 28. apríl 1961. Hún lést á Spáni 9. júní 2021. Foreldrar hennar eru Halla Guðjónsdóttir, f. 11. júlí 1943, og Sigurbjörn Bjarnarson, f. 2. júlí 1939, d. 16. febrúar 2021. Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2021 | Minningargreinar | 1995 orð | 1 mynd

Flosi Gunnar Valdimarsson

Flosi Gunnar Valdimarsson fæddist á Hólmavík 23. desember 1933. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 26. júní 2021 eftir stutta sjúkrahúslegu. . Foreldrar hans voru Eybjörg Áskelsdóttir, f. 10.1. 1910 á Bassastöðum við Steingrímsfjörð, d. 29.1. Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2021 | Minningargreinar | 1592 orð | 1 mynd

Gunnar Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson, hagfræðingur, rithöfundur og heimspekingur, fæddist í Reykjavík 18. nóvember 1950. Hann lést eftir skammvinn veikindi á Mount Sinai-spítalanum í New York-borg 7. apríl 2021. Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2021 | Minningargreinar | 244 orð | 1 mynd

Gunnar Ingi Birgisson

Gunnar Ingi Birgisson fæddist 30. september 1947. Hann lést 14. júní 2021. Útför Gunnars fór fram 24. júní 2021. Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2021 | Minningargreinar | 735 orð | 1 mynd

Kristinn Georgsson

Kristinn Georgsson (Kiddi G.) fæddist 31. desember 1933. Hann lést 13. júní 2021. Útför hans fór fram í kyrrþey 19. júní 2021. Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2021 | Minningargreinar | 2325 orð | 1 mynd

Marsibil Hólm Agnarsdóttir

Marsibil Hólm Agnarsdóttir fæddist 16. júní 1935 á Kirkjuskarði í Austur- Húnavatnssýslu. Hún lést 25. júní 2021 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hennar voru hjónin Agnar Hólm Jóhannesson, f. 11.3. 1907, d. 3.9. Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2021 | Minningargreinar | 516 orð | 1 mynd

Rannveig G. Kristjánsdóttir

Rannveig G. Kristjánsdóttir fæddist í Bolungarvík 24. nóvember 1929. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 17. júní 2021. Rannveig var dóttir hjónanna Rannveigar Ásgeirsdóttur og Kristjáns Jóhannessonar, yngst sex systkina, sem öll eru látin. Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2021 | Minningargreinar | 654 orð | 1 mynd

Sjöfn Bjarnadóttir

Sjöfn Bjarnadóttir fæddist á Hofi í Vestmannaeyjum 14. apríl 1934, hún lést 13. júní 2021. Faðir Bjarni Guðjónsson myndskeri og listmálari, f. 27.5. 1906, d. 11.10. 1986. Móðir Sigríður Þorláksdóttir húsfreyja og forstöðukona, f. 13.4. 1902, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2021 | Minningargreinar | 651 orð | 1 mynd

Sóley Ósk Stefánsdóttir

Sóley Ósk Stefánsdóttir fæddist í Sæbakka á Djúpavogi 25. desember 1959. Hún lést á dvalarheimilinu Grund eftir erfið veikindi 24. júní 2021. Foreldrar hennar eru Stefán Aðalsteinsson, f. 18.11. 1923, d. 19.1. 2004, og Rósa Elísabet Jónsdóttir, f. 1.1. Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2021 | Minningargreinar | 1787 orð | 1 mynd

Steinunn Árnadóttir

Steinunn Árnadóttir fæddist á Laufásvegi 3 í Reykjavík 15. maí 1929. Hún andaðist á Hrafnistu í Boðaþingi 22. júní 2021. Foreldrar hennar voru Guðrún Einarsdóttir, f. 7.1. 1899, og Árni J. Árnason, f. 9.5. 1896. Systkini Steinunnar eru: 1) Inga, f.... Meira  Kaupa minningabók
5. júlí 2021 | Minningargreinar | 1208 orð | 1 mynd

Sveinn Bergmann Steingrímsson

Sveinn Bergmann Steingrímsson fæddist á Sveinsstöðum í Kaplaskjóli 27. desember 1936. Hann lést á Hrafnistu í Laugarási 16. júlí 2021. Foreldrar hans voru Steingrímur Sveinsson, verkstjóri á Sveinsstöðum, og kona hans Gunnhildur Sigurjónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. júlí 2021 | Viðskiptafréttir | 125 orð | 1 mynd

Batamerki á bandarískum vinnumarkaði

Bandarísk stjórnvöld birtu á föstudag mælingar sem sýna að um 850.000 ný störf urðu til á bandarískum vinnumarkaði í júnímánuði. Er það nokkuð umfram spár sérfræðinga sem væntu 720.000 nýrra starfa og langt umfram þá fjölgun sem varð í maí þegar um 583. Meira
5. júlí 2021 | Viðskiptafréttir | 647 orð | 3 myndir

Hjálpar fólki að skilja launin

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Oft er launþegum vandi á höndum þegar kemur að því að skilja réttindi sín og ganga úr skugga um að engin mistök hafi verið gerð við útreikning launa. Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið UX Design hefur bætt nýrri virkni í tímaskráningakerfi sitt Curio Time sem ætti að gagnast launafólki og stórauka gegnsæi um kaup og kjör. Lausnin sem UX Design býður upp á nær m.a. yfir aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, Samiðn, VM, Byggiðn, Matvís, Rafís, Fit og Félag hársnyrtisveina. Meira
5. júlí 2021 | Viðskiptafréttir | 149 orð | 1 mynd

Kína stígur á bremsuna hjá Didi

Kínverska netöryggiseftirlitið fyrirskipaði á sunnudag að snjallsímaforrit fyrirtækisins Didi skyldi fjarlægt úr kínverskum snjallforritagáttum. Segir stofnunin að forrit Didi brjóti reglur landsins um meðferð persónuupplýsinga. Meira

Fastir þættir

5. júlí 2021 | Fastir þættir | 178 orð | 1 mynd

1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. e4 Rc6 4. Rf3 d6 5. d5 Re5 6. Rxe5 Bxe5 7. Be2 Bg7...

1. d4 g6 2. c4 Bg7 3. e4 Rc6 4. Rf3 d6 5. d5 Re5 6. Rxe5 Bxe5 7. Be2 Bg7 8. Rc3 Rf6 9. 0-0 0-0 10. Be3 e5 11. c5 h5 12. f3 Kh7 13. cxd6 cxd6 14. Hc1 Bh6 15. Dd2 Bxe3+ 16. Dxe3 Bd7 17. b4 a5 18. b5 Kg7 19. Ra4 h4 20. Db6 De7 21. Hc7 Hab8 22. Df2 Dd8 23. Meira
5. júlí 2021 | Fastir þættir | 171 orð

Álitaefni. N-Allir Norður &spade;K10 &heart;K93 ⋄KDG &klubs;G10983...

Álitaefni. N-Allir Norður &spade;K10 &heart;K93 ⋄KDG &klubs;G10983 Vestur Austur &spade;G742 &spade;-- &heart;6 &heart;DG10875 ⋄Á109873 ⋄654 &klubs;62 &klubs;ÁK75 Suður &spade;ÁD98653 &heart;Á42 ⋄2 &klubs;D4 Suður spilar 4&spade;. Meira
5. júlí 2021 | Í dag | 849 orð | 3 myndir

Fjárhirðirinn á Vatnshömrum

Sveinn Hallgrímsson fæddist á Hálsi í Eyrarsveit 5. júlí 1936. „Faðir minn varð fyrir alvarlegu slysi í Kirkjufellinu og þurfti að hætta búskap og 1944 flutti fjölskyldan í Grafarnes þar sem þau gerðust símstöðvarstjórar. Meira
5. júlí 2021 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

Flykkjast til að gefa álfunum gjafir

„Það er ótrúlegt hvað er skilið eftir. Fólk færir álfunum gjafir. Meira
5. júlí 2021 | Í dag | 284 orð

Góðar vísur gamlar og nýjar

Á laugardag fyrir viku rúmri sendi Hjálmar Jónsson mér tölvupóst: „Ég ók norður í Húnavatnssýslu í dag. Á leiðinni yfir Víðidalinn mundi ég vísu eftir afa minn, Kristin Bjarnason frá Ási í Vatnsdal. Hann bjó um tíma á Gafli í Víðidal. Meira
5. júlí 2021 | Í dag | 29 orð | 3 myndir

Ísland er fullkomið land fyrir glæpi

Eva Björg Ægisdóttir sló í gegn með sinni fyrstu bók og bækur hennar hafa líka notið hylli víða í Evrópu. Hún segir að Ísland sé fullkomið land fyrir... Meira
5. júlí 2021 | Árnað heilla | 213 orð | 1 mynd

Lísa Njálsdóttir

40 ára Lísa fæddist í Reykjavík, en ólst upp bæði á Akureyri og í Svíþjóð, en hún lauk grunnskólagöngu í Hlíðaskóla í Reykjavík. Þá tók við Menntaskólinn við Hamrahlíð en þaðan lauk hún stúdentsprófi árið 2000. Meira
5. júlí 2021 | Í dag | 57 orð

Málið

„Þetta leit ekki vel út í byrjun en svo hófst það á stuttum tíma.“ Þarna er sögnin að hefjast á villigötum og sú rétta, að hafast , í merkingunni takast , heppnast, klárast , er illa fjarri. Verkið hafðist á stuttum tíma. Meira

Íþróttir

5. júlí 2021 | Íþróttir | 682 orð | 5 myndir

* Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði glæsilegt mark...

* Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður í knattspyrnu skoraði glæsilegt mark fyrir Norrköping þegar liðið vann meistara Malmö 3:2 í sænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Meira
5. júlí 2021 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Áttunda Íslandsmet Hlyns á einu ári

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hlynur Andrésson langhlaupari frá Vestmannaeyjum setti sitt áttunda Íslandsmet í fimm greinum á einu ári á laugardaginn. Hann hljóp þá 5. Meira
5. júlí 2021 | Íþróttir | 302 orð | 1 mynd

EM karla 2021 8-liða úrslit: Tékkland – Danmörk 1:2 Úkraína...

EM karla 2021 8-liða úrslit: Tékkland – Danmörk 1:2 Úkraína – England 0:4 *Danmörk og England mætast í undanúrslitum á Wembley á miðvikudagskvöldið. Meira
5. júlí 2021 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Guðjón snýr aftur

Guðjón Þórðarson, einn reyndasti og sigursælasti knattspyrnuþjálfari landsins, er kominn í slaginn á ný. Meira
5. júlí 2021 | Íþróttir | 431 orð | 1 mynd

Hvað gerist á Wembley?

EM 2021 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Englendingar og Danir mætast í afar áhugaverðum undanúrslitaleik á Evrópumóti karla í fótbolta á Wembley í London á miðvikudagskvöldið. Meira
5. júlí 2021 | Íþróttir | 55 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Dalvíkurvöllur: KA...

KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Dalvíkurvöllur: KA – KR 19.15 Víkingsvöllur: Víkingur R. – ÍA 19.15 1. deild karla, Lengjudeildin: Jáverkvöllur: Selfoss – Þór 18 Eimskipsvöllur: Þróttur R. Meira
5. júlí 2021 | Íþróttir | 485 orð | 2 myndir

Með 18:0 í fimm leikjum

Fótboltinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Breiðablik hefur heldur betur náð að gera Kópavogsvöllinn að vígi á undanförum vikum. Meira
5. júlí 2021 | Íþróttir | 356 orð | 1 mynd

Pepsi Max-deild karla Stjarnan – Keflavík 2:3 Breiðablik &ndash...

Pepsi Max-deild karla Stjarnan – Keflavík 2:3 Breiðablik – Leiknir R 4:0 Staðan: Valur 1283121:1127 Breiðablik 1171328:1522 Víkingur R. Meira
5. júlí 2021 | Íþróttir | 318 orð | 2 myndir

Sögulegur sigur Sunnlendinga

Frjálsar Guðmundur Karl sport@mbl.is Lið HSK/Selfoss sigraði í heildarstigakeppni Meistaramóts Íslands 15-22 ára í frjálsum íþróttum en mótið var haldið á Selfossi um helgina. HSK/Selfoss fékk 421,5 stig en ÍR varð í 2. sæti með 379 stig. Meira
5. júlí 2021 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, úrslit: Atlanta – Milwaukee 107:118...

Úrslitakeppni NBA Austurdeild, úrslit: Atlanta – Milwaukee 107:118 *Milwaukee vann einvígið 4:2 og mætir Phoenix Suns í... Meira
5. júlí 2021 | Íþróttir | 16 orð | 1 mynd

Vináttulandsleikir kvenna Frakkland – Noregur 21:30 • Þórir...

Vináttulandsleikir kvenna Frakkland – Noregur 21:30 • Þórir Hergeirsson þjálfar lið Noregs. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.