Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það er fullt af fiski í Elliðaánum – það hafa nálægt 900 farið gegnum teljarann og mikið að ganga,“ segir Óskar Örn Arnarson, umsjónarmaður við árnar. Og veftengingin við teljarann staðfestir það, á sólarhring fyrir tveimur dögum fóru til að mynda 134 í gegn. Það tengist spurningunni sem laxveiðimenn hafa spurt sig um land allt, hvort smálaxagöngurnar mæti með stórstreyminu sem er í dag og hvort veiðin muni þá mögulega ná einhverju sem kalla má meðalveiði. Því laxinn hefur gengið seint í ár.
Meira