Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Edda Borg ásamt hljómsveit verður með tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og hefjast þeir klukkan 17. Tónleikarnir eru liður í Jazzhátíð Reykjavíkur. „Ég hef lítið flaggað nýlegum djassskotnum plötum mínum á Íslandi en við spilum lög af þeim,“ segir Edda. Með henni leika Agnar Már Magnússon á hljómborð, Benedikt Brynleifsson á trommur, Bjarni Sveinbjörnsson, eiginmaður hennar, á bassa og Friðrik Karlsson á gítar.
Meira